Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 31 þeir komu þreyttir heim að kveldi, þyrstir í frétt- ir og fróðleik, afþreyingu og list. Þorsteinn Ö. varð ein af skærustu stjörnum hins nýja undra- tækis, rödd hans, karlmannleg, blæfögur og þýð, barst um landið og greip hugi þjóðarinnar föst- um tökum, auðvitað ekki síst kvenþjóðarinnar, sbr. hina skemmtilegu vísu Ólínu Jónasdóttur sem varð fleyg: Ekki er klukkan orðin sjö, ennþá hefur birtan völdin. Mikið þrái ég Þorstein Ö, þegar fer að skyggja á kvöldin. Þá dró ekki úr vinsældum þularins hversu vel hann þótti leika í leikritum þeim sem urðu snemma eitt vinsælasta efni dagskrárinnar. Þor- steinn fékk flestum betri tækifæri til að læra á hljóðnemann sem miðil leikflutnings, og hann nýtti þau í þaula; kannski var nauðsynlegt að fá að sjá hann sjálfan standa við hljóðnemann í stúdíóinu og nánast dansa í kringum hann til að átta sig á því feykilega valdi sem hann bjó hér að lokum yfir eftir áratuga þjálfun. Samkvæmt skrám Útvarpsins lék hann fyrsta hlutverk sitt þar árið 1936, í þáttum úr Pétri Gaut, en alls urðu hlutverk hans í útvarpi um 600 talsins, fleiri en nokkurs annars leikara. Ef talið er frá fyrsta leik á sviði til síðasta útvarpshlutverks spannaði ferill Þorsteins alls sextíu og sex ár. Fram að stofnun Þjóðleikhússins 1950 var oft- ast æft í Iðnó að kvöldlagi, enda leikendur og aðrir starfsmenn flestir við borgaraleg störf á daginn. Að þessu leyti rakst starf Þorsteins hjá Útvarpinu illa á leikhúsvinnuna; þegar aðrir voru lausir var hann bundinn þar. Á fimmta ára- tugnum leikur hann því tiltölulega fá hlutverk og smá með LR, veigamest þeirra var Brynjólfur biskup í Skálholti Kambans sem var frumsýnt á jólum 1945. Tæpum áratug síðar lék hann það í útvarp; er sú túlkun tvímælalaust einn af hátind- unum á ferli hans og mætti heyrast oftar. Í raun- inni er það ekki fyrr en um 1950 að Þorsteinn öðlast þann sess á sviðinu sem manni finnst að honum hefði borið miklu fyrr. Aðstæður hans á Útvarpinu höfðu þá breyst frá því sem áður var, því að árið 1947 hafði Brynjólfur Bjarnason látið það verða eitt af síðustu verkum sínum sem menntamálaráðherra að skipa hann yfirmann leiklistar í Ríkisútvarpinu. Þó að ráðningin væri auðvitað pólitísk, hafði umsjón með útvarps- leikritunum fram að því verið á ýmissa höndum og löngu orðið tímabært að koma þeim málum í fastari skorður. Útvarpsleikritunum stýrði Þorsteinn síðan í rúman aldarfjórðung allt til ársins 1974, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auðvitað hlaut smekkur hans að setja svip á verkefnavalið; þó að hann væri góður bókmenntamaður, vel menntaður og smekkvís, var hann alltaf frekar íhaldssamur í þeim efnum; t.d. var hann ekki mikið gefinn fyrir að prófa evrópska fram- úrstefnu í útvarpinu, kaus fremur að halda sig við þá höfunda af breskum og bandarískum skóla sem kunnu vel að segja sögu, og spillti þá ekki að þeir hefðu góðan boðskap að flytja: það má nefna Somerset Maugham, J.B. Priestley, Bernard Shaw, Eugene O’Neill, og svo auðvitað meistara þeirra allra, Ibsen. Þó væri rangt að saka hann hér um algera einstefnu, eitt fram- úrstefnulegasta verk O’Neills, Strange Int- erlude, tókst t.d. ágætlega í flutningi Útvarps ár- ið 1961. Hinn mikli lærifaðir O’Neills, Strindberg, átti hins vegar ekkert sérstaklega upp á pallborðið hjá Þorsteini og ég held ekki að honum hafi þótt sérstök eftirsjá að Ionesco, Beckett og því kompaníi öllu. Hann var róttækur húmanisti, en enginn bölmóðugur níhílisti; trúði því ekki að manneskjan væri alvond og alspillt, tilveran absúrd, án tilgangs og stefnu. Síðbúinn stórleikari Árið 1950 var tímamótaár, jafnt í sögu Þor- steins Ö. og leiklistarinnar í landinu. Hann hafði sótt um stöðu þjóðleikhússtjóra á móti Guðlaugi Rósinkranz og þegar niðurstaða ráðherra lá fyr- ir, var af og frá að Þorsteinn réðist að Þjóðleik- húsinu sem undirmaður Guðlaugs. Þorsteinn hafði þegar markað sér sess sem einn af for- ystumönnum hinnar ungu leikarastéttar, var t.d. fyrsti formaður Félags íslenskra leikara er það var stofnað árið 1941, og hafði komið að und- irbúningi þjóðleikhússtofnunar sem formaður í nefnd skipaðri af Brynjólfi Bjarnasyni árið 1946. Ef hann hefði ráðist til Þjóðleikhússins hefði hann að sjálfsögðu orðið að sleppa þeirri áhrifa- stöðu sem hann hafði á Ríkisútvarpinu og hún var á þeim árum, þegar Útvarpið var eini ljós- vakamiðill landsins, hreint ekki lítilsverð. Hon- um var mun auðveldara að samræma störf sín við Útvarpið þátttöku í starfi Leikfélags Reykja- víkur. Endurreisn Leikfélagsins árið 1950, því óhætt er að nefna hana því nafni, er eitt af æv- intýrum íslenskrar leiklistarsögu og ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda, hvað hefði orðið ef það hefði lognast út af og Þjóðleikhúsið eitt átt að halda hér uppi merki leiklistarinnar. Það var mikið gæfuspor er þeir Þorsteinn og Brynjólfur Jóhannesson ákváðu að slást í hóp ungra og áhugasamra krafta, sem Þjóðleikhúsið hafði a.m.k. ekki reglubundin not fyrir, og halda starfi LR áfram. Hér er ekki rúm til að fara í saum- ana á einstæðum leikferli Þorsteins næstu ár, frægum sigrum hans og listþroska. Hann fékk Silfurlampa Félags íslenskra leikdómara tvíveg- is: 1957 fyrir hinn raunamædda menntaskólakennara Andrew Crocker-Harris í Browning-þýðingu Rattigans, 1966 fyrir Pressarann í Dúfnaveislu Laxness. Hvað sem því olli, þá var eins og hann leystist úr læðingi sem leikari um og upp úr 1950, og er vissulega athyglisvert að það gerist fyrst undir handarjaðri danska leikstjórans Gunnars R. Hansen sem vann ómetanlegt starf með LR á sjötta áratugnum. Sumir leikarar geysast fram sem skærar stjörnur á unga aldri, leggja áhorf- endur og gagnrýnendur að fótum sér, þó að síðar geti oltið á ýmsu um framhaldið. Í þeim hópi var Þor- steinn ekki; þó að hann fengi stöku sinnum allgóð tækifæri framan af var það fyrst á síðari hluta starfs- ævinnar sem hann náði að blómstra. Því miður fór svo að leiðir Þor- steins og LR skildu undir lok sjö- unda áratugarins með atvikum sem ekki er nauðsyn að rekja hér. Eftir það lék hann aðeins stöku hlutverk með félaginu, þegar alveg sérstaklega stóð á og í hlut áttu leikstjórar eða höfundar sem stóðu honum nærri: Lárus Páls- son, Halldór Laxness, Jökull Jakobsson. Ugg- laust fór leiklistarsagan á mis við mörg stór- hlutverk fyrir vikið, þó að hitt verði tæpast harmað að Þorsteinn hafði þá því betra svigrúm til að helga sig útvarpsleiknum. Hann hafði nú tekið út fullan þroska sem leikari og í útvarps- leikjum sjöunda og áttunda áratugarins má glöggt heyra hversu feikilega breitt svið skap- gerðarleikur hans spannaði. Þá lék hann nokkuð í sjónvarpið eftir að það tók til starfa 1966; hann var t.d. Runólfur skósmiður í Romm handa Rósalind Jökuls Jakobssonar, fyrsta sjónvarps- leiknum sem var tekinn upp í stúdíói, og Björn í Brekkukoti í sjónvarpsmyndinni eftir Brekku- kotsannál Laxness. Allra síðustu árin lék hann nokkur hlutverk í Þjóðleikhúsinu og er eft- irminnilegast þeirra Örnólfur gamli í Stundar- friði Guðmundar Steinssonar, enn ein smáperlan þar sem saman fór hlýja hans, fínleiki og kank- vísleg glettni, í lýsingu á íslenskum almúga- manni. Arfleifðin? Hver er þá arfleifð Þorsteins Ö. Stephensen til okkar? Verk leikarans er ekki áþreifanlegt, það er bundið persónu listamannsins, hverfur í raun um leið og hann sjálfur. Hvað Þorstein varðar erum við svo lánsöm að eiga ótrúlega stóran hluta af lífsverki hans varðveittan í upptökum, sem flestar eru auðvitað úr Útvarpinu, en sjón- varps- og kvikmyndaupptökurnar eru ekki síður verðmætar, eins þótt þær séu frá seinni árum hans. Í sumum af eldri útvarpsupptökunum, s.s. af Skálholti og Íslandsklukkunni, finnum við sjálfsagt betur fyrir vænghafi þess stórleikara, sem hann var í blóma lífsins, og er þó hætt við að þær miðli ekki nema broti þeirrar snilldar sem hitti samtíð hans í hjartað frá sviðinu sjálfu. Leikhúsið hefur breyst mikið á undanförnum árum og áratugum. Öld hinna miklu stórleikara er liðin; þó að við og þjóðirnar í kringum okkur eigi vitaskuld fjölda góðra leikara eiga Danir engan Poul Reumert, Bretar engan Olivier – við engan Þorstein Ö. Er víst að það sé að öllu leyti slæmt? Orðið „stjörnuleikhús“ hefur óbragð í munni margra, og víst hafði „stjörnuleikhúsið“ sínar slæmu hliðar. En er betra að leikstjórinn verði sú „stjarna“ sem allt snýst um? Leikstjórn- arleikhúsið getur líka farið út í öfgar; um það þarf ekki að fjölyrða hér. Hvað sem því líður: tímarnir breytast og speg- ill þeirra, leikhúsið, með. Hvernig sem allt veltist verður einu aldrei neitað: það er hverri þjóð, ekki síst smáþjóð eins og okkur, þakkarefni að hafa átt snillinga, á hvaða sviði listarinnar sem er. Þorsteinn Ö. Stephensen var einn hinna út- völdu; list hans hefur haldið ferskleika sínum og þrótti til þessa dags, a.m.k. í eyrum þeirra sem enn nenna að leggja við hlustir þegar rödd hans hljómar. Við sem nú lifum höfum öll tæki til að halda arfi hans að komandi kynslóðum og ef við bregðumst þeirri skyldu höfum við einungis við sjálf okkur að sakast. Þorsteins Ö. Stephensen Pressarinn í Dúfnaveislu Halldórs Laxness (Leikfélag Reykjavíkur 1966). Með Regínu Þórðardóttur í sjónvarpsmyndinni eftir Brekkukotsannál Laxness (Sjónvarp 1972). Til heimilda er ekki vísað í þessari grein, en hún er að mestu leyti byggð á ritgerð höfundar sem birtist í Andvara 1995 ásamt skrá yfir sviðshlutverk Þorsteins Ö. Stephensens. Með Steindóri Hjörleifssyni í Marmara Guðmundar Kamban (Leikfélag Reykjavíkur 1950).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.