Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María Helgadótt-ir fæddist á Ísa- firði hinn 5 septem- ber 1908. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, hinn 14. desember síðastlið- inn á 97. aldursári. Foreldrar hennar voru Lára Tómas- dóttir, f. í Reykjavík 26. nóvember 1888, d. 29. júní 1980, og Helgi Ketilsson, vél- stjóri og íshússtjóri, f. á Ísafirði 30. nóv- ember 1885, d. 8 september 1968. Þau byggðu og bjuggu í Odda á Ísafirði. Odda- systkinin voru sjö: Magnús Þor- steinn vélstjóri, f. 27.10. 1907, d. 6.5. 1963 María, húsmóðir og við verslunarstörf, sem hér er kvödd, Helgi, f. 9.11. 1910, d. 27.12. 1910, Helgi Einar Haukur, hagfræðing- ur, f. 29.11. 1911, d. 12.4. 1998, Högni, skrifstofumaður, f. 26.9. 1916, d. 14.4. 1990, Lára, Loft- skeytamaður, f. 3.1. 1924, d.17.8. 1979, og Helga Guðrún píanó- kennari, f. 26.8. 1926. María lærði ung að spila á píanó og spilaði á kaffihúsum og undir þöglu kvikmyndunum, ásamt að afgreiða í bakaríi. María giftist 18. september 1928 Guðmundi Ástráðs- syni, loftskeyta- manni á Ísafirði, f. 16. apríl 1904 í Reykjavík, d. 6. jan- úar 1995. Hann var sonur hjónanna Ást- ráðs Hannessonar frá Englandi í Borg- arfirði og Ingibjarg- ar Sigríðar Einars- dóttur frá Arnar- holti í Reykjavík. María og Guðmund- ur fluttu frá Ísafirði til Reykjavík- ur í september 1942. Þau áttu þrjú börn. Þau eru: 1) Anna Guð- mundsdóttir, f. 30.12. 1929, gift Helga Helgasyni, f. 7.1. 1926, d. 12.3. 1994. 2) Inga Ástráðs Guð- mundsdóttir, lyfjafræðingur, f. 19.3. 1935. 3) Þorsteinn Bjarni Ástráðs Guðmundsson búfræðing- ur, f. 12.11. 1945, kvæntur Þrúði Jónsdóttur, f. 9.10. 1947. Barna- börnin eru sjö, barnabarnabörnin níu og barnabarnabarnabarnið er eitt. Útför Maríu verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskuleg móðir mín er farin. Eng- ar fleiri ferðir upp í Seljahlíð að spjalla við hana. Hún var alltaf á undan mér að lesa dagblöðin og reif úr þeim þær grein- ar sem hún vildi að við læsum. Þetta var ótrúlegt, hún var 96 ára, komin í rafknúin hjólastól heyrnin orðin mjög slæm og hjartað hafði stækkað mikið. Þess vegna frestuðum við í lengstu lög að hugsa um aðskilnað. Svo gerðist allt svo hratt, fyrst blóðtappi, sem var fjarlægður úr handlegg, og síðar annar í melting- arvegi. Mótstaðan var lítil og bar- áttan stutt. Hún talaði ekki um dauð- ann en óskaði sér að fá að sofna rólega útaf. Mamma var lánsöm kona. Hún átti harðduglega móður, og list- elskan föður, vel sjálfmenntaðan í tónlist og tungumálum. Systkinin voru samhent og brá vart skugga á samskipti þeirra og fjölskyldna þeirra. Hún eignaðist traustan, góð- an og greindan eiginmann, og allir þeirra afkomendur eru á lífi og eng- inn til vandræða. Það mundu margir þakka fyrir. Mamma var gædd góðri kímnigáfu, sem ég kunni ekki að meta fyllilega sem krakki, þar sem mér fannst sögur hennar af fljót- færni sinni vandræðalegar og skildi bara ekki, hvað hún skemmti fólki og var vinsæl. Ég bar mig upp við Láru frænku og hún var fljót að gefa mér lexíu þarna fyrir 60 árum. „Taktu eftir því, góða mín, að hún mamma þín er stórskemmtileg kona, og aldrei er hún fyndin á annarra kostnað. Það er náðargáfa.“ Við skyndileg veikindi pabba, hann fékk heilablóðfall nóttina eftir 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra 18. sept. 1988, þurfti mamma að vera átta ár ein í Ljósheimunum, en pabbi dó 6. janúar 1995 á Hrafnistu. Þá voru fæturnir á mömmu mjög farnir að gefa sig vegna slitgigtar, en að vanda hjálpaði glaðlyndi og píanó- ið henni þessi erfiðu ár án pabba. Ár- ið 1996 komst hún að í Seljahlíð og þar leið henni mjög vel. Þrátt fyrir neikvæða umræðu í Þjóðfélaginu um aðstöðu og niðurlægingu aldraðra, þá hlýtur mamma að hafa verið mjög heppin. Hún var alltaf ánægð þar, og við systkinin þökkum að heilum hug öllu starfsfólki þar. Við systur ólumst upp í Odda á Ísafirði til 1942. Þar bjuggu afi og amma í öðrum enda húsins en við í hinum. Stríðið geisaði, pabbi og afi nældu títuprjónum í landakortið þegar vígstaðan breyttist, og lífið var að hluta til pólitík. Með árunum breyttust hugsjónir stórfjölskyld- unnar ekki mikið, að vísu voru áföllin á tímabili stór og þegar afi lá bana- leguna haustið 1968 var ekki haft hátt um þessa hluti. Mamma vildi alltaf vera flokks- bundin, en svo fór þó að 1998 sagði hún sig úr Alþýðubandalaginu og hélt sér til dauðadags lengst til vinstri eins og hún sagði. Nú á síðustu árum, þegar heil- brigðis- og menntamál lúta í lægra haldi hjá fjárveitingavaldinu í okkar ríka og hamingjusama þjóðfélagi fyrir sendiherrum og húsum þeirra, þá get ég ekki annað en dáðst að lækni, sem fær 96 ára gamla konu inn á vinnustað sinn. Þar á hann ásamt öðru starfsfólki að spara fyrir a.m.k. einu sendiráði á ári. Hvað ger- ir hann ? Er ekki best að lina þján- ingar þeirrar gömlu og hvernig? Jú, hann hikar ekki, og trúr sinni hugsjón og eið fjarlægir hann blóðtappann með aðgerð. Við þökk- um honum innilega fyrir þann tíma sem hann gaf okkur í viðbót með mömmu. Að lokum, elsku mamma, þér fannst þú finna fyrir nærveru pabba allt síðasta ár, hann svæfi í sófanum í herberginu þínu, en brosandi sagði matmóðirin María, að hann fengi ekkert að borða hjá sér. Hvort þau pabbi hittast nú veit ég ekki, en jarðneskar leifar hennar koma til hans fljótlega. Mamma vildi örugglega segja núna: Þökk sé þessu lífi, þökk sé samhentri og góðri fjöl- skyldu. Með þakklæti og virðingu. Þín Inga. Að setjast niður og velja úr öllum þeim myndbrotum sem þjóta um hugann um ömmu mína og setja saman í minningargrein, er erfitt. Það er af svo mörgu að taka og kalla flest myndbrotin fram bros og ánægjutilfinningu. Amma sem við systkinin kölluðum „ömmu Helgó“ var fædd í Odda á Ísafirði. Hún var næstelst sinna systkina. Amma var sérstaklega skemmtileg kona og hörkudugleg. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Amma var gamansöm en aldrei á annarra kostnað, einung- is sinn eigin. Hún var fljótfær og gerði sjálf oft grín að því. Amma var mikil hannyrðakona. Klaustur- og harðangurssaumur voru hennar uppáhald. Hún fór í Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði árið 1928. Tvær góðar vinkonur átti amma frá barnæsku þar til þær létust í hárri elli, þær Ellu, sem giftist til Englands, og Sossu, sem bjó í göngufæri frá ömmu í Vesturbæn- um. Ung lærði amma að spila á píanó. Oft spilaði hún á kaffihúsum og öðr- um skemmtunum á Ísafirði. Einnig vann hún í Gamla bakaríinu þar sem afi sá hana fyrst 1925, þá nýbúinn að ráða sig vestur sem loftskeytamann á togarann Hávarð frá Ísafirði. Eftir það lágu spor þeirra óslitið saman þar til afi lést í ársbyrjun1995. Afi og amma voru mjög ólík, hann rólegur og kíminn en hún fljótfær og stund- um frek. Afi hafði oft gaman af fljót- færni ömmu. Þau hófu búskap í Odda þar sem þau eignuðust dætur sínar tvær. Árið 1942 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu fyrst á Smiðjustíg 13 þar sem þeim fæddist eini sonurinn. Oft var mjög gest- kvæmt á Smiðjustígnum enda mið- svæðis og því góður áningarstaður fyrir gesti. Ef amma átti erindi út úr húsi, setti hún tímanlega upp hatt svo gestir gætu séð að hún var á för- um fljótlega. Amma og afi voru oft á tíðum með matargesti enda amma frábær kokkur. Árið 1955 fluttu þau á Dunhaga 15 þar sem þau bjuggu þar til amma gat ekki lengur gengið stigann upp á þriðju hæð. Þá fluttu þau í lyftublokk í Ljósheimunum. Afi vann lengst af hjá Veðurstofu Íslands og las hann oft veðurfregnir seint á kvöldin í útvarpið. Stundum fengum við eldri systkinin að vaka eftir því. Afi og amma áttu stóra lóð og sumarbústað í Lækjarbotnum sem þau byggðu 1943. Oft fórum við systkinin með þeim þangað dag- stund. Afi undi sér þar vel enda bú- inn að rækta þar þennan líka fallega garð upp úr hrjóstrugum jarðvegin- um. Þegar við vorum börn komu afi, amma og Inga frænka oft í heimsókn á sunnudögum. Amma hafði með- ferðis í ljósgrænum dunk kringlur og vínarbrauð sem hún hafði bakað. Vínarbrauðin eru þau bestu vínar- brauð sem ég hef á ævi minni smakkað. Amma fór í Seljahlíð nokkru eftir að afi dó og leið henni þar vel. Amma var afskaplega vel liðin í Seljahlíð. Þar var hún vel þekkt fyrir gleði sína og kátínu. Hún var hreinskilin, stundum einum of. Veit ég að þar er hennar sárt saknað. Amma var oft fengin til að spila á píanó í Seljahlíð þegar eitthvað stóð til, bæði fyrir vistmenn og gesti. Hún tók þátt í félagslífinu þar og hafði gaman af. Eftir að hún kom í Seljahlíð hélt hún áfram að sauma út og bættust við perlusaumur og leirgerð. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af mikilli alúð og vandvirkni. Ef hún var ekki ánægð með þá hluti sem hún hafði gert eyðilagði hún þá eða rakti upp. Amma hafði mikla ánægju af að gefa handavinnu sína. Til dæmis var hennar leirstytta valin sem gjöf handa biskupi Íslands þeg- ar hann kom þangað í heimsókn í fyrra.. Það er ótrúlegt hvað hún gerði fallega hluti komin á tíræðis- aldur. Amma var ern fram á síðustu stund. Daginn áður en hún dó kvaddi hún með orðunum „farðu varlega, Maja mín“ því úti var hálka. Börn ömmu voru henni góð. Að öðrum ólöstuðum þá var Inga henni sérstaklega góð. Hún hafði alltaf tíma fyrir ömmu. Hún lagði á henni hárið, baðaði hana oft og hjálpaði henni á alla lund. Inga heimsótti ömmu nánast dag hvern. Þegar amma dó var maður í raun ekki tilbúin að missa hana. Amma var svo tímalaus einstaklingur. Hún varð aldrei gömul þótt árin segðu annað. Hún hafði stálminni enda ótrúleg kona að öllu leyti. Amma var afar ungleg og falleg eldri kona. Við sem áttum þessa ömmu meg- um vera þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi, erna eins og hún var. María Helgadóttir. Það eru margir þreyttir síðustu dagana fyrir jól, þegar þeir keppast við að hafa allt tilbúið áður en hátíðin gengur í garð. Amma María var líka orðin þreytt og hafði henni hrakað mikið á árinu og stundum óskaði hún þess að fá eilífan frið. Þann frið fékk hún að morgni 14. desember sl. eftir skamma sjúkdómslegu á dvalar- heimilinu Seljahlíð, á nítugasta og sjöunda aldursári. Hún var fædd 5. september 1908 á Ísafirði og var næstelst í sjö barna hópi þeirra heiðurshjóna Helga Ket- ilssonar og Láru Tómasdóttur sem lengst af bjuggu í Odda á Ísafirði. Amma bjó á Ísafirði til ársins 1942 þegar hún flutti með eiginmanni sín- um Guðmundi Ástráðssyni loft- skeytamanni til Reykjavíkur. Það hafa sjálfsagt verið þung spor að yf- irgefa heimahagana enda var það ekki vilji þeirra heldur aðstæður kreppunnar sem áttu mestan þátt í þeirri erfiðu ákvörðun. Í Reykjavík bjuggu þau síðan út sitt ævikvöld. Afi lést á nítugasta og fyrsta aldursári á Hrafnistu snemma árs 1995. Fyrst bjuggu þau við Smiðjustíg og síðar lengst af við Dunhaga. Þau voru síðan saman stuttan tíma í Ljósheimum en eftir skamma veru þar var afi lagður inn á Hrafnistu en amma bjó áfram í Ljósheimunum til ársins 1996 þegar hún flutti á dval- arheimilið í Seljahlíð. Í huga mínum voru þau amma og afi alltaf tilbúin að hlusta á okkur börnin og unglingana og vildu lið- sinna okkur eins og kostur var. Þau voru mjög ólík að eðlisfari, amma op- in og hispurslaus og jafnvel fljótfær, en afi rólegur og frekar til baka. Samt hafði hann alltaf lúmskt gaman af uppátækjum hennar og ræddi oft um þau. Hjónaband þeirra var ham- inguríkt alla tíð. Þau eignuðust þrjú börn, Önnu, f. 1929, Ingu, f. 1935, og Þorstein, f. 1945. Ömmubörnin eru orðin 16 og það yngsta eins árs langalangömmubarn. Það er margs að minnast í fari ömmu. Það sem stendur hvað hæst er dugnaðurinn, hvort sem hún stóð í eldhúsinu, vann að hannyrðum eða spilaði á píanóið. Meðan hún hafði fulla starfsorku þá var það hennar mesta yndi að fá gesti og sjá vel um þá í mat. Betri mat eða kökur fékk maður ekki enda varði hún löngum stundum í eldhúsinu við matartil- búning og bakstur. Tónlist lá opin fyrir henni og spil- aði hún frá barnsaldri á píanó og hafði atvinnu af því á yngri árum. Hún spilaði allt fram yfir nírætt og var stundum fengin til að taka í píanóið í Seljahlíð. Hannyrðir áttu og hug hennar og gerði hún marga klukkustrengi, dúka og teppi sem prýða heimili af- komenda og vina. Seinustu árin vann hún mikið með leir og gaf ávallt verk sín og fannst oft hlutur eftir hana í jólapökkunum. Vandvirkni og þraut- seigja einkenndu verk hennar. Seinustu árin fór amma milli staða í vélknúnum hjólastól enda gáfu fæt- urnir sig smám saman. Þar var kappið fullmikið á köflum og kom það stundum niður á húsgögnum í herbergi hennar sem létu á sjá eftir ákeyrslur. Eftir að amma flutti í Seljahlíð fækkaði heimsóknum mínum til hennar og er það dapurlegt enda var alltaf gaman að heimsækja hana. Hún var stálminnug fram til síðasta dags og hafði frá mörgu fróðlegu að segja frá fyrri tíma um fjölskylduna, vinina og ástandið í heiminum. Hún var alla tíð pólitísk og stóð föst á sínu án þess þó að efna til ófriðar. Hún lét sig miklu skipta málefni nútímans og fylgdist vel með fréttum. Verst var hvað hún tók áhyggjur og veikindi fjölskyldunnar inn á sig. Þannig fann maður ekki til aldurs- munar þegar maður ræddi við hana en kannski frekar til minnimáttar- kenndar yfir þekkingu hennar. Amma var frekar jákvæð mann- eskja og sagði skemmtilega frá. Aldrei man ég eftir því að hún gerði viljandi gys að öðrum og yfirleitt var hún sjálf í aðalhlutverki þegar hún sagði hrakfallasögur. Hún talaði ávallt vel um starfsfólkið í Seljahlíð og var því þakklát fyrir þá hjálp og hlýju sem það sýndi henni. Þessu fólki ber að þakka sérstaklega fyrir alla hjálpina og óska því velfarnaðar í framtíðinni. Nú þegar amma kveður og flytur sig yfir á rólegri stað sem við eigum öll eftir að finna um síðir vil ég þakka henni fyrir þá hlýju sem hún sýndi mér alla tíð, hvort sem var á barns- árunum á Smiðjustígnum, þegar ég bjó hjá henni á Dunahaga eða á síð- ari tímum þegar ég flutti burt frá höfuðborginni. Ég mun minnast þessara stunda sem ljóss í hjarta og vona að þær megi skila mér áfram í lífinu sem betri manni. Hvíldu í friði, amma mín. Helgi. Hún amma Helgó er farin til himna. Amma mín sem varð aldrei gömul þó aldurinn segði annað. Hún var tilbúin að fara en horfði þó alltaf til framtíðar. Hún var að hugsa um hvort hún ætti að fá sér nýjan kjól fyrir þessi jól eða þegar hún skoðaði fasteignaauglýsingar sagðist hún stundum láta sig dreyma; ,,þessi íbúð væri fín fyrir mig“. Hún vildi vera fín og hafði gaman af að láta taka myndir af sér, algjör príma- donna. Amma Helgó kom sér vel alls staðar, hún var skemmtileg og sá glaðværðina í öllu. Gaman var að heimsækja hana í Seljahlíð þar sem hún dvaldi síðustu ár. Amma átti og spilaði á píanó við ýmis tækifæri, t.d. við skírnir barnabarnabarna og einnig fékk heimilisfólkið í Seljahlíð að njóta þess á góðum stundum fyrstu árin hennar þar. Amma var mikið fyrir handa- vinnu, og var mjög vandvirk. Það eru ófáar perludúkkur, harðangurspúð- ar eða leirmunir frá henni sem prýða heimili ættingja og vina í dag. Síð- ustu árin var hún komin í rafknúinn hjólastól sem hjálpaði henni að bjarga sér því ekki vildi hún ónáða starfsfólkið að óþörfu. Á stólnum komst hún ferða sinna og blússaði út að njóta ferska loftsins, ekki síst þegar sólar naut og þá varð hún fal- lega brún. Amma hafði mikinn áhuga á að vita hvað ég hefði séð á ferðalögum mínum hérlendis sem erlendis og sagði svo eftir að hafa hlustað: ,,Ég á eftir að sjá þetta allt, ég flýg þegar ég er farin yfir.“ Ég naut líka þess fróðleiks sem hún bjó yfir. Af árum hennar á Ísafirði og heimili í Odda sem hún bar ætíð sterkar taugar til. Amma og afi Guð- mundur, sem lést fyrir tæpum tíu ár- um, kynntust á Ísafirði þar sem afi var loftskeytamaður. Á Ísafirði bjuggu þau sín fyrstu búskaparár en fluttu til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Vesturbænum þar sem þau kunnu mjög vel við sig. Þau munu nú sameinast aftur á ný í Vest- urbænum, í Hólavallakirkjugarði. Á kveðjustund vil ég þakka þér amma mín fyrir allt það sem þú hef- ur gefið mér og fjölskyldu minni í gegnum árum. Að lokum geri ég orð þín að mín- um: Guð geymi þig. Inga Lára. MARÍA HELGADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Maríu Helgadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Helga G. Helgadóttir, Kolbrún Klara, Helgi Steingrimsson og Friðrik G. Gunn- arsson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónustaPantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.