Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jólín Ingvars-dóttir fæddist 1. nóvember 1924. Hún lést 9. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hólm- fríður Einarsdóttir og Ingvar Sigurðs- son. Systkini hennar á lífi eru Elín, Sig- urður, Ráðhildur, Sigurgestur og Kristbjörg. Þau sem eru látin voru Einar, Guðlaug og Trausti. Systkini samfeðra Aðalheiður og Sig- urður, bæði látin. Jólín giftist hinn 1. desember 1945 Sigurði Lárusi Árnasyni múrarameistara, f. 23. okt. 1921, d. 6. mars 1969. Foreldrar Sig- urðar voru Arnbjörg Sigurðar- dóttir og Árni Einarsson. Börn Jólínar og Sigurðar eru: 1) Árni Vilberg Sigurðsson, f. 8. okt. 1945, maki Guðlaug Bára Þráins- dóttir, f. 14. nóv. 1945. Þau skildu. Þeirra barn Guðrún Árný, maki Jens Guðmundsson. Þeirra börn eru Ásthildur Bára og Árni Björn. Núverandi eiginkona Árna er Sólrún Ósk Sigurðardóttir, f. 14. júlí 1961, hennar barn Þor- geir Lárus Másson. 2) Ingvar Jó- hann Sigurðsson, f. 23. des. 1949, d. 2. apríl 1963. 3) Arn- björg Sigurðardótt- ir, f. 25. nóv. 1952, maki Ástgeir Þor- steinsson, f. 6. sept. 1950. Þeirra börn: a) Sigurveig, sambýlis- maður Erlingur Þór Jónsson. b) Lína Dögg, sambýlism. Otto Elbertsen. c) Sigurður, sambýlis- kona Harpa Kristín Hlöðversdóttir. Sambýlismaður Jól- ínar til margra ára var Jón Andr- ésson, f. 4. des. 1921, d. 13. júlí 2003. Börn Jóns af fyrra hjóna- bandi: 1) Birgir, f. 28. júní 1947, d. 24. maí 1959. 2) Valgerður, f. 12. sept. 1949, maki Sævar Lýðs- son. Kristín, f. 22. ágúst 1951, maki Bjarni Bjarnason. 3) Sigrún, f. 22. ágúst 1960, maki Pétur Hrafn Sigurðsson. Fyrstu búskaparárin var Jólín heima að sinna búi og börnum en seinni árin var hún útivinnandi og starfaði lengst af á Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Jólínar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú þegar þú Lína mín ert horfin á braut langar mig að þakka þér sam- fylgdina síðustu þrjátíu og þrjú árin með örfáum orðum. Þú varst lífsglöð kona en þrátt fyrir alla þína glaðværð var líf þitt ekki alltaf dans á rósum, tvö stór áföll settu mörk á lífsferil þinn. Það fyrra var þegar Ingvar sonur þinn fórst af slysförum rétt fyrir ferm- ingardaginn sinn og seinna áfallið varð aðeins sex árum síðar þegar Sigurður eiginmaður þinn lést. Þá raun að hafa bæði misst son og eig- inmann barst þú eins og hetja þau ár sem þú áttir eftir ólifuð. Þér var það mikið kappsmál að af- komendum þínum liði ávallt vel og þá sérstaklega barnabörnunum sem nú sárt sakna ömmu sinnar. Hvort sem við hittumst eða áttum tal sam- an í síma spurðir þú ávallt fyrst hvernig börnin hefðu það og það veit ég að sömu umhyggju barst þú fyrir börnum og barnabörnum Jóns Andréssonar, sambýlismanns þíns til margra ára. Já, afkomendur þínir skipuðu alltaf fyrsta sætið í huga þínum. Saumaskapur og öll handavinna var nokkuð sem vafðist ekki fyrir þér. Tólf ára gömul saumaðir þú fyrsta kjólinn þinn og ekki þann síð- asta því að þeir urðu margir ásamt því að prjóna fjöldann allan af kjól- um sem sumir hverjir voru hrein listaverk. Eftir að þú fluttir á Hrafn- istu tókstu virkan þátt í alls konar föndri sem þar er boðið upp á og var það eins og með hannyrðirnar, allt lék í höndunum á þér. Já, tengda- mamma, þú varst sannkallaður listamaður í höndunum. Er líða tók á þetta ár gerðum við fjölskyldan okkur grein fyrir því að heilsu þinni var farið að hraka en þú lést það ekki á þig fá frekar en fyrri daginn. Þú áttir það stundum til að koma þínum nánustu skemmtilega á óvart og minnist ég þess að á áttræðisaf- mæli þínu hinn 1. nóvember sl. vildir þú ekki að neitt væri fyrir þér haft og bannaðir öll veisluhöld þar sem þú taldir þig ekki hafa neina heilsu til slíks og alls ekki fær um að fara úr húsi. Við hjónin litum inn þann dag til að samgleðjast þér. Ekki vor- um við fyrr komin heim en síminn hringdi og þú spurðir hvort ekki væri eitthvað í matinn því að þú værir að hugsa um að koma í mat. Að sjálfsögðu var brugðist við fljótt og þú sótt. Þessi kvöldmáltíð varð sú síðasta sem við áttum saman í þessu lífi. Nú líður senn að jólum, þeim tíma sem var þér að mörgu leyti mjög kær. Áður en kallið kom varst þú búin að ganga frá ákveðnum atrið- um vegna jólagjafa, jú, þú vissir að þinn tími hér á jörðu var senn á enda og vildir þess vegna eins og svo oft áður að allt væri í röð og reglu er þú færir og það gekk eftir. Ansi held ég að það verði tómlegt við matarborð- ið á heimili okkar Öddu á aðfanga- dagskvöld þegar sæti það sem þú hefur skipað svo mörg undanfarin ár stendur autt. Að endingu langar mig að þakka þér, Lína mín, allt það góða sem þú lést af þér leiða fyrir mig og mína fjölskyldu. Megi Guð almáttugur ávallt vaka yfir þér. Þinn tengdasonur Ástgeir. Það er komið að því að kveðja hana Jólín okkar. Þegar börnunum voru færðar fréttirnar af andláti hennar varð einu þeirra á orði að hún Jólín væri alltaf svo hress. Það eru orð að sönnu og þannig minn- umst við hennar. Pabbi og Jólín ferðuðust mikið og fóru oft til sólarlanda, stundum með svo skömmum fyrirvara að rétt náð- ist að láta okkur afkomendurna vita af brottför. Helsta dægrastytting Jólínar var handavinnan, það skipti ekki máli hvort hún var að prjóna, hekla eða sauma, allt lék í höndun- um á henni og má segja að hún hafi verið listakona í handverki. Jólín gat jafnvel prjónað eða heklað í bílnum þegar þau pabbi fóru út úr bænum. Í sólarlandaferðunum var ekki heldur slegið slöku við, alltaf var Jólín með eitthvað á prjónunum. Það er dýr- mætt í dag að eiga dúka og annað sem hún bjó til. Jólín hafði gaman af því að taka í spil eins og pabbi. Hún var mikil keppnismanneskja við spilaborðið. Það var oft líflegt þegar hún var að spila og ekki líkaði henni linkind í sögnum. Pönnukökurnar hennar Jólínar eru frægar í fjölskyldunni. Hún mætti jafnan með vænan stafla í af- mælisveislur krakkanna og kláruð- ust þær alltaf fljótt. Pönnuköku- pannan var meira að segja tekin með í sólarlandaferðirnar og frést hefur af Íslendingum sem höfðu kynnst konu í sólarlandaferð sem bakaði þessar líka dásamlegu pönnukökur. Jólín hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum líðandi stundar. Það var gaman að ræða við hana um pólitík og ekki vorum við alltaf sammála, en þegar hún hafði tekið afstöðu varð henni ekki hagg- að. Jólín reyndist mér og minni fjöl- skyldu alla tíð vel, til hennar var hægt að leita þegar á þurfti að halda. Hún miðlaði af reynslu sinni og hafði góða nærveru. Hún fylgdist af áhuga með því sem krakkarnir voru að gera og hafði gaman af fá þau til sín í heimsókn. Við minnumst Jólínar með mikilli hlýju og innilegu þakklæti fyrir samverustundirnar og allt það sem hún gerði fyrir okkur. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Jónsdóttir, Pétur, Sigurður Hrafn, Arnar og Jóna Þórey. Elsku amma Lína. Þá ertu loks komin til afa og Ingvars. Mér verður oft hugsað til þess hvað það var notalegt að koma til ykkar Jóns á Skúlaskeiðina. Þar var alltaf tekið á móti manni eins og prinsi. Fékk ég alltaf nóg af pönnukökum, ís og auð- vitað kaffi þó svo að ég hafi ekki ver- ið hár í loftinu. Ég veit ekki hvað það var en ég drakk bara kaffi hjá þér. Þegar þú síðan kvaddir okkur á fimmtudagskvöldið 9. desember var hellt upp á kaffi og fékk ég mér einn kaffibolla úr bollanum þínum. Fyrir mörgum árum buðuð þið Jón mér að koma með ykkur í sum- arbústað í Grímsnesinu. Ákveðið var að fara í heimsókn til Línu systur sem var að vinna á Laugarvatni það sumar. Sást þú fljótlega að ég vildi frekar vera yfir nóttina hjá Línu og þótti það sjálfsagt að rúlla á eftir mér daginn eftir á Coltinum. Þegar þið síðan komuð aftur um morgun- inn að sækja mig þá var ég ekki þar lengur. Hafði ég hitt stráka kvöldið áður sem voru að spila fótbolta og vildu þeir endilega fá mig í liðið hjá sér enda væri fótboltamót á Flúðum næsta morgun. Á þessum tíma voru farsímar ekki mikið komnir í notkun og því ómögulegt að ná í ömmu til þess að segja henni frá þessu. Ég kom ekki aftur á Laugarvatn fyrr en um kvöldið þann daginn. En þú og Jón biðuð alveg róleg eftir mér enda var hjartað í þér svo gott. Pabbi skammaði mig fyrir þessa háttsemi en ekki fannst þér þetta vera til- tökumál. Amma var alla tíð hörkudugleg og sterk í hjartanu. Oft þegar við kom- um til ykkar á Skúlaskeiðinu var allt í gangi, þvottavélin niðri í kjallara var að þvo, hrærivélin í gangi, þú að ryksuga og Leiðarljós í sjónvarpinu. Aldrei hef ég kynnst annarri eins handavinnukonu. Þú heklaðir og prjónaðir fram á síðasta dag. Bestu ullarsokkar sem ég hef gengið í voru frá þér, amma mín. Það var alveg sama hvað gekk mikið á hjá okkur systkinunum, hvort verið var að atast inni í svefn- herbergi eða renna sér á teppinu í stofuganginum á Skúlaskeiðinu. Alltaf hlóstu með okkur og lékst þér. Þú gekkst yfir marga erfiða þröskulda á lífsleiðinni og hugsaði ég oft um það hvernig ég hefði sjálf- ur tekið á þeim erfiðleikum sem þú þurftir að horfast í augu við. En eitt veit ég að enginn er eins sterk eða sterkur og amma var, hvort sem það var í baráttu við tilfinningar eða að vaska upp í sjóðheitu vatni eins og þú gerðir alltaf. Loks færðu að hvíla sterku beinin og sterku sálina sem voru orðin þreytt þó svo að það sæist aldrei á þér. Ég kveð þig núna, elsku amma mín, með tárvot augu en þó hlýju í hjarta því ég veit að þú ert hjá okkur öllum Í dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól. Í niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skín. (V. Briem.) Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur. (Sigur Rós.) Sigurður. Elsku Jólín, þú hefur kvatt eftir viðburðaríka ævi. Þú kvaddir í faðmi fjölskyldunnar en á slíkri stundu koma upp í hugann margar minn- ingar. Fyrir okkur systrunum varstu þú konan hans afa Jóns og okkar amma. Í uppvextinum fylgdi því mikil tilhlökkun að heimsækja ykkur á Skúlaskeiðið. Þið voruð samrýnd og tókuð vel á móti gestum og gangandi. Þú varst hress og glöð í fasi og fljót að reiða fram kræs- ingar þar sem brauð- og lagatertur og pönnukökur voru í uppáhaldi. Þú sinntir sérvisku okkar af natni og sýndir mikinn skilning, börnum með stúrinn svip var snúið hið snarasta með léttum eldhúsverkum og spjalli. Þér var umhugað um að okkur gengi vel í íþróttum, námi og starfi. Þú hafðir mjög gaman af kappsömu fólki, hvattir okkur til dáða og fannst mikilvægt að við stefndum ávallt til sigurs. Ferðalög ykkar afa voru spennandi, þið voruð fljót að kynnast fólki, dugleg að skemmta ykkur og öðrum enda mikil lífsgleði og stuð í ykkar félagsskap. Hlátur þinn var smitandi en bakvið hann leyndist mjög lífsreynd kona. Þú varst mikil jafnréttiskona, fórst ekki leynt með skoðanir þínar á þjóð- félagsmálum og varst ekki að hlífa neinum við þeim. Af því lærðum við hve mikilvægt það er að hafa skoð- anir á samfélagsmálum, að standa á sínum rétti og að vera fylginn sér. Þér var margt til lista lagt, hann- yrðir voru þín sérgrein, mikil fram- leiðsla á ullarvörum á tíðum og þeir sem áttu í erfiðleikum með sína vinnu gátu sótt í þína þekkingu. Í seinni tíð fórstu að vinna úr postu- líni og gleri þar sem árangurinn var ekki síðri. Er árin liðu þá sinntir þú afa af mikilli umhyggju í veikindum hans. Þið fylgdust samt sem áður vel með lífsbaráttu barna ykkar og afkomenda þeirra, sýnduð stuðning og styrk. Það var alla tíð svo nota- legt að vera hjá ykkur þar sem gleðin var við völd, mikið spjallað um pólitík og íþróttir, fylgst með kappleikjum, tekið í spil og hann- yrðir og maulað á kræsingum. Takk fyrir allt, elsku Jólín, þú gafst okkur mikið. Kæru ættingjar og vinir, minningin um Jólín lifir. Hlín, Jóna og Bryndís Bjarnadætur. „Sælt veri fólkið.“ Þannig heilsaði Jólín, föðursystir okkar, alltaf hress í bragði og það kjósum við að gera þó kveðjustund sé. Skammdegissólin hverfur bak við fjöllin … stuttir geislar hennar stafa bleikrauðum bjarma á himin og haf enn um stund … allt draumi líkast … Eins fara árin með minningarnar … bernskumyndir dofna í óljósri skímu liðinna daga … Strákur, hlaupandi inn um hliðið á Skúlaskeiðinu, snýr sér að mömmu sinni og segir: ,,Svo þegar Lína býð- ur okkur eitthvað með kaffinu þá skalt þú ekki segja að hún þurfi ekk- ert að hafa fyrir okkur því mig lang- ar kannski í eitthvað!“ Lína hló mik- ið og dátt þegar henni var sagt frá … og stráksi fékk nóg í munn sinn og maga … enda alltaf eitthvað ljúf- fengt hjá Línu … upprúllaðar pönnsur með sykri … í minningunni veisluborð í hvert sinn hjá Línu … og stutt í hláturinn … einstakan hlátur alveg ofan í maga … jafnvel niður í tær … óendanlega smitandi hlátur … og hægt að ganga að hon- um vísum … Stelpa, brosandi um leið og hún segir: ,,Lína, eigum við að koma í hláturskast …?“ Það stóð aldrei á því, Lína var alltaf til … og svo var hlegið og hlegið vel og lengi … Við kölluðum hana Línu ,,pæng“ … aldrei vitað af hverju … ef til vill fannst okkur heyrast hvellur þegar hún rak upp skellihlátur og dillaði sér um leið og næstu hláturroku var hleypt af … Geislar skammdegissólarinnar stuttir þessa dagana … hún kýs að kveðja … ganga nýja leið … jóla- sólin tekur á móti henni ljómandi og hlý … falleg … eins og minningin um Línu … Línu og Jón. Þakkir fyrir hverja stund. Aðstandendum sendum við hlýjar kveðjur. Áslaug og Frosti. Nú er hún Jólín farin frá okkur. Hún var sambýliskonan hans afa okkar og var okkur alltaf svo góð. Það var svo gaman að koma á Skúla- skeiðið til þeirra. Jólín var alltaf hress þegar við systkinin komum í heimsókn. Sagði brandara, hló og bakaði pönnukökur. Það var fastur liður í öllum afmælum okkar að hún Jólín kom með pönnsurnar og þeim var sporðrennt samstundis. Jólín var alltaf að prjóna og vinna að ein- hverri handavinnu enda mjög lagin í höndunum. Þegar við vorum yngri og foreldr- ar okkar voru erlendis hjóluðum við systkinin á Skúlaskeiðið í mat. Okk- ur er minnisstætt eitt kvöldið þegar Jólín setti Hallbjörn á fóninn og söng og dansaði með. Þá kom ná- granninn á neðri hæðinni og bað um að það yrði lækkað í tónlistinni. Það var líka alltaf gaman að koma á Miðvanginn og síðustu árin á Hrafnistu þar sem Jólín var ánægð. Jólín kveðjum við með söknuði og þökkum fyrir ófáar skemmtilegar samverustundir. Guðmundur, Hildur, Jón og Atli. Í dag kveðjum við sambýliskonu föður og tengdaföður okkar, Jóns Andréssonar, hana Jólínu Ingv- arsdóttur. Jólín var Rangæingur en bjó alla tíð í Hafnarfirði og starfaði þar í mörg ár við aðhlynningu aldr- aðra á Sólvangi. Við kynntumst Jólínu fyrir rúm- um 30 árum þegar hún og Jón hófu sambúð. Jólín var mikil atorkukona og sat aldrei auðum höndum. Hún var ein- staklega flink og listfeng hannyrða- kona, einkum við prjón og hekl. Þeg- ar hún og Jón skutust landshorna á milli þá sat hún og prjónaði meðan á ferðinni stóð og ekki sló hún síður ef þau flugu til útlanda. Eftir að hún fluttist á Hrafnistu fyrir tveimur ár- um hóf hún einnig að vinna með gler og gerði fjöldann allan af glermun- um. Á Skúlaskeiðinu bjuggu þau megnið af sínum búskap og þangað var alltaf gott að koma, dekrað við mann og pönnukökurnar sívinsælar. Þangað skruppu börn okkar oft og iðulega og var alltaf jafnvel tekið. Varð maður aldrei var við annað en hún liti á þau sem sín eigin barna- börn og voru þau mjög hænd að henni. Jólín var hress og glaðlynd, sló oft á létta strengi og sagði sögur af hin- um og þessum með orðtaki sem munað var og eftir haft. Vinahópur þeirra Jóns var stór og ættingjar margir og gestagangur mikill á Skúlaskeiðinu. Þau Jón skruppu til sólarlanda nokkrum sinnum á ári síðustu árin sér til mikillar ánægju allt þar til heilsan fór að bila. Á Hrafnistu undi Jólín sér vel. Við vottum Árna og Arnbjörgu og þeirra fjölskyldum innilega samúð okkar. Að leiðarlokum þökkum við fjölskyldan Jólínu fyrir einstaka ræktarsemi og alúð í okkar garð. Blessuð sé minning Jólínar Ingv- arsdóttur. Valgerður og Sævar. JÓLÍN INGVARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jólín Ingvarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Helga Einarsdóttir; Lína Dögg; Birgir og Sigrún Dóra; Systkinin frá Framnesi. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.