Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 60

Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. MUNUR á hæsta og lægsta verði á jólabókum getur verið allt að 73% en var oftast 30-40%, eða 19 sinnum. Þetta kemur fram í verðkönnun Morgunblaðsins á 39 bókatitlum, sem gerð var í hádeginu í gær í 12 stórmörkuðum og bókaverslunum. Samskonar könnun var gerð í síð- ustu viku og sýndi hún yfirleitt 30- 50% mun á hæsta og lægsta verði. Verðmunur var 40-50% alls níu sinnum í könnuninni nú og fór einu sinni yfir 50% og einu sinni yfir 70%. Talsverð hreyfing er á bókaverði milli daga og hefur verðmunur á ein- staka titlum breyst milli vikna, þótt hlutfallslegur verðmunur sé áþekk- ur. Í sumum tilvikum minnkar verð- munur og eykst í öðrum. Ekki eru sömu verslanir með hæsta verð nú og í síðustu viku og hið sama gildir um lægsta verð. Bón- us var 13 sinnum með lægsta verð í könnuninni nú en 23 sinnum í verð- könnun Morgunblaðsins í síðustu viku. Í könnuninni nú voru Samkaup tíu sinnum með lægsta verð, en fimm sinnum í fyrri könnun. Griffill var aldrei með lægsta verð í verðkönnun Morgunblaðsins 15. desember síð- astliðinn, en sjö sinnum nú. Mikil hreyfing á bókaverði  73% verðmunur/12 „VIÐ vorum ekkert stressaðir, ekki þannig. Okkur leið auðvitað ekki vel en við vorum ekkert hræddir eða neitt svoleiðis,“ sagði Sigvaldi Hólm Grímsson, skipstjóri á dragnót- arbátnum Sigurvin SH-119, sem varð vélarvana skammt fyrir utan Önglabrjótsnef nyrst á Reykjanestá upp úr hádegi í gær. Mikil hætta var talin á ferðum þar sem bátinn rak í átt að brimgörðum við strönd- ina. Tilkynning um vélarbilunina barst Vaktstöð siglinga, áður Til- kynningarskyldan og Reykjavík- urradíó, klukkan 13:55. Þyrla Land- helgisgæslunnar og þyrlur varnarliðsins voru kallaðar út sem og björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar í Grindavík og Sandgerði ásamt hraðbjörg- unarbátum. Varðskipið Týr var nærstatt og hélt í átt að bátnum. Sigvaldi Hólm sagði í samtali við Morgunblaðið að utanborðskælir hefði bilað með þeim afleiðingum að það sauð á vélinni og hún drap á sér. Leiðinda sjólag var þegar þetta gerðist, um 3-4 metra ölduhæð, vindur af suðvestri og haugabrim við ströndina. Sigvaldi vogaði sér ekki annað en að hringja strax eftir aðstoð enda fjórir menn um borð. Bátinn rak í átt til lands og þegar vélstjóranum tókst að gera við vél- ina voru um 0,6 sjómílur eða 1,1 km eftir í grynningar úti fyrir strönd- inni. Miðað við rekhraðann voru því um 40 mínútur þar til bátsverjar hefðu komist í verulegar ógöngur. Sigvaldi Hólm sagði að þeir hefðu þó haft ýmislegt uppi í erminni, þeir hefðu t.d. getað sett út netadræsur eða akkeri og auk þess átt þann möguleika að ræsa vélina og keyra hana þar til hún bræddi úr sér. En málin hefðu líka getað þróast á versta veg og því ekki annað að gera en að kalla á aðstoð. Þegar bátsvélin fór í gang um klukkan 14:30 afturkallaði Sigvaldi Hólm hjálparbeiðnina og sigldi bátnum síðan til hafnar í Grindavík. Þegar beiðnin var afturkölluð hafði þyrla Landhelgisgæslunnar verið á lofti í um 11 mínútur og átti eftir fjórar mínútur að bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæsl- unni vildi svo vel til að það var að falla út þegar vélin bilaði og því urðu straumar til þess að bátinn rak ekki hraðar upp að landi. Mikill viðbúnaður þegar bátur varð vélarvana við Reykjanestá „Okkur leið auðvitað ekki vel“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigvaldi Hólm Grímsson skipstjóri segir að ekki hafi annað verið hægt en að kalla á aðstoð, enda fjórir menn um borð í bátnum. NÚ ER svartasta skammdegið og varla að það birti svo nokkru nemi nema rétt yfir hábjartan daginn. En nú fer sólin að hækka á lofti á nýjan leik því í dag eru vetrarsólstöður og stystur dagur og hér eftir lengist birtutíminn með hverjum deginum sem líður. Morgunblaðið/RAX Vetrarsólstöður HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hefur að meðaltali ekki verið hærra í níu ár, eða frá árinu 1995. Meðaltalsverð er um 1.700 dollarar fyrir tonnið og hefur hátt verð haldist nokkurn veginn allt árið. Eftirspurn eft- ir áli hefur aukist hraðar en á síðustu 20 árum og í fyrsta skipti í fjögur ár hefur eftir- spurnin verið meiri en fram- boðið. Frá þessu er greint í Ísal-tíðindum, sem Alcan í Straumsvík gefur út. Samkvæmt þessu hafa birgð- ir af áli minnkað verulega á árinu, eða um 800 þúsund tonn, sem er mesta minnkun í níu ár. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan, hefur eftirspurnin verið mest í Kína og stefnir allt í að Kínverjar fari fram úr Bandaríkjamönn- um á næsta ári og verði þannig mestu álnotendur í heimi. Spáð 4% aukningu eftirspurnar á næsta ári ,,Sérfræðingar á markaði telja að spurn eftir áli muni aukast um að minnsta kosti fjögur prósent á næsta ári, sem er meira en áætluð framleiðslu- aukning, þannig að búast má við að álbirgðir muni áfram minnka á næsta ári og álverð haldast hátt,“ segir Hrannar. Hann bendir á að þótt aukin eftirspurn hafi drifið verðþróun undanfarinna mánaða hafi veik- ari dollari einnig haft áhrif. Dollarinn hafi veikst verulega gagnvart flestum gjaldmiðlum, þ.m.t. íslensku krónunni, og því sé afkoma álfyrirtækja víða um heim ekki eins góð og vænta mætti. ,,Einnig er vert að hafa í huga, að stærstu kostnaðarlið- irnir í rekstrinum tengjast ál- verðinu og því eykst kostnaður- inn þegar tekjurnar hækka. Að öllu samanlögðu er þó hátt verð betra en lágt og ef dollarinn réttir úr kútnum geta álfram- leiðendur horft bjartsýnir til næsta árs,“ segir Hrannar. Álverðið hefur ekki verið hærra í níu ár UM ÁRAMÓTIN er von á tveimur bandarísk- um leikstjórum hingað til lands og íhuga báð- ir að taka myndir sínar upp hér. Ísleifur Þór- hallsson hjá fyrirtækinu Event segir að annar þeirra sé Eli Roth, sem gerði kvikmyndina Cabin Fever en hugmyndina að henni fékk hann þegar hann dvaldist á Íslandi fyrir 15 árum. Roth er búinn að skrifa handrit að hryllingsmynd með íslenskri sögupersónu og íslenskri tengingu og er að leita hér að leik- ara sem hugsanlega gæti farið með hlut- verkið. Hinn heitir Dean Paras og er upp- rennandi leikstjóri í Bandaríkjunum. Hann er einn nánasti vinur leikstjórans Quentins Tar- antinos og undir hans verndarvæng. Paras hefur gert eina kvikmynd og mörg tónlistar- myndbönd með frægum stjörnum og segir Ís- leifur Paras hafa mikinn áhuga á að taka myndina í Reykjavík. Paras og Tarantino séu menn sem séu komnir í þá stöðu að þeir þurfi ekki að bíða lengi þegar þeir séu búnir að ákveða sig. „Þetta gæti því gerst mjög hratt ef honum [Paras] líkar allt hér,“ segir Ísleifur en hann kynntist Paras fyrir tilstilli Eli Roth. „Nú er allur þessi hópur að koma hingað um áramótin til þess að skoða aðstæður, hitta fólk og ræða málin.“ Skoða töku- staði og ís- lenska leikara SAMKVÆMT mati greiningardeilda bank- anna er hætta á að Íbúðalánasjóður geti lent í vanda en eins og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag getur stefnt í þrot sjóðs- ins ef uppgreiðslur lána halda áfram í jafn- miklum mæli og hingað til. Í Morgunblaðinu í gær var það haft eftir sviðsstjóra hjá Íbúða- lánasjóði að sjóðurinn þoli uppgreiðslur allt að 300 milljörðum króna og að mati Guðbjargar Guðmundsdóttur, sérfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka, stafar sjóðnum enn ekki hætta af uppgreiðslum en hún telur að sú staða geti komið upp á síðari hluta næsta árs. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sjóðurinn starfaði undir eftirliti Fjármálaeftirlits. „Ég tel að það sé ekkert það ástand uppi nú sem ógnað getur stöðu sjóðsins. Sjóðurinn þolir margfaldar þær uppgreiðslur sem nú hafa orð- ið án þess að hafa þurfi áhyggjur af stöðu hans,“ sagði Árni Magnússon. Íbúðalánasjóður gæti lent í vanda  Mikilvægt/16 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.