24 stundir - 15.12.2007, Page 63

24 stundir - 15.12.2007, Page 63
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 63 Það eru að koma jól og nú þarf að kaupa gjöf handa hinum helm- ingnum. Þetta kann að vefjast fyrir mörgum og þá kannski sérstaklega þegar fólk er ekki búið að vera lengi saman. Fyrsta lausnin við þessu er afar einföld en hún er ein- faldlega að hlusta vandlega á óskir hennar/hans og biðja jafnvel um óskalista. Sumir hafa áhyggjur af að með þessu móti komi gjöfin ekki jafn mikið á óvart en er það nú ekki skárra en að gefa hinum helmingnum eitthvað sem honum finnst alveg skelfilegt, jafnvel þó hann/hún sýni það ekki? Fáðu nokkra hluti skrifaða niður á miða, þannig getur þú í það minnsta komið elskunni þinni á óvart að einhverju leyti. Að vanta og langa Þegar kemur að því að velja jólagjöf handa elskunni er afar mikilvægt að muna að þó hann eða hana vanti eitthvað er það ekki það sama og að langa í þann hlut. Einn óheppinn tók t.d. konuna sína aðeins of bókstaflega og gaf henni blandara, ryksugu og sláttu- vél í jólagjöf, eitthvað sem hún hafði sagt að vantaði á heimilið. Falleg slaufa eða innpökkun á slík- um gjöfum hjálpar alls ekki neitt við að koma í veg fyrir stórslys og má viðkomandi búast við að sofa á sófanum það sem eftir lifir árs. Yf- irleitt er því ráðlegt að setja ekki verkfæri og heimilistæki á versl- unarlistann nema viðkomandi sé algjört tæknifrík. Rómantískt og kynþokkafullt Um jólin eru karlmenn oft hvattir til að gefa elskunni eitthvað kynþokkafullt og rómantískt eins og nærföt eða falleg náttföt. Þetta geta verið persónulegar gjafir en vandaðu valið sérlega vel sértu í nýju sambandi og passaðu að hafa stærðir á hreinu. Hvernig á að velja hentuga jólagjöf handa elskunni Að vanta og langa er ekki það sama Spennandi Hvað skyldi vera í pakkanum frá elsk- unni? Það eru ekki almennilega komin jól í Englandi fyrr en allir hafa sest við borðið, sprengt litrík knöll og sett á sig pappakór- ónurnar sem þar er að finna. Þetta fer kannski ekki sérlega vel með jólahárgreiðsluna en fólk lætur það ekkert á sig fá. Þessi enska hefð er talin upprunnin á þeim tíma þegar þrettándanum var fagnað með hátíðahöldum og kóngur eða drottning höfðu yfir- umsjón með undirbúningi. Á Viktoríutímanum var allt jóla- skraut tekið niður og brennt á þrettándanum, en ýmiss konar hjátrú var tengd honum. Hvaðan koma jólakórónurnar? Það er fyrir mestu að við séum öll góð hvert við annað yfir jólin enda eru þau jú hátíð ljóss og friðar. Til að sýna vinum og vandamönnum enn meiri vænt- umþykju á þessum árstíma er sniðugt að skilja eftir handa þeim lítil skilaboð hér og þar. Í köku- boxið má t.d. setja miða sem á stendur Ertu að stelast í kökurnar einu sinni enn? með broskalli á eftir. Í sokkaskúffu má lauma miða til að minna á endurnýjun til að viðkomandi fari ekki í jóla- köttinn. Handa vinnufélögum má skilja eftir gula miða með vinnustaðagríni hér og þar, t.d. á skrifborðum og tölvum. Skemmtileg og sæt jólaskilaboð Höfuðverkur er sár og leiður kvilli og erfitt að vera þjakaður af slíku þegar allt er á fullu við jóla- undirbúning. Nýleg rannsókn sýndi að nærri einn af hverjum fjórum sagðist oftar fá höfuðverk í kringum jólin en á öðrum tím- um ársins. Sögðu 75% svarenda að tímaþröng hefði valdið höf- uðverknum. Samkvæmt þessu er gott að vera tilbúinn með allt í tíma en það getur reynst hægara sagt en gert. Jólaverkur www.nesbyggd.is SÖLUSÝNING Eigum nokkrar íbúðir til afhendingar á næsta ári í Beykidal Beykidalur 2 Uppselt Beykidalur 4 Uppselt Beykidalur 6 Afhending í ágúst 2008 Beykidalur 8 Afhending í nóv 2008 Beykidalur 10 Afhending í jan 2009 Opið hús í Engjadal 2 íbúð 205 milli 11 og 16 á laugardag og sunnudag. ATH við getum boðið kaupendum okkar viðbótarlán á hagstæðum vöxtum.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.