Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 1
„Guð“ og gítarhetjurnar Crossroad-gítarhátíð Claptons á mynddiskum | Menning 54 STOFNAÐ 1913 348. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. Handverk víkinganna Óvenjuleg hönnun á boðstólum í Bakarabrekkunni | Daglegt líf 27 Ronaldinho er kóngurinn  Ákvað að verða bestur í heimi  Ásthildur á réttri leið EINN af leiðtogum ísraelskra landtöku- manna á Gaza hefur hvatt þá til að rísa upp og berjast gegn væntanlegum brottflutn- ingi, jafnvel þótt það kunni að koma þeim í fangelsi. Pinchas Wallerstein, fyrrverandi leiðtogi Yesha-gyðingabyggðarinnar á Gaza, hefur sent öðrum landtökumönnum bréf þar sem hann skorar á þá að berjast gegn væntanlegum brottflutningi og þeim „glæp“ að uppræta byggðir Ísraela á Gaza. Ætlaði stjórn Yesha-byggðarinnar að ræða þessa tillögu í gær en almennt voru heldur lítil viðbrögð við henni. Samkvæmt lögunum sem Ísraelsþing samþykkti um brottflutninginn frá Gaza getur það varðað þriggja ára fangelsi að berjast gegn honum. Deilt um stöðu Peresar Búist er við, að gengið verði frá myndun samsteypustjórnar Likudflokks Ariels Sharons forsætisráðherra og Verkamanna- flokksins í vikunni eða þegar Verkamanna- flokkurinn hefur ákveðið hvaða menn skuli skipa ráðherraembættin átta, sem hann fær. Raunar hefur staðið nokkur styr um stöðu Shimons Peresar, leiðtoga Verka- mannaflokksins, en samið var um, að hann yrði aðstoðarforsætisráðherra. Ehud Olmert, sem nú gegnir þeirri stöðu, hefur hins vegar þráast við að gefa hana eftir. Ekki er þó talið, að á því muni stranda. Sharon segist ekki ætla að taka þátt í ráðstefnu um Mið-Austurlönd, sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beitt sér fyrir og verður líklega haldin eftir áramót. Röksemd Sharons er, að á ráð- stefnunni megi aðeins ræða um umbætur í stjórn- og efnahagsmálum Palestínumanna en ekki deilur þeirra og Ísraela. Boða andóf landtöku- manna Jerúsalem. AP, AFP. Drengur í rústum húss sem Ísraelar brutu niður á Gaza til að hefna fyrir árásir Pal- estínumanna á landtökumenn gyðinga. Reuters LÍFTÆKNIN mun á næstu árum gera kleift að breyta gæludýrum, að sögn vefsíðu danska blaðsins Jyl- landsposten. Þegar er búið að klóna kött en blaðið segir að nú sé ætlunin að „lagfæra“ genamengið og bjóða upp á kött sem ekki veldur umtals- verðu ofnæmi hjá fólki. Milljónir manna um allan heim geta ekki verið innan um ketti sakir ofnæmis, ekki síst fólk með astma. Orsök ofnæmisins er sérstakt prótín í húð og slefu kattanna. Simon Brod- ie, forstjóri fyrirtækisins Allerca í Kaliforníu, segir að í síðasta lagi ár- ið 2007 muni verða hægt að „loka“ geninu sem veldur ofnæminu og klóna síðan dýrið. Verður þá prót- ínframleiðslan í kettinum svo lítil að hún mun ekki angra fólk að ráði. Búast má við að hægt verði að fá breytt og endurbætt gæludýr af ýmsu tagi á næstu áratugum. Þegar er búið að föndra við gen í vinsælum skrautfiski og er nú hægt að fá hann sjálflýsandi. Verða til kettir án ofnæmis? Morgunblaðið/Þorkell GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti varði í gær Don- ald Rumsfeld varnarmálaráð- herra og sagði hann hafa staðið sig afar vel í embættinu. Sagðist forsetinn hafa orðið mjög ánægður þegar Rumsfeld sam- þykkti að halda áfram í embætti eftir að Bush var endurkjörinn. „Og ég bað hann um að vera áfram af því að ég veit hvers konar starf þetta er … og ég tel að hann hafi staðið sig virkilega vel í því,“ sagði Bush á fréttamannafundi í Washington. Rumsfeld hefur verið gagnrýndur harkalega, þar á með- al af áhrifamiklum repúblikönum, fyrir að hafa gert afdrifarík mistök varðandi skipulagningu Íraks- stríðsins og vegna eftirmála þess. „Ég þekki hjartalag Rums- felds,“ sagði Bush. „Ég veit að hann getur kannski stundum virst óheflaður en innst inni er þessi óheflaði og jarðbundni maður væn manneskja sem lætur sér annt um herinn og tekur mjög nærri sér þá sorg sem stríð veldur.“ Hrósar Rumsfeld Washington. AP, AFP. George W. Bush  Farið að/20 Í GÆRKVÖLDI komu Norðfirð- ingar saman til að minnast þess að þá voru 30 ár liðin síðan tólf manns létust í hörmulegum snjó- flóðum í þorpinu 20. desember 1974. Kyrrðarstund var haldin í lysti- garðinum, við minnismerki um þá sem létust í snjóflóðunum. Þar var kveikt á tólf kyndlum, einum fyrir hvern þann sem fórst í flóðunum. Að kyrrðarstundinni lokinni var haldið til kirkju þar sem séra Sig- urður Rúnar Ragnarsson færði Norðfirðingum kveðjur frá séra Svavari Stefánssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Neskaupstað, og þeim er höfðu verið við bænastund í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík fyrr um daginn. Minnst var þeirra tólf er létust í snjóflóðunum og beðið fyrir þeim og ættingjum þeirra sem eiga um sárt að binda sérstaklega á þessum árstíma. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Snjóflóða í Neskaupstað minnst Neskaupstað. Morgunblaðið. ÞRÁTT fyrir viðvaranir heilbrigðisyfirvalda hefur notkun þunglyndislyfsins Paroxetín farið vaxandi meðal ungmenna yngri en 19 ára að undanförnu. Athugun Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á kostnaði vegna þunglyndislyfja leiðir í ljós að notkun á lyfjaflokki þunglyndislyfja fyrir börn og unglinga sem varað hefur verið við jókst á tímabilinu janúar til nóvember á þessu ári frá sama tíma í fyrra. Útgjöld Tryggingastofnunar vegna þessa lyfjaflokks jukust um 15% á tíma- bilinu. Notkun á öðrum þunglyndislyfjum í ald- urshópnum 19 ára og yngri minnkaði hins veg- ar á sama tíma. an. Notkun í aldurshópnum 5–9 ára minnkaði en engin breyting varð í aldurshópunum 10–14 og 1–4 ára. 8% aukin útgjöld vegna þunglyndislyfja Útgjöld TR vegna þunglyndislyfja hér á landi hafa aukist verulega á árinu. Á tímabilinu frá janúar til nóvember í ár jukust útgjöld TR vegna þessara lyfja um 8% frá sama tímabili í fyrra. Skv. upplýsingum Tryggingastofnunar stafar útgjaldaaukningin aðallega af aukinni notkun lyfja í tveimur flokkum en ekki er um verðhækkanir að ræða nema í einum lyfja- flokki. Sett hefur verið upp viðvörun á heimasíðu Lyfjastofnunar um notkun lyfsins Paroxetíns en það lyf tilheyrir lyfjaflokki fyrir börn og unglinga með sjálfsvígshugsanir. Landlæknisembættið og Lyfjastofnun sendu sl. sumar dreifibréf til lækna vegna mikillar umræðu víða um heim um mögulega hættu við notkun þessa lyfjaflokks hjá börnum og ung- lingum. Í ljósi þessa bar TR saman notkun þung- lyndislyfja á milli áranna 2003 og 2004 eftir aldursbili. Í ljós kom að notkun lyfjanna í ald- urshópnum 15 til 19 ára fyrstu ellefu mánuði ársins jókst miðað við sama tímabil árið á und- Notkun á varasömu lyfi eykst meðal ungmenna Varað við mögulegri hættu af þunglyndislyfinu Paroxetín Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.