Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
F
imir fingur fara um
Fendera og Gibsona af
öllum mögulegum
stærðum og gerðum og
margvísleg sérsmíðuð
skrípi hljóta að fanga athygli allra
þeirra sem smitast hafa af gítarbakt-
eríunni illskeyttu.
Gítarhátíð Erics
Claptons stendur
undir nafni þó svo
að sönnu séu þau
atriði sem þar eru
boðin fram mis-
jafnlega spenn-
andi.
DVD-útgáfa þessi hýsir tvo mynd-
diska sem geyma upptökur frá Cross-
roads-gítarhátíðinni í Texas í Banda-
ríkjunum í sumar. Fyrir henni stóð
Eric Clapton en ágóðinn rann til
Crossroads, meðferðarstöðvar fyrir
drykkju- og eiturlyfjasjúklinga sem
hann hefur rekið frá árinu 1997 á eyj-
unni Antigua í Karíbahafi. Sjálfur
segir Clapton að hann hafi einfald-
lega haft samband við alla þá sem
hann langaði til að hlusta á spila á gít-
ar og þeir hafi allir reynst reiðubúnir
að styðja málstaðinn.
Og þarna er að sönnu að finna
margar gítarhetjur auk Claptons.
Nefna má BB King, Jimmy Vaughan,
Larry Carlton, Robert Cray, J.J.
Cale, Buddy Guy, John McLaughlin,
Carlos Santana, Joe Walsh, David
Hidalgo og þarna er einnig að finna
aldurhnigna blúsmenn á borð við
David „Honeyboy“ Edwards og Hu-
bert Sumlin. Flestir eru gítaristar
þessir orðnir löglega miðaldra og
sumir rúmlega það en yngri menn á
borð við John Mayer láta einnig ljós
sitt skína. Almennt verður þó að ætla
að þessi upptaka höfði frekar til eldri
áhugamanna um gítarleik þó svo vit-
anlega megi ekki útiloka að einhverjir
hinna yngri búi yfir þroska og smekk
til að meta og virða þessar gömlu
hetjur!
Auðvitað vantar hér marga. Fyrst-
ur upp í hugann kemur Jeff Beck,
sem enn slær alla út með rothöggi á
góðum degi. Raunar er hermt að
Beck hafi tekið eitt lag á Crossroads-
hátíðinni (Cause We Ended As Lov-
ers) og er með öllu óskiljanlegt að því
hafi verið sleppt þegar gengið var frá
þessari útgáfu. Beck er öldungis ein-
stakur gítaristi og listamaður.
En eins og sjá má af þátttökulist-
anum hér að ofan, sem er ekki tæm-
andi, hýsa diskar þessir fjölbreytilega
tónlist en öll eiga lögin það sameig-
inlegt að vera borin uppi af gítarleik.
Í upphafi eru óæfð blúsdjömm áber-
andi og eru þau heldur óspennandi.
Menn á borð við BB King og Jimmy
Vaughan reynast ekki hafa mikið
fram að færa. Santana veldur von-
brigðum þótt ávallt sé hljómur hans
sérstakur og heillandi.
Sjálfur er Clapton í fínu formi og
skilar traustum útgáfum af m.a. I
Shot the Sheriff og Have You Ever
Loved A Woman? Vald hans yfir því
sem hann er að gera er sem fyrr al-
gjört. En til eru mun betri og
skemmtilegri tónleikaupptökur á
DVD með Clapton. Áhugasömum
skal bent á Live in Hyde Park (1997).
Trylltustu aðdáendur Claptons
nefndu hann gjarnan „guð“ á sjöunda
áratugnum. Aldrei stóð hann nú und-
ir því sæmdarheiti blessaður en gít-
arleikur hans er einstakur og afar
gaman er jafnan að horfa á hann spila
ekki síst með tilliti til þeirrar tækni
sem hann hefur þróað fram.
Sá mikli höfuðsnillingur J. J. Cale
leikur með Clapton í tveimur lögum.
Sá síðarnefndi gerði hinn fyrrnefnda
frægan (og ríkan) með því að hljóð-
rita eftir hann lög á borð við After
Midnight og Cocaine sem þarna eru
tekin. Cale telst seint til ofurmenna á
gítar en einfaldur stíll hans er áhuga-
verður og nálgunin svöl. Stúdíó-
upptökur hans eru þó mun athyglis-
verðari en það sem hann býður upp á
hér. Gítarleikur á plötum hans er
jafnan í háum smekk- og gæðaflokki.
John McLaughlin hrífur viðstadda
með sínum undarlega samsettu,
flóknu (og löngu) gítarskölum sem
hann galdrar fram áreynslulítið við
undirleik tveggja bumbuleikara.
Larry Carlton flytur fágaða útgáfu
af Steely Dan-laginu Josie. Hann
brúkar afar fallegan Gibson ES-335
sem gæti á augabragði breytt sér-
hverjum ráðsettum gítarlúða í glæpa-
mann.
Gítarhetjan Steve Vai á hér magn-
aðan performans og sýnir enn á ný að
þegar tækni er annars vegar standast
fáir honum snúning. Skemmtana-
gildið er ótvírætt, tryllingurinn al-
gjör; um innlifun og smekk er þýðing-
arlaust að deila.
Ný lönd brotin
Senunni stela þó tveir menn.
Fyrstan skal nefna ungan mann Ro-
bert Randolph sem leikur á 13
strengja fetil-stál-gítar (tilraun til
þýðingar á „pedal-steel-guitar“).
Þarna er á ferðinni mikill listamaður
sem sýnilega vinnur að því að brjóta
ný lönd undir þetta merka hljóðfæri.
Bylting hans felst ef til vill ekki síst í
því að þetta heldur hógværa hljóð-
færi er í algjöru lykilhlutverki hjá
Randolph og hljómsveit hans. Hann
leikur á fetil-gítarinn rafmagnaða
tónlist auk þess sem hann hefur hefð-
bundna kántrítakta gjörsamlega á
valdi sínu. Niðurstaðan verður afar
áheyrileg blanda. Randolph hikar
ekki við að beita „overdrive“ og „eff-
ektum“ og útfærir viðtekna rokk-,
blús- og kántrígítarskala á afar
áhugaverðan hátt.
Glæsilegust hljóta þó tilþrif kántrí-
gítarleikarans Vince Gill að teljast.
Gill er stjarna vestra en hætt er við
að fáir þekki hann í Evrópu. Í laginu
Oklahoma Borderline tekur hann
magnað gítarsóló sem ætti á fá hárin
að rísa á höfði allra þeirra sem
minnstu tilfinningu hafa fyrir þessu
hjóðfæri. (Myndatakan í þessum
kafla lagsins er því miður afleit.)
Magnaðari „flat-picker“ er vandfund-
inn, hraðinn lyginni líkastur, tæknin
fullkomin og Telecasterinn, talar,
syngur og hlær. Þetta er geysilega
öflugur gítarleikari.
Annar sem athygli vekur er Doyle
Bramhall II. Þetta er örvhentur
gítaristi sem leikur á örvhentan
Stratocaster og snýr strengjunum
öfugt. Það er upplifun að horfa á
þennan mann leika á gítar, allt er öf-
ugsnúið og engu líkara en hann spili
bókstaflega aftur á bak! Sá sem þetta
ritar þekkir ekki til Bramhalls. Hann
sýnir ekki mikið í þeim lögum þar
sem hann leikur og verður því ekki
dæmdur af þessari frammistöðu. En
það ber vott um járnvilja og mikla
tónlistargáfu að geta leikið á gítar
með þessum hætti.
Efnið á mynddiskunum var tekið
upp á þremur dögum. Miklu er því
sleppt. Niðurröðunin er undarleg og
ekki í réttri tímaröð. Atriði eru klippt
í sundur og fyrir vikið verður efnið
æði sundurlaust. Á milli laga er
gjarnan skotið stuttum umsögnum
þeirra sem við sögu koma og er það
ekki til teljanlegs ama.
Efni frá tónleikunum sjálfum sýn-
ist vera rúmir þrír klukkutímar. Við-
bótarefni geymir viðtöl og frábær
kostur er það að geta farið beint í
sólókafla í hverju lagi.
Hermt er að hátíðin verði ekki end-
urtekin og teljast tónleikar þessir því
sögulegir.
Ekki skal því haldið fram að þessi
DVD-útgáfa sé ómissandi í safnið.
Það er hún engan veginn. Sumir
þeirra sem þátt taka standa tæpast
undir nafni þótt vissulega geti verið
gaman og jafnvel sögulegt að sjá
margar gamlar hetjur saman á sviði.
En sérhvert gítarfrík getur gleymt
sér yfir þessum tónleikum og hrifist
aftur og aftur af snilli hinna bestu
sem fara höndum um þetta undur-
samlega hljóðfæri.
Tónlist | Crossroads – þriggja daga gítarhátíð sem Eric Clapton stóð fyrir er komin á mynddisk
„Guð“ og
hinar gítar-
hetjurnar
Eric Clapton efndi til mikillar gítarhátíðar í
Bandaríkjunum í sumar sem nú má nálgast á
mynddiski. Ásgeir Sverrisson segir frá því sem
fyrir augu og eyru ber.
Eric Clapton átti veg og vanda af Crossroads-gítarhátíðinni í Texas.
asv@mbl.is
*
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSwww.borgarbio.is
Sýnd kl. 6 og 8..
Miðasala opnar kl. 15.30
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
VINCE VAUGHNBEN STILLER
Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15.
PoppTíví
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 4.
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
DodgeBallÓ.Ö.H. DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 10.
kl. 4, 6, 8 og 10.
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGAMYND Í ANDA BRUCE-LEE
EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA
HVERSU
LANGT
MYNDIR ÞÚ
GANGA TIL
AÐ HALDA
LÍFI
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
„Balli Popptíví“
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans