Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 24
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jólaundirbúningurinn í sveitinni er lík- lega með svipuðu sniði og í þéttbýlinu. Settar eru upp jólaskreytingar, innan- og utandyra, smákökur bakaðar, þrifið og gert fínt. Heim- ilin í sveitinni eru ekkert öðruvísi en í bæjum og borgum og nú til dags þykir eðlilegt að sveitafólkið njóti jóladagskrár útvarps og sjónvarps til jafns við aðra landsmenn. Því miður er það þó ekki svo á þessu svæði þótt ekki sé langt til höfuðborgarinnar. Það vant- ar þó nokkuð upp á að útsendingar allra stærstu sjónvarpsstöðvanna nái til allra heimila á svæðinu og annars staðar sjást þær illa. Víða eru líka „blettir“ þar sem ekki næst í gsm-síma. Vonandi rætist úr sem fyrst.    Á þessum árstíma er alveg víst að ekki minnkar ruslið sem kemur frá okkur mann- fólkinu. En einhvers staðar verður að farga því. Einn slíkur sorpurðunarstaður er ein- mitt í Fíflholtum á Mýrum. Á sínum tíma var ákveðið að taka landið undir sorpurðun þrátt fyrir verulega andstöðu íbúa í nágrenninu. Þeir höfðu meðal annars áhyggjur af lífríki svæðisins. Um það liggur flókið vatnakerfi sem endar við ströndina þar sem fjölbreytt fuglalíf þrífst. Svo ekki sé talað um laxveiði- árnar. Vegna andstöðunnar var ákveðið að herða starfsskilyrði stöðvarinnar og sam- þykkt að taka ekki til urðunar sorp utan Vesturlands. Finnbogi Leifsson, bæjar- fulltrúi í Borgarbyggð, lagði fram bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi í tilefni af því að staðið hafa yfir viðræður við Sorpu um sam- starf varðandi sorpmál. Þar hefur verið vikið að því að sveitarfélögin á Vesturlandi gerðust eignaraðilar að Sorpu og eignin í Fíflholtum yrði stofnframlag. Finnbogi leggst gegn þessum hugmyndum og eru eflaust margir íbúar á Mýrunum sem styðja hann í því.    Sparisjóður Mýrasýslu bauð íbúum hér- aðsins í annað sinn upp á aðventutónleika sem haldnir voru á Hótel Borgarnesi. Sjö kórar komu fram, en meðlimir þeirra koma víðs vegar að úr Borgarfirðinum og syngja sumir með fleiri en einum og fleiri en tveimur kórum. Troðfullt var út úr dyrum og í lokin sameinuðust kórarnir og sungu saman tvö lög, líklega stærsti kór sem sungið hefur í Borgarfirðinum. Á eftir var boðið í kaffi og kökur. Kórastarf er blómlegt í Borgarfirð- inum og er það ekki síst dyggum stuðningi Sparisjóðsins að þakka. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN Nú er verið að leggjalokahönd á umtals- verðar veituframkvæmdir við Melgötu við Stóru- tjarnaskóla í Þingeyj- arsveit. Um er að ræða endurnýjun á fráveitu, þ.e. lögnum, rotþró og sit- urlögn, nýja kaldavatns- lögn og hitaveitu auk raf- og símalagna. Verkið er unnið á grundvelli nýs deiliskipulags fyrir svæð- ið enda er Sniðill hf. í Mývatnssveit að reisa parhús við götuna eftir að úthlutun nýrra lóða við hana hófst nýverið og mun Þingeyjarsveit kaupa aðra íbúðina í því húsi til útleigu. Það er verktakafyrirtækið Jarð- verk sem hefur umsjón með framkvæmdunum sem unnar eru á vegum veitustofnana Þingeyj- arsveitar, segir á vef sveitarfélagsins. Umtalsverðar veitufram- kvæmdir Svæðisútvarpið á Ak-ureyri sagði frá þvíá dögunum að gríð- arlegt fannfergi væri á Grenivík, þar hefðu fallið 40 sm af snjó. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Grenvíkingum bjargir banna botnlaus grimmd og harka vetra, grafast undir fargi fanna 40 sm. Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri þekkir vel til Grenvíkinga og yrkir: Ekki eru þeir til hnésins háir sem háir þeim á snjóavetrum, uppúr standa fjarska fáir fjörutíu sentimetrum. Björn Ingólfsson býr á Grenivík og taldi líkleg- ast að fréttin hefði verið gerð af „aðkomumanni“. Hann yrkir: Í fönninni er ríkjandi friður og ró og fátt er hér ort eða kveðið. Nú er kjafturinn á mér á kafi í snjó og kveðskapargenið er freðið. Fannfergi á Grenivík pebl@mbl.is Blönduós | Krummi unir sér vel á turni gömlu kirkjunnar á Blönduósi og hefur þar góða yfirsýn og fylgist með ferðum manna og dýra. Nonni hundur nágranni hans truflar hann lítt en krummi kætist ef Krúttbak- arinn missir brauðhleif á bakarí- slóðinni. Kirkjuturnskrummi hefur það fram yfir hrafnana í framanverðum Vatnsdal að þurfa ekki að standa í samkeppni um æti við haförn en þar hefur örninn haldið sig frá því í byrjun nóvember. Ábúendur á bænum Saurbæ í Vatnsdal sáu haförninn á sveimi fyrir örfáum dögum, hröfnum til sárrar gremju. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Krumminn á kirkjuturninum Yfirsýn Borgarfjörður | Síðasti fundur stjórnar og fulltrúaráðs Grundartangahafnar var hald- inn nýlega. Grundartangahöfn heyrir brátt sögunni til sem sjálfstætt félag, verður hluti af Faxaflóahöfnum sf. ásamt Reykja- víkurhöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn Fram kom að framkvæmdir við stækkun Grundartangahafnar hafa gengið vel. Lok- ið er við dælingu í bryggjustæðið og verið er að keyra út grjóti, sem samið hefur verið um kaup á við Norðurál hf. Stálþil, sem boðið var út seinni hluta liðins sumars, er komið til landsins og tilboð í niðurrekstur þess og gerð þekju hafa verið opnuð. Áætl- uð verklok þess áfanga sem boðinn hefur verið út, er í september 2005. Rekstur hafnarinnar hefur gengið vel. Eitt af síðustu verkum stjórnar Grund- artangahafnar var að gera samning við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um að vera , Faxaflóahöfnum sf. , til ráðgjafar varðandi skógræktí landi Klafastaða. Samningurinn felur meðal annars í sér að leggja til plöntun tegunda og grisjun skóg- arins, en markmið hafnarinnar er að trjá- plöntum sem þarf að grisja úr skóginum verði deilt út til félagasamtaka á Akranesi og í Borgarfirði. Í skógræktinni eru nú 100 þúsund plöntur og nauðsynlegt að umhirða og meðferð verði eins og best er á kosið. Samningurinn er til 5 ára og er verðmæti hans fyrir Skógræktarfélag Borgarfjarðar um 2,7 milljónir kr. á tímabilinu. Guð- mundur heitinn Sigvaldason jarðfræðing- ur, fyrrverandi eigandi jarðarinnar, á heið- urinn af skógræktinni á Klafastöðum. Grundartanga- höfn í samvinnu við Skógrækt- arfélagið Morgunblaðið/Davíð Pétursson Síðasta stjórn Grundartangahafnar ásamt hafnarstjóra. F.v. Gunnar Sigurðs- son formaður, Guðni Tryggvason, Ás- björn Sigurgeirsson, Sigurður Valgeirs- son, Sigurður Sverrir Jónsson og Gísli Gíslason hafnarstjóri situr. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 68 88 1 2/ 20 04 www.urvalutsyn.is 2 vikur Verð frá: 59.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 14 nætur Enska ströndin - Montemar 1 vika Verð frá: 44.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 7 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir 5., 12. og 26. janúar - Aukaflug 19. janúar - Örfá sæti laus Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Mývatnssveit | Jón Aðalsteinsson í Vindbelg er hér að gefa fénu. Hann er með ríflega 80 höfuð í húsi í vetur og gefur tvisvar á garðann. Það fer vel um féð hjá Jóni, húsin eru rúmgóð, vel einangruð og þurr, enda sér það á skepnunum að þeim líður vel. Jón var að byrja að hleypa til um sl. helgi svo sem flestir bændur hér. Það er sem sagt hafinn fengitími í Mývatnssveit. Morgunblaðið/BFH Fengitíminn hafinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.