Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 1

Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 9. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 20 AFSLÁTTUR 70- ÚTSALA OPIÐ: Mán. - fös. 10-19 • Lau. 10-18 • Sun. 12-18 Bíldshöfða 20 • s. 585 7200 % Vinsælt að stela bílum Eftirsóttustu tölvuleikirnir á Íslandi árið 2004 | Menning Sveigjanlegur grunnskóli Hvert barn fær kennslu við hæfi í Sjálandsskóla | Daglegt líf Ekkert við Garcia að gera  Appleby lék frábærlega  Hver er Vilhjálmur Halldórsson? Íþróttir í dag GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að hann hygðist bjóða Mahmoud Abbas, sigurvegara forsetakosn- inganna í Palestínu, til Wash- ington. „Ég óska Abbas til hamingju með sigurinn og hlakka til að eiga við hann viðræður hér í Wash- ington,“ sagði Bush á blaða- mannafundi í gær en í kosning- unum á sunnudag fékk Abbas rúm 60% atkvæða en helsti keppinaut- ur hans, Must- afa Barghuti, um 20%. Kvaðst Bush vera mjög ánægður með niðurstöðu kosn- inganna í Pal- estínu. Þjóðarleiðtog- ar víða um heim hafa fagnað kjöri Abbas og hefur því einnig verið vel tekið í Ísrael þar sem þingið lagði í gær blessun sína yfir nýja samsteypustjórn Likudflokksins, Verkamanna- flokksins og lítils, hófsams trú- málaflokks. Verður aðalverkefni hennar að flytja ísraelska her- menn og landtökumenn frá Gaza. Abbas sagðist í gær bjóða Ísr- aelum sáttahönd og Nabil Shaath, utanríkisráðherra Ísraels, sagði, að þeir Sharon og Abbas myndu líklega hittast eftir hálfan mánuð. Bush vill ræða við Abbas Jerúsalem. AFP.  Þeir geta/16 Mahmoud Abbas LEONÍD Kútsjma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákvað í gær, að úkraínska herliðið í Írak yrði kallað heim innan hálfs árs. Tók hann þessa ákvörðun eftir að átta úkra- ínskir hermenn féllu í sprengingu í Írak. Kútsjma skipaði varnar- og utanríkisráð- herra Úkraínu að leggja strax á ráðin um að flytja herliðið, rúmlega 1.600 manns, heim á fyrra helmingi þessa árs. Kemur ákvörðunin í kjölfar þess, að átta úkra- ínskir hermenn týndu lífi og sex særðust er sprengjustafli, sem fannst á víðavangi, sprakk. Fyrstu fréttir af sprengingunni voru, að um hefði verið að ræða slys en í gær var haft eftir háttsettum, úkraínskum herfor- ingja, að líklega hefði verið um árás að ræða. Víktor Jústsjenko, sigurvegarinn í úkraínsku forsetakosningunum, sagði strax eftir sprenginguna, að hans fyrsta verk sem forseti yrði að kalla herinn heim. Yfirkjörstjórn í Úkraínu kom saman í gær og lýsti Jústsjenko formlegan sigur- vegara í forsetakosningunum 26. desem- ber. Hefur hún vísað á bug öllum kærum keppinautar hans, Víktors Janúkovítsj, en samt er talið líklegt, að hann muni áfrýja lokaniðurstöðu yfirkjörstjórnar. Breska stjórnin tilkynnti í gær, að 400 hermenn að auki yrðu sendir til Íraks vegna væntanlegra kosninga í landinu. Úkraínska liðið í Írak senn heim Kjör Jústsjenko formlega staðfest Kíev, London. AP, AFP. FRAM kemur í breskri skýrslu, sem kynnt verður í dag, að GSM- símanotkun barna og fullorðinna líka sé að verða „stjórnlaus“ þrátt fyrir viðvaranir um hugsanlegt heilsutjón. Að því er segir í The Sunday Times mun Sir William Stewart, forstjóri bresku heilsuverndarstofnunarinnar, leggja til í skýrslunni, að börn noti GSM-síma aðeins af brýnum ástæðum enda fjölgi sífellt vísbendingum um, að mikil notkun þessara síma geti haft óæskilegar afleiðingar. Í skýrslunni eru símafyrirtæki gagnrýnd fyrir að beina áróðri sínum ekki síður til barna en fullorðinna. „Stjórnlaus“ GSM-notkun KYNSLÓÐIRNAR hittust á leikskólanum Bar- ónsborg í gær þegar þrjá góða gesti bar að garði og röbbuðu við börnin nokkra stund. Þar voru á ferð Eyjólfur Jónsson, betur þekkt- ur sem Eyjólfur sundkappi, Pétur Pétursson þulur og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Þótt aðstæður barna nú til dags séu gjörólíkar því sem þekktist fyrir mörgum áratugum tengjast ungir sem aldnir ósýnilegum böndum sem endurspeglast í þrá eftir mannlegum sam- skiptum og góðum sögum – þrátt fyrir öld fjarskipta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynslóðirnar hittast á Barónsborg UNGVERSKUR karlmaður reyndi fyrir ára- mót að smygla innvortis tæplega einu kílói af kókaíni til landsins. Þegar hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 30. desember fundust ríf- lega 80 fíkniefnahylki í meltingarvegi hans. Hafði þriðjungur gengið niður á leið mannsins frá Kanaríeyjum en þau gleypti hann jafnharð- an aftur. Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík leiddi til þess að Nígeríumaður var handtekinn hér á landi, grunaður um aðild að málinu. Þetta er langmesta magn fíkniefna sem reynt hefur verið að smygla innvortis til landsins, svo vitað sé. Efnin eru mjög sterk og má ætla að þau megi drýgja þre- til fjórfalt fyrir götusölu. Verð- mæti þeirra er því ekki minna en 40 milljónir. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, var maðurinn handtekinn við komuna frá París en hann hafði lagt upp frá Kanaríeyjum þar sem hann er bú- settur. Grunur vaknaði um að hann væri að smygla fíkniefnum innvortis og var það staðfest með röntgenmyndatöku. Jóhann vildi ekki greina frá því hvað hefði valdið því að grunurinn vaknaði. Maðurinn hefði komið vel fyrir og hegðun hans verið eðlileg í alla staði. Hann væri að öllum líkindum atvinnuburðardýr. Samkvæmt framburði mannsins gekk þriðj- ungur af hylkjunum niður á leiðinni til landsins. Hylkin skolaði hann og gleypti þau aftur, vænt- anlega eftir að hafa dýft þeim í jógúrt, matarolíu eða annað þess háttar. Hylkin reyndust vera ótraust og höfðu læknar verulegar áhyggjur af því að þau myndu rofna í maga eða þörmum mannsins. Það gerðist ekki og gengu síðustu hylkin niður seint á gamlárskvöld. Nígeríumaður handtekinn Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og leiddi hún til þess að Nígeríumaður var handtekinn í Reykjavík sl. fimmtudag. Mennirnir eru báðir 29 ára gamlir. Ungverjinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og Nígeríumaðurinn í tveggja vikna varðhald. Þegar þessi sending er meðtalin lögðu toll- gæsla og lögregla hald á um 6,2 kíló af kókaíni í fyrra, hálfu kílói meira en lagt var hald á fimm árin þar á undan (1999–2003). Gripinn með tæpt kíló af kókaíni innvortis Gleypti þriðjung hylkjanna aftur eftir að þau gengu niður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.