24 stundir


24 stundir - 15.12.2007, Qupperneq 43

24 stundir - 15.12.2007, Qupperneq 43
voru ekki ánægðir með þvælinginn á henni á miðunum. Ólafur skip- stjóri á Kristínu hefur áreiðanlega ekki vandað þessum kónum kveðj- urnar, enda varð hann að beygja hart í stjór til að forðast árekstur. Um tvöleitið um nóttina bárust þær fregnir frá Ægi að skútan stefndi inn á Berufjörð eða Stöðv- arfjörð. Lögreglumennirnir í bíl- unum færðu sig til, tilbúnir að taka á móti skútunni hvar sem hún kæmi að landi. Hálftíma síðar bárust enn fréttir frá Ægi: Nú hafði kúrsinn breyst lítillega og líklegast að skútan sigldi inn á Fáskrúðsfjörð. Enn óku lög- reglumenn í loftköstum á milli fjarða. Villtir skútumenn Nóttin leið í taugaspennu. Skip- verjar á skútunni virtust ekkert allt of klárir á kúrsinum. Þeir voru reyndar enn svo langt frá landi að örlítil breyting á stefnu þar úti ruglaði menn í landi í ríminu og gerði þeim ókleift að álykta með fullri vissu hvert skútan stefndi. Kannski voru skútumennirnir alls ekki vissir um hvar þeir voru staddir. Það var rigning, skyggni var mjög slæmt og aðeins fyrir kunnuga að átta sig á hvaða fjörður var fyrir framan stefnið. Siglinga- lagið var hikandi, en frá skútunni hafa menn varla séð nema stærstu fjöll. Lögreglumennirnir bölvuðu sumir, bæði hátt og í hljóði. En þeir ætluðu sér ekki að missa þolin- mæðina núna, eftir þessa löngu rannsókn, sem hafði svo oft reynt á þolrif þeirra. Um þrjúleytið voru menn vissir um að skútan kæmi annað hvort inn á Fáskrúðsfjörð eða Stöðvarfjörð. Þeir fylgust ekki bara með ferð- um skútunnar með aðstoð áhafn- arinnar á Ægi, heldur höfðu vökult auga með öllum mannaferðum uppi á landi. Rétt fyrir klukkan þrjú ók maður niður á bryggjuna á Stöðvarfirði, stöðvaði bíl sinn og gekk út úr honum. „Finnið út hver þetta er!“ kallaði Brandur, stjórn- andi aðgerða fíkniefnalögreglunn- ar á staðnum. Þetta reyndist vera heimamaður, alls ótengdur siglingu skútu með fíkniefni frá Danmörku. Undir morgun var ljóst hvert skútan stefndi. Hún skreið inn á Fáskrúðsfjörð áður en eldaði af degi. Í grænum skugga Þegar klukkan var að nálgast fjögur um nóttina var skútan um eina og hálfa mílu frá höfninni í Fáskrúðsfirði. Varðskipið var fimm mílum utar. „Allir menn á Fáskrúðsfjörð!“ var skipun Brands. Lögreglumennirnir sem biðu í landi rýndu út á hafið í nætursjón- aukum sínum. Í fljótu bragði er ekki hægt að greina mun á nætur- sjónaukum og venjulegum sjón- aukum, þeir eru eins í laginu en gjarnan töluvert klossaðri en venjulegir sjónaukar. Nætursjónaukar eru nauðsyn- legur búnaður fyrir lögregluna, en hún er reyndar ekki ein um að not- færa sér þá. Skotveiðimenn eiga margir slíkan búnað, margir hafa nætursjónauka um borð í skemmtibátum sínum til að auð- velda sér för þegar dregur úr skyggni, sumir hafa nætursjónauka í farteskinu þegar þeir ferðast á fjöll og vilja njóta útsýnis að nóttu sem degi og svo mætti lengi telja. Auð- vitað eru þessir sjónaukar misö- flugir, en lögreglan býr yfir ágætum tækjum. Það krefst ákveðinnar þjálfunar að nota nætursjónauka og er þreyt- andi til lengdar að horfa í þá. Þeir magna upp þá litlu birtu sem er að finna, jafnvel þótt um nótt sé, því þá dugar stjörnuskin eða bjarmi tunglsins. Að sama skapi eru þeir ónothæfir í dagsbirtu, því þá taka þeir allt of mikla birtu inn á sig. Reyndar er hægt að notast við þá að degi til ef sett er lok framan á þá, sem aðeins hleypir daufri birtu að sjónglerjunum. Á Fáskrúðsfirði var enn svört nótt. Fíkniefnalögreglan hafði kall- að handtökuhóp sérsveitarinnar á lokafund. Nú var ljóst að skútan var skammt undan og menn fóru enn einu sinni yfir öll hugsanleg at- riði. Svo biðu þeir. Nokkrir biðu sunnan fjarðar, í ljóslausum bílum sínum og beindu nætursjónaukum sínum út fjörð- inn. Flestir voru þó norðan fjarðar og í kauptúninu sjálfu. Hluti þeirra beið yst á Skólaveginum, þar sem sást vel út fjörðinn, aðrir voru uppi í Hafnargötunni, þar sem höfnin blasti við. Og enn aðrir leyndust innan dyra, á lögreglustöðinni og í Slysavarnarhúsinu og biðu þess sem verða vildi. Myndin, sem lögreglumennirnir sjá þegar þeir horfa í nætursjón- aukana, er græn og þess vegna óraunveruleg. En þótt hún sé græn og óraunveruleg er hún ótrúlega skýr. Nú leið lítil, græn skúta yfir dökkgrænan hafflötinn inn eftir Fáskrúðsfirði. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) a Að líklega myndi skúta, lestuð fíkniefn- um, koma að landi ein- hvers staðar við Austfirð- ina. Mennirnir um borð væru hugsanlega vopn- aðir, það væri alla vega ekki hægt að útiloka að svo væri. 24stundir/Albert Tekin Skútan var hífð upp á vagn og flutt til Reykja- víkur til rannsókna. 24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 43 Tæknibúnaðurinn í hinni frábæru Nikon D40x stafrænu myndavél hefur skjóta svörun, líf- lega liti og skarpan sjálfvirkan fókus.Alla þessa kosti hefurðu í lítilli og handhægri myndavél með valmynd, sem er framúrskarandi auðveld í notkun, að ekki sé minnst á frábært úrval aukabúnaðar. Nikon D40x er ekki bara myndavél. Hún er Nikon. Ýttu bara á takkann, elskan. www.europe-nikon.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.