Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 45 FRÉTTIR Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄ Setjið aldrei servíettu utan á kerti. ❄ ❄ ❄ ❄ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ KB BANKI hélt hið árlega jóla- skákmót bankans í aðalútibúinu, við Austurstræti í Reykjavík, sl. laug- ardag. Mótið var hraðskákmót, tímamörkin 5 mín. + einnar sek- úndu viðbót við hvern leik. Þátttak- endur í mótinu voru 16 og að vanda voru flestir úr hópi sterkustu skák- manna landsins þar á meðal. Átta stórmeistarar tefldu á mótinu, en að þessu sinni tóku Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Mar- geir Pétursson ekki þátt. Í hópi keppenda voru tveir starfs- menn KB banka, Björn Þorfinnsson og Guðmundur Halldórsson, en segja má, að það sé í samræmi við hefðir, því að forveri KB banka, Búnaðarbanki Íslands, var um ára- tuga skeið í forystusveit skákmála á Íslandi. Margir sterkir skákmeist- arar unnu í bankanum og sigur- ganga skáksveita bankans var löng og glæsileg. Skákstjóri var einnig úr röðum starfsmanna bankans, Gunnar Björnsson, alþjóðlegur skákdómari. Skákir mótsins voru sýndar á risaskjá í útibúinu, auk þess sem einni skák í hverri umferð var varp- að fram á skjá úti á götu. Jón Emil Magnússon, útibús- stjóri aðalútibús bankans, setti mót- ið og lék fyrsta leikinn í skák Björns Þorfinnssonar, starfsmanns bank- ans, og Stefáns Kristjánssonar. Mótið var æsispennandi frá upp- hafi til loka og voru stórmeistararn- ir, Jóhann Hjartarson og Henrik Danielsen, frá Danmörku, í forystu- liðinu allt mótið, en Helgi Áss Grét- arsson, stórmeistari, og alþjóðlegu meistararnir Stefán Kristjánsson og Jón Viktor Gunnarsson blönduðu sér í baráttuna, þegar leið á mótið. Jóhann byrjaði af krafti og vann fimm fyrstu skákirnar. Í sjöttu um- ferð stöðvaði Helgi Áss sigurgöngu hans, en Helgi hafði aðeins 2 vinn- inga, fyrir þá skák. Áfram hélt bar- áttan og 4–5 þátttakendur áttu möguleika á að krækja í fyrstu verðlaun. Fyrir síðustu umferð voru Jóhann og Helgi Áss jafnir í efsta sætinu, Jóhann komst ekkert áleið- is, gegn Jóni Viktori, og varð að sætta sig við jafntefli. Þá beindust allra augu að Helga Áss, sem tefldi flókna og erfiða stöðu við Jón L. Árnason, hinn gamalreynda stór- meistara. Jón sýndi gamla takta og vann skákina og þar með varð Jó- hann efstur, en Helgi Áss hafnaði í öðru sæti. Jóhann er stigahæsti skákmaður Íslendinga og teflir í samræmi við það. Hann endurtók nú leikinn frá síðasta sunnudegi, er hann vann Friðriksmótið í Landsbanka. Helgi Áss byrjaði mjög illa, en eftir að hann vann Jóhann í sjöttu umferð héldu honum engin bönd, þar til Jón L. stöðvaði sigurgöngu hans í síð- ustu umferð. Danski stórmeistarinn, Henrik Danielsen, setti skemmtilegan svip á mótið. Hann vann Jóhann, en töp gegn keppendum, neðar í töflunni, komu í veg fyrir sigur hans á mótinu. Jón Viktor og Stefán tefldu vel, að vanda, enda í fremstu röð hér á landi í hraðskák. Um önnur úrslit vísast til mótstöflu. Skákveislunni lauk með verð- launaafhendingu, en að henni lok- inni bauð bankinn til veglegrar mót- töku í bankanum fyrir skák- meistarana og velunnara skák- listarinnar. Eftirfarandi staða kom upp í skák tveggja efstu manna, Helga Áss Grétarssonar og Jóhanns Hjartar- sonar, í 6. umferð: Sjá stöðumynd 1. Helgi Áss – Jóhann 24. – g5!? 25. Rce2 Rf8 26. Rf5 Bxf5 27. gxf5 Rfd7 28. f4! g4!? Djarfur leikur. Einfaldara er að leika 28. ...gxf4, t.d. 29. Rxf4 (til greina kemur 29. Dxf4 Re5 30. Rc1 a4) 29. – De7 30. Bc1 Rf6 31. Dxh4 Rfxe4 32. Dxe7 Hxe7, með nokkuð jöfnu tafli. 29. Bd4?! – Hvítur hefði betur drepið peðið á g4, því að í framhaldinu hefði peðið á g3 getað reynst honum erfitt. 29. – g3 30. Df3 Dh6 31. Rc3 Kf8 Önnur leið er 31. ...Bf6 og þá gengur ekki að leika 32. e5? dxe5 33. fxe5 Rxe5 34. Hxe5 Bxe5 35. Bxc5 Bxc3 36. Hxd8 Hxd8 37. Dxc3 Hd1+ 38. Bg1 Df4 39. Df3 Dc1 40. Dg4+ Kf8 og svartur vinnur. 32. He2 He7? Þessi áætlun leiðir til taps. Eftir 32. ...Bxd4 33. Hxd4 Rf6 34. Hed2 Dh5 35. Dxh5 (35. e5? Dxf5! 36. exf6? He1+ 37. Bf1 Re6 38. H4d3 Rxf4 39. Kg1 Rxh3+ 40. Kg2 Rf4+ 41. Kg1 h3 á svartur vinningsstöðu) 35. – Rxh5 36. Re2 Hd7 37. Bf3 Rf6 38. Rc3 Hde7 39. He2 og svartur á þægilegra tafl. 33. Hed2 Hde8 34. Bxg7+ Dxg7 35. Hxd6 Rxe4 36. Rxe4 Hxe4 37. Hxd7 He1+ 38. Bf1 Db2 39. H7d2 Df6 40. Kg2 H1e3 41. Dg4 H3e4 42. Dg5 Dxg5 43. fxg5 og svartur gafst upp. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Guðmundur Halldórsson Hollensk vörn 1. d4 f5 2. Rf3 Rf6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. 0–0 0–0 6. c4 d6 7. d5 De8 8. Rc3 Ra6 9. Rd4 Bd7 10. Hb1 c6 11. b3 c5? Eftir þennan leik lendir svartur í klemmu, sem hann sleppur ekki úr. Nauðsynlegt var að leika 11. ...Rc7, áður en hann leikur c6-c5. 12. Rdb5 – Nú á svarti riddarinn á a6 engan góðan reit, því að hann á enga fram- tíð á b4. Auk þess verður hrókurinn á a8 bundinn við að valda peðið á a7. 12. – h6 13. f4 Kh7 14. Bb2 g5?! Vafasöm veiking á svörtu stöð- unni, þótt svartur verði í þrenging- um, eftir 14. ...Rg4 15. Dd2 o.s.frv. 15. e4 – Sjá stöðumynd 2. 15. ...fxe4? Nauðsynlegt var að leika 15. ...Rg4 16. Bc1 gxf4 17. Bxf4 Dg6, t.d. 18. Dd2 Rb4 19. a3 Ra6 20. Hbe1 Re5 21. h3 Hg8 22. exf5 Bxf5 23. Be4 Bxe4 24. Rxe4 Dh5 25. Dc2 Dg6 26. Kh2 og svartur getur barist áfram. 16. fxg5 hxg5 17. Rxe4 Dg6 18. De2 Kg8? Betra var 18. ...Hae8, þótt hvítur eigi gott peð yfir, eftir 19. Dd3 Kh6 20. a3 Rg4 21. Rxa7 o.s.frv. 19. Rxf6+ Bxf6 20. Bxf6 Hxf6 Eða 20. ...exf6 21. Rxd6 o.s.frv. 21. Dxe7 Bf5 22. Hbe1 Rb4 Eftir 22. – Haf8 23. Rxd6 Hxd6 24. g4 vinnur hvítur manninn til baka með betri stöðu. Reyndar hefði g3-g4 gefið hvíti einfaldan vinning í tveimur næstu leikjum. Sjá stöðumynd 3. 23. Rxd6 Hxd6 24. Hxf5! – Það er ekki nóg með, að hvítur vinni peð með þessari leikfléttu, heldur verður svarti kóngurinn varnarlaus á eftir. 24. – Dxf5 25. Dxd6 og svartur gafst upp. Hugsanlegt framhald væri 25. – Hf8 26. Hf1 Dc8 27. Dg6+ Kh8 28. Hxf8+ Dxf8 29. d6! og svartur getur ekki stöðvað frípeð hvíts á d-línunni. Jóhann Hjartarson sigraði á Jólaskákmóti KB banka Stöðumynd 2. Stöðumynd 3.Stöðumynd 1. SKÁK Jólaskákmót. KB banka 18. desember 2004 Bragi Kristjánsson THORVALDSENSFÉLAGIÐ færði börnum Shri Ramawati kr. 250.000 kr. að gjöf, 11. nóvember sl. og var gjöfin afhent á Thorvaldsensbazarn- um, verslun félagsins í Austurstræti 4, í Reykjavík. Gjöfin er fjármögnuð af ágóða verslunarinnar en í henni starfa félagskonur í sjálfboðavinnu. Systir Shri, Mardiana Nana, tók við gjöfinni úr hendi Ásu Jónsdóttur, gjaldkera Thorvaldsensfélagsins, en Mardiana hefur tekið að sér börn systur sinnar heitinnar. Thorvaldsens- félagið styrkir börn Sri Rahmawati Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.