24 stundir - 15.12.2007, Page 53

24 stundir - 15.12.2007, Page 53
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 53 É g fékk áhuga á stjörnu- speki strax á unglings- árum og það voru ákveðnir þættir í um- hverfi mínu sem urðu til þess,“ segir Gunnlaugur Guð- mundsson, þekktasti stjörnuspek- ingur landsins. „Faðir minn, Guð- mundur Elíasson, drukknaði með togaranum Júlí við Nýfundnaland í febrúarmánuði 1959 þegar ég var fimm ára. Um þrjátíu menn fórust og milli fjörutíu og fimmtíu börn urðu föðurlaus. Ég er eitt þeirra. Mörgum árum seinna las ég í stjörnuspekibók að þeir sem hefðu sömu afstöðu og ég í stjörnukorti sínu ættu á hættu að missa föður sinn á unga aldri. Mamma stóð ein uppi með þrjú börn. Hún flutti með tvö þeirra til Keflavíkur en ég flutti til ömmu á Lynghaga í Vesturbænum. Mamma, Þórhalla Gunnlaugsdótt- ir, er sporðdreki, mjög hrein og bein, segir beint út það sem hún meinar. Að vera heiðarlegur og sannsögull skiptir hana öllu máli. Hún er ljóshærð, grönn, falleg og myndarleg kona. Ég elska hana og virði en vegna aðstæðna hefur sambandið aldrei verið mikið. Þegar pabbi drukknaði áttaði ég mig eiginlega ekkert á því að hann væri dáinn. Hann var sjómaður sem hafði verið mikið fjarverandi. Hann var kallaður Gummi Tarzan á þeim dögum þegar það þótti fínt að vera líkt við Johnny Weissmull- er. Pabbi var sterkur og glæsilegur maður. Í ljónsmerkinu, svolítill töffari held ég og handlaginn. Það var einungis þegar besti vinur minn, Ásgeir Haraldsson barna- læknir, var með pabba sínum og ég sá hversu fallegt samband þeir áttu að ég varð mjög meðvitaður um að vera föðurlaus. Heimilið á Lynghaganum var einstaklega fallegt. Þar var amma og þrjú börn hennar sem öll voru ógift: Gunna frænka, Ottó og Kalli. Þau voru ákaflega heilsteyptir ein- staklingar og gott fólk. Það var org- el á heimilinu sem amma spilaði á og þarna var mikið af bókum, þar á meðal bækur um trúmál. Þarna var líka mikið af myndlist því Ottó málaði. Þegar ég lít til baka var þetta eins og að alast upp í klaustri með ömmu sem abbadís. Ég var umvafinn ást fullorðins fólks sem hafði tekið að sér föðurlausan dreng með stór brún augu og ljóst hár. Amma kallaði mig glókoll. Ég var táningur þegar ég fékk áhuga á stjörnuspeki. Gunna frænka keypti dönsku blöðin og í þeim voru heilu stjörnuspekiopn- urnar sem vöktu athygli mína og áhuga. Þegar ég var fimmtán ára dó amma. Ég hafði elskað hana út af lífinu. Skömmu eftir dauða hennar man ég eftir að hafa staðið á Æg- isíðunni, horft út á hafið og sagt upphátt: „Nei, Guð, ekki þetta.“ Dauðinn er svo miskunnarlaus. Svo veiktist Gunna frænka og dó þegar ég var nítján ára. Maðurinn er einstaklingur en hann er líka hópdýr. Ég var ungling- ur og tilheyrði engum hópi. Ég hafði misst þá sem mér þótti vænst um. Ég var týndur og þurfti að leita að sjálfum mér. Ég er sonur sjómanns, afi var sjómaður og langafi var sjó- maður. Pabbi drukknaði, einn bróð- ir hans drukknaði sömuleiðis í hafi, langafi minn drukknaði líka. Það var engin áfallahjálp fyrir aðstand- endur á þessum tíma. Fólk varð að bjarga sér sjálft í gegnum sorgina. Ég var í þeim sporum. Ég hafði engan áhuga á að verða aumingi, ég vildi lifa og berjast fyrir mínu lífi og vera heiðarlegur maður. Ég fór nokkrum sinnum í Nes- kirkju en það var ekki hægt að tala við prestinn. Hann var einkenni- legur og hafði engan áhuga á vandamálum mínum. Kirkjan var ekki þarna fyrir mig. Ég leitaði uppi bækur um sálfræði. Mig lang- aði til að skilja lögmál tilverunnar og ég var yfirkominn af sorg. Ég komst að því að sálfræðin fjallar ekki um manninn heldur rann- sóknir á músum. Það er athyglis- vert fyrir atferlisfræðing en gaf mér ekki neitt. Niðurstaðan var sú að það sem gaf mér skilning og ró var stjörnuspekin og andleg fræði. Þar fann ég siðfræði sem ég gat borið virðingu fyrir og hjálpaði mér. Þeg- ar fólk segir: Það sem þú ert að gera er bull og vitleysa þá reiðist ég. Hvaða rétt hefur þetta fólk til að segja að mín leið sé röng? Hvernig getur það leyft sér það?“ Oftrú og fordæmingar Er stjörnuspeki ekki bara sam- kvæmisleikur? „Samkvæmisleikur? Nei. Stjörnuspeki er raunveruleiki. Kannski er mitt vandamál hversu öfgarnar eru miklar í viðhorfi til stjörnuspeki. Annars vegar er fólk úti í þjóðfélaginu sem heldur að ég sé snargalinn. Það telur stjörnu- speki vera bull og þvælu og er sannfært um að ég sé að spila á hjátrú og heimsku. Síðan er fólk í þjóðfélaginu sem heldur að ég viti allt og sjái allt. Ég væri mjög þakk- látur fyrir einhvern milliveg. Oftrú fólks hefur reynst mér erfið engu síður en fordæmingarnar. Um tíma voru mörg hundruð manns á bið- lista eftir einkatíma og það var svo margt erfitt sem fylgdi þessu fólki. Fólk sagði: Fyrirtækið mitt er að fara á hausinn, geturðu séð hvenær þetta fer að lagast? - Sonur minn er þunglyndur og ég óttast að hann fyrirfari sér. Geturðu hjálpað? - Hjónaband mitt er í rúst, ég hata manninn minn. Hvað á ég að gera? Ég er ekki alvitur en ég veit að ég er góður í því sem ég er að gera. Ég hef líka gott innsæi. Menn fara til sálfræðings eða geðlæknis og eftir tíu tíma fer vandamálið loks að koma upp á yfirborðið vegna þess að viðkomandi hefur ekki gert annað en að tala. Manneskja kem- ur til mín, ég lít á hana og get sagt henni hvert vandamál hennar er eftir að hafa skoðað stjörnukort hennar. Ég hef hins vegar ekki töfralausnir. Það er í höndum ein- staklingsins að horfast í augu við vandamál sín og leysa þau. En til að menn leysi vandamál verða þeir að viðurkenna þau fyrir sjálfum sér og vilja taka á sig ábyrgð.“ Hjálpar stjörnuspeki þá fólki? „Ef fólk vill að hún hjálpi því þá gerir hún það. Menning okkar hvílir á stjörnuspeki, við erum bara búin að gleyma því. Maðurinn er orðinn firrtur og ekki lengur tengdur við náttúruna. Stjörnu- speki byggist á náttúrunni. Þeir sem eru til dæmis fæddir í lok júlí eða í ágúst eru ljón og hafa eðli þessara mánaða í karakternum. Það er í eðli ljónanna að tjá sig á lit- HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Ég var unglingur og tilheyrði eng- um hópi. Ég hafði misst þá sem mér þótti vænst um. Ég var týndur og þurfti að leita að sjálfum mér.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.