24 stundir - 15.12.2007, Side 12

24 stundir - 15.12.2007, Side 12
Sundglerau gu l með styrkfrá +6,00 í -6,00 Kosta aðeins kr. 3750.oo Frábær jólagjöf Gleðileg jól! Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Síðustu löngu ræðurnar á Alþingi voru einmitt um þingskapalög, önnur umræða stóð fram á nótt og tók átta tíma. Nú heyra langar ræður sögunni til. Sturla Böðvars- son, forseti Alþingis, endaði haust- þing á að tala um ný þingskapalög. Hann vonar að þau styrki stöðu þingsins og þingmanna og auka veg Alþingis hjá þjóðinni. „Þeim er fylgt eftir með fjármunum í fjár- lagafrumvarpinu sem ætlað er til að bæta starfsaðstöðu.“ Andlegt ofbeldi Pétur Blöndal og Ögmundur Jónasson koma hvor úr sinni átt og tala báðir um ofbeldi á Alþingi. Pétur Blöndal segist alltaf hafa upplifað málþóf sem andlegt of- beldi. „Ég hlakka virkilega til að koma til þings eftir jólin, laus við þetta. Svanasöngur kjaftæðisins var á Alþingi nú fyrir jólin, síðasta málþófið hefur farið fram og þess gátu menn notið,“ sagði Pétur Blöndal. Pétur telur lögin merkilegasta málið á haustþingi og snerta lýð- ræðið í heild. „Ef maður ætlaði í andsvar var aldrei var hægt að vita hvort menn ætluðu að tala í eina mínútu eða fimm klukkutíma, áð- ur en maður komst að. Ég gleðst og hlakka til næsta þings, nú verða umræður vonandi vitrænar,“ segir Pétur. Ofbeldi valdsins „Sigur framkvæmdavaldsins er ótvíræður, því vald forseta þings- ins, sem samkvæmt lögunum kemur jafnan úr röðum stjórnar- meirihluta, er stóraukið. Jafnframt er svigrúm stjórnarandstöðunnar skert,“ segir Ögmundur Jónasson. Hann lýsir ósigri sanngirni og sigri valdsins og segir dapurlegt að margir hafi reynt að einskorða umræðuna við ræðulengd en ekki tekið tillit til annarra hugmynda VG. „Mér sýnast það fyrst og fremst vera hinir værukæru þingmenn í stjórnlyndari kantinum sem fagna þessu frumvarpi hvað ákafast, margir þeirra, ekki allir, sjást sjald- an í þingsal þegar tekist er á um átakamál samtímans,“ segir Ög- mundur Jónasson. Endalok mál- þófs á Alþingi  „Sigur hins værukæra“ eða „svanasöngur kjaftæðisins“  Síð- ustu löngu ræðurnar á Alþingi voru um þingskapalög ➤ Allir flokkar Alþingis nemaVG studdu lög um ný þing- sköp. ➤ Alþingismenn eru sammálaum að þingskapamálið sé eitt mikilvægasta mál haust- þingsins. NÝ ÞINGSKAPALÖG 24stundir/ÞÖK Ögmundur í ræðustól Sigur framkvæmdavalds- ins er ótvíræður, segir Ögmundur. Einungis 25 prósent búðar- glugga í Kringlunni voru með góð- um verðmerkingum þegar Neyt- endasamtökin könnuðu verðmerkingar í búðargluggum um miðjan nóvember í Smáralind, Kringlunni, Laugavegi, Skóla- vörðustíg og miðbæ Akureyrar. Ástandið var verst í Kringlunni en næstverst í miðbæ Akureyrar þar sem einungis 36 prósent versl- ana sinna verðmerkingum í glugg- um vel, að því er segir á vef Neyt- endasamtakanna. Best er ástandið á Skólavörðustíg þar sem meira en helmingur búð- arglugga er vel merktur. Síðast voru verðmerkingar í búðargluggum kannaðar árið 2003 af Samkeppnisstofnun. Þá kom Kringlan best út með vel merkta glugga í 72 prósentum tilfella. Neytendastofa fer nú með eftirlit með reglum um verðmerkingar og hvetja Neytendasamtökin Neyt- endastofu til að sinna eftirlitinu betur en gert hefur verið hingað til. ingibjorg@24stundir.is Lélegar verðmerkingar í búðargluggum Verst merkt í búð- um í Kringlunni 24stundir/Brynjar Gauti Í Kringlunni Samkvæmt reglum skal verðmerkja vörur hvar sem þær eru til sýnis. 12 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Vélaleiga Húsavíkur Nesbakki Neskaupsstað - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Núpur Ísafirði - Litaver - Verkfæralagerinn - Byggt og búið. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - sími 567 4142 - www.raestivorur.is Hágæða gólfsápa í 20 ár

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.