Morgunblaðið - 05.01.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.01.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 37 MINNINGAR hafa leitt umhverfisvæna ferðaþjón- ustu til vegs og virðingar. Í október síðastliðnum sátum við saman Ferða- málaráðstefnu á Klaustri. Gulli var veiklulegur en ljómaði þegar Um- hverfisverðlaun Ferðamálaráðs voru veitt fyrir verkefni sem hann og Guð- rún höfðu haft forystu fyrir. Hann þakkaði fyrir sig með því að stíga í pontu og syngja sitt uppáhaldslag fyrir ráðstefnugesti: My funny valentine; Sweet, comic valentine; You make me smile with my heart. Orð að sönnu, því Guðlaugur Berg- mann bæði brosti og framkvæmdi með hjartanu. Við Ingibjörg vottum Guðrúnu, Ragga, Óla, Danna, Guðjóni og Gulla innilegar samúðarkveðjur. Steinar Berg Ísleifsson. Í dag kveð ég góðan vin og félaga til margra ára, Guðlaug Bergmann. Við kynntumst fyrst 1954 í Gaggó Vest og urðum fljótlega góðir vinir. Á leið heim úr skóla áttum við samleið og var þá margt rætt og ekki vorum við alltaf sammála, enda á öndverð- um meiði í stjórnmálum þá dagana, og var þá stundum opnaður gluggi seinni hluta kvölds á horni Ásvalla- og Ljósvallagötu þar sem við stopp- uðum oft og við beðnir að þegja. Gulla líf og yndi þessi árin var að dansa og notaði hann hvert tækifæri sem gafst til þess. Einhverju sinni tókst okkur að smygla okkur inn í gömlu Mjólk- urstöðina, þá 15 ára gamlir, til þess að dansa. Gulli átti ekki í vandræðum með að fá dansfélaga þarna frekar en annars staðar og tjúttaði hann á skyrtunni með miklum tilþrifum, svo miklum að dyraverðir hússins töldu að maðurinn hlyti að vera drukkinn og best væri að henda honum út, en málið var bara að Gulli smakkaði ekki vín og gerði ekki þau ár sem við átt- um samleið. Eftir Gaggó Vest fór Gulli í Versló og frétti ég að málfund- ir í Versló hefðu aldrei verið fjörugri en þau ár sem Gulli mætti þar. Á þessum árum var Gulli yfirleitt höf- uðpaur í uppátækjum stórs hóps ung- linga t.d. Heiðarból, sunnudagseftir- miðdagar í Breiðfirðingabúð, sunnu- dagskvöld í Þórskaffi o.fl. við að dansa og skemmta sér. Haustið 1960 gerðist Gulli umboðs- maður Lúdó sextetts og Stefáns sem ég spilaði með og sinnti hann því starfi af miklum áhuga og heilum hug, þrátt fyrir að reka á sama tíma heildsölu og var að byrja með Karna- bæ, þá á Klapparstígnum ásamt vini sínum, Nonna Bald. Hugmyndir Gulla og uppátæki til að selja eða koma á framfæri hvort sem það var hljómsveit eða tískuvörur voru óend- anlegar og efni í margar greinar. Gulli var óspar á brosið og hláturinn og jafnvel þegar hann var að þrátta sá maður oft votta fyrir brosi. Hin síðari ár hittumst við því miður lítið en töluðum nokkrum sinnum saman. Ég vil þakka Gulla fyrir þá samfylgd sem við áttum í lífinu og þá vináttu sem ég fann alltaf fyrir hjá honum. Blessuð sé minning hans. Hans Kragh Júlíusson. Margs er að minnast, margt ber að þakka. Við andlátsfregn þessa góða vinar fljúga í gegnum hugann ótal minn- ingar. Minningar sem eru allar um samverustundir þar sem léttleiki og gleði var ríkjandi. Gulli vinur minn var þeirrar gerðar að kunna að skapa andrúm glaðværðar og kæti í kring- um sig. Honum var annt um að allir sem voru honum samferða við leik og störf nytu sín og ættu þátt í gleði þess sem var í gangi á hverjum tíma. Þegar við kynntumst fyrir um 30 árum vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að taka þessum kraftmikla og ákafa bísnissmanni. Við frekari kynni fann ég fljótt að hér fór gull af manni sem hafði fleiri og margþættari hlið- ar en blöstu við fyrstu sýn. Í ljós kom að hann hafði áhuga á ótrúlega víðu sviði andlegra og heimspekilegra málefna þó að krafturinn við hið dag- lega amstur við fyrirtækjarekstur væri framhliðin sem blasti fyrst við. Gufuklúbburinn hjá Jónasi Hall- dórs var fljótlega sú miðstöð þar sem við hittumst reglulega ásamt mörg- um öðrum og ræddum landsins gagn og nauðsynjar, andleg og veraldleg málefni. Var þá ekkert verið að spara orð eða álit en allir gengu sáttir af vettvangi því andi staðarins og tónn- inn sem Gulli sló var með þeim hætti að það var hægt að láta gamminn geisa án þess að nokkur yrði sár. Fljótt kom í ljós að við áttum veið- ar sem sameiginlegt áhugamál. Var það upphafið að því að við gengum saman á haustin til rjúpna í u.þ.b. 25 ár. Þessar ferðir breyttust fljótlega í fjölskylduferðir þar sem veitt var á daginn en gleði og góður kostur kætti hjörtu okkar á kvöldin. Seinna bætt- ust Anna og Einar Sigfússon í hópinn og varð úr ómetanlegur vinahópur. Það er sagt að hvergi kynnist maður betur hverrar gerðar fólk er en við veiðar. Gulli var harðduglegur við þær eins og annað en um leið aðgæt- inn og næmur á náttúruna. Umhugað um að láta félagana fá veiði og áfram um að deila afla þannig að allir væru sáttir þar sem svæði gátu gefið mis- jafnlega. Átti þetta reyndar ekki síð- ur við um stangveiði en þaðan er einnig sjóður góðra minninga. Það vakti athygli mína hvað Gulli hafði sterka tilfinningu fyrir náttúrunni og oftar en ekki þegar við stóðum upp á einhverju fjalli Vesturlands og dáð- umst að fegurð fjallanna vorum við sammála um að það væri ómetanleg gæði að fá að njóta íslenskrar náttúru hvað sem veiðiskapnum liði. Fyrir kom að við lentum í honum kröppum og máttum vart mæla af þreytu en þess ánægðari vorum við að koma í hús, halda veislu að okkar hætti og hefja veiðar næsta dag. Frá þessum samverustundum og öðrum heima og heiman er mikið safn ómetanlegra minninga sem valda því að minning hans er björt og hlý í huga mínum og fjölskyldu minnar. Gulli vinur okkar var þeirrar gerð- ar að það var aldrei lognmolla í kring- um hann og því var oft öldugangur á vegferð þessa ákafa og tilfinninga- ríka athafnamanns. En við höfum þá trú að nú sigli hann blíðan byr sem helgast af því að svo ótal margir hugsa fallega til hans með þakklæti fyrir allar þær ánægju- og gleði- stundir sem hann átti þátt í að skapa sem sannur gleðigjafi og góður drengur. Megi almættið vera Gunnu, son- um, tengdadætrum og barnabörnun- um styrkur í sorg þeirra. Áslaug og Karl F. Garðarsson. Látinn er góðvinur, Guðlaugur Bergmann, og skal hans nú minnst. Ég átti Gulla að kærum vin í nær hálfa öld við leik og störf, það er því margs að minnast þegar litið er til baka og skyggnst í minningabrunn- inn. Lífsgleði átti hann nóga, langt um- fram alla venjulega menn og aldrei var lognmolla í kringum hann. Gulli lifði ákaflega viðburðaríku lífi og fór sjaldnast eða aldrei meðalveginn. Mér er til efs að hann hafi nokkuð kunnað að rifa seglin, honum lét bet- ur að sigla móti storminum með freyðanda á bæði borð. Kannske átti aldrei að liggja fyrir Gulla að verða gamall maður, 66 æviár eru í sjálfu sér ekki langur aldur, allar ferðir taka enda og Gulli skilur víða eftir sig spor og mikið og merkilegt lífshlaup. Kynni okkar hófust er við unnum saman við tískusýningar í Glaumbæ og víðar um bæinn. Hann var glæsi- legur og eftirtektarverður ungur maður, algjörlega reglusamur og naut þess betur en flestir að dansa og skemmta sér. Á árunum fyrir og eftir 1960 var Gulli stórstígur á þeirra tíma mælikvarða, hann stofnaði til eigin atvinnurekstrar, heildverslunar G. Bergmann, sem óx fljótt og dafn- aði í höndum hans. Með opnun Karnabæjar leiðir Gulli inn byltingu meðal unga fólksins í landinu í klæða- burði og tónlist og síðast en ekki síst í skoðunum og framkomu. Allt í einu sáust síðhærðir ungir menn á háum hælum á götum Reykjavíkur, þar fóru Gulli Bergmann og félagar. Gulli var áberandi rödd meðal unga fólks- ins og lá aldeilis ekki á skoðunum sín- um, hann var boðberi nýrra tíma og var á móti hvers konar afturhaldi. Í stjórnmálum fór hann frá vinstri til hægri og aftur inn að miðju, stjörnu- speki og trúmál fengu sinn skammt og þá umhverfismál nú á síðari árum. Áhugamálin voru fjölmörg og átti laxveiðin hug hans óskiptan. Ég geymi margar minningar af ótrúleg- um afrekum Gulla við laxveiðar, hann var mikill aflamaður og að öllum veiðimönnum ólöstuðum langbestur, sagt og skrifað. Gulli sá alltaf lax bak við næsta stein og bjartsýnin sem honum var í blóð borin nýttist honum þá einna best. Hann kenndi mér það lítilræði sem ég kann í íþróttinni, ásamt því hversu skelfilega gaman er að veiða lax. Ég man stund sem við áttum saman við Norðurá á Jóns- messukvöldi sl. sumar, þá nýkomnir úr gufubaði, Gulli breiddi út faðminn móti Norðurá og dalnum og sagði „er nokkuð yndislegra“, sneri sér þá að mér og sagði „veistu Bjarni minn að ég er efins um að ég veiði hér aftur“. Svo horfði hann lengi fast í augu mín og við þögðum. Auðvitað gerði ég sem minnst úr þessu, en annað kom á daginn. Nú veiðir þessi vinur á öðrum lendum í eilífu vori, en hans verður reglulega minnst í veiðiferðum okkar Fjaðrafokara við Norðurá. Gulli Bergmann var ljóssins náttúrubarn, hann stóð aldrei í skugganum af neinu, nema ef til vill af sjálfum sér. Hann var öfundaður, elskaður og vin- fastur og vísast var hann góður vinur á erfiðri stund, því kynntist ég sjálf- ur. Það er mikil eftirsjá í góðvinum og þeir eru vissulega ekki margir. Þegar Gulla Bergmann verður minnst verður það ekki síst fyrir hve gott var ávallt að hitta hann kankvís- an og glettinn og þá fyrir augnatillitið og hlýjuna sem jafnan stafaði frá honum. Við Sigrún sendum Guðrúnu og drengjunum hans ásamt ættingjum og öðrum ástvinum innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Sigrún og Bjarni I. Árnason.  Fleiri minningargreinar um Guð- laug Bergmann bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Patrice Noli, Mar- teinn Njálsson, Ragnar Tómasson, Menja von Schmalensee, Stefán Gíslason, Einar Sigfússon og Anna K. Sigþórsdóttir, Sævar Skaptason og Elín Berglind Viktorsdóttir, Ólafur Hauksson, Drífa Skúladótt- ir, Óskar Guðmundsson, Ágúst Pét- ursson og Kolbrún Halldórsdóttir, Pétur Rafnsson, Þorsteinn Jónsson, Brynja Tomer, Jörundur Guð- mundsson, Ásgeir Hannes, Jónína Guðmundsdóttir, Sveina, Ástþór Jó- hannsson, Ásthildur Sturludóttir, Guðjón E. Ólafsson, Ingi Hans, Hrafnhildur Tryggvadóttir, Rann- veig Ásgeirsdóttir og Huginn Þór. Útför hjartkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, ALMUT ALFONSSON, fædd Andresen, Brúnalandi 16, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavo- gi miðvikudaginn 29. desember sl., fer fram frá Áskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja heiðra minningu hennar, er vinsamlegast bent á Minningarsjóð líknardeildar í Kópavogi (s. 543 1151). Þorvarður Alfonsson, Ingunn Þorvarðardóttir, Örn Guðmundsson, Þorvarður og Lárus Örn, Auður Björg Þorvarðardóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson, Alma Björg og Víglundur Ottó, Sigurður Ottó Þorvarðarson. Okkar ástkæri, GÍSLI JÚLÍUSSON verkfræðingur, Akraseli 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Jón Gíslason, Margrét Gísladóttir, Júlíana Gísladóttir, Benedikt Jóhannsson, Þuríður Gísladóttir, Ólafur Gíslason, Salvör Gunnarsdóttir, John Francis Zalewski, Kristín Einarsdóttir, Kristín Zalewski, Haukur Engilbertsson, Kristófer Zalewski, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, JÓNS SIGURÐSSONAR, Hæðargarði 35, Reykjavík. Hjartans þakklæti til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skógarbæjar fyrir framúrskarandi umönnun og alúð undanfarin ár. Guð blessi ykkur öll. Guðný Ólafsdóttir, Hilmar Jónsson og Reynir Jónsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og systur, MARÍU HELGADÓTTUR frá Odda, Ísafirði. Fyrir hönd vandamanna, Anna Guðmundsdóttir, Inga Á. Guðmundsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Þrúður Jónsdóttir, Helga G. Helgadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLL LÚÐVÍKSSON verkfræðingur, Álfheimum 25, lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.00. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Þorgeir Pálsson, Sesselja Benediktsdóttir, Hildur Alexía Pálsdóttir, Eyjólfur Unnar Eyjólfsson, Páll Reynir Pálsson, Margrét Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVAVA VIGFÚSDÓTTIR sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju föstudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta FAAS Alzheimerssamtökin njóta þess. Helgi Hallgrímsson, Rut Helgadóttir, Bragi Jónsson, Helgi Vignir Bragason, Sif Bragadóttir, Svava Björk Bragadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.