Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 39 MINNINGAR dimmu aðventunótt með því örðugt var að ná því niður. Slökkviliðið hafði ekki nógu langa stiga til að ná upp á fjórðu hæð hússins svo börnin voru selflutt niður á svalir hússins þar til ágætir menn úr breska setuliðinu komu með stiga sem nægði svo allir komust óskaddaðir af vegna árvekni og hetjudáða þeirra Ólafs og Krist- jáns. Var þetta hreystiverk lengi fréttaefni og síðar getið í annálum. Þeir, sem áttu ástvini sína þarna í bráðri lífshættu, hafa jafnan minnst þeirra félaga úr lögregluliðinu með innilegu þakklæti. Verður Ólafur nú jarðsunginn þegar rétt 63 ár eru liðin frá því er afrek félaganna var unnið. Ólafur var trúaður maður og þráði oft eftir að hann missti konu sína að komast í þá ferð, sem nú er hafin. Kristján var frægur íþróttakappi og Ólafur fyrr og síðar sjómaður, en báðir mikilmenni að burðum, einstök prúðmenni og með hæfustu lögreglu- mönnum. Nú að þeim báðum látnum er þeim vottuð virðing og þakklæti fyrir hreystiverkið og hugulsemina fyrir nær hálfum sjöunda áratug. Sérstak- ar alúðarkveðjur berast frá Hilmari Foss Poulton, sjötugum fyrrv. skip- stjóra í Ástralíu. Blessuð sé minning þessara mætu manna. Hilmar Foss. Það kom mér ekki á óvart þegar mér barst sú fregn að vinur minn Ólafur Guðmundsson væri látinn þar sem hann var búinn að vera lengi sjúkur. Mér komu í hug okkar fyrstu kynni fyrir 50 árum þegar ég hóf störf í lögreglunni í Reykjavík og við urðum vaktarfélagar og um leið nán- ir vinir, og hélst sú vinátta alla tíð. Það er mikið lán að hafa átt Ólaf sem vin og samstarfsmann og vart hægt að hugsa sér betri félaga hvort held- ur var innan starfsins eða utan. Ólaf- ur var glæsimenni og snyrtimenni og vakti athygli hvar sem hann fór, enda með hæstu mönnum og bar sig vel, og var vinsæll bæði meðal starfsfélaga og almennings og vildi hvers manns vanda leysa. Á sínum yngri árum var hann landsþekktur íþróttamaður og átti m.a. Íslandsmet í kringlukasti í tíu ár eða frá 1938–1948 og var vel lið- tækur í fleiri greinum. Hann var sá maður sem maður hefði helst kosið að hafa sér við hlið þegar mikið lá við. Árið 1941 var hann heiðraður ásamt Kristjáni Vattnes lögregluþjóni fyrir frækilegt björgunarafrek sem þeir unnu við að bjarga fólki úr bruna í Hafnarstræti 11, en við það verk lögðu þeir félagar sig í mikla lífs- hættu. Fleiri afrek vann hann sem of langt væri upp að telja. Ólafur var mikill félagsmálamaður og kom víða við í þeim efnum innan lögreglunnar, var m.a. einn aðalmaðurinn í Lög- reglukórnum og var kjörinn heiðurs- félagi hans 1984. Nú er komið að kveðjustundinni sem við ræddum oft um og nú kveð ég þig með þökk fyrir langa og trausta vináttu og ánægjulegt sam- starf og sendi sonum þínum Guð- mundi og Bjarna og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Bjarki Elíasson. Kveðja frá Lögreglukór Reykjavíkur Lokið hefur jarðvist sinni mætur maður, Ólafur Guðmundsson, gjarn- an kallaður Ólafur frá Laugarvatni. Hann var lögregluþjónn í Reykjavík, vel þekktur og kynntur. Margir sam- tímamenn þekktu Óla, enda var hér ekkert smámenni á ferðinni, maður rúmlega tveir metrar á hæð og auk þess þekktur íþróttamaður, ljúf- menni og öðlingur í öllum samskipt- um. Með þessum fáu og fátæklegu orð- um ætla ég ekki að rekja lífshlaup Ólafs, til þess þarf mér færari menn og því kunnugri. Þessar línur var mér falið að rita sem kveðjuorð frá Lögreglukór Reykjavíkur, en þar var Ólafur heið- ursfélagi og vel að þeirri sæmd kom- in þar sem hann vann kórnum geysi- lega mikið og vildi veg hans sem mestan í hvívetna. Í mörg ár var hann ritari kórsins og kom þá vel fram hversu nákvæm- ur og samviskusamur maðurinn var. Ég hygg að ekki sé ofmælt að segja að Ólafur hafi átt hvað drýgstan þátt í tilurð þess samstarfs sem nú er á milli lögreglukóra á Norðurlöndum en svokölluð kóramót eru haldin á fjögurra til fimm ára fresti til skiptis í löndunum. Í stjórn kórsins var Ólaf- ur þegar fyrsta mótið var haldið hér á landi árið 1966 og mun það mót standa býsna hátt miðað við önnur mót og er þar á engan hallað. Ólafur var stoltur af Lögreglukórnum og hélt málefnum hans mjög á lofti, enda ástæða til þar sem kórinn er elsta félag innan lögreglunnar, stofn- aður árið 1934 og hefur starfað sam- fellt síðan. Lögreglukór Reykjavíkur kveður nú dyggan félagsmann og biður hon- um blessunar Guðs á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á um leið og þakkað er fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu kórsins. Lögreglukór Reykjavíkur sendir aðstandendum Ólafs innilegar sam- úðarkveðjur. Arnþór Ingólfsson. nú þegar mild ljósin varpa birtu út í skammdegið og snjórinn fellur svo hægt til jarðar. Jólanna hátíð í nánd. Í auðmýkt og í þakklæti fyrir samfylgdina gegnum árin þau öll minnist ég nú Öllu hans Júlla, kveð þessa mætu konu. Það hefur verið lærdómsríkt að fá að fylgja henni eftir, feta með henni leiðina um lífins vegi í blíðu og stríðu. Það hefur verið ljúft að þiggja af henni leiðsögnina, stuðn- inginn, atlætið það allt. Það hefur verið gott að fá að njóta nærveru hennar, hlýju og alúðar. Eftir standa nú dýrmætar minn- ingarnar. Ég þakka fyrir allt sem hún hefur kennt mér, þolinmæði, þrautseigju og mildi. Hafi hún þökk fyrir söng- inn, taktinn í lífinu, lífsdansinn sjálf- an. Hjá Öllu var gott að hlæja. Með henni var gott að gráta. Í huganum sé ég hana sitja þarna við eldhúsborðið í Goðabrautinni með kaffibollann sinn, heyri enn um- vandanir hennar, athugasemdir eða hrós. Skynja hvellandi hláturinn, syngjandi áherslurnar, greini ástúð og kærleika. „Ert þetta þú? Komdu inn.“ Á borðinu er matur … ég kom til þín svangur, en frá þér saddur fór. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við kveðjum þig með trega þungans tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Júlli frændi, Anna Jóna, Krissa, Árni, Jónka, Inga og fjöl- skyldur. Við strákarnir í Bárugötunni sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Arnar Símonarson (Addi). ✝ Ásbjörg GuðnýJónsdóttir fædd- ist á Gunnlaugsstöð- um í Stafholtstungna- hreppi 30. nóvember 1904. Hún lést á dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 15. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Þ. Jónsson bóndi, f. 25. júní 1870, d. 9. mars 1959, og Jófríð- ur Ásmundsdóttir, f. 29. apríl 1881, d. 16. október 1977. Ás- björg var annað barn í sextán systkina hópi og ólst upp hjá foreldrum sínum á Gunnlaugs- stöðum. Systkini Ásbjargar eru: Friðjón, f. 1903, d. 1991, Oddur Halldór, f. 1906, d. 1994, Guð- mundur, f. 1908, d. 1995, Kristinn, f. 1909, d. 1994, Lára, f. 1911, d. 2000, Leifur, f. 1912, d. 1997, Guð- jón, f. 1913, d. 2001, Sigrún, f. 1915, Fanney, f. 1916, Guðmundur Ósk- ar, f. 1918, d. 1996, Magnús, f. 1919, d. 1995. Svava, f. 1921, Ágústa, f. 1922, Gunnlaugur, f. 1924 og Svanlaug, f. 1928. Árið 1934 giftist Ásbjörg Jóni Bjarna Magnússyni, frá Höfða í Þverárhlíð, f. 9. mars 1905, d. 2. febrúar 1976. Bjuggu þau lengst á Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð en þau keyptu jörðina vorið 1937. Þau voru barn- laus. Vorið 1966 hættu Jón og Ásbjörg búskap af heilsufarsástæðum og fluttu til Akraness og keyptu húsið Laugar- braut 13. Seinni árin dvaldi Ás- björg á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Hún gaf húsið sitt á Laugarbraut 13 og allar eigur til samtaka lamaðra og fatlaðra. Útför Ásbjargar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag er elskuleg föðursystir mín, Ásbjörg Guðný Jónsdóttir, jafnan kölluð Ása, kvödd hinstu kveðju. 30. nóvember sl. fagnaði hún hundrað ára afmæli sínu. Á aldarafmælinu tók Ása á móti gestum, ræddi við mann og annan. Þótt líkamlegri heilsu hefði hrakað síðustu vikurnar var minnið óskert og sást að afmælisbarnið hafði staðið sig furðu vel í glímunni við Elli kerlingu, haldið góðri sjón og heyrn, skýrri hugsun og fylgst vel með gangi þjóðmála. Ekki var Ása gömul þegar hún fór að hjálpa til við uppeldi systkina sinna. Hún var fljótt hamhleypa til vinnu og ósérhlífin. Á barnmörgu heimili var mikið annríki og ekki þótti umtalsvert þótt börn og unglingar væru látin vinna ýmsa erfiðisvinnu svo sem að bera vatn í bæinn. Þá voru ekki þægindi nútímans. Það þóttu stórkostlegar framfarir þegar hægt var að dæla inn vatni með handdælu. Oft var vinnudagurinn langur við að halda öllum barnahópnum og öllu innanhúss jafn snyrtilegu og raun bar vitni. Hver flík var unnin heima og marga munna að fæða. Það kom fljótt í ljós að Ása var mikil listakona í höndum og saumaði hún oft fatnað á systkini sín. Í torfbænum gamla varð hetjusaga til, þar fæddust flest börn- in en þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður tókst foreldrum Ásu að skila af sér slíku dagsverki að fágætt mun vera. Baráttuvilji, glaðværð og hjálpsemi einkenndi fjölskyldu Ásu og upp- vaxtarár. Ása var á Gunnlaugsstöðum til vorsins 1934. Þá hóf hún búskap á Höfða ásamt unnusta sínum, Jóni Bjarna Magnússyni, syni hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur og Magnús- ar Rögnvaldssonar sem þar bjuggu þá en þau fluttu að Höfða í Þverár- hlíð vorið 1909. Jón og Ása giftu sig um haustið 1934 en næsta vor brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur og voru þar til heimilis árin 1935 og 1936. Þar stundaði Jón ýmsa vinnu sem til féll. Ekki undu ungu hjónin hag sínum á mölinni enda bæði börn hins fagra Borgarfjarðarhéraðs. Vorið 1937 keyptu þau jörðina Sig- mundarstaði í Þverárhlíð, hófu þar búskap og bjuggu þar til ársins 1966. Bærinn er nú fremstur í byggð undir Þverárhlíðarhálsinum norðan Litlu- Þverár. Það þótti undrunarefni hvað Ása og Jón gátu afkastað miklu. Þau byggðu allt upp, ræktuðu og girtu og áttu afurðamikið bú og gott. Jörðin tók miklum stakkaskiptum, nýrækt varð mikil og falleg og túnið allstórt. Góð hirða var á öllu úti sem inni og bar ábúendum fagurt vitni. Þau voru stolt af því að vera bændur, elskuðu jörðina sína, glöddust yfir hverjum áfanga sem náðist. Þau fundu þann streng sem bindur manninn við nátt- úruna. Verklagni og dugnaður var þeim í blóð borið og starfsorka þeirra virtist óþrjótandi. Ása var hörkudug- leg, ósérhlífin og umfram allt ærleg. Barn að aldri kynntist ég hvílíkur höfðingi og kvenskörungur Ása var þegar ég kom fyrst að Gunnlaugs- stöðum til sumardvalar. Mikill sam- gangur var á milli Sigmundarstaða og Gunnlaugsstaða. Oft var mann- margt á Gunnlaugsstöðum þegar börnin sextán og fjölskyldur þeirra komu í heimsókn. Í hverri veislu stóð Ása eins og herforingi við stjórnvöl- inn og stýrði með einstakri lagni og ákveðni, jafnt börnum sem fullorðn- um. Ásu og Jóni varð ekki barna auð- ið en Ása átti ætíð mikið í sínum eigin systkinum og systkinabörnum. Ég á margar kærar myndir af Ásu og fátt þótti mér skemmtilegra en að fara í heimsókn að Sigmundarstöðum. Heimili Ásu bar vott um smekkvísi og fágun. Handavinna húsmóðurinn- ar skreytti híbýli hennar og fagrir munir prýddu stofur, bónuðu gólfin gljáðu sem fægður spegill, allt var pússað og strokið en sjálf var Ása mesta stássið. Kvik og létt í hreyf- ingum tók hún á móti okkur á bæj- arhlaðinu. Svo bar hún fram kræs- ingar, heimabakaðar tvíbökur, randalínur, kleinur, mjúkar flatkök- ur með hangikjöti, spesíur, jólakökur og hvaðeina, renndi kaffi í bolla og þótti verst að eiga ekkert með kaffinu handa okkur … Vorið 1966 urðu Jón og Ása að hætta búskap af heilsufarsástæðum. Á yngri árum hafði Jón orðið fyrir því slysi að brotna illa um ökklann á vinstra fæti, greri það seint og illa enda aldrei vitjað læknis. Ökklabrot- ið háði Jóni alla tíð og síðustu árin var hann sykursjúkur og Ása ekki heilsu- hraust heldur enda höfðu þau unnið mikið alla tíð. Þau fluttu til Akraness og keyptu húsið Laugarbraut 13. Vorið 1972 fór Jón í aðgerð vegna ökklabrotsins og fékk talsvert mikla bót en þá kom annað til. Það var inn- vortis mein sem síðast dró hann til dauða. Næstu árin dvaldi hann oft á sjúkrahúsi en þess í milli var hann heima. Síðustu sólarhringana var hann heima hjá Ásu konu sinni. Þá sást vel hversu sterk hún Ása er en hún hjúkraði honum þá af sinni ein- stöku hlýju og tillitssemi. Hjónaband Jóns og Ásu var fádæma gott svo aldrei bar skugga á. Ása reyndist fjölskyldu sinni ástrík móðir því við vorum öll börnin henn- ar en einnig sýndi hún öðrum sömu ástúð og hlýleika, einkum þeim sem voru minni máttar. Systkini sín þótti henni ákaflega vænt um sem og allt sitt frændfólk. Seinni árin dvaldist Ása á Höfða á Akranesi. Hún gaf húsið sitt að Laug- arbraut 13 og allar eigur til samtaka lamaðra og fatlaðra. Allt líf Ásu var spunnið úr þeli góðleika og mikillar hlýju til allra manna og málleysingja. Hún var vönduð til orðs og æðis, heil- steypt og mikil reglukona, réttsýn og gædd miklum mannskilningi. Ása undi sér vel á Höfða, jákvæð sem fyrr, hældi öllu starfsfólkinu, hún hafði sko ekki yfir neinu að kvarta, það væri leikið við sig, allir ynnu sem einn maður. Þeir sem heimsóttu Ásu fóru ríkari heim aftur. Hún var svo lifandi og gefandi af já- kvæðu lífsviðhorfi sínu og innri birtu og framar öllu óbilandi bjartsýni. Hún prjónaði drjúgt um dagana, gaf á basar á spítalanum og prjónaði marga peysuna handa vinum og vandamönnum en ekkert gladdi hana eins mikið og að geta glatt lítið barn. Var þá oft vafi á hvort ljómaði meira andlitið á gömlu konunni eða barninu. Ég og fjölskylda mín þökkum Ásu afbragðskynni alla tíð. Við minnumst hennar með hlýhug og virðingu. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Í dag minnumst við hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra Ásbjargar Guðnýjar Jónsdóttur fyrir einstakan velvilja í þágu félagsins. Það er vegna fólks eins og þeirra hjóna Ásbjargar Guðnýjar Jónsdótt- ur og eiginmanns hennar Jóns Bjarna Magnússonar sem félag eins og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra getur sinnt starfi sínu í þeim mæli sem það gerir. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið og ákváðu því að færa félaginu eig- ur sínar að gjöf í þeirri von að þær verði einhverjum til blessunar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd félagsins þakka ómet- anlegan stuðning í gegnum árin. Fyrir hönd SLF, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri. ÁSBJÖRG GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.