Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KJARASAMNINGUR Sambands ís-
lenskra bankamanna (SÍB) við Sam-
tök atvinnulífsins var samþykktur í
atkvæðagreiðslu með liðlega 62%
atkvæða en tæplega 35% vildu fella
samninginn. Hátt í 83% fé-
lagsmanna SÍB eða 3.251 greiddu
atkvæði um samninginn en hann
nær til starfsmanna í fjármálafyr-
irtækjum, fyrirtækja í þeirra eigu,
Seðlabankans og Byggðastofnunar.
Kjarasamningurinn gildir til 1.
október 2008 og felur í sér 15-19%
launahækkun til félagsmanna á
samningstímanum en mestu skilar
hann fyrir félagsmenn í lægstu
launahópunum, þ.e. til þeirra sem
eru með minna en 250 þúsund
króna mánaðarlaun.
Kjarasamningur
SÍB samþykktur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 39 ára gamlan mann,
Sigurð Rúnar Gunnarsson, í 3½ árs
fangelsi fyrir innflutning á um einu
kílói af kókaíni og einu kílói af
amfetamíni. Tollverðir á Keflavíkur-
flugvelli fundu fíkniefnin í vösum
hans þegar hann kom til landsins frá
Kaupmannahöfn í maí. Kókaínið var
sterkt, um 70% en amfetamínið var á
hinn bóginn veikt. Magn amfetamín-
basa mældist aðeins 29% en 56% af
sýninu voru koffein.
Sigurður Rúnar játaði sök en
sagðist ekki sjálfur hafa gert þetta í
hagnaðarskyni né ætlað að dreifa
efnunum sjálfur heldur hefði hann
nauðbeygður tekið þessa ferð að sér
þar sem viss aðili hefði lánað sér pen-
inga sem hann hefði ekki getað greitt
til baka. Hann neitaði að gefa upp
hvaða mann væri um að ræða og
sagðist óttast hefndaraðgerðir gegn
sér og fjölskyldu sinni. Hann sagðist
ekki hafa hugmynd um af hverju
engin skuldabréf eða kvittanir voru
gefnar út fyrir þessum lánum. Að-
spurður sagðist Sigurður Rúnar
hafa farið sex ferðir til útlanda frá
haustinu 2003 og þar til hann var
handtekinn í maí 2004 fyrir fyrr-
nefndan mann. Þessar ferðir hefðu
verið farnar til að kanna hvort hann
yrði stöðvaður. Fram kom að um 2,5
milljónir voru lagðar inn á reikning
hans á þessu tímabili.
Í niðurstöðum héraðsdóms segir
að þegar litið sé til þess um hvaða
fjárhæðir sé að tefla í málinu, hvern-
ig fjárhag hans var háttað og að ekki
virðist hafa verið gengið eftir
greiðslukvittunum af hálfu greiðand-
ans sé það mat dómsins að Sigurður
Rúnar hafi flutt fíkniefnin inn í hagn-
aðarskyni.
Með innflutningnum á fíkniefnun-
um rauf hann skilorð reynslulausnar
vegna 15 mánaða dóms sem hann
hlaut fyrir fjárdrátt og skjalafals
meðan hann rak innheimtuþjón-
ustuna Juris. Eftirstöðvar refsingar
voru þá 225 dagar. Gæsluvarðhalds-
vist frá 25. maí kemur til frádráttar
refsingunni.
Ásgeir Magnússon kvað upp dóm-
inn. Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi
ríkissaksóknara, sótti málið og Björn
Þorri Viktorsson hrl. var til varnar.
Með amfetamín og kókaín í vösunum
Fékk þriggja og
hálfs árs fang-
elsi fyrir smygl
25 ÁRA kona fannst látin í höfninni
á Blönduósi í gærmorgun en henn-
ar hafði verið saknaði frá því fyrr
um morguninn. Það var lögregla
sem fann hana en skipulögð leit var
þá ekki hafin.
Kona var pólsk og hafði starfað á
Blönduósi um tíma, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu. Hún var
ógift og barnlaus. Ekki er grunur
um refsivert athæfi.
Fannst látin
í höfninni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær þrítugan mann í 10
mánaða fangelsi fyrir að hafa í fór-
um sínum fíkniefni og fyrir smá-
vægilegan þjófnað. Maðurinn rauf
skilyrði reynslulausnar vegna eldri
dóms og dæmdur til fangavistar.
Fram kemur að maðurinn á að
baki samfelldan brotaferil frá árinu
1990 þegar hann var 16 ára. Síðan
hefur hann hlotið 23 refsidóma, að-
allega fyrir auðgunarbrot en einnig
fyrir eignaspjöll, nytjastuldi, um-
ferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot,
líkamsárásir og skjalafals. Frá 18
ára aldri hefur maðurinn 17 sinnum
verið dæmdur til refsingar. Fíkni-
efnin sem á manninum fundust
voru: 4,19 grömm af maríjúana,
0,82 grömm af hassi, 1,79 grömm af
amfetamíni, 2 e-töflur og 0,79
grömm af kókaíni. Ásgeir Magn-
ússon kvað upp dóminn.
Rauf skilorð með
fíkniefnabrotum
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur sótt um leyfi til
Skipulagsstofnunar fyrir borun á sjö rannsókn-
arholum á fjórum nýjum orkuvinnslusvæðum á
Hellisheiði. Gert er ráð fyrir að úrskurður Skipu-
lagsstofnunar um það hvort þessar holur þurfi að
fara í umhverfismat eða ekki liggi fyrir í seint í
þessum mánuði.
Svæðin eru Ölkelduháls-Þverárdalur, þar sem
tvær holur verða boraðar, en ein hola var boruð á
þessu svæði veturinn 1994–95, Fremstidalur, þar
sem einnig verða boraðar tvær holur; þriðja svæð-
ið er við Skarðsmýrarfjall og Innstadal, þar sem
einnig er óskað eftir að bora tvær borholur og
fjórða svæðið er síðan við Hverahlíð, þar sem bor-
uð verður ein hola.
Fyrsti hluti virkjunarinnar á Hellisheiði verður
tekinn í notkun á árinu 2006 þegar 80 megavött
(MW) í rafafli verða virkjuð, en áætlað hefur verið
að hægt sé að virkja um 690 MW á Hengilssvæð-
inu á fimm til sjö virkjunarstöðum.
Orkuveita Reykjavíkur sækir um leyfi vegna borunar sjö rannsóknarholna
Fjögur ný svæði á Hellisheiði
STÝRINEFND notendavinnu vegna undirbún-
ings nýs spítala Landspítalans – háskólasjúkra-
húss (LSH) við Hringbraut hefur skilað loka-
skýrslu. Næsta skref verður væntanlega
samkeppni meðal arkitekta um hugmyndir um
hvernig framtíðarsjúkrahúsið þurfi að líta út.
Stýrinefndin var sett á stofn í febrúar síðast-
liðnum. Formaður hennar var Kristján Erlends-
son, sviðsstjóri kennslu- og fræðasviðs LSH og
dósent við læknadeild Háskóla Íslands.
Að sögn Kristjáns var aðalatriðið að gera úttekt
á starfsemi LSH eins og hún er og hvernig hún er
talin munu þróast næstu tuttugu árin. „Það var
unnið út frá þeirri hugmyndafræði að spítalar séu
byggðir í kringum starfsemi sína, í stað þess að
setja starfsemina í byggingar sem fyrir eru,“
sagði Kristján. Stofnaðir voru 39 vinnuhópar á
grundvelli núverandi sérgreinaskiptingar LSH. Í
hverjum hópi voru 2–3 hópstjórar, eða 80 alls, og
komu milli 200 og 300 manns að verkefninu.
Skipulag framtíðarspítala LSH verður með
þeim hætti að bráðaþjónustan verður miðpunktur
starfseminnar. Talið er mikilvægt að hún sé í
nánu samstarfi við hátæknimeðferð á borð við
gjörgæslu og skurðstofur. Einnig greiningar-
deildir, það er rannsóknastofur, og meðferðar-
stofur á borð við hjartaþræðingu. Kjarnanum
tengjast aðrar deildir á borð við legudeildir og
skammlegudeildir. Sjúklingahótel, öldrunarlækn-
ingadeildir, endurhæfing og líknarmeðferð. Dag-
deildir og göngudeildir. Heilbrigðisvísindadeildir
þar sem fram fer kennsla, vísindarannsóknir og
upplýsingaveita. Öllu þessu tengist svo stoðþjón-
usta.
Kristján sagði ekki gert ráð fyrir að næstu 20
árin þyrfti í heildina miklu fleiri legurúm en eru í
dag. Aukning yrði hins vegar á dagdeildum og í
göngudeildaþjónustu. Þá sé og gert ráð fyrir
sjúkrahóteli með 80 rúmum til að byrja með.
„Efling á starfsemi háskólaspítalans, kennslu
og rannsókna er einnig rauður þráður í skýrsl-
unni,“ sagði Kristján. Hann sagði að hverju sinni
væru allt að 300 til 400 nemar í ýmsum greinum
heilbrigðisvísinda við spítalann. Þá er einnig
fjallað um hvernig á að koma fyrir endurhæf-
ingar- og öldrunarlækningadeildum, en þær
skipta miklu máli hvað varðar útskriftir. Miklar
breytingar eru fyrirsjáanlegar á aldurssamsetn-
ingu þjóðarinnar. Þróun í einstökum sjúkdómum
og sjúkdómaflokkum hefur einnig áhrif. Vakin er
athygli á mikilli breytingu sem orðið hefur í rann-
sókn og meðferð á hjartasjúkdómum. Spár um
aukningu þeirra hafa ekki gengið eftir. Ný og
mikilvirk lyf t.d. við gigtarsjúkdómum og krabba-
meinum, sem sjúklingar fá á dagdeildum frekar
en legudeildum, munu og hafa áhrif á þróun
sjúkrahússins. Þá er talið að aukning offitu hafi
áhrif á tíðni sykursýki og einnig hjartasjúkdóma.
Bráðaþjónusta verður mið-
punktur nýs spítala LSH
Morgunblaðið/Júlíus
TENGLAR
........................................................................
Sjá www.mbl.is/itarefni