Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEÐ KÍLÓ AF KÓKAÍNI Ungverskur karlmaður reyndi fyrir áramót að smygla innvortis tæpu kílói af kókaíni til landsins, og fundust ríflega 80 fíkniefnahylki í iðrum hans eftir handtöku. Þriðj- ungur efnanna hafði gengið niður af manninum, en hann gleypti þau jafn harðan aftur. Rannsókn lögreglu leiddi til handtöku vitorðsmanns smyglarans hér á landi. Herliðið heim Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, ákvað í gær, að úkraínska herliðið í Írak, rúmlega 1.600 manns, yrði kallað heim innan hálfs árs. Kemur það í kjölfar sprengingar, sem varð átta úkraínskum hermönnum að bana. Í fyrstu var hún talin slys en nú bendir flest til, að um hafi verið að ræða tilræði uppreisnarmanna í landinu. Yfirkjörstjórn í Úkraínu kom saman í gær og var búist við, að hún lýsti Víktor Jústsjenko form- lega sigurvegara í forsetakosning- unum 26. desember síðastliðinn. Tekist á í olíumálinu Munnlegum málflutningi í hinu svokallaða olíumáli fyrir áfrýj- unarnefnd samkeppnismála lauk um kl. 21 í gærkvöldi. Málflutningurinn fór fram fyrir luktum dyrum, og var tekist á um fjölmörg atriði í málinu, að sögn formanns nefndarinnar. Bush býður Abbas heim George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði í gær kjöri Mahmouds Abbas sem næsta for- seta Palestínu og ætlar hann að bjóða honum til viðræðna í Wash- ington. Ný samsteypustjórn undir forsæti Ariels Sharons var sam- þykkt á Ísraelsþingi í gær og fréttir eru um, að fyrsti fundur þeirra Sharons og Abbas verði eftir hálfan mánuð. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Umræðan 28/29 Úr verinu 13 Bréf 29 Erlent 16/17 Minningar 30/36 Úr verinu 13 Skák 38/39 Heima 20 Dagbók 40/43 Akureyri 21 Víkverji 40 Landið 22 Leikhús 44 Austurland 22 Menning 46/49 Suðurnes 23 Bíó 46/49 Listir 24 Ljósvakar 50 Daglegt líf 25 Veður 51 Forystugrein 26 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #        $         %&' ( )***                            STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mun leggja fram tillögu í borgarráði á fimmtudag um að álagningarprósenta fasteignaskatts í Reykjavík hækki ekki í ár úr 0,320% í 0,345% eins og ákveðið hafði verið vegna mikillar hækkunar fasteignamats um áramótin. Þá hefur bæjarráð Hafnarfjarðar einnig sam- þykkt að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að yf- irfara álagningu fasteignaskatta í bæjarfélaginu með tilliti til lækkunar í kjölfar hækkunar fast- eignamatsins um áramótin. Verður tillaga þar að lútandi hugsanlega lögð fyrir bæjarstjórnarfund í dag. Áður hefur komið fram að Seltjarnarnes er með í undirbúningi að lækka gjöldin vegnar hækk- unar fasteignamatsins, en ekki hefur komið til um- ræðu að lækka fasteignagjöld í öðrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún myndi leggja fram tillögu í borgarráði á fimmtudaginn kemur þess efnis að ekki yrði um hækkun álagning- arprósentunnar í Reykjavík að ræða og hún yrði því óbreytt frá því sem var á síðasta ári. Ástæðan væri sú að sér fyndist einfaldlega of mikið lagt á Reyk- víkinga að álagningarprósentan hækkaði miðað við þessa miklu hækkun á fasteignamatinu. Aðrir fylgi fordæminu Steinunn Valdís sagðist vera mjög ánægð með að Seltjarnarnesbær hygðist lækka álagningarhlut- fallið hjá sér „og tel að önnur sveitarfélög eigi að fylgja fordæmi þessara tveggja,“ sagði Steinunn Valdís enn fremur. Borgin var með tæpar 1.950 milljónir króna í tekjur af fasteignasköttum á íbúðarhúsnæði á árinu 2004. Fasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækk- aði um 20% á sérbýli og um 13% í fjölbýli um ára- mótin nema á Seltjarnarnesi þar sem fasteignamat á sérbýli hækkaði um 30%. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, sagði aðspurður að ekki væri búið að taka af- stöðu til þess hvernig staðið yrði að lækkuninni í bæjarfélaginu. Tekjuaukningin umfram það sem gert væri ráð fyrir í fjárhagsáætlun væri um 13,5% og það væri það sem þeir hefðu í hyggju að færa til lækkunar á fasteignagjöldunum. „Það er svigrúmið sem við höfum,“ sagði Jónmundur. Samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga var álagningarprósenta fasteigna- skatta á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2004 sem hér segir: Garðabær 0,310%, Reykjavík 0,320%, Kópavogur 0,345%, og Seltjarn- arnes, Hafnarfjörður og Mosfellsbær 0,360%. Til viðbótar taka einnig holræsagjald og vatns- gjald mið af fasteignamati. Ekkert holræsagjald er innheimt á Seltjarnarnesi en í hinum bæjarfélög- unum er það frá 0,070% í Garðabæ upp í 0,160% í Hafnarfirði. Vatnsgjald er 0,140% í Hafnarfirði og upp í 0,190% í Kópavogi, en í Reykjavík er innheimt vatnsgjald sem miðast við stærð húsnæðis og var 102 kr. á fermetra á síðasta ári. Reykjavíkurborg bregst við mikilli hækkun fasteignamats um áramótin Álagning hækkar ekki HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær þrítugan mann í 7 mán- aða fangelsi, þar af 5 mánuði skil- orðsbundið, fyrir að reyna að flytja til landsins 190,60 grömm af hassi í fyrra. Tollverðir á Keflavík- urflugvelli fundu hassið þegar mað- urinn kom frá Kaupmannahöfn á síðasta ári. Ákærði játaði greiðlega brot sitt. Hann hefur hlotið dóma fyrir ýmis afbrot áður, þar á meðal 9 mánaða dóm, að hluta skilorðsbund- inn, fyrir rán. Var hann talinn hafa brotið gegn skilorði þess dóms með brotinu nú. Málið dæmdi Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari. Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslumanns- ins á Keflavíkurflugvelli, sótti málið. Sjö mánaða fangelsi fyrir hasssmygl YFIRTÖKUTILBOÐ M-Holding ehf., sem er í eigu Baugs Group, Straums Fjárfestingarbanka og B2B Holding, í hlutafé í A/S Th. Wessel & Vett, sem á Magasin du Nord, rann út síðastliðinn föstudag. Alls tóku 80,9% hluthafa tilboðinu sem hljóð- aði upp á 162,5 danskar krónur á hvern hlut en jafnframt hafði M- Holding tryggt sér kauprétt á 13,5% hlut Magasin du Nord Fond. Verði sá kaupréttur nýttur mun M- Holding ráða alls 94,4% hlutafjár í félaginu og verður í kjölfarið óskað eftir innlausn á eftirstandandi hlut- um og félagið afskráð úr Kauphöll- inni í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Straumi Fjárfestingarbanka hf. en þar kem- ur jafnframt fram að Kauphöllin í Kaupmannahöfn hefur sent frá sér bréf sem segir að engar at- hugasemdir séu gerðar við þau hlutafjárkaup sem mynduðu yf- irtökuskylduna né við yfirtöku- tilboðið. Hafa tryggt sér 94,4% hlutafjár í Magasin SIGRÍÐI Árnadóttur, sem verið hef- ur fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgj- unnar, var sagt upp störfum fyr- irvaralaust í gær, og mun Páll Magnússon sjónvarpsstjóri sinna starfi fréttastjóra þar til annað verð- ur ákveðið. Sigríður tengir uppsögn- ina við eigendaskipti. Þær ástæður sem Páll Magnússon fréttastjóri gaf Sigríði fyrir uppsögn- inni voru að hennar mati heldur veigalitlar, og ekki færð sterk rök fyrir þessari ákvörðun. „Það var bara hans skoðun á því að ég væri ekki rétta manneskjan í þetta,“ segir Sig- ríður. Spurð hvort ágreiningur hefði verið á milli hennar og Páls sagðist hún ekki hafa orðið vör við það og segir samstarf þeirra ágætt. Sigríður tengir uppsögn sína við eigendaskipti á Norðurljósum á dög- unum. „Þetta kom alveg fyr- irvaralaust, það átti sér engan að- draganda,“ segir Sigríður. „Ég átti ekki von á þessu, ekki í dag. En ég hef sagt það að daginn sem Sigurður G. Guðjónsson var látinn fara þá auð- vitað hugsaði ég minn gang, hann réð mig með mínum kostum, því sem ég stend fyrir, og þegar hann var rekinn hugsaði ég mig að sjálfsögðu um, hvar ég stæði.“ Nýir herrar við stjórnvölinn „Nú eru komnir nýir herrar þarna við stjórnvölinn, og þeir hafa ugglaust aðrar áherslur en þeir sem réðu mig til starfans. Ég hef út af fyrir sig eng- an áhuga á því að breyta um stefnu eða eitthvað slíkt, enda stóð það ekki til boða,“ segir Sigríður. Sigríður tók við starfinu hinn 1. febrúar 2004 og hafði því sinnt því í tæpt ár. „Ég sé eftir þessu frábæra starfsfólki. Þetta er lítil fréttastofa með fáum fréttamönnum og fáu starfsfólki, en það býr í þeim alveg ótrúlegur kraftur, og það var mjög gaman að fá að vinna með þessu fólki þó að þessi tími hafi ekki orðið lengri. Ég hefði gjarnan viljað vinna með þeim áfram,“ segir Sigríður. Sigríður segir ekki ljóst hvað taki nú við, uppsögnina hafi borið skjótt að. Hún hlakki þó til að eyða meiri tíma með manni sínum og börnum en tækifæri hefur verið til undanfarið. Engar ákvarðanir um frekari breytingar „Ég svara ekki opinberlega spurn- ingum sem felast í því að segja op- inberlega hvaða mat ég legg á frammistöðu einstakra starfsmanna, þannig að frá mínum bæjardyrum séð verður ástæðan fyrir þessu að vera mál milli mín og Sigríðar,“ sagði Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, eftir fund með starfs- mönnum fréttastofu í gærkvöld, en þar var uppsögn Sigríðar rædd. Spurður hvort um ágreining hefði verið að ræða milli hans og Sigríðar sagði Páll: „Það liggur kannski í hlut- arins eðli að við höfum ekki verið sammála um alla hluti þegar útkom- an er svona, en ég tjái mig ekki um það sem getur lotið að einhvers konar frammistöðumati mínu á starfs- mönnum.“ Páll segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um frekari breyt- ingar á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og aðrar uppsagnir hafi ekki verið ákveðnar. Páll mun sinna starfi fréttastjóra eftir brotthvarf Sigríðar og spurður hvort hann ætli að sinna þessu starfi til frambúðar sagði Páll: „Ég tek þetta starf sjálfur með öðru, um stundarsakir. Hvað þessar stundarsakir verða langar verður tíminn að leiða í ljós. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það hvað ég sinni þessu lengi.“ Jóhann Hlíðar Harðarson, trún- aðarmaður á fréttastofu, segir starfs- menn sammála um að eftirsjá sé í Sigríði, og segir starfsmenn ekkert hafa yfir hennar störfum að kvarta. „Svo var mikill samhljómur í mönn- um um að horfa fram á veginn og fylkja sér um nýjan fréttastjóra, og halda áfram þessari sókn sem frétta- stofan er í.“ Róbert Marshall, formaður Blaða- mannafélags Íslands, sagði ekki ástæðu til þess að tjá sig um ein- stakar uppsagnir starfsfólks. Morgunblaðið/Jim Smart Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 (t.v.), fundaði með starfsmönnum í gær. Tengir uppsögnina við eigendaskipti á Norðurljósum Fréttastjóra Stöðvar 2 sagt fyrirvaralaust upp störfum Sigríður Árnadóttir HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, mun heimsækja Kína 11.–18. jan- úar í boði forseta kínverska þings- ins, ásamt eiginkonu sinni Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða varaforset- arnir Guðmundur Árni Stefánsson og kona hans, Jónína Bjartmarz og eiginmaður og Sólveig Pétursdóttir ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Kína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.