Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 27
Fagur miðaldatexti: Skrifarinn Kristín hefur ritað hann eftir hand- riti. Sómir sér vel á hvaða vegg sem er. Yfir hangir kaþólskur kross sem tónar vel við kaþólskan textann. Morgunblaðið/Kristinn Í fornum klæðum við fornt handverk: Frá vinstri eru þær Kristín og Anna Heiða í Bakarabrekkunni. Þær Kristín Þorgrímsdóttir ogAnna Heiða Guðrúnardóttirhafa komið fram á víkinga- hátíðum hérlendis og erlendis, en þær sinna sögulegu handverki af mikilli ástríðu. Þær vilja leggja sitt af mörkum svo aðferðir við gerð hinna ýmsu hluta frá víkingatímabilinu glatist ekki og þær vilja færa þessa hluti inn í nútímann. Í Bakarabrekk- unni í Bankastræti 2 eru þær með tímabundna aðstöðu yfir jólin þar sem þær eru vinna með sínum tækj- um og tólum hluti eftir nákvæmri for- skrift frá víkingatímanum og fram í síðmiðaldir og er afraksturinn til sölu. „Hér er í raun sýnishorn af því sem koma skal, því við stefnum að því að setja á stofn Handverksmiðstöð. Við erum í óformlegum hópi fólks um allt land sem er að sinna svona handverki heima hjá sér og við viljum gera eitt- hvað til þess að koma þessu á fram- færi til almennings. Þetta er ýmist handverk, nytjamunir eða leikir og við leggjum mikið upp úr því að segja frá sögunni á bak við það sem við er- um að gera og sýnum líka hand- brögð,“ segir Kristín sem er stjórn- málafræðingur en hefur sinnt sögulega handverkinu meðfram vinnu undanfarin sjö ár en vonast til að geta sinnt því sem starfi í framtíð- inni og sama er að segja um Önnu Heiðu. Kristín hefur aðallega sérhæft sig í afritun texta og myndlýsinga úr ís- lenskum miðaldahandritum. Verk sín vinnur hún bæði á bókfell og pappír, en einnig málar hún víkinga– og mið- aldamyndir á tau og skinn. „Mér skilst að ég sé eini skrifarinn á Íslandi sem gerir þetta á gamla mátann og tíminn vinnur með mér, því þetta er fyrst og fremst æfing. Þar sem ég hef mikinn áhuga á hugmyndafræði, þá vel ég oftast texta í verkin mín sem gefur innsýn í heimsmynd og trúar- hugmyndir miðaldamanna.“ Kristín hefur einnig búið til spilastokk sem hún hannaði upp úr Hávamálum og hún kallar gestaspil. Gestir fá að draga spil úr stokknum og þar geta þeir lesið ráð og speki beint frá Óðni. Situr við eldinn í marga tíma Anna Heiða er með myndlistar- menntun og er leirkerasmiður og hún hefur sýslað við sögulega handverkið undanfarin fimmtán ár. Hún sérhæfir sig aðallega í brennsluaðferðum vík- ingatímans sem er svokölluð holu- brennsla. „Þá bý ég til hluti úr stein- leir sem ég hrábrenni fyrst, en síðan fer ég út í náttúruna og gref holu þar sem ég set leirinn ofan í og ég þarf sjálf að vera yfir eldinum í sex til sjö tíma til að stjórna honum. Það tók mig fjögur ár að ná fullkomnum tök- um á eldinum og finna jafnvægið á milli leirsins og eldsins í þessari holu- brennslu,“ segir Anna Heiða sem m.a. vinnur víkingagrímur – víga- legar veggmyndir með kertaljósum inn í úr holubrenndum leir. Hún vinn- ur einnig með leður, kýrskinn, gler- og beinaperlur í eyrnalokka, og er þá nýbyrjuð að prufa sig áfram með ull- ina, auk þess að þróa rúnagerð úr ís- lenskum steinum. Til að skapa réttu stemninguna og vera sem trúastar því sem þær eru að gera, klæðast Kristín og Anna Heiða réttu fötunum. Kristín er í búning frá síðvíkingatímanum sem gerður er eftir fyrirmynd klæða frá Skandinav- íu. Búningur Önnu Heiðu er einnig frá síðvíkingatímabili og gerður eftir búningi í danska þjóðminjasafninu og sýna leðurklæðin að hún er hand- verkskona. Þær stöllur Kristín og Anna Heiða eru með ýmislegt á prjónunum og m.a. hafa þær áhuga á að tengja væntanlega Handverksmiðstöð inn í grunnskólana. „Við myndum vilja fá skólana í heimsókn til okkar, þar sem krakkarnir fengju að snerta og finna lykt og sjá okkur að störfum, því krakkar eru spenntir fyrir víkinga- tímanum ef þau eru kynnt fyrir hon- um. Okkur ber skylda til að miðla menningararfinum til komandi kyn- slóða.“ Veski úr íslenskri ull: Þau eru verk Önnu Heiðu sem á líka rúnirnar á kastdúknum fyrir aftan. khk@mbl.is Hand- verk í anda víkinga  HÖNNUN Morgunblaðið/Kristinn Erla Guðjónsdóttir „Að hitta fjöl- skylduna og borða góðan mat.“ HVAÐ ER ÓMISSANDI Á JÓLUM? Fjölskyldan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 27 DAGLEGT LÍF ÚRVAL HNAKKA jó la ti lb o ð LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 Hnakkar með fylgihlutum verð frá 39.900 kr opið Lau: 9-21 Sun:10-18 mán-mið: 8-21 Þorl.8-22 EIN súkkulaðiplata og léttvínsglas á dag er meðal þess sem getur haft góð áhrif á heilsuna og m.a. haft fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, að því er hópur evrópskra vísinda- manna telur sig hafa komist að. Auk víns og súkkulaðis eru fiskur, ávextir, grænmeti, hvítlaukur og möndlur afar hollar fæðutegundir að þeirra mati og mataræði sam- ansett úr þessum matvælum getur minnkað hættuna á hjarta- og æða- sjúkdómum um 76% að þeirra sögn, en niðurstöður rannsókna þeirra birtast í breska læknatímaritinu British Medical Journal um þessar mundir. Í Svenska Dagbladet er greint frá rannsókninni og þeim ráðlegg- ingum vísindamannanna að fólk neyti þessara sjö fæðutegunda í ákveðnum hlutföllum. Sannað hafi verið að þessar fæðutegundir hafi fyrirbyggjandi áhrif á á hjarta- og æðasjúkdóma. Vísindamennirnir reikna svo út samanlögð áhrif af neyslu viðkomandi fæðutegunda út frá rannsókn á 5.000 manns. Í ljós kom að 76% minni líkur eru á að fólk fái hjarta- og æðasjúkdóma ef það fylgir mataræðinu, ennfremur geta konur lengt líf sitt um 4,8 ár en karlar um 6,6 ár. Léttvínið á mestan þátt í að minnka líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum skv. vísindamönnunum, en ef 150 ml af léttvíni er neytt á dag á hættan á þeim að minnka um 32%. 2,7 g af hvítlauk á dag minnka hættuna á sjúkdómunum um 25%, 100 g af dökku súkkulaði um 21% og sömuleiðis 400 g af grænmeti og ávöxtum á dag. 114 g af fiski fjór- um sinnum í viku minnka áhættuna um 14% og 68 g af möndlum um 12,5%. Í SvD er greint frá því að sænskir næringarfræðingar vari við nið- urstöðum af þessu tagi. Einn þeirra segir að varlega þurfi að fara við að fylgja ráðleggingum sem eru eins nákvæmar og raun ber vitni. Oscar Franco, vísindamaður við Erasmus- háskólann í Rotterdam, stjórnaði rannsókninni og segist skilja að nið- urstöðurnar veki andstöðu. Hann segir að fjölbreytt mataræði af þessu tagi sé ekkert rugl, heldur byggt á fræðilegum rannsóknum. Til að bæta heilsuna enn frekar ætti fólk auk þess að fara í hálftíma gönguferð eftir máltíð, að hans sögn.  HEILSA Súkkulaði og létt- vín heilsubætandi Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.