Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Lögfræðingur Ríkisskattstjóri óskar eftir að ráða lögfræðinga til starfa á réttarsviði embættisins. Verkefnin felast aðallega í túlkun og beitingu réttarreglna við upplýsingagjöf og skriflega úrlausn mála. Störfin krefjast lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og sjálfstæðis til verka. Umsækjendur skulu hafa lokið embætt- isprófi í lögfræði. Laun taka mið af kjarasamn- ingi ríksins og viðkomandi stéttarfélags og taka mið af menntun, reynslu og þeim verkefnum sem í starfinu felast. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til ríkisskattstjóra, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík, merktar starfsmanna- stjóra, eigi síðar en 4. janúar 2005. Einnig er tekið á móti umsóknum á tölvupóstf- ang umsóknir@rsk.is. Auglýsinguna er einnig að finna á á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un hefur verið tekin um ráðningu. Nánari upplýsingar veita Sigurjón Högnason, forstöðumaður réttarsviðs, og Ari Ísberg, starfsmannastjóri, í síma 563 1100. Ríkisskattstjóri, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Kennsla Fjarkennsla — innritun Vorönn 2005 Fjarkennsla VMA býður nám með tölvusam- skiptum til meðal annars stúdentsprófs og meistarastigs. Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Innritun lýkur 7. janúar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans. Vefslóð: http://www.vma.is/fjarkennsla . Kennslustjóri fjarkennslu. Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11, Búðardal, fimmtudaginn 30. desember 2004 kl. 14.00 á eftir- farandi eign: Skáley, Dalabyggð, jarðarnr. 137784, 25% ehl. gerðarþola, þinglýstur eigandi Magnús Guðlaugsson, gerðarbeiðandi De jagere & Tanghe b.v.b.a. Belgíu Sýslumaðurinn í Búðardal, 20. desember 2004. Anna Birna Þráinsdóttir. Byggingavörur/brunastigi til sölu Neyðarstigi með góðum palli og handriðum fyrir aðra hæð og svalahandrið sömu gerðar til sölu. Er allt sandblásið og málað. Upplýsingar í síma 820 5680. Tilboð/Útboð Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Kaffistofa Hafnarborgar, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðarbæjar Óskað er eftir aðila til að taka að sér rekstur Kaffi- stofu Hafnarborgar á Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Kaffistofan er fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við gesti listasafnsins en er einnig öllum opin á opnunar- tíma safnsins sem er frá kl. 11-17 alla daga vikunn- ar. Auk þess er Kaffistofan opin gestum safnsins á kvöldin í tengslum við tónleika, fundi, ráðstefnur eða aðra viðburði. Vinnuaðstaðan býður aðeins upp á framreiðslu á kaffiveitingum og léttum hádegisverði. Þeim, er áhuga hafa, er boðið að skoða aðstöðuna þriðjudaginn 28. desember kl. 10-12. Frekari gögn varðandi verkefnið munu þá liggja frammi. Innkaupastjóri Hafnarfjarðarbæjar Tilkynningar Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Lokað verður vegna jólaleyfa frá og með 23. desember til ármóta. Gleðileg jól! Iðntæknistofnun, Keldnaholti, 112 Reykjavík, sími 570 7100. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18512218  Jv. UNDIRRITAÐUR hefur verið sam- starfssamningur milli Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins og sí- menntunarmiðstöðva innan Kvasis, samtaka fræðslu- og símenntunar- miðstöðva á landsbyggðinni. Miðstöðvarnar eru: Farskólinn – miðstöð símenntunar Norðurlandi vestra, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræþing - Fræðslumiðstöð Þing- eyinga, Fræðslunet Austurlands, Fræðslunet Suðurlands, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Sí- menntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Sí- menntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símennt- unarmiðstöð Vestmannaeyja. Meginmarkmiðið með samstarf- inu er að stuðla að því að fólk á vinnumarkaði með litla grunn- menntun, fólk sem horfið hefur frá námi án þess að ljúka prófi frá fram- haldsskóla, innflytjendur og aðrir sambærilegir hópar fái betri tæki- færi til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Fræðslumiðstöðin mun bjóða sí- menntunarmiðstöðvunum upp á námskeið um kennslufræði fullorð- inna. Einnig verður aðgangur að fjarfundarbúnaði í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar. Símennt- unarmiðstöðvarnar samþykkja að vinna eftir almennum samningsskil- málum Fræðslumiðstöðvarinnar. Undirrita samn- ing um fræðslu fyrir almenning GUÐMUNDUR Ingi Hauksson, úti- bússtjóri Aðalbanka Landsbankans, og Birna Björnsdóttir, forstöðumað- ur afgreiðslu, afhentu nýlega Ás- laugu Björgu Viggósdóttur, for- manni Hringsins, 250 þúsund kr. styrk. Fjárhæðin jafngildir þeim kostnaði sem Aðalbankinn hefur ár- lega haft af því að senda viðskipta- vinum sínum jólakveðju. Með þessu vill bankinn styrkja starf Hringsins sem hefur einbeitt sér að umönnun sjúkra barna á Ís- landi, segir í fréttatilkynningu. Aðalbanki Landsbank- ans styrkir Hringinn GUTENBERG hf. hefur gefið Krabba- meinsfélagi Íslands spilið Púkk til að selja til ágóða fyrir starfsemi samtak- anna. Púkkinu fylgir sérhannaður spila- stokkur, Sögustokk- urinn, sem fyrirtækið lét gera í tilefni af aldarafmæli þess í ár. Gutenberg sendir um 500 viðskiptavinum sínum Púkkið og söguspilið en gefur jafnframt Krabba- meinsfélaginu birgð- ir og er spilið selt á 1.000 krónur sem renna óskiptar til félagsins. Yngvi Ómar Sighvatsson, ráðgjafi hjá Gutenberg, tjáði Morgunblaðinu að Púkk væri ævagamalt spil sem líklega hefði borist hingað með dönskum kaupmönnum og verið vin- sælt hérlendis. Hann sagði Gísla Ragnar Gíslason, ráðgjafa hjá Gut- enberg, hafa átt frumkvæði að því að endurvekja Púkk og haft umsjón með framleiðslu þess. Púkk reynir á snerpu og útsjónarsemi spilara og hæfir fólki á öllum aldri. Yngvi Ómar átti hins vegar hug- myndina að Sögustokknum. Sagði hann að þar væru rifjaðir upp með myndum á spilunum viðburðir og tímamót áranna 1904 til 2004, eða allan starfstíma Gutenbergs. Benti hann á að fyrirtækið hefði m.a. ann- ast prentverk fyrir fyrsta íslenska ráðherrann, Hannes Hafstein. Eins og fyrr segir gefur Guten- berg Krabbameinsfélagi Íslands spilin til að selja fyrir starfsemi sína. Eru þau fáanleg bæði hjá Krabba- meinsfélaginu við Skógarhlíð í Reykjavík og hjá Gutenberg í Síðu- múla 16. Spilið kostar þúsund krón- ur. Gutenberg gefur Krabba- meinsfélaginu Púkk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.