Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MICHEAL Connelly hefur verið ötull við spennusagnaskrif síðustu árin, en fyrsta skáldsaga hans, The Black Echo sem út kom árið 1992, skilaði honum Edgar-verðlaun- unum fyrir bestu fyrstu spennu- sagnabók höfundar það árið. Síðan þá hefur hann skrifað ótal spennu- sögur, m.a. fimm bækur þar sem rannsóknarlögreglumaðurinn Hieronymus (Harry) Bosch er í að- alhlutverki, auk þess sem margir kannast vafalítið við myndina Blood Work með Clint Eastwood sem byggð er á samnefndri bók Connellys. Í Skáldinu, sem út kom árið 1996, er það hins vegar blaða- maðurinn Jack McEvoy sem er í aðalhlutverki. Jack vinnur, líkt og Connelly gerði sjálfur til margra ára, við að skrifa um sakamál fyrir dagblað. Hann er því vanur að fást við dauðann þótt hann passi sig ávallt á því að halda honum í hæfi- legri fjarlægð frá sér. Þegar tví- burabróðir hans, Sean, er starfar sem rannsóknarlögreglumaður, finnst látinn í bíl sínum þarf Jack hins vegar að fást við dauðann í miklu meira návígi en áður. Á yfirborðinu lítur út fyrir að bróðirinn hafi framið sjálfsmorð í örvæntingu yfir getuleysi sínu við að leysa einstaklega hrottalegt morðmál. Jack sættir sig hins veg- ar ekki við þá útskýringu og einset- ur sér að rann- saka dauða bróður síns í því skyni að skrifa um málið. Í eft- irgrennslan sinni kemst hann á snoðir um fleiri dularfulla dauðs- daga lögreglu- manna víðs veg- ar um landið sem flokkaðir hafa verið sem sjálfsmorð. Því meira sem Jack rannsakar málið því sannfærðari verður hann um að bróðirinn hafi verið drepinn af rað- morðingja sem nefnir sig Skáldið. Fljótlega dregst Jack síðan inn í stórfellda rannsókn og eftirför FBI á barnaníðingi sem mögulega er sjálft Skáldið. Connelly tekst hér að skapa ein- staklega spennandi og um leið hraða atburðarás sem kemur les- andanum sífellt á óvart. Textinn hefur á köflum yfirbragð kvik- myndahandrits þar sem skiptast á samtöl og mjög grafískar lýsingar sem gerir það að verkum að les- andinn sér atburðina ljóslifandi fyrir sér. Á stundum koma kaflar í bókinni er virðast ætla að verða nokkuð fyrirsjáanlegir, en þá bregst ekki að höfundur kemur með nýtt útspil sem kemur lesand- anum algjörlega í opna skjöldu þannig að hann veit hreinlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Flest- ar persónurnar eru vel úr hendi gerðar þótt nokkrar þeirra komi ansi kunnuglega fyrir sjónir, en þó verður að viðurkennast að ekki hefði sakað að fá gleggri mynd af barnaníðingnum Gladden og lýs- ingar á samskiptum hans við lyk- ilpersónur bókarinnar, því það hefði getað varpað skýrara ljósi á þróunina hjá honum. Eins og fyrr var getið starfaði Connelly sjálfur sem blaðamaður á árum áður og eru lýsingar hans á þeim atriðum sem snúa að blaða- mennskunni trúverðugar. Afar skemmtilegt er einnig hvernig Connelly leikur sér að því að vísa í bókmenntasöguna, því Skáldið vitnar sífellt til verka Edgars All- ans Poes og er það afar viðeigandi, enda Poe talinn upphafsmaður sakamálasögunnar með smásögum sínum The Murder in the Rue Morgue og The Purloined Letter. Poe er einnig meistari hrollvekj- unnar og það verður að viðurkenn- ast að líkt og gildir um margar sög- ur Poes er Skáldið alls ekki lesning fyrir viðkvæmar sálir, því hún er á köflum ansi hreint hrottafengin og jafnvel viðbjóðsleg í lýsingum sín- um á annars vegar illa útleiknum líkum fórnarlamba og hins vegar hugarórum barnaníðingsins. Þess má svo að lokum geta að fyrr á árinu kom út framhaldið á Skáldinu er nefnist The Narrows, þar sem kunnuglegar persónur úr Skáldinu taka saman höndum með fyrrnefndum Harry Bosch í því skyni að hnýta suma af þeim lausu endum sem skildir eru eftir í lok fyrri bókarinnar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að lesendur geti lesið framhaldið á íslensku, enda margir vafalítið spenntir að vita hvernig fer fyrir persónum sögunnar. Óhugnanleg spenna BÆKUR Spennusaga eftir Michael Connelly í þýðingu Brynhild- ar Björnsdóttur. 496 bls. Mál og menning 2004. Skáldið Silja Björk Huldudóttir Michael Connelly JOHN Rebus lögregluvarðstjóra þekkja margir af skjánum og sumir af bókum á frummálinu sem þættir um þennan sérstæða og á sinn hátt viðfelldna laganna vörð eru byggðir á. Hér er kappinn kominn á bók í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn og það ekki í neinni gamalli skruddu því bókin var gefin út í Bretlandi í fyrra. Undirritaður hefur enga bók lesið eftir Ian Rankin fyrr en nú, það viðurkennist fúslega, en kynnin af persónum og efnistökum Rank- ins voru í stuttu máli ágæt. Sögu- sviðið er vel mótað og persónur orkuðu vel á mig. Söguþráðurinn er spunninn nokkuð þétt og af metn- aði, fyrst brýtur Rankin niður fyrir manni ákveðna eftirvæntingu eftir því að sjá lögguna eltast við hinn seka út alla bókina því við fáum að vita í upphafi að hann er jafn stein- dauður og fórnarlömb hans tvö sem hann skaut í skólastofu einni í South Queensferry. Manni dettur helst í hug að úr því að svona fór þá sé óþarfi að hafa fyrir því að rannsaka málið frekar. Hvern ætti svo sem að sækja til saka? Líkið af morð- ingjanum? Hvar er spennan? Eins og góð lögga úti- lokar Rebus ekki neitt. Spurning- unni er ósvarað: Hvers vegna þessi dráp? Og sögunni vindur nú fram af heil- miklum krafti, stundum undirliggj- andi og stundum nánast óþægilega áþreifanlegum. Rankin fer á kost- um á köflum í lýsingum af vinnu- brögðum Rebusar og ekki síst Siobhan (Sjóvan) aðstoðarvarð- stjóra. Rankin heldur vel utan um efnið sitt og er svo vinsamlegur að hleypa sögunni ekki út úr þeim trú- verðuga ramma sem hann skapar henni. Ósköp er þetta mannlegt fólk allt saman og laust við alla James Bond-takta. En slyngir rannsóknarar og orðheppið á köfl- um. Sagan er sögð á nokkrum plön- um, á einu plani fást Rebus og Sjóvan við sjálft sakamálið og á öðru plani þarf Rebus að hrista af sér grun um saknæmt atæfi á öðr- um vettvangi. Svo er það samband þeirra Sjóvan og Rebusar, þeirra saga er sögð af hárfínni smekkvísi á kantinum og rennur býsna vel. Þingmenn, blaðamenn, löggur, unglingar, hermenn, klíkuglæpon- ar, yfirmenn og undirmenn, feður og mæður, geðsjúklingar og alls- kyns aðrir fulltrúar okkar venju- lega samfélags stíga hér fram á sjónarsviðið svo úr verður hress- andi hrærigrautur sem gæti þó hæglega brunnið við ef sögumað- urinn passaði ekki upp á elda- mennskuna. Stíllinn einkennist af miklum samtölum og þar er Rank- in í essinu sínu. Þótt Rebus kallinn sé ekki beint sjarmatröll, þá hefur hann mjög góða nærveru og í heildina séð hlýtur maður að treysta á yfirburði hans til að sigla rannsókninni heilli í höfn. En það er ekkert gefið í þessum efnum. Það læðist að manni efi um að mað- urinn valdi þessu máli yfirhöfuð. Er það nema furða; hvað ætti mið- aldra og áfengisþyrstur reyk- ingamaður að geta gert svosem? Og eitt að lokum: yfirmaður hans, Templer, er kona og er ekki komin í yfirmannsstöðuna fyrir neina til- viljun. Hver sagði að lögreglufor- ingjar þyrftu alltaf að vera kallar? Mæli með þessum glúrna reyf- ara. Kemur ekki önnur Rebusar- saga út á næsta ári? Rebus í önnum BÆKUR Glæpasögur Ian Rankin. Anna María Hilmarsdóttir þýddi. Skrudda 2004. Með köldu blóði Örlygur Steinn Sigurjónsson Ian Rankin Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20, - UPPSELT Su 2/1 kl 20 Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400. Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST ☎ 552 3000 AUKASÝNING Í JANÚAR VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR • Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is ELVIS Í JÓLAPAKKANN! Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Frumsýnt 28. des Óliver! Eftir Lionel Bart 28.12 kl 20 Frums. UPPSELT 29.12 kl 20 2. kortas. UPPSELT 30.12 kl 16 Aukas. UPPSELT 30.12 kl 21 3. kortas. UPPSELT 02.01 kl 14 Aukas. UPPSELT 02.01 kl 20 4. kortas. Örfá sæti 06.01 kl 20 5. kortas. Örfá sæti 08.01 kl 20 6.kortas. UPPSELT 09.01 kl 20 7.kortas. Örfá sæti 13.01 kl 20 Nokkur sæti 15.01 kl 20 Örfá sæti 16.01 kl 20 Nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir - heillandi jólagjöf! Upplýsingar og miðasala: Sími: 551 1200 midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is Gildir í tvö ár frá útgáfudegi! Gjafakort Þjóðleikhússins AUKASÝNING mið . 29 .12 k l . 20 .00 ÖRFÁ SÆTI LOKASÝNING f im. 30 .12 k l . 20 .00 UPPSELT Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR 20,8% fleiri bóka- titlar í ár en í fyrra HEILDARFJÖLDI bókatitla ár- ið 2004 er 651 eða rúmlega 20,8% fleiri en í fyrra en þá var heild- arfjöldinn 539. Þetta kemur fram í könnun sem Bókasamband Ís- lands hefur gert á prentstað ís- lenskra bóka sem upplýsingar birtust um í Bókatíðindum Fé- lags íslenskra bókaútgefenda 2004. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur dregist saman milli ára um 3,4%. Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim sam- anburði: Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 194; 64 (33%) prentaðar á Íslandi og 130 (67%) prentaðar erlendis. Skáldverk, íslensk og þýdd og ljóð, eru 118; 66 (55,9%) prent- aðar á Íslandi og 52 (44,1%) prentaðar erlendis. 76,3% fræðibóka prentuð hérlendis Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 224; 171 (76,3%) eru prentaðar á Íslandi og 53 (23,7%) prentaðar erlendis. Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 115; 78 (67,8%) prent- aðar á Íslandi og 37 (32,2%) prentaðar erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.