Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRÁTT fyrir óöld og erfitt ástand í Írak reynir fólk eft- ir bestu getu að lifa lífinu með sem eðlilegustum hætti. Hér er fólk að kaupa inn fyrir jólin í verslun í Bagdad en kristnir menn í landinu eru um 800.000 talsins. AP Jólin í stríðshrjáðu Írak Mjög er nú skyndilega tekið að hitnaundir Donald Rumsfeld, varnar-málaráðherra Bandaríkjanna,þrátt fyrir að ekki séu nema fá- einir dagar síðan staðfest var að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði beðið Rumsfeld að sitja áfram í ríkisstjórn. Umræður um það hvort Rumsfeld beri að víkja hafa komið upp að nýju eftir að fréttist að hann undirriti ekki sjálfur samúðarskeyti til fjölskyldna her- manna sem látist hafa í Írak. Umtalsverðar breytingar verða á ríkisstjórn Bush við upphaf síðara kjörtímabils hans og þykir mörgum að Rumsfeld megi vel við una að vera boðið að sitja áfram. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og kannski ekki síður framkomu í embætti en er hins vegar dyggur stuðningsmaður Bush forseta, þeir eru sagðir deila sýn á veröldina, og kann það að skýra hvers vegna Bush hefur haldið tryggð við hann. Ljóst er hins vegar að stuðningur við Rumsfeld fer þverrandi á öðr- um vígstöðvum, þ.e.a.s. á Bandaríkjaþingi, og kann það að verða til þess að Rumsfeld hrökkl- ist úr embætti á einhverjum tímapunkti í ná- inni framtíð. Chuck Hagel, öldungadeildarþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn, var ekki að skafa utan af því á sunnudag. „Ég ber ekkert traust til Rumsfelds,“ sagði hann en Hagel er einn af reyndari þingmönnum repúblikana. Hagel gekk ekki svo langt að fara fram á af- sögn Rumsfelds en hann sagði að þau vand- kvæði sem Bandaríkjaher mætti enn í Írak væru „vitnisburður um hversu mikið vantaði upp á að menn hefðu gert sannfærandi, skýrar og raunhæfar áætlanir um hvað tæki við í Írak að Saddam föllnum“. „Við erum búin að vera þarna í 21 mánuð. Staðan er verri en hún hefur nokkru sinni ver- ið,“ sagði Hagel í sjónvarpsþættinum „Face the Nation“ á CBS-sjónvarpsstöðinni. Skrifar framvegis undir samúðarskeytin Sprengjutilræðin í Najaf og Karbala á sunnudag, þar sem tugir sjíta fórust, hafa minnt menn á að ekki er allt eins og best verð- ur á kosið í Írak. Gagnrýni á störf Rumsfelds nú kemur hins vegar einnig í kjölfar frétta þess efnis að ráðherrann skrifaði ekki per- sónulega undir samúðarskeyti til ættingja fall- inna hermanna í Írak. Blaðið Stars and Stripes greindi frá því í nóvember að sérstök vél stimplaði undirskrift Rumsfeld á skeytin og hafði síðan eftir nokkr- um, sem fengið höfðu slík skeyti, að þeim væri misboðið. Töldu viðkomandi að varnar- málaráðherrann sýndi hinum föllnu, sem látið hefðu líf sitt fyrir þjóð sína, ekki tilhlýðilega virðingu. Rumsfeld segir í yfirlýsingu vegna málsins að hann hafi sjálfur samið hvert einasta þeirra meira en 1.000 samúðarskeyta sem send voru út en að hann hafi ekki undirritað þau per- sónulega því að hann hafi viljað tryggja að skeytin bærust ættmennum fallinna hermanna hratt og vel. Hyggst hann þó framvegis und- irrita skeytin, að því er fram kom í The Wash- ington Post. Ekki er langt síðan Rumsfeld þurfti að svara beinskeyttum spurningum hermanna, sem þjóna í Írak, á fundi sem haldinn var í Kúveit. Þótti sumum sem ráðherrann hefði þar gert lítið úr þeim áhyggjum sem hermennirnir létu í ljósi varðandi aðbúnað sinn og öryggi í Írak. Chuck Hagel er þannig ekki fyrsti áhrifa- maðurinn úr Repúblikanaflokknum sem gagn- rýnir Rumsfeld, fyrir örfáum dögum sögðu bæði John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Trent Lott, sem einnig situr í öldungadeildinni, að þeir teldu að Rumsfeld ætti að hætta fyrr en síðar. Þá vakti athygli grein sem einn helstu kennismiða svonefndra hauka í Bandaríkj- unum – þ.e. harðlínumanna í varnar- og utan- ríkismálum en Rumsfeld er jafnan talinn í þeirra hópi – ritstjórinn William Kristol ritaði í The Washington Post í síðustu viku. Þar sagði hann að hermenn Bandaríkjahers ættu skilið betri varnarmálaráðherra en þann sem þeir hefðu nú. Verst væri þó sjálfsagt fyrir Rumsfeld ef hann hefði nú endanlega glatað trausti hátt- settra liðsmanna Bandaríkjahers – en blaðið Christian Science Monitor segir einmitt frá því í gær að þar á bæ rifji menn upp á þessum tímapunkti að Rumsfeld kom í veg fyrir að hermannafjöldi í Írak í innrásinni í fyrra yrði í samræmi við áætlanir; er kenningin sú að ef mun fleiri hermenn hefðu verið í landinu fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fall Saddam- stjórnarinnar þá væri staðan í baráttunni við skæruliðana nú ekki eins tvísýn og raun ber vitni. „Allar meiriháttar hugmyndir þeirra [Rumsfelds og nánustu ráðgjafa hans] um Írak hafa reynst rangar,“ hefur blaðið eftir hátt- settum yfirmanni í landhernum. Engan veginn er þó víst að Rumsfeld verði látinn hætta, a.m.k. ekki strax. Richard Lugar, öldungadeildarþingmaður frá Indiana, sagði t.a.m. í þættinum „Meet the Press“ á NBC- sjónvarpsstöðinni á sunnudag að Rumsfeld ætti að axla ábyrgð en að hann ætti þó að sitja áfram. „Hann þarf að hlusta […] og hann er að því. En það gæti haft truflandi áhrif að skipta um ráðherra á þessu stigi,“ sagði Lugar sem er formaður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar. „Stendur sig stórkostlega“ John Warner, formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, tók í sama streng, lýsti ekki yfir stuðningi við Rumsfeld en sagði óskynsamlegt að skipta um ráðherra einmitt þegar baráttan við skæruliða í Írak stæði sem hæst. Sagði hann ljóst að erfiður tími væri framundan í Írak, bæði fyrir og eftir kosning- arnar sem á að halda 30. janúar nk. Betra væri að bíða með allar breytingar. Talsmenn Bandaríkjaforseta voru hins veg- ar ekki að spara lýsingarorðin, sögðu frammi- stöðu Rumsfelds í embætti „stórkostlega“. „Rumsfeld varnarmálaráðherra stendur sig stórkostlega og forsetinn ber fullt traust til hans,“ sagði Andrew Card, skrifstofustjóri Hvíta hússins. Reuters Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á fréttamannafundi í ráðuneytinu. Farið að hitna undir Rumsfeld Fréttaskýring | Áhrifamiklir þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum segjast ekki lengur bera traust til Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra. Ekki er þó þar með sagt að hann verði látinn víkja, a.m.k. ekki strax. MÍKHAÍL Khodorkovskí, stofnandi Yukos-olíufélagsins, sakaði í gær rússnesk stjórnvöld um að hafa „eyðilagt“ stærsta og best rekna ol- íufélag í landinu en einn af horn- steinum þess, Yuganskneftegas, var seldur um helgina til nýs fyrirtækis, sem ekki er enn vitað hver á. Margt bendir þó til, að það hafi verið sett upp af ríkisgasfyrirtækinu Gazprom í því skyni að komast hjá málaferl- um erlendis. Khodorkovskí, helsti eigandi Yuk- os, sem verið hefur á bak við lás og slá síðan í október í fyrra, fór hörð- um orðum um söluna og lögfræð- ingar hans hafa hótað málshöfðun- um, sem hugsanlega eiga eftir að velkjast um í rússneska dómskerf- inu í nokkur ár. „Ríkið hefur gefið sjálfu sér fal- lega jólagjöf, eyðileggingu best rekna olíufélags í landinu,“ sagði Khodorkovskí í yfirlýsingu, sem lög- fræðingar hans komu á framfæri. Talsmaður Gazprom neitaði því, að fyrirtækið hefði staðið að baki til- boðinu í Yuganskneftegas en þeir, sem vel fylgjast með, telja, að það hafi sett upp fyrirtækið Baikal Fin- ance Group til að komast hjá hugs- anlegum málaferlum í Bandaríkjun- um vegna sölunnar. „Gazprom notaði lepp til að kaupa Yuganskneftegas,“ var aðalfyrir- sögnin í Ízvestía í gær en Baikal bauð hæst og fékk fyrirtækið fyrir um 588 milljarða ísl. kr. Búist hafði verið við, að Gazprom, stærsti gasframleiðandi í heimi, hreppti Yuganskneftegas og gerði þannig að raunveruleika þann draum rússneskra stjórnvalda að koma olíuauðlindinni aftur undir ríkið. Yukos fékk hins vegar úr- skurð dómara í Houston í Texas fyr- ir því, að Gazprom mætti ekki bjóða í Yuganskneftegas og þess vegna hætti Gazprom við það á síðustu stundu. Dagblaðið Vremya Novostei sagði í gær, að Baikal Finance Group hefði verið skráð í borginni Tver, sem er norðvestur af Moskvu, 15. desember síðastliðinn og hefði eng- an síma að því er séð yrði. Hafa lög- fræðingar Yukos hótað að höfða mál gegn því í Bandaríkjunum og Evr- ópu, það er að segja strax og ljóst er orðið hver eða hverjir standa að því. Eins og fyrr segir telja flestir, að eigandinn sé í raun Gazprom en þó er ekki talið útilokað, að hann sé ol- íufyrirtækið Surgutneftegaz, einka- fyrirtæki, sem nýtur velvildar stjórnvalda. Það gæti síðar selt Yug- anskneftegas til Gazprom. Náðarhöggið Með sölunni á Yuganskneftegas hafa rússnesk stjórnvöld líklega greitt Yukos náðarhöggið en atlagan að því hófst er því var gert að reiða fram meira en 1.700 milljarða ísl. kr. vegna ógreiddra skatta. Af þeirri upphæð eru enn ógreiddir 585 millj- arðar kr. og vegna þess, að sögn rússneskra embættismanna, verður haldið áfram að selja eigur fyrirtæk- isins. Segir stjórn- völd hafa eyði- lagt Yukos Moskvu. AP, AFP. VIKURITIÐ Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins. Bush var endurkjörinn forseti í nóvember sl. en fulltrúar Time, sem einnig valdi Bush mann ársins árið 2000 eftir að hann hafði fyrst verið kjörinn forseti Banda- ríkjanna, sögðu ástæðuna þá að Bush hefði setið fast við sinn keip hvað stjórn- arstefnuna varðar og að honum hefði í þetta sinn tekist að sannfæra meirihluta kjósenda um að hann ætti skilið að sitja í Hvíta húsinu í fjögur ár til viðbótar. Í nýrri könnun sem Time birti samhliða útnefningu Bush kemur fram að 49% Bandaríkjamanna telja nú að hann standi sig vel í starfi og helmingur Bandaríkja- manna telur enn að allt stefni í ranga átt í Bandaríkjunum. Fyrir kosningar var það talið ávísun á ósigur en Bush sigraði þrátt fyrir mikla óvissu í efnahagsmálunum og þrátt fyrir Íraksstríðið, sem kostað hefur næstum 1.300 Bandaríkjamenn lífið. George W. Bush valinn maður ársins hjá Time AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.