Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 37
MINNINGAR
✝ Guðmundur Ern-ir Sigvaldason
fæddist í Reykjavík
24. júlí 1932. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 15. desem-
ber síðastliðinn.
Guðmundur var son-
ur Birgittu Guð-
mundsdóttur, verka-
konu, f. 1908, d.
2003, og Sigvalda
Jónassonar, bónda.
Guðmundur var þrí-
giftur og átti sjö
börn.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Halldóra Þorsteins-
dóttir, bókasafnsfræðingur, f.
1949. Foreldrar hennar voru Þor-
steinn Davíðsson, kaupmaður, f.
1918, d. 2003, og Guðný Árnadótt-
ir, húsmóðir, f. 1917, d. 1992.
Dóttir Guðmundar og Halldóru er
Guðný Þóra, tónlistarnemi, f.
1981. Hennar maki er Björn Teits-
son, nemi.
Fyrsta kona Guðmundar var
Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv.
fræðslustjóri í Reykjavík. Þau
eiga fjögur börn. Þau eru: 1)
Ragnheiður, eðlisfræðingur, f.
1954, maki Daniel Friedan, f.
1948, eðlisfræðingur. Þeirra barn
er Benjamín Kári, f. 1992. Ragn-
heiður á af fyrra hjónabandi dæt-
urnar Áslaugu Láru, f. 1978, og
Birgittu Sif, f. 1981. 2) Birgir Guð-
Þýskalandi árið 1959. Hann hlaut
styrk til rannsókna við US Geo-
logical Survey í Washington í
Bandaríkjunum og Melno Park
1959–1961.
Guðmundur starfaði sem sér-
fræðingur við iðnaðardeild at-
vinnudeildar Háskóla Íslands
1961–1967 og var sérfræðingur
við Raunvísindastofnun Háskóla
Íslands og kenndi við jarðfræði-
skor 1968–1972. Hann vann tví-
vegis að jarðhitaverkefnum á veg-
um Sameinuðu þjóðanna í
Rómönsku Ameríku, fyrst í El
Salvador 1967–1968 og síðan í
Níkaragva 1972–1973. Guðmund-
ur var forstöðumaður Norrænu
eldfjallastöðvarinnar frá stofnun
hennar árið 1973 og til 1998.
Guðmundur sat í úthlutunar-
nefnd Vísindasjóðs 1968–1982 og
varð formaður nefndarinnar
1999–2001. Hann var fulltrúi Ís-
lands í vísindasiðanefnd NATO
1970–1982, formaður Alþjóðasam-
bands eldfjallastöðva 1981–1991
og sat í stjórn European Labora-
tory Volcanos Project 1986–1996.
Guðmundur var í stjórnum og
starfaði sem aðalráðgjafi í fjöl-
mörgum alþjóðlegum vísinda- og
fræðiverkefnum, m.a. á vegum
Evrópubandalagsins og einstakra
Evrópuríkja.
Guðmundur hefur ritað
fjöldann allan af fræðigreinum í
blöð og fagtímarit, gert sjónvarps-
þætti fyrir almenning og hlotið
viðurkenningar fyrir vísindastörf
sín. Hann varð heiðursdoktor við
Háskóla Íslands árið 2000.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
mundsson, stjórn-
málafræðingur, f.
1956, maki Rut Peter-
sen, hjúkrunarfræð-
ingur. Þeirra börn
eru Gunnar Ernir, f.
1987, og Iðunn Dóra,
f. 1992. 3) Gunnar
Bragi Guðmundsson,
tæknifræðingur, f.
1960, maki Ulla
Uhrskov, næringar-
ráðgjafi. Gunnar á
þrjú börn af fyrra
hjónabandi, Dóru f.
1981, en hennar maki
er Þorsteinn Friðriks-
son og þeirra barn er Ingunn
Marta, f. 2004; Áslaugu, f. 1989,
og Hildi, f. 1994. 4) Guðrún Bryn-
dís Guðmundsdóttir, barnageð-
læknir, f. 1963, maki Kristján
Matthíasson fiðluleikari. Guðrún á
tvö börn af fyrra hjónabandi, Sig-
rúnu, f. 1987, og Brynjólf Gauta, f.
1990, Jónsbörn.
Önnur kona Guðmundar var
Ellen M.O. Sigmond, jarðfræðing-
ur í Noregi, og eiga þau tvær dæt-
ur: 1) Anna Marie, myndlistar-
maður, f. 1974, maki Eivind
Slettemeås. Þeirra börn eru Lone,
f. 1998, og Sverre, f. 2004. 2) Sol-
veig Birgitta, nemi, f. 1975.
Guðmundur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1952 og doktorsprófi í berg-
fræði og jarðfræði frá Georg-Aug-
ust Universität í Göttingen í
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að
hitta ekki Guðmund E. Sigvaldason
aftur. Það virðist svo stutt síðan að
mér var mætt með skýrri og vina-
legri röddu, þéttingsföstu handa-
bandi (enda engar smákrumlur) og
kaffiboði. Aldrei aftur á ég eftir að
heyra söguna um fyrsta vínberið sem
Guðmundur smakkaði eða þegar
hann kramdi tarantúlu með Morgun-
blaðinu sem hann hafði verið nýbúinn
að fá í pósti til Níkaragva (örugglega
fyrsta og eina skiptið sem tarantúla
er kramin með Morgunblaði). Hann
sagði mér frá því þegar hann var í 6.
bekk í MR er hann og bekkjarfélagar
hans tóku þátt í ljóðaþýðingakeppni á
ljóðum Rainers Maria Rilke. Guð-
mundur var rígmontinn þegar hann
sagði að hann hafði borið sigur úr
býtum. Á Tunguveginum, þar sem
Halldóra ræður ríkjum, er hins vegar
allur svoleiðis hégómi bannaður. Þó
að heyrnin dvíni með árunum þá
heyrði hún þetta vel og Guðmundur
gripinn í landhelgi. Svo hlógum við öll
dátt að þessu.
Einn af bekkjarfélögunum sem
biðu þarna í lægri hlut hefur náð að
fanga tilfinningar mínar í orð, orð
sem hafa hjálpað við mikinn missi:
… hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Ég kveð hér með manninn sem
kom alltaf fram við mig sem jafn-
ingja. Ég kveð manninn sem ég
ræddi við um þjóðfélagsmál, sögu og
listir; þar sem að Guðmundur var
ótæmandi brunnur fróðleiks. Ég
kveð manninn sem að gat hlegið að
því þegar ég vitnaði í Woody Allen og
Peter Sellers, manninn sem lét öllum
líða vel í návist sinni. Ég kveð ekki
bara tengdaföður minn heldur kveð
ég félaga minn, vin minn. Vinum og
vandamönnum votta ég, fjölskylda
mín og vinir, hina dýpstu samúð.
Einn dagur, þrettán ár, sami mán-
uður.
Móðir mín tekur á móti þér.
Far nú vel, Guðmundur!
Björn Teitsson.
Fallinn er frá kær vinur og skóla-
bróðir Guðmundur E. Sigvaldason.
Það er sárt að sjá á bak góðum vini
sem alla tíð hefur verið manni kær.
Síðasta samverustund okkar var
ánægjuleg og varð ekki séð að neitt
amaði að. Hann var hress og kátur að
vanda og leit björtum augum til
næstu ára. Framundan voru rólegri
ár sem hann hlakkaði til að njóta.
Þess vegna kemur kallið óvænt og
virðist miskunnarlaust. Kynni okkar
hófust fyrst í Miðbæjarskólanum og
síðar í MR. Leiðir skildu á gagn-
fræðastigi, ég fór í Ágústarskóla en
hann í Ingimarsskóla, þar sem Ella
mín og hann voru bekkjarsystkini í
tvö ár. Öll þrjú útskrifuðumst við svo
sem stúdentar vorið 1952 úr MR. Það
voru góð ár sem við nutum í hópi
glaðværra félaga og vorum við Guð-
mundur bekkjarfélagar í Y-bekk í
þrjú ár. Sérstaklega á ég góðar minn-
ingar frá upplestri saman til stúd-
entsprófs, oftast á heimili hans við
Laugarnesveg, en þar bjó hann þá
með móður sinni, Birgittu. Samband
hans við móður sína var að mínu mati
einstakt og fékk hann að njóta henn-
ar nánast allt sitt líf en hún lést á síð-
asta ári 95 ára gömul. Guðmundur
hafði alltaf mikinn áhuga á náttúru-
fræði, svo það kom engum á óvart að
hann valdi sér jarðfræði námsbraut.
Hélt hann utan til Þýskalands og
lauk þaðan doktorsprófi árið 1959 í
Göttingen. Eftir frekara nám, m.a. í
Bandaríkjunum, kom hann heim og
varð fljótt einn litríkasti jarðvísinda-
maður landsins. Skrifaði fjölda
greina í vísindarit og bækur, gerði
sjónvarpsþætti, sem vöktu athygli og
voru sýndir víða um heim. Guðmund-
ur átti mjög gott með að setja fram
skoðanir sínar, talaði fallegt mál,
hafði góða kímni og var hagmæltur
vel. Var þess vegna oft til hans leitað
af okkur bekkjarsystkinum hans ef á
þurfti að halda.
Ég átti því láni að fagna sumarið
1955 að starfa með Guðmundi hjá
Landmælingum Íslands við þríhyrn-
ingamælingar landsins. Verkið var
unnið í samvinnu við dönsku land-
mælingastofnunina (Geodætisk
Institut) og Bandaríkjamenn (Army
Map Service). Þarna unnum við sam-
an sumarlangt sem aðstoðarmenn,
túlkar og bílstjórar danskra mæl-
ingamanna. Guðmundur var frábær
vinnufélagi, traustur og skemmtileg-
ur og komu þá líka í ljós mannkostir
hans við úrlausn ýmissa erfiðra verk-
efna. Þetta sumar verður mér lengi
minnisstætt fyrir margra hluta sakir
og svo sannarlega styrktist vinskap-
ur okkar nafna mikið þetta sumar.
Aldrei bar skugga á vináttu okkar og
mikill er söknuður okkar Ellu, en
minningin um góðan dreng mun
ávallt lifa. Við og fjölskylda okkar
vottum Dóru, börnunum, barnabörn-
unum, ættingjum þeirra og vinum
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
Guðmundar Ernis Sigvaldasonar.
Guðmundur Árnason.
Á einum fárra sólskinsdaga rign-
ingarsumarsins 1955 voru nokkrir
fjallafarar að slá upp tjöldum sínum
við túnfótinn hjá bænum Reykjahlíð í
Mývatnssveit. Um sama leyti komu
út úr rykmekki þjóðvegarins tveir
herbílar og stöðvuðust hjá tjaldbú-
um. En þarna voru ekki hermenn á
ferð heldur mælingamenn. Út úr öðr-
um bílnum snaraðist grannur og há-
vaxinn ungur maður. Undan miklum
brúnum brostu glettnislega stór og
gáfuleg augu þegar hann sneri sér til
fararstjóra hópsins og spurði hljóm-
mikilli röddu: Þið eruð að koma sunn-
an úr Lindum og genguð á Herðu-
breið er það ekki? Þegar honum var
svarað játandi hélt ungi maðurinn
áfram: Við erum hér til aðstoðar við
mælingar og eigum að koma mæl-
ingamanni og öllu hans hafurtaski
upp á fjallið á morgun. Okkur vantar
burðarmenn og ekki sakar að þeir
séu kunnugir leiðinni. Er einhver hér
sem vill koma með? Tveir tjaldbúar
gáfu sig fram en þegar til kom hafði
aðeins annar þeirra tök á að fara. Það
var ekki sá sem hér heldur á penna
þó síðar ætti hann eftir að fara fjöl-
margar ferðir um öræfi landsins í
fylgd hins glettna spyrjanda. Þannig
hófust kynni mín við einn þeirra
þriggja manna sem mest áhrif höfðu
á líf mitt eftir að ég óx úr grasi og nú
eru þeir allir gengnir á vit morgun-
roðans. Þetta var vinur minn og vel-
gjörðarmaður Guðmundur Ernir
Sigvaldasson.
Með þessum fáu línum vil ég þakka
honum samfylgdina og óska honum
góðrar heimkomu. Halldóru konu
hans og afkomendum öllum votta ég
og fjölskylda mín okkar dýpstu sam-
úð.
Halldór Ólafsson.
Kveðja frá samstarfsfólki
Við minnumst langra samvista við
Guðmund Sigvaldason með trega og
eftirsjá. Með honum fellur frá enn
einn brautryðjandi íslenskra jarðvís-
inda eftir heilladrjúgan starfsferil en
einnig vinur og félagi í dagsins önn.
Guðmundur kom heim frá námi ár-
ið 1961. Staðgóð þýsk menntun í
bergfræði og jarðefnafræði ásamt
reynslu af jarðhitarannsóknum í
Bandaríkjunum varð Guðmundi gott
veganesti eftir að hann hóf störf á at-
vinnudeild Háskólans. Hann átti þar
mikinn hlut að upphaflegri notkun
efnafræði í jarðhitarannsóknum hér-
lendis, bæði leirrannsóknum og efna-
fræði vatns. Eftir Öskjugosið 1961
virðist Guðmundur hafa hneigst æ
meir að eldfjallafræði og í Surtseyj-
argosinu 1963–67 vann hann rann-
sóknir á loftútstreymi frá bergkviku
sem enn í dag eru með því besta sem
gerist. Hann stundaði hagnýtar jarð-
hitarannsóknir á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Mið-Ameríku, í El Salva-
dor 1967–68 og í Níkaragva 1972–73.
Þaðan í frá tengdust flest verkefni
hans eldfjallarannsóknum. Hin nýja
heimsmynd jarðvísindanna, en svo
nefna menn gjarna flekakenninguna
og afleiður hennar, reisti á þessum
árum bylgju af áhuga á jarðfræði
hafsbotnsins og þá einnig á jarðfræði
Íslands. Enn í dag leita íslensk jarð-
vísindi svara við mörgum þeirra
spurninga sem þá voru bornar upp.
Þegar kennsla í jarðfræði hófst við
verkfræði- og raunvísindadeild Há-
skóla Íslands undir stjórn Sigurðar
Þórarinssonar mótuðu þeir skóla-
bræður Þorleifur Einarsson og Guð-
mundur það starf ásamt honum en
jarðfræðirannsóknir urðu á þessum
árum hluti af starfsemi Raunvísinda-
stofnunar til viðbótar við jarðeðlis-
fræðirannsóknir, sem þar hófust áð-
ur.
Stofnun norrænnar eldfjallastöðv-
ar 1974 markaði tímamót í ellfjalla-
rannsóknum hérlendis. Guðmundur
veitti stofnuninni forstöðu frá upp-
hafi til 1998 og gerði sér far um að
búa þar eins vel að rannsóknum og
frekast var unnt. Það er ekki ofmælt
að Guðmundur var mörgum kostum
búinn til slíkra starfa, greindur mað-
ur, vel lesinn, ritfær í besta lagi, vel
máli farinn og höfðinglegur í fasi en
þó einkar hlýlegur í viðmóti og fór
ekki í manngreinarálit. Hann var
framsækinn, fylgdist vel með, nýj-
ungagjarn en þó raunsær og tók mið
af aðstæðum. Það var fyrst og fremst
verk Guðmundar að Norræna eld-
fjallastöðin varð snemma alþjóðlega
þekkt, ekki síst vegna frumkvæðis
hans að stofnun alþjóðasambands
eldfjallastöðva (WOVO). Síðar, þegar
vísindasamfélagið þurfti æ meir að
sækja sér viðurværi í alþjóðlega
sjóði, kom vel í ljós hve auðvelt hon-
um reyndist að hrífa menn með sér í
þann slag, sem raunar stendur enn.
Við sem unnum undir hans stjórn
eða öllu heldur með honum, að okkur
fannst, munum lengi njóta góðs af
verkum hans. Hitt er ekki síður ljóst,
að vísindaleg umræða í okkar hópi
verður ekki söm og í þeim skilningi er
mikil eftirsjá að manni, sem stjórnaði
um 300 mannárum í rannsóknum. En
þrátt fyrir það er þó meiri eftirsjá að
manninum sjálfum og viðmóti hans,
hvort sem það snerti gamansemi eða
gagnrýni, því menn sem hafa miklar
tilfinningar en jafnframt bakið til að
bera þær gleymast seint. Guðmund-
ur átti því láni að fagna að sjá margt
af því sem hann átti frumkvæði að
verða að veruleika og naut þar hæfi-
leika sinna. Hitt er okkur þó ljóst, að
hamingju sína mældi hann fremur í
velferð sinna nánustu. Þeirra missir
er mestur og eiga þeir samúð okkar
allra og þá ósk okkar að þeim auðnist
að rækta það sem best var í fari hans.
Í dag kveður Jarðfræðafélag Ís-
lands dr. Guðmund E. Sigvaldason.
Guðmundur hóf afskipti af jarðfræði
að loknu stúdentsprófi 1952 og lauk
doktorsprófi frá Göttingen ’59. Að því
loknu starfaði Guðmundur í tvö ár við
Jarðfræðastofnun Bandaríkjanna.
Til Íslands kom Guðmundur árið ’61,
þar sem hann starfaði upp frá því. Á
árunum ’61 til ’72 starfaði hann við
Atvinnudeild Háskólans, síðar Raun-
vísindastofnun. Guðmundur varð for-
stöðumaður Norrænu eldfjallastöðv-
arinnar við stofnun hennar ’73 og
sinnti því starfi þar til hann lét af
störfum ’98. Guðmundur var alla tíð
virkur í vísindamálum Íslendinga.
Hann starfaði í fjölda nefnda á veg-
um Almannavarna, RANNÍS, SÞ,
NATO, IAVCEI, WOVO, IUGS,
IUGG og vísindaráðs ESB. Guð-
mundur var ötull við að kynna jarð-
fræðarannsóknir hér heima og er-
lendis. Hann gerði þáttaröðina „Hin
rámu regin djúp“ er fjallaði um rann-
sóknir og náttúruhamfarir. Auk þess
skrifaði hann fjölda greina um jarð-
fræðileg efni í tímarit og blöð. Á með-
al eldfjallafræðinga var Guðmundur
heimsþekktur, enda komið að mörg-
um eldfjöllum og vá í tengslum við
þau. Þannig var hann í hópi jarðfræð-
inga sem ávallt voru kallaðir til er
álitamál komu upp vegna hættu-
ástands. Fyrir frönsk stjórnvöld
starfaði hann á 8. áratugnum vegna
óróa í eldfjallinu St. Vincent á Mart-
inique-eyju og fyrir kólumbísk
stjórnvöld á 9. áratugnum vegna eld-
gosa í eldfjallinu Nevado del Ruiz.
Guðmundur var afkastamikill í fé-
lagsmálum og einn af stofnfélögum
JFÍ og formaður félagsins um árabil.
Guðmundur var ætíð boðinn og búinn
til að leggja vísindalegum verkefnum
lið og í ófáum tilvikum skipti það
sköpum að Guðmundur talaði fyrir
máli stórra innlendra verkefna er-
lendis, þar sem ekki var á færi Ís-
lendinga að fjármagna þau. Jarðvís-
indasamfélagið á Íslandi sér nú á
eftir einum af sínum ötulustu fé-
lagsmönnum. Guðmundur E. Sig-
valdason, félagar JFÍ þakka þér
þann heiður sem þú hefur veitt okkur
með samfylgd þinni. Eftirlifandi að-
standendum færum við hugheilar
samúðarkveðjur á þessum erfiðu tím-
um.
Félagar í Jarðfræðafélagi
Íslands og félagar í IAVCEI.
Guðmundur Sigvaldason var mað-
ur mikilla sanda og mikilla sæva.
Hár, grannur og herðibreiður og
allra manna svipmestur svo sópaði að
honum. Þegar við kynntumst kring-
um 1963 sagði Jónas afi minn, sem
hafði verið áhrifamikill í stjórnmálum
um það bil sem Guðmundur fæddist:
„Ef ég væri pólitískur karl mundi ég
reyna að veiða Guðmund.“ Um annan
mann var sagt að hann hefði sómt sér
jafnt sem hershöfðingi, kóngur eða
biskup, og sama á sennilega við um
Guðmund, en auk þess að vera hinn
ágætasti vísindamaður hafði Guð-
mundur „póetíska æð“ sem hann
hefði getað þroskað ef örlögin hefðu
hagað því svo, orðið rithöfundur eða
skáld.
En hann kaus aðra leið, lærði jarð-
efnafræði í Göttingen þar sem
Goldschmidt, faðir þeirrar fræði-
greinar, hafði gert garðinn frægan
20–30 árum áður. Þegar hann kom
heim eftir framhaldsnám og -störf að
jarðhitafræðum í Bandaríkjunum var
hann langmenntaðastur Íslendinga í
berg- og jarðefnafræði, að ekki sé tal-
að um jarðhitafræðin. Við heimkom-
una tók Askja á móti honum með eld-
gosinu 1961, og þeirri eldstöð átti
hann eftir að helga mikinn hluta
rannsóknastarfa sinna allt til hinsta
dags – hann var með mikla grein í
smíðum um Sveinagjárgosið 1873
þegar hann féll frá, löngu fyrir aldur
fram og stálsleginn að því er flestum
virtist.
Þegar Norræna eldfjallastöðin var
stofnuð þótti Guðmundur nánast
sjálfkjörinn sem forstöðumaður
hennar og jafnvel þótt reglur um
samnorrænar stofnanir segðu annað
var hann endurskipaður mörgum
sinnum í stöðuna. Nú, 30 árum síðar,
er sú stofnun ekki til lengur en segja
má að gamall draumur Guðmundar
hafi ræst þegar öll jarðvísindi við Há-
skóla Íslands sameinuðust í einni
stofnun 1. júlí sl.
Samstarf okkar Guðmundar hófst í
Surtseyjargosinu 1963. Þá fóru í
hönd spennandi tímar í jarðvísindum
með þeirri byltingu sem „nýja jarð-
fræðin“ olli og endurskoða þurfti
flesta hluti. Guðmundur átti drjúgan
þátt í þeirri endurskoðun að því er
bergfræðina varðaði og hafði forystu
um ýmis rannsóknaverkefni á því
sviði. Ég hef jafnan litið á hann sem
„mentor“ minn og mun lengi sakna
hans sem vinar og samstarfsmanns.
Ástvinum hans sendum við Helga
innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Steinþórsson.
GUÐMUNDUR
SIGVALDASON
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Sigvaldason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Freysteinn Sig-
mundsson; Ármann Höskuldsson;
Guðríður o.fl.; Stefán Arnórsson;
Ólafur Flóvenz og Sven-Âke Elm-
ing; Hörður Halldórsson.