24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 62

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir a Gjafabréf á námskeið sem hentar áhugamáli viðkomanda væri kærkomin gjöf fyrir þá sem eru fastir í sama farinu. Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Það getur verið heilmikill höfuð- verkur að velja göf fyrir þá sem eiga sér ekki tómstundaráhugamál og eiga alla þá kertastjaka og spari- diska sem völ er á. Ef staðan virðist vonlaus er um að gera að beita hugmyndafluginu og gefa eitthvað sem viðkomandi myndi aldrei detta í hug að kaupa sér sjálfur. Það er alltaf auðvelt og þægilegt að velja góða ljósmynd sem tengist viðkomandi, stækka hana og kaupa flottan ramma. Slík gjöf er alltaf vel þegin og reynist oft sú minnisstæð- asta í bunkanum. Sama gildir um föndur á borð við fallegt jólaskraut, handmálaða bolla eða dúka og sér- merkt handklæði. Gjafir eins og þessar er ekki hægt að fjöldafram- leiða og eykur það því tilfinninga- legt gildi þeirra. Þeir sem ekki hafa tíma eða list- ræna kunnáttu til að búa jólagjaf- irnar til sjálfir geta til dæmis keypt förðunarsett áhugaleikarans sem fæst á vefsíðunni www.leiklist.is. Í settið er hægt að setja gervitennur, skegg, andlitsmálningu og förðun- arhandbækur. Allt sem þarf til að setja á svið litla sýningu eða skemmta sér á grímuballi. Ostaverslanir og ýmsar sérvöru- búðir bjóða upp á margar gerðir af gjafakörfum sem henta fullkom- lega í jólagjafaflóðið. Viðkomandi getur þá notið hennar strax og boðið vinum og ættingjum að deila henni með sér. Þarna losnar þiggj- andi einnig við að gjafirnar safnist upp enda klárast gjöfin á nokkrum dögum eða vikum en skilur eftir sig skemmtilegar minningar fyrir þá sem sátu saman við stofuborðið og nutu ostaveislunnar eða ávaxtanna. Gjafabréf og kossamót Símentunarmiðstöðvar víðs veg- ar um land halda athyglisverð námskeið á veturna sem mörgum þætti gaman að taka þátt í en koma sér aldrei í að skrá sig. Gjafabréf á námskeið sem hentar áhugamáli viðkomandi væri kærkomin gjöf fyrir þá sem eru fastir í sama farinu. Gjöfin gæti þá breytt lífi viðkomandi ef hún verður til þess að gamall draumur verður látinn rætast. Vefsíðan bust-ed.co.uk býður upp á marga skemmtilega valkosti fyrir þá sem eiga allt. Meðal annars er hægt að kaupa sápu með sér- prentuðum skilaboðum, gips-sett sem er sérstaklega hannað til að taka mót af kvenmannsbrjóstum og annað sem notað er til að búa til ísskápssegla með kossum viðkom- andi. Slíkt er auðvitað ómissandi á hvert heimili. Gjafakort eru alltaf góður val- kostur en sem dæmi má nefna gjafakort Kringlunnar og Smára- lindar sem bjóða upp á nánast endalausa valkosti fyrir þiggjanda. Slík gjöf gæti brúað bilið upp í eitt- hvað stærra sem vantar á heimilið eins og nýtt sjónvarp eða sófasett. Einnig eru gjafabréf í slökunar- meðferð eða snyrtimeðferð ómet- anleg þegar jólabrjálæðinu er að ljúka og allir eru uppgefnir. Hug- myndirnar eru nánast endalausar og því er um að gera að leita. Frumlegt Jólagjafir þurfa ekki að vera hefðbundnar til að slá í gegn Hvað á að gefa þeim sem á allt? Gjafakörfur, föndur og snyrtimeðferð Jólin eru meðal annars tími jólagjafa og á hverju einasta ári þurfa flestir Ís- lendingar að fá glænýjar og ferskar hugmyndir að jólagjöfum handa sínum nánustu, sem sumir hverjir eiga allt sem þeir þurfa á að halda. Jólin eru ekki alltaf gleðileg því á meðan stór hluti landsmanna kaupir gjafir búa aðrir Íslend- ingar við mikinn skort. Mæðrastyrksnefnd hefur í fjölda ára gefið fátækum fjölskyldum mat og föt en starfsemin er styrkt með gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Í hverjum mánuði fá hundruð fjölskyldna gjafir en í desember hlaupa þær á þúsundum. Þeir sem vilja styrkja nefndina geta nálgast upplýsingar á www.maedur.is. Gerið góðverk um jólin Fyrstu jól barnsins eru flestum foreldrum sérstaklega mikilvæg. Barnið man auðvitað ekkert eftir þeim en ef það fæddist snemma á árinu ætti það að geta tekið ein- hvern þátt í gleðinni. Viss atriði þarf að hafa í huga þegar smá- barn er við jólaborðið. Til dæmis þarf barnið að hafa eitthvað að gera ef borðhaldið dregst og því er gott að hafa leikfang eða fingramat á borðinu. Þegar kemur að því að taka upp gjafirnar þarf litla krílið að fá sinn pakka fyrst og getur dundað sér við að rífa hann upp. Það get- ur að sjálfsögðu tekið langa stund og á meðan skiptast hinir á gjöf- um. Að lokum er mikilvægt að taka fullt af myndum. Fyrstu jól barnsins 200 g smjörlíki 250 g sykur 1 egg 300 g hveiti 75 g kókosmjöl 1 tsk. natrón 2 msk. síróp Mónu súkkulaðidropar Hræra sykur og smjörlíki létt og ljóst. Bæta egginu út í og hræra vel. Bæta þurrefnunum saman við og hnoða aðeins upp í deig- inu. Sírópið fer út í síðast. Deigið er hnoðað saman með ör- litlu af hveiti. Gerðar eru litlar kúlur og einn súkkulaðidropi settur ofan á. Bakað við 200°C í 8-10 mín. og borðað með ískaldri mjólk. Uppskrift af www.eldhus.is. Ómótstæðilegar bóndakökur Þeir sem vilja komast í alvöru jólagír verða að taka gleðina með í vinnuna. Það léttir lund allra starfsmanna ef hversdagsleikinn er brotinn upp með leikjum á borð við leynivin, þar sem starfsmenn draga eitt nafn og gefa honum reglulega gjafir nafnlaust. Viðkomandi veit þá aldrei á hverju hann á von og það gerir þetta meira spennandi. Einnig er hægt að taka upp á því að hafa jólaþema í klæðaburði. Þá mæta allir í hátíðarlitum eða með jólahúfu og jólabindi. Fjör í vinnunni um jólin Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Japanar líta á það sem móðgun að senda rauð jólakort þar sem sá litur er tengdur við jarðarfarir. Í Caracas er aðalgötum lokað á aðfangadag til að hægt sé að fara á hjólaskautum í kirkju. Norðmenn fela alla kústa á að- fangadag til að koma í veg fyrir að nornir ræni þeim. Ítalir nota ekki jólatré heldur píramída úr tré sem skreyttur er með ávöxt- um. Jólatré í Úkraínu eru aftur á móti skreytt með kóngulóm. Engin rauð jólakort LÍFSSTÍLLÍ JÓLASKAPI lifstill@24stundir.is Va t n s s t í g 3 I 1 0 1 R e y k j a v í k I 5 5 2 0 9 9 0 w w w. m u n t h e p l u s s i m o n s e n . c o m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.