24 stundir - 15.12.2007, Side 94

24 stundir - 15.12.2007, Side 94
94 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir JÓLAGJÖFIN SEM KONUNA DREYMIR UM GLÆSILEG SILKI NÁTTFÖT, NÁTTKJÓLAR OG SLOPPAR FRÁ FR Á BÆ R G Æ Ð I Laugavegur 80 Sími 5611330 www.sigurboginn.is „Það er grúppa í gangi á Face- book sem heitir „Þegar ég var á þínum aldri voru símanúmer bara fimm stafir“. Ég get því mið- ur ekki joinað hana, því þegar ég var á þeim aldri var ekki enn búið að finna upp símanúmer. […]En stuttu síðar komu svo símanúm- erin, og voru fjórir stafir.“ Guðmundur Rúnar Svansson eyjan.is/goto/svansson „Ég á víst þátt í einum af þessum 29 árekstrum. Klaufinn ég fékk smá skammir í vinnunni, annars var bara gert grín að mér. Gaur- inn sem átti Skoda-drusluna var alveg brjál, ætlaði að hjóla í mig, sem betur fer var lögreglan fljót á staðinn, annars væri ég örugglega kássa núna!“ Lúkas Jarl Kolbjarnarson blogg.visir.is/eljaki „Bandarískir embættismenn léku íslenska konu grátt á dögunum. Ef ég væri bandaríski sendiherr- ann hefði ég gefið þá skýringu að Kaninn hafi óvart talið að konan væri sígauni eða í vélhjólaklúbbi - það virðist nefnilega ríkja almenn sátt um það hér heima að þeir hópar séu réttlausir.“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Það er búið að loka á alla mögu- leika á viðlíka númeri,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu. Vestfirska héraðsfréttablaðið Skessuhorn sagði frá því í gær að bílnúmerið GAY 17 hefði fylgt nýj- um bíl á Akranesi, en kaupandinn brást skjótt við og skipti númerinu samkynhneigða út fyrir einkanúm- erið OFFI. Bjargaði málunum Númeraplötur með þremur bókstöfum voru nýlega tekin í notkun. Ófeigur Gestsson sagði í samtali við Skessuhorn að hann hefði ákveðið að kaupa einka- númer til að bjarga málunum, enda meira upp á kvenhöndina. „Hér fyrr á árum var ég kallaður Offi og ákvað að taka það númer þar sem það var laust,“ sagði hann. Einar Magnús hjá Umferð- arstofu segir að númerið hafi sloppið í gegnum síu á fyrstu dög- um þriggja bókstafa kerfisins. „Skýringin varðandi þennan bíl sem er verið að láta mikið með núna, er að hann var forskráður í sumar,“ segir hann og bætir við að mjög erfitt sé að fá nýtt „venjulegt“ númer í stað þess dónalega. „Ef það er búið að tollafgreiða bílinn, þá er mjög erfitt um vik að breyta þessu. Þá þarf að tollafgreiða hann aftur.“ Fjölskylda vildi ekki HIV Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að nokkur númer í viðbót hafa sloppið í gegnum síu Umferð- arstofu. 24 stundir hafa heimildir fyrir því að ungri fjölskyldu hafi brugðið í brún þegar glæný og glansandi Toyota heilsaði með bókstöfunum HIV. Kristinn Einarsson, sölustjóri hjá Toyota, staðfestir það. „Þetta sló mig algjörlega. Við leituðum leiða til að komast undan þessu enda gat fjölskyldan engan veginn sætt sig við þetta,“ segir hann. „Það var ekki til eins bíll, þannig að við fengum Umferðarstofu til að koma til móts við okkur og það var dregið annað númer fyrir hann. Með einhverju móti gátu þeir fundið númer og eigandinn er mjög sáttur í dag.“ Þá segir Kristinn að reynsluakst- ursbíll hjá Toyota sé með stafina HÝR. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann selst þegar ég er hættur að nota hann í reynsluakstur.“ Bílnúmerið GAY 17 slapp í gegnum síu Umferðarstofu Blátt bann lagt á dónaleg bílnúmer Hinum gagnkynhneigða Ófeigi Gestssyni brá í brún þegar nýi bíllinn hans bar númerið GAY 17. Ófeigur skipti út núm- erinu en fleiri óþægileg bílnúmer sluppu í gegn. Sáttur Ófeigur er ánægður með einanúmerið sem kom í stað GAY 17. ➤ BAR, DOP, LSD, RÖK, ASS,FAG, GAY, GEY, LIM, LEG, MÖK, SEX, TIT, AUM, HOR, PMS, PIG, ROP, RIP, WAR, BÖL, AUR, BAD, BER, BMW, BOY, GUN, GUD, IRA, KGB, LÖT, BDS, DJÖ, NÖS, HIV og KKK. BÖNNUÐ BÍLNÚMER HEYRST HEFUR … Höfundar bókarinnar Konur eru aldrei hamingju- samar, þeir Hjálmar Örn Jóhannsson og Helgi Jean Claessen, eru komnir upp fyrir Þorgrím Þrá- insson á metsölulista Eymundsson og Pennans í flokki handbóka, fræðibóka og ævisagna. Félagarnir ætla í tilefni af árangrinum að halda teiti í Ey- mundsson, Austurstræti, í dag klukkan 18. Allir eru velkomnir og Þorgrími var sérstaklega boðið. afb Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, ætlar ekki að eyða jólunum í rokinu og rigningunni á Íslandi. Ei- ríkur hyggst eyða jólunum með sinni heittelskuðu á eyju í Karíbahafinu þar sem sólin, sandurinn og suðræn stemningin kemur í stað veðurofsans og kaupbrjálaðra Íslendinga. Eiríkur hefur sagt skilið við jólabarnið í sér, en hann segir við kunningja að tilgangur ferðarinnar sé að „sleppa“ jólunum. afb Stöð 2 forsýndi tvo þætti af Pressu fyrir fjölmiðla- fólk í gær. Virtust menn ánægðir með það sem fyrir augu bar og höfðu einhverjir á orði að Pressa, sem er sex þátta glæpasería, eigi hæglega eftir að slá Næturvaktinni við. Sögusviðið er ritstjórn dag- blaðsins Pósturinn, en þeir Óskar Jónasson og Sig- urjón Kjartansson eru heilarnir á bakvið þáttinn. Pressa verður tekin til sýninga í desember. bba „Það er búið að loka fríhöfninni að tilmælum lögreglunnar,“ sagði Borgar Jónsson, vaktstjóri í frí- höfninni í Leifsstöð. Lokað var á áfengissölu klukkan hálffimm í gær, en samkvæmt heimildum 24 stunda voru tölu- verðar óspektir í flugstöðinni með- al útlendinga sem voru að öllum líkindum á leiðinni heim í jólafrí. Flug lá niðri í gær svo að sumir höfðu setið að sumbli frá klukkan fimm um morguninn. Einn og einn sofnaður Borgar í fríhöfninni lét ástandið ekki á sig fá og var pollrólegur. „Það er mikið af Pólverjum hérna, svona 300,“ sagði hann. „Það er ekkert vesen, en þeir eru búnir að drekka mikið. Þeir eru rólegir hérna frammi og það er einn og einn sofnaður - bara eins og við værum ef við værum í útlöndum.“ Borgar segir að fríhöfninni hafi einnig verið lokað um morguninn. „Þeir borðuðu bara morgunmat- inn sinn og kláruðu áfengisbirgð- irnar á meðan.“ Eyjólfur Kristjánsson, hjá lög- reglunni á Suðurnesjum, sagði að aðgerðirnar hefðu verið fyrirbyggj- andi. „Menn eru búnir að bíða eftir flugi frá því snemma í morgun og farið að bera á ölvun á svæðinu,“ sagði hann. „Þá er ákveðið ástand úti fyrir og það fara engar flug- vélar. Það er ekki hægt að láta fólk vera svo ofurölvi að það geti ekki flogið“ atli@24stundir.is Lokað var á áfengissölu í Leifsstöð í gær Fríhöfn lokað vegna fullra útlendinga Fyllirí í flugstöð Jólafríið tafðist hjá drykkfelldum útlendingum. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 9 3 6 2 4 8 5 7 8 4 6 5 7 1 2 9 3 7 2 5 9 3 8 4 6 1 9 3 8 7 4 5 1 2 6 2 1 7 8 6 9 5 3 4 5 6 4 2 1 3 7 8 9 3 5 9 1 8 7 6 4 2 4 7 2 3 5 6 9 1 8 6 8 1 4 9 2 3 7 5 Himmi frændi er í dýragarði í Bandaríkjunum. 24FÓLK folk@24stundir.is a Jú, bæði andlega og lík- amlega og hárgreiðslan ónýt Ertu orðinn alveg fjúkandi? Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, einnig þekktur sem Siggi Stormur, hefur í mörg horn að líta í vonda veðr- inu, þar sem fokið er í flest skjól.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.