24 stundir - 15.12.2007, Side 82

24 stundir - 15.12.2007, Side 82
mér alltaf í besta jólaskapið,“ segir Halla og vill meina að þeir sem þoli ekki lagið sjái einfald- lega ekki húmorinn í því. Ný plata Ragga Bjarna góð „Besta jólalagið í mínum huga er á nýrri plötu Ragga Bjarna og heitir Jólarökkur. Gunni Þórðar samdi lagið, sem er alveg frábært í alla staði,“ segir sjónvarpsmað- urinn Egill Helgason og gefur plötunni sín bestu meðmæli. „Það er óvenjulegt að heyra nýja jólamúsík sem maður fílar svona vel.“ Rapparinn Dóri DNA er öllu neikvæðari: „Mér finnst öll ís- lensk jólalög ógeðsleg,“ segir hann. „Nema reyndar Heims um ból og mögulega Þú komst með jólin til mín. Þau eru góð,“ segir Dóri. Hann var einmitt sjálfur að gefa út jólalagið Meiri snjór. „Það er auðvitað besta íslenska jólalagið í dag,“ fullyrðir hann. Baggalútur býr til jólaskapið Söngkonan Védís Hervör Árnadóttir segir að platan Hvít er borg og bær, sem kom út árið 1987, sé í mestu uppáhaldi hjá henni. „Þessi plata er alveg æð- isleg og ég get bara ómögulega gert upp á milli laganna á henni. Þetta er séríslensk plata og ég held að það sé ekki eitt töku- lag á henni.“ Elma Lísa Gunn- arsdóttir, leikkona, seg- ir Baggalútsmenn öðrum fremur ná að koma henni í jóla- skapið. „Flest jóla- lög ná nú yfirleitt að koma mér í jólagírinn, en ég get nefnt sér- staklega Bagga- lút. Ég hlustaði mikið á jóladisk- inn þeirra í fyrra og hann kom mér algjörlega í jóla- skapið,“ segir Elma Lísa. Afmæli Jesú Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, söngkona stúlknasveitarinnar Nylon, á ekki í vandræðum með að velja Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Í 24 stundum í gær var rætt við 10 þjóðþekkta einstaklinga og þeir spurðir að því hvaða jólalag færi mest í taugarnar á þeim. Þá stóðu Jólahjól og Ef ég nenni upp úr (eða hengu niður úr). Nú er spurt hvert er besta ís- lenska jólalagið og eru skoðanir afar skiptar. Kom á óvart Útvarpsmaðurinn Ívar Guð- mundsson segir að nið- urstöðurnar úr könn- uninni í gær hafi komið sér á óvart. „Ef ég á að nefna eitt lag sem mér þykir best er það eiginlega Ef ég nenni. Það skemmir ekki fyrir að ég sá Helga Björns á tónleikunum síðustu helgi. Það innsiglaði það,“ segir Ívar. Sjá ekki húm- orinn Undir þessi orð tekur Halla Vil- hjálmsdóttir. „Ef ég nenni er tvímælalaust besta jólalagið. Það kemur GEFÐU GLITNIS PUNKTA TIL GÓÐGERÐARMÁLA Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is besta jólalagið. „Ég verð að nefna Hvít jól í flutningi Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálms. Fyrir mér er það aðal jólalagið og ég hef hlustað ótrúlega mikið á það. Þau eru náttúrulega frábær- ir söngvarar,“ segir Steinunn. Hugsa þetta í plötum Ólíkt Steinunni á sjónvarps- konan Svanhildur Hólm erfitt með að velja úr fjölda góðra laga. „Ég á auðveldara með að hugsa þetta í plötum. Jólastreng- ir er jólaplatan - með greini - á mínu heimili. Plöturnar Hvít er borg og bær og Hátíð í bæ þykja mér líka frábærar,“ segir Svan- hildur, en á ómögulegt með að velja eitt lag best. „Sennilega er það af því að ég er svo mikið jólabarn og finnst flest jólalög bara yndisleg. Meira að segja Jólahjól!“ Jóhannes úr Kötlum Skjöldur Eyfjörð, hár- greiðslumaður og stílisti, segir að jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum séu það sem kemur honum í mesta jólaskapið. „Það var fyrsta jólasveinalagið sem ég lærði. Þetta var alltaf lesið fyrir mig á kvöldin áður en jóla- sveinninn kom og ég kunni þetta alveg reiprennandi,“ segir Skjöldur. Boðskapurinn gleymist „Til þess að halda mér í ind- ísenunni verð ég að velja lagið Happy B-day mr. J með Hair- doctor,“ segir Elís Pétursson, bassaleikari Jeff Who?. „Það hef- ur svo góðan boðskap, en í því er sungið um að fólk gefur alltaf hvort öðru gjafir, en gleymir því að við erum að fagna jólunum af því að það er Jesú sem á af- mæli,“ segir Elís. Elma Lísa Baggalútur kemur mér í jólagírinn. Skjöldur Eyfjörð Jóhannes úr Kötlum kemur með jólaskapið. Svanhildur Hólm Fíla meira að segja Jólahjól. Steinunn í Nylon Held Hvít jól með Ellý og Vilhjálmi. Védís Hervör Þið verðið að hlusta á Hvít er borg og bær. Elli í Jeff Who? Ætla að gefa Jesú afmælisgjöf. Dóri DNA Öll íslensk jólalög eru ógeðsleg. Egill Helga Raggi Bjarna kom með jólin til mín. Halla Vilhjálms Sjáið þið ekki húmorinn í Ef ég nenni? Ívar Guðmunds Helgi Björns innsiglaði atkvæði mitt um síðustu helgi. Íslendingar hafa ólíkar skoðanir á íslensku jólalögunum. Gamalt er yfirleitt gott. Ef ég nenni best og verst? 10 þjóðþekktir ein- staklingar gefa álit sitt á því hvað sé besta ís- lenska jólalag fyrr og síð- ar. Lagið Ef ég nenni og platan Hvít er borg og bær standa upp úr. ➤ Hvít er borg og bær kom útárið 1987, en á henni syngja m.a. Egill Ólafsson, Björk Guðmundssdóttir og Ragn- hildur Gísladóttir. ➤ Viðmælendur 24 stunda vorualmennt sammála um að gömlu jólalögin væru mun betri en þau nýrri. BESTU JÓLALÖGIN 82 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ef ég á að nefna eitt lag sem mér þykir best er það eiginlega Ef ég nenni. Það skemmir ekki fyrir að ég sá Helga Björns á tónleikunum síðustu helgi. Reuters greindi frá því í gær að samkvæmt nýrri breskri rannsókn hefur sjöundi hver Breti lent í því að vera sagt upp í gegnum sms skilaboð. Alls voru það 2.194 manns sem tóku þátt í rannsókninni. „Flest okkar senda tölvupóst og sms skilaboð daglega þann- ig að það kemur ekkert á óvart að fólk sé núna farið að nota þetta til að slíta sambandinu,“ sagði talsmaður moneysuper- market.com sem framkvæmdi könnunina. Það vekur einnig athygli við könnunina að um eitt prósent þátttakenda sagð- ist hafa notað vefi á borð við Facebook til að binda enda á sambönd sín. vij Bretar skilja með sms skilaboðum Það er augljóst að lagið Ef ég nenni er umdeildasta íslenska jólalagið. Lagið fékk bæði at- kvæði sem besta og mest pirr- andi íslenska jólalagið og er því nánast óhætt að fullyrða að annað hvort hati menn það, eða elski. Í könnununum tveimur bar ótal lög á góma, en allir virtust hafa skoðun á Ef ég nenni. Það sem helst virðist fara í taugarnar á fólki er titillína lagsins, en aðdá- endur þess vilja meina að í henni felist húmor sem and- stæðingar lagsins skilji ekki. Fram kom í 24 stundum í gær að Helgi Björnsson hefði sam- ið textann við lagið, en svo er ekki. Textinn er eftir Jónas Friðrik en hlutverk Helga var einungis að syngja lagið. Upp- runa lagsins sjálfs má svo rekja til Ítalíu, en höfundur þess kallar sig Zucchero og er ríflega fimmtugur blúsrokk- ari. Helgi sá bara um söng Ef ég nenni Lagið Umbrella (ísl.þ. regn- hlíf), sem hin snoppufríða Rihanna gerði að vinsælasta lagi ársins í ár, er einnig það lag sem flestir hafa tekið upp í eigin útgáfu. Rihanna veit hvað virkar og ætlar að taka upp lagið aftur á næstunni í órafmagnaðri útgáfu. Regnhlífarlag oftast sungið

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.