Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Garður | „Mér finnst stærð-
fræðin hrikalega skemmtileg
og þegar maður hefur áhuga
fyrir einhverju þá gengur
vel,“ segir Björg Ásbjörns-
dóttir í Garði sem var dúx á
stúdentsprófi við brautskrán-
ingu nemenda á haustönn
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Keflavík sem fram fór við at-
höfn síðastliðinn laugardag.
Björg tók níu stærðfræði-
áfanga á þeim þremur og
hálfu ári sem hún var við nám
í skólanum og fékk tíu í þeim
öllum og er fyrsti nemandinn
á Suðurnesjum sem nær því.
Að þessu sinni brautskráð-
ust 59 nemendur af haustönn.
Þar af voru 46 stúdentar, 3
iðnmeistarar og 7 iðnnemar
auk þess sem 3 útskrifuðust
af starfsnámsbrautum. Björg
Ásbjörnsdóttir yfirgaf athöfn-
ina hlaðin verðlaunum. Einn-
ig fengu verðlaun og við-
urkenningar fyrir góðan námsárangur þau
Kristín Þóra Jökulsdóttir, Björgvin Sig-
mundsson, Rósa María Óskarsdóttir, Marsibil
Lillý Guðlaugsdóttir, Ingunn Oddsdóttir, Ing-
unn Sigríður Unnsteinsdóttir og Þorsteinn
Sæmundsson auk þess sem Arnar Már Hall-
dórsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu
nemenda.
Haldið á vit ævintýranna
Björg Ásbjörnsdóttir segir að þessi þrjú og
hálft ár sem hún hafi stundað nám við Fjöl-
brautaskólann hafi verið ótrúlega skemmti-
legur tími þótt auðvitað hafi námið verið erfitt
á stundum. „Manni er sagt að þetta séu bestu
ár lífsins. Ég held að það geti vel verið,“ segir
Björg. Hún segist alltaf hafa haft gaman af
stærðfræði. Sá áhugi hafi kviknað strax í
grunnskólanum í Garði, hjá góðum kennurum
sem þar eru.
Björg segist ekki hafa tekið mikinn þátt í fé-
lagslífinu í skólanum en notið lífsins með fé-
lögum sínum. Þá hefur hún æft knattspyrnu
frá unga aldri, fyrst með Víði í
Garði og síðan með sameig-
inlegu liði Keflavíkur, Reynis
og Víðis, í meistaraflokki og
loks Keflavík þegar samstarf
félaganna hætti. Hún hætti
raunar að æfa í haust vegna
þess að hún er að fara til út-
landa og reiknar ekki með að
vera með næsta sumar. „Það
var frekar leiðinlegt að hætta,
maður dettur út úr ákveðnum
hópi sem lengi hefur verið
saman,“ segir hún.
Björg er að vinna í versl-
uninni Stapafelli í Keflavík
fyrir jólin, eins og hún hefur
gert undanfarin ár og um ára-
mótin verður haldið í hálfs-
mánaðar útskriftarferð til Taí-
lands. Hún nær viku heima og
heldur síðan aftur á vit æv-
intýranna, nú í enskunám til
Ástralíu. „Ég verð þar í þrjá
mánuði í enskuskóla og síðan í
starfsnámi í Englandi. Ég vildi
nota þetta hálfa ár sem ég græddi með því að
ljúka stúdentsprófinu fyrr til að halda áfram
að læra. Mér fannst spennandi að fara til Ástr-
alíu til að prófa eitthvað nýtt. Það er svo langt
í burtu og ekki víst að tækifæri gefist aftur til
að fara þangað,“ segir hún.
Björg hefur áhuga á að fara í læknisfræði í
Háskóla Íslands. Ástralíudvölin setur samt
svolítið strik í þann reikning því hún verður
varla komin heim fyrir inntökuprófin í vor og
þótt hún nái heim í tæka tíð telur hún ekki rétt
að fara óundirbúin í prófin. Hún er að velta
fyrir sér að taka einhverja áfanga í háskól-
anum næsta vetur og reyna við læknisfræðina
ári síðar. „Það er svo spurning hvort áhuginn
breytist á þessum tíma, það verður að koma í
ljós,“ segir Björg Ásbjörnsdóttir.
Fram kom að Ólafur Jón Arnbjörnsson
skólameistari verður í námsleyfi næsta árið
og kvaddi hann skólann að sinni. Oddný Harð-
ardóttir gegnir stöðu skólameistara á meðan
og Kristján Ásmundsson leysir hana af sem
aðstoðarskólameistari.
Fyrst til að ná tíu í níu stærðfræðiáföngum
Notar hálfa árið
sem sparaðist til
enskunáms í Ástralíu
Dúx Björg Ásbjörnsdóttir
varð efst á stúdentsprófi við
brautskráningu úr Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja.
Ljósmynd/Atli Már Gylfason
LANDIÐ
SUÐURNES AUSTURLAND
Blönduós | Ullarþvottastöð Ístex hf.
var opnuð á Blönduósi um helgina.
Stöðin var flutt frá Hveragerði í hús-
næði á Blönduósi sem Ámundakinn
ehf., fjárfestingarfélag heimamanna,
leigir Ístexi undir ullarþvottinn.
Ámundakinn var stofnað af sjö
sveitarfélögum og fimm fyrirtækjum
í Austur-Húnavatnssýslu. Síðar
bættist áttunda sveitarfélagið í hóp-
inn og fleiri fyrirtæki og stofnanir og
eru nú öll sveitarfélögin í sýslunni
hluthafar. Keypti félagið norðurenda
iðngarðanna Votmúla við Efstubraut
á Blönduósi fyrir ullarþvottastöð og
samdi við Loftorku um að byggja við
húsið vinnslusal og starfsmannaað-
stöðu. Allt þetta ár hefur verið unnið
af kappi við undirbúning og bygg-
ingu nýja hússins og breytingar á því
eldra og starfsmenn Ístex hafa unnið
að uppsetningu véla frá því í haust.
Reglubundin vinnsla í ullarþvotta-
stöðinni er nú að hefjast.
Fram kom hjá Jóhannesi Torfa-
syni, stjórnarmanni í Ámundakinn,
við vígsluathöfnina að kostnaður við
framkvæmdina verði 65 til 66 millj-
ónir kr., án virðisaukaskatts. Er það
liðlega tíu milljónum kr. meira en
gert var ráð fyrir í upphafi. Að hans
sögn eru ástæður aukins kostnaðar,
auk verðlagsbreytinga og vaxta, þær
að meira var gert, einkum vegna
fullnaðarfrágangs á lóð, og til komu
ófyrirséðir verkþættir.
Hlutafé í félaginu er 43 milljónir
kr. og allt inngreitt. Jóhannes segir
að stjórn félagsins telji mikilvægt að
efla félagið til frekari verka.
Um leið og Jóhannes fagnaði því
að fá þessa starfsemi í Húnaþing af-
henti hann Gunnari Kristjánssyni á
Akri, stjórnarformanni Ístex, lykla-
völdin að húsinu og Jóna Fanney
Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blöndu-
ósi gangsetti ullarþvottavélina.
Þvottur á ull haf-
inn á nýjum stað
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Í gang Jóna Fanney Friðriksdóttir
bæjarstjóri gangsetur þvottavélina
í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi.
Fellabær | „Ég er alveg gáttaður á því að Ís-
lendingar skuli ekki nýta sér fellirúllur í
meira mæli,“ segir Snorri Blöndal Sigurðs-
son, sem einn Íslendinga hefur lært iðngrein-
ina „Rolladen und Jalousiebauer Handwerk“.
Iðnin er fólgin í smíði og uppsetningu felli-
rúllna fyrir glugga og dyr í húsum. „Kassi er
settur ofan við glugga eða dyr og í honum
n.k. fellirúllutjald, yfirleitt úr áli, en getur
verið úr stáli, járni, viði eða harðplasti,“ segir
Snorri. „Fellirúllutjaldinu er rennt fyrir með
rafmótor eða handafli. Notagildi fellirúll-
unnar felst m.a. í orkusparnaði vegna ein-
angrunargildis, fok- og vindvörn, hljóðein-
angrun, þjófavörn og vörn gegn illviðri,
minni háttar snjóflóðum og aurskriðum. Svo
útilokar þetta ljós, sem er ekki ónýtt í ís-
lensku vornóttunum þegar fólk getur ekki
sofið.“
Vörn gegn illviðri
Hugmyndin um fellirúlluna hefur verið
þekkt frá því árið 1812 í Frakklandi. Snorri
kynntist fyrirbærinu í Þýskalandi árið 1979,
þegar hann var þar skiptinemi. „Þar vann ég
í álfyrirtæki sem sá um samsetningu á álvör-
um, m.a. gluggum og hurðum. Á sínum tíma
reyndi ég að kynna hugmyndina, en hlaut
litlar undirtekir. Mér fannst mótorhluti felli-
rúllnanna raunar ekki nægjanlega þróaður
og ákvað því að fylgjast með í nokkur ár. Ég
fór svo til náms í Þýskalandi þar sem ég
lærði þessa sérstöku iðngrein. Eftir árs und-
irbúning komst ég að hjá fyrirtæki og stund-
aði samhliða verklega þættinum bóklegt
nám. Því lauk 1997 og í framhaldinu bauðst
mér að taka meistaragráðu í faginu. Ég gat
það hins vegar ekki þar sem Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna taldi námið ekki láns-
hæft. Það bíður því til betri tíma en ég er
fyrsti Íslendingurinn sem lærir fagið og vil
endilega kynna þetta fyrir fólki.“
Snorri tók þátt í iðnsýningu í Hannover,
þar sem Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra sýndi verkefninu áhuga og svo
fór að iðnaðarráðuneytið bauð Snorra að
taka þátt í Orkuþingi 2001. Viðbrögðin þar
voru góð og eins hefur Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins fylgst með málinu. „Ég
átta mig samt ekki alveg á því hvers vegna
Íslendingar grípa þetta ekki á lofti, því felli-
rúllan myndi henta okkur mjög vel, ekki síst
þegar maður hugsar um illviðri sem oft valda
tjóni á gluggum hér á landi. Ég gerði m.a.
haglabyssupróf á prófílum og skotin fara
ekki í gegn, svo sterkt er þetta. En það er
nú svo að ef mað-
ur ætlar að koma
með eitthvað nýtt
í þessum geira
tekur það heila
kynslóð. Það tek-
ur lengri tíma að
gera góða hluti en
slæma, því iðn-
aðurinn leyfir
engar stökkbreyt-
ingar.“
Héraðsbúar
taka við sér
Snorri hefur
sett fellirúllur fyr-
ir glugga í íbúðarhúsum á bæjunum Fögru-
hlíð og Kirkjubæ á Héraði og Pósturinn á
Egilsstöðum og Flugkaffiterían á Egilsstaða-
flugvelli nota slíkar fellirúllur. Nokkur fyr-
irtæki í Reykjavík hafa einnig uppgötvað
notagildi fellirúllunnar sem þjófavörn. Hann
er umboðsmaður Alulux, sem er alþjóðlegt
fyrirtæki í þessari iðngrein. „Ég er núna að
leita mér að samstarfsaðila í málið, því ég
bind miklar vonir við fellirúllur hér á Íslandi.
Þær eru nú þegar mjög algengar í Mið-
Evrópu og Bandaríkjunum og vaxandi á
Norðurlöndum.“
Kynnir iðngrein sem ekki hefur þekkst hér
Fellirúllur í Fellabæ
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Sérfræðingur Snorri Blöndal Sigurðsson.
Selfoss | Níutíu og einn nemandi
var brautskráður frá Fjölbrauta-
skóla Suðurlands 17. desember, þar
af voru 59 stúdentar. Meðal þeirra
sem brautskráðust var 300. nem-
andinn í húsasmíði. Alls stunduðu
896 nemendur nám í dagskóla,
kennarar skólans voru 77 á önninni
og aðrir starfsmenn 30.
Við brautskráningarathöfnina lét
Sigurður Sigursveinsson skóla-
meistari þess getið að 31 nemandi
lyki nú stúdentsprófi á 7 önnum en
sumarskóli og fjarnám ættu þátt í
að stytta námstíma nemenda. Meðal
nýjunga í skólastarfinu á síðustu
önn var að nýtt íþróttahús, Iða, var
tekið í notkun ásamt nokkrum
skólastofum og hefur sú aðstaða
komið að góðum notum. Framundan
er að taka í notkun á næstu önn
nýja nemendagarða við Eyraveg á
Selfossi fyrir 62 nemendur.
„Við samgleðjumst ykkur og
söknum ykkar um leið. Grundvall-
arhugsun menntunar er að skapa
betri menn. Ég vona að skólagang-
an hafi kveikt fleiri spurningar en
svör,“ sagði Sigurður Sigursveins-
son skólameistari meðal annars er
hann beindi orðum sínum til burt-
farenda. „Svo lengi lærir sem lifir
og að lifa er gaman. Það hefur verið
gaman í skólanum og skemmtileg-
ast að umgangast fólk og kynnast
því. FSu er skemmtilegur skóli og
fyrir hönd okkar allra þakka ég fyr-
ir veruna í skólanum,“ sagði Guðrún
Álfheiður Thorarensen sem flutti
ávarp nemenda við brautskráning-
arathöfnina sem var hin hátíðleg-
asta þar sem kór skólans söng undir
stjórn Stefáns Þorleifssonar og í lok
athafnarinnar bauð skólinn öllum í
hátíðarkaffi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
91 nemandi brautskráður frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands