Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þá er nú bara að drösla fyrirbrigðinu til byggða og troða honum í „þjóðarskóinn“.
Í gær tók gildi reglu-gerð um aðgerðirgegn einelti á vinnu-
stað. Markmið reglugerð-
arinnar er að stuðla að for-
vörnum og aðgerðum
gegn einelti á vinnustöð-
um.
Vinnueftirlitið hefur
kynnt reglugerðina og
meðal þess sem þar kemur
fram er að Alþjóðavinnu-
málastofnunin hefur vakið
máls á vandamálum er
tengjast einelti og öðru of-
beldi á vinnustöðum. Í fé-
lagssáttmála Evrópu er
kveðið á um rétt fólks til
mannlegrar reisnar í starfi. Þar
kemur fram að stuðla skuli að
aukinni vitund og forvörnum gegn
endurtekinni, ámælisverðri eða
ótilhlýðlegri og móðgandi hátt-
semi sem beinist að einstökum
starfsmönnum á vinnustað eða
starfi þeirra.
Meðal þess sem kemur fram í
reglugerðinni er að atvinnurek-
andi skal skipuleggja vinnu þann-
ig að dregið sé úr hættu á að þær
aðstæður skapist í vinnuumhverfi,
sem leitt geti til eineltis eða ann-
arrar ótilhlýðilegrar háttsemi. Or-
sakir eineltis geta verið margvís-
legar en skipulag og framkvæmd
vinnu getur átt stóran þátt í að
skapa aðstæður þar sem einelti
getur þróast.
Skilgreining eineltis
Merking eineltis samkvæmt
reglugerðinni er svohljóðandi:
„Ámælisverð eða síendurtekin
ótilhlýðleg háttsemi, þ.e. athöfn
eða hegðun sem er til þess fallin
að niðurlægja, gera lítið úr,
móðga, særa, mismuna eða ógna
og valda vanlíðan hjá þeim sem
hún beinist að. Kynferðisleg
áreitni og annað andlegt eða lík-
amlegt ofbeldi fellur hér undir.“
Tekið er fram að hér sé ekki átt
við skoðanaágreining eða hags-
munaárekstur sem kunni að rísa
milli starfsmanna því slíkt leiði
ekki til ofangreindrar háttsemi.
Í rannsókn þar sem könnuð var
líðan, vinnuumhverfi og heilsufar
starfsmanna í útibúum banka og
sparisjóða með hliðsjón af því
hvort þeir hefðu orðið fyrir einelti
í starfi kom fram að 15% að-
spurðra höfðu orðið fyrir ýmiss
konar áreitni í starfi. Meiri hluti
þeirra, eða 8%, hafði orðið fyrir
einelti. Alls svöruðu 1.475 starfs-
menn spurningalista og var svar-
hlutfallið 80%. Langflestir svar-
enda voru konur eða 86%. Grein
þar sem niðurstöður rannsóknar-
innar eru útlistaðar birtist í
Læknablaðinu nú nýverið undir
yfirskriftinni „Einelti á vinnustað,
vinnuskipulag og líðan starfs-
manna“. Meðal annarra niður-
staðna rannsóknarinnar er að þol-
endur eineltis voru líklegri en
aðrir til að búa við slæmt sál-
félagslegt vinnufyrirkomulag og
höfðu síður upplifað jákvætt sam-
band á milli starfsmanna og
stjórnenda. Þolendur voru líklegri
en aðrir til að hafa fundið fyrir
mikilli streitu nýlega, vera and-
lega úrvinda eftir vinnudaginn,
hafa oft átt við svefnvandamál að
stríða, búa við slæma andlega
heilsu og vera óánægðir í starfi.
Fram kemur í greininni að
kvörtunum til Vinnueftirlitsins og
aðila vinnumarkaðarins vegna
eineltismála fari fjölgandi. Ekki
hafi verið gerð íslensk þversniðs-
rannsókn á algengi eineltis á
vinnustöðum hérlendis, en sam-
kvæmt gögnum frá nágranna-
löndum megi ætla að um 3–10%
starfsmanna verði fyrir einelti á
vinnustað. Í inngangi greinarinn-
ar segir: „Samkvæmt erlendum
rannsóknum getur einelti haft
neikvæð heilsufarsleg áhrif á þol-
andann og slæm áhrif á sjálfs-
mynd hans. Þessi áhrif geta verið
bæði líkamleg og andleg.“
Skýrar kröfur og markmið
Svava Jónsdóttir, sem starfar á
rannsókna- og heilbrigðisdeild
Vinnueftirlitsins, segir að skýrar
kröfur og markmið séu forsenda
þess að ábyrgð og verksvið starfs-
manna og stjórnenda geti verið
ljós. Óljósar væntingar um vinnu-
framlag geti leitt til ágreinings
milli starfsfólks og jafnvel til nið-
urlægjandi framkomu og hegðun-
ar. „Þegar verkefnum er deilt á
marga starfsmenn er mikilvægt
að ábyrgð og verksvið hvers og
eins sé ljóst til að koma í veg fyrir
misskilning og óvissu í samskipt-
um,“ sagði Svava í viðtali við
Morgunblaðið 7. desember sl.
Í greinargerð með reglugerð-
inni kemur fram að atvinnurek-
andi beri ábyrgð á að gerð sé
áætlun um öryggi og heilbrigði á
vinnustað, sem feli í sér almennt
áhættumat og áætlun um forvarn-
ir, skv. XI. kafla laga nr. 46/1980,
um aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum. „Við gerð
þessa áhættumats skal m.a.
greina og meta aðstæður í vinnu-
umhverfinu sem geta leitt til auk-
ins andlegs álags og haft neikvæð
áhrif á heilsufar og líðan starfs-
fólks.“
Ljóst er að starfsmenn eiga þó
aldrei að samþykkja niðurlægj-
andi framkomu hvort sem er á
milli vinnufélaga, sem hafa svip-
aða stöðu, eða milli stjórnenda og
starfsmanna.
Fréttaskýring | Reglugerð um aðgerðir
gegn einelti á vinnustað tók gildi í gær
Á að stuðla
að forvörnum
Ætla má að 3–10% starfsmanna verði
fyrir einelti á vinnustað hérlendis
Eineltismálum fer fjölgandi hér á landi.
Einelti beinist helst
gegn undirmönnum
Í rannsókn um einelti á vinnu-
stöðum kemur fram að það eru
fremur undir- en yfirmenn sem
hafa orðið fyrir einelti í starfi og
að þessir starfsmenn eru líklegri
til að búa við óæskilegt vinnu-
fyrirkomulag, s.s. lítið sjálfræði,
misvísandi kröfur og skort á að-
stoð og stuðningi meðal annars
frá yfirmönnum. Auk þess sýnir
rannsóknin að starfsaldurinn er
að meðaltali hærri hjá þolendum
eineltis.
jonpetur@mbl.is
E I N K A L Í F
H U N D A
Hvað finnst hundum um okkur mannfólkið?
Hvernig hugsa þeir og hvað vilja þeir allra helst? Svörin
fást í þessari bók, sem er bæði spennandi, fyndin
og hugljúf. Þessi undursam-
lega frásögn af einkalífi
besta vinar mannsins
er afar læsileg og ríku-
lega myndskreytt, hún er
mannbætandi og á erindi til
barna jafnt sem fullorðinna.
„Besta jólagjöfin
fyrir hundaeigendur…
og hunda!“
Bætur al-
mannatrygg-
inga hækka
um 3,5%
BÆTUR almannatrygginga hækka
um 3,5% um áramót. Þetta þýðir að
grunnlífeyrir, sem ellilífeyrisþegar
og öryrkjar fá, fer úr 21.249 krónum
á mánuði upp í 21.993 krónur. Full
tekjutrygging ellilífeyris verður eftir
hækkunina 43.113, sem þýðir að þeir
sem fá grunnlífeyri og tekjutrygg-
ingu fá eftir hækkunina 65.106 krón-
ur á mánuði. Bætur almannatrygg-
inga hækkuðu síðast um 3% fyrir
einu ári.
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra
hefur jafnframt breytt reglugerð
sem hefur í för með sér að frítekju-
mörk almannatrygginga hækka á
næsta ári um 5% frá því sem nú gild-
ir. Ennfremur fela reglugerðar-
breytingarnar í sér að eingreiðslur
til elli- og örorkulífeyrisþega verða
greiddar í júlí og desember á næsta
ári. Þá hækka fjárhæðir í reglugerð
um stofnanaþjónustu fyrir aldraða
um 5% frá og með áramótum.