Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 35
UMRÆÐAN
Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd
Gómsætar kynningar
alla daga
fram að jólumFalleg hönnun fyrir dömur og herra Nýkomin mörg spennandi módel.
Demantsskartgripir
Handsmíðaðir gullskartgripir.
í Mjódd • S: 557 9060
Jólavörurnar komnar
Frábærir Ítalskir
götuskór með
dempun í hæl
fyrir dömur og
herra
Ekta leður
Skóbúðin Mjódd
sími 557-1291
Mikið úrval af úrum
frá FOSSIL
verð frá 6.900.-
í Mjódd
S: 567 3550
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
JÆJA, nú á að fara fram önnur
sorphirðutilraun hjá okkur Reyk-
víkingum. Nú geta þeir sem eru
með fáa í heimili fengið græna
tunnu og borgað helmingi lægra
verð. Það fyndna í
þessu er að
borgin læddi inn
hækkun á sorp-
hirðu frá 7.478
kr. í 9.700 kr. sem
síðan er hægt að
lækka um helming
ef sú græna er tek-
in. Fyrir um tveim-
ur árum var svo-
kölluðum
álfa-álflipa smellt á
ruslatunnuna hjá
íbúum í sérvöldum
hverfum með það að
markmiði að
minnka sorphirðu
og hvetja til enn
frekari flokkunar.
Álfakerfið átti að
virka þannig að þeg-
ar tunnan þarfnaðist
tæmingar átti að snúa
álfaflipanum yfir þar sem á stóð að
losunar væri þörf. Þannig tóku t.d.
sorphirðumenn þessu
álfaflipa-fyrirkomulagi full alvar-
lega í upphafi, að sjálfsögðu með
ströng fyrirmæli að ofan, því ef
álfinum hafði ekki verið flippað yf-
ir á tilsettum tíma og tunnan orðin
full þá var tunnan samt ekki
tæmd! Með tímanum missti álf-
urinn merkingu sína og hefur flip-
inn verið fjarlægður. Nú er komið
að grænu tunnunum og svörtu
tunnunum. Svörtu tunnurnar hafa
frá upphafi verið ákaflega þægileg-
ar og flestir notendur verið ánægð-
ir, ekki hvað síst með að þær eru á
hjólum og hægt er að loka þeim.
Grænu tunnurnar eru eins, fyrir
utan litinn, en fyrirkomulagið virk-
ar svolítið skringilega á
mig því í fyrsta lagi
finnst mér þetta
ekki bera vott um
fjölskylduvæna að-
ferð vegna þess að
nú græða þeir sem
þola hálfsmánaðar
tæmingu. Í minni fjöl-
skyldu (6 manna) var
frá upphafi tekinn full-
ur þáttur í flokkun, þ.e.
allt sem hægt var að
setja í aðgreinda gáma;
batterí, mjólkurfernur,
dagblöð, pizzukassar,
öldósir, glerkrukkur og
hvaðeina, var sett í þá,
en við þurfum samt að
fá tunnutæmingu á
vikufresti. Þessi tilraun
á eingöngu við einbýli,
raðhús og parhús en
ekki stærri fjölbýli. Við
(fjölskyldan) viljum með þessari
stuttu grein mótmæla mismunun á
fjölskyldustærðum í sorphirðu-
málum Reykvíkinga.
P.s. Sagt er af þeim sem „sjá“
að flestir álfar séu fluttir úr
Reykjavík, vonandi helst Reykja-
víkurborg betur á okkur mönn-
unum.
EINAR BJARNASON,
Tungubakka 12,
109 Reykjavík.
Reykjavík og
grænu tunnurnar
Frá Einari Bjarnasyni
ÞAÐ ER augalaus bylur í Svínadaln-
um, Brattabrekka er ófær og hver sá
sem lagði á Möðrudalsöræfi er áreið-
anlega þar sem hann er niðurkominn
með snjóveggi á báðar hliðar sem
samsvara góðri þriggja hæða blokk í
Reykjavík.
Á Vesturlandi var ekkert að veðri
þá lagt var af stað en gleggri menn
vissu að Heydalurinn myndi ekki
bregðast frekar en fyrri daginn en
allt annað ótryggt.
Á slíkum stundum er gott að geta
treyst á Símann; að farsíminn sem
þú keyptir fyrir 5–7 árum er með
nægri inneign þannig að hægt er að
láta vita af sér og ferðum sínum.
Hversu oft hafa þessar leiðir ekki
verið farnar áður og allt gengið þó
tæpt hafi stundum verið á því.
Þú ert staddur í Svínadalnum og
rokurnar sem gerir á ákveðnum
stöðum slá yfir 30 metra á sekúndu.
Veðurhæðin og ofankoman er orðin
slík að þú veist varla lengur hvað er
best að gera í stöðunni; jafnvel kyrr-
stæður bíllinn er við það að fara á
hliðina.
En Guði sé lof fyrir tæknina og
enn meir fyrir Símann sem er í bull-
andi samkeppni sem samsvarar einu
prósenti við önnur fyrirtæki á mark-
aðnum; einokun á markaði löngu af-
létt. Er ekki rétt að láta einhvern
vita af sér og þessum vindstreng
skammt frá Gilsfjarðarbrúnni? Til
hvers er farsími ef ekki til að nota
hann. Þú tekur upp GSM-farsímann,
frelsissímann, en það næst ekki í
nokkurn mann og ekki heldur í þau
númer sem alltaf hefur þó verið
hægt að ná í til að eiga næga inn-
stæðu fyrir símtölunum og/eða
leggja inn á númerið. Hvað ertu með
í höndunum, eitthvert tæknirusl sem
ekkert er treystandi á, varla bregst
Síminn, þetta einstaka öryggisnet
sem umlykur okkur alla daga í náð-
arfaðmi sínum.
Það er ekki þér að þakka að svipti-
byljir þagna um stund og það svart-
hol sem þú varst lentur í er skyndi-
lega að baki.
Eftir að komið er heim er farið að
athuga málið. Þá kemur í ljós að það
sem þú í barnaskap þínum hafðir
sett traust þitt á var ekki túskildings
virði og því miður öryggið ekki frek-
ar því Síminn hafði í millitíðinni út-
hlutað öðrum númerinu og á þeirri
forsendu að meira en ár sé liðið frá
því þú talaðir síðast úr þessum síma
og sá næsti sem þú talar við segir
þér að númer séu afhent öðrum ef
meira en ár er liðið frá áfyllingu.
Þetta er það sem kalla mætti GSM-
farsími í frjálsu falli. Það er ekki ef
það er ekki! Monsúnrigningar af
gylliboðum og þjónustu Símans duga
ekki til þess að kynna þetta fyrir við-
skiptavinum með óyggjandi hætti.
Hver lætur sér til hugar koma að
farsími sem skráður er í bók allra
landsmanna, símaskránni, skuli af-
hentur öðrum þegjandi og hljóða-
laust með öllum þeim ófyrirséðu af-
leiðingum sem það kann að hafa í för
með sér? Vita menn ekki á Símanum
að það er búið að finna upp papp-
írinn og unnt að gera mönnum við-
vart í stað þess að hirða númer og
inneign? Er þetta þjónustan sem tal-
að er um í pappírsregni Símans á
vörum og þjónustu? Hvað hefur svo
Persónuvernd eða Neytenda-
samtökin um vinnubrögð af þessu
tagi að segja?
Sagt er að sumir hlutir gerist aldr-
ei og þá geta menn yfirleitt verið
vissir um að þeir muni gerast.
Ég leit í Morgunblaðið, sem jafn-
an hefur staðið hjarta mínu næst,
stoð og stytta í hverri raun. Á for-
síðu er frétt af manni sem slæmt
hafði svo til óvart exi í höfuð ömmu
sinni vegna þess að hún vildi ekki
lána honum jafnvirði 10 dollara til
kaupa á eldvatni. Segir jafnframt í
frétt þessari að maðurinn hafi það
eitt sagt er hann var handtekinn:
„Er það amma eða er það ekki
amma?“ Útlit hennar hafði breyst
lítillega við axarhöggið. Engin deili
eru sögð á þeim er þetta verk framdi
en eigi nokkur rafmagnsstólinn skil-
ið þá er það þessi náungi. Þú lítur í
DV þar sem sagnir herma að til
skamms tíma hafi jafnvel Satan ver-
ið innanbúðar. Þú þarft ekki að lesa
lengi, því þú ert að lesa þitt eigið
nafn og farsímanúmer sem talið er
að meiningin hafi verið að setja
sprengju af stað með í miðri Reykja-
vík. Nú kemur sér vel símaleyndin –
en hvort verður þér trúað sem ert
skráður fyrir símanúmerinu eða
símaskránni?
GUÐNI BJÖRGÓLFSSON,
Háengi 2, 3A,
800 Selfossi.
Síminn og axarmorðinginn
Frá Guðna Björgólfssyni