24 stundir - 15.12.2007, Síða 65

24 stundir - 15.12.2007, Síða 65
dökk á brún og brá, fríð og fíngerð. Hún heitir Katarína og hefur átt góð samskipti við þá félaga frá því að þeir komu til Capri. Yfirleitt liggur vel á henni og þá ærslast hún og hlær en í þetta sinn er hún syfj- uð og pirruð á óstundvísi gestanna svo hrafntinnuaugun skjóta gneist- um. En þegar hún sér hversu vel liggur á þeim breytist viðmót hennar og hún fer að brosa. Og fyrr en varir grípur Davíð Katarínu og dansar við hana tarantella á hót- elganginum. Að svo búnu setur hann hana á kné sér og mælir fram ljóð til hennar. Ríkarður er búinn að heyra margar perlur af vörum skáldsins á heimleiðinni og er því fljótur að ná í blað og blýant og skrifa það niður. Í ljóðabókinni sem Davíð sendi frá sér einu ári eft- ir ferðalagið birti hann þetta kvæði, „Katarína“, sem þriðja og síðasta hluta kvæðisins um Capri. Þar er það lítt breytt frá því sem var þegar hann mælti það af munni fram á eyjunni. Jón Jónsson frá Hvanná gerði seinna lag við kvæðið og eftir að það var gefið út á hljómplötu í flutningi Hauks Morthens laust eftir miðja öldina hefur það tíðum hljómað á öldum ljósvakans og er leit að þeim Íslendingi sem ekki kannast við ljóð og lag. Kvæðið var prentað þannig árið 1922: Komið, allir Caprisveinar. Komið. Sláið um mig hring, meðan eg mitt kveðjukvæði um Katarínu litlu syng. Látið hlæja og gráta af gleði gítara og mandólín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. Í fiskikofa á klettaeynni Katarína litla býr. Sírenur á sundi bláu syngja um okkar ævintýr. Á vígða skál í skuggum trjánna skenkti hún mér sitt Caprivín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. Með kórónu úr Capriblómum krýndi hún mig hinn fyrsta dag. Af hæsta tindi hamingjunnar horfðum við um sólarlag. Þar dönsuðum við tarantella og teyguðum lífsins guðavín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. En nú verð eg að kveðja Capri og Katarínu litlu í dag. Horfa mun ég út til eyjar einn um næsta sólarlag. Grátið með mér, gullnu strengir, gítarar og mandólín. Ó, Katarína, Katarína, Katarína, stúlkan mín. Daginn eftir, 8. apríl, yfirgáfu þeir Davíð, Ríkarður, Tryggvi og Valdimar Capri. Líklegast fóru þeir til Sorrento og þaðan áleiðis til Na- pólí. Þeir gengu á eldfjallið Vesú- víus, drukku þar á krá efst í byggð- inni hið þekkta vín Lacrymæ Christi (Tár Krists) og skoðuðu Pompei og gistu svo að minnsta kosti eina nótt í Napólí. Um borg- ina kvað Davíð samnefnt kvæði þar sem þetta er eitt erindanna: Og þar eru sífeld strætastríð. Þar stelur þjófurinn ár og síð, og betlarinn höktir á hækjum. Þar úir og grúir af letilýð, lazzarónum og skækjum. Frá Napólí halda þeir beint til Rómar. Tryggvi og Valdimar leggja svo af stað áleiðis heim til Íslands daginn eftir en Davíð hyggst vera þar ögn lengur og Ríkarður ætlar að stunda nám í borginni. Áheyrn hjá páfa Einn af kunningjum Íslending- anna á Ítalíu heitir Spange, norskur listmálari. Snemma morguns 12. apríl birtist hann á hóteli þeirra Davíðs og Ríkarðs og býður þeim aðgangskort í áheyrn hjá páfanum. Þeir kaupa kortin og fara á fund páfa með öðrum ferðamönnum þar sem þeir kyssa á hönd Bene- dikts fimmtánda en páfi blessar þá, fjölskyldur þeirra og vini. Hann er um sextugt, lágvaxinn og mjög gildur. Þessi heimsókn í Vatíkanið hefur mikil áhrif á þá félaga og þeir eru sammála um að þeir muni seint gleyma henni. Bréf frá Ítalíu Seinna þennan sama dag skrifar Davíð Theódóru Thoroddsen langt bréf. Þar segir hann meðal annars: Hér er yndislegt að vera. Sól og sumar á hverjum degi. Pálmalaufin skjálfa í vorblænum og vínviðurinn heitur eins og mey sem ætlar að fara að stíga upp í brúðarsængina. … Við ferðalangarnir grípum kvartelin og teygum úr þeim vínið eins og skyrblöndu því við erum þyrstir og þreyttir af göngu yfir fjöll og heiðar. … Hér er hægt að vera einn þegar maður vill og í gleðihóp þegar sú hliðin er uppi. Hér er forn list í ríkum mæli, um gamla róm- verska menningu er hér hægt að lesa á sigurbogum og brotnum súl- um. Hér eru allar kirkjur opnar vorlangan daginn og þangað er gott að flýja og hvíla sig og hlusta á latneskar messur og bænasöngva og teyga reykelsisilminn. Ég er nýlega kominn frá Capri. Það er guðdómleg eyja og þar vildi ég búa á vetrum en heima á Íslandi á sumrum. Ef ég væri ríkur mundi ég gjöra það. Og þá byði ég þér með mér eitthvert haustið. Þar er allt sem þarf að fá til þess að koma gleði á. … Í Capri dansaði ég tar- antella og söng St. Luciana og sá sólina hníga eldrauða í hinar heið- bláu Miðjarðarhafsöldur. Sjaldan hef ég séð slíka dýrð. Ég vildi að þú hefðir getað séð hana líka. … Guð blessi þig, Theodóra, og aldrei gleymi ég hvernig þú hefur reynst mér. Og ef mér auðnast það að koma heim aftur, sem ég vona fastlega, þá mun ekki líða á löngu áður en ég drep að dyrum þínum. Og ég vona að þú lofir mér að hvíla mig um stund í stólnum við gluggann. Mér þykir vænt um græna litinn og yfir stólnum var grænt teppi. Svo gefur þú mér ein- hverja hressingu því sennilega verð ég bæði svangur og þyrstur en verði nokkuð í vasa mínum færð þú að heyra. Ef til vill á ég þá leynd- armál sem ég trúi þér fyrir. – Eftir nokkra daga fer ég héðan frá Róm og til Assisi, þaðan til Fi- renze og svo til Veneziu – og svo norður á við. Ég uni mér mjög vel meðal óþekktra. Perlur tala með geislagliti, blóm með ilmi og mál- lausir með svip og bendingum. Hér er yndislegt að vera. En nú er kom- in nótt og í fyrra málið þarf ég að vera á járnbrautarstöðinni kl. 6 til þess að kveðja Maju litlu sem er að fara heim til Kristianiu. Ævintýrin taka aldrei enda. Ég bið mjög vel að heilsa Láru og svo er bréfið á enda. Guð sé með þér og þeim. Davíð Stefánsson Heilsaðu svarhærðri meyju Daginn eftir, 13. apríl, skrifar Davíð bréf til Sigurðar Nordals þar sem hann greinir honum líka frá upplifun sinni af Capri. Þar segir hann meðal annars: „Ef þú kemur til Capri á undan mér, þá heilsaðu frá mér svarthærðri smámeyju með föla vanga. Ef þú segir henni að ég hafi kysst hana og dansað með hana í fanginu af gleði, þá kannast hún við mig. Hvíslaðu að henni Katarínu litlu að ég gleymi henni aldrei og sigli með hana í huganum inn í bláu sæhöllina undir berg- inu.“ (Millifyrirsagnir eru blaðsins) 24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 65 Gott í skóinn 395,- BARNSLIG APA mjúkdýr L25 cm Opið til 22:00 fram að jólum │ www.IKEA.is SÖT BARNSLIG mjúkdýr ýmsar tegundir 50,-/stk. KLAPPAR GIRAFF mjúkdýr brúnt 495,- KOJA tjald 120x120x95 cm 595,- MÅLA tússpenni/stimpill 6 stk. ýmsir litir 95,- KLAPPAR BOLL mjúkur bolti ýmsir litir 95,-/stk. MINNEN RÅTTA mjúkdýr L23 cm 395,- KLAPPAR TEATER brúðuleikhús 195,- KLAPPAR VILD handbrúður ýmsar tegundir 295,-/stk. KORALL HAJ mjúkdýr L62 H16 cm 495,- KLAPPAR MASKERAD gríma m/spöng ýmsar tegundir 295,-/stk. TITTA fingraleikbrúður 10 stk. ýmsir litir 495,- KLAPPAR PANDA mjúkdýr L32 cm 695,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.