Morgunblaðið - 11.01.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 11.01.2005, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur hert reglur um upplýsingaskyldu vegna launa og þóknana til stjórn- armanna og framkvæmdastjóra í líf- eyrissjóðum vegna starfa í þágu sjóðsins og skulu upplýsingarnar sérgreindar á hvern og einn. Páll Gunnar Pálsson, forstöðu- maður Fjármálaeftirlitsins, segir að slíkar reglur séu komnar inn hvað varði reikningsskil fjármálafyrir- tækja og Fjármálaeftirlitið hefði tal- ið eðlilegt að þær reglur næðu einnig til lífeyrissjóða. „Það er svo sem ekk- ert sérstakt atvik á fjármálamarkaði sem leiðir til þess, heldur er það bara eðlileg krafa í dag að þetta komi fram,“ sagði Páll Gunnar ennfremur. Fram kemur að reglurnar gildi fyrir árið 2004. Reglurnar eru svo- hljóðandi: Skilgreina á laun og hlunnindi „Í skýringum skal tilgreina heild- arfjárhæð launa og þóknana til stjórnar og framkvæmdastjóra líf- eyrissjóðs vegna starfa í þágu sjóðs- ins, enda séu þessar upplýsingar ekki í skýrslu stjórnar. Upplýsing- arnar skulu sérgreindar á einstaka stjórnarmenn og framkvæmda- stjóra. Með launum og þóknunum er auk beinna launa átt við hvers konar starfstengd hlunnindi svo sem bif- reiða- og húsaleiguhlunnindi. Með störfum í þágu lífeyrissjóðs er m.a. átt við störf sem viðkomandi gegnir í krafti eignaraðildar lífeyrissjóðs að dóttur- eða hlutdeildarfélögum, sem og setu í nefndum og stjórnum sem hann er tilnefndur í af hálfu lífeyr- issjóðsins, þótt þóknanir fyrir þau störf séu ekki greiddar af lífeyris- sjóðnum sjálfum. Í skýringum skal veita upplýsing- ar um þóknun til endurskoðanda/ endurskoðunarfélags, sem annast ytri endurskoðun lífeyrissjóðsins, sundurliðað í þóknun fyrir endur- skoðun annars vegar og fyrir aðra þjónustu hins vegar.“ Fjármálaeftirlitið setur lífeyrissjóðum nýjar reglur Hertar reglur vegna launa og þóknana NOTENDUR mbl.is geta nú bókað auglýsingar á Atvinnuvef mbl.is. Boðið er upp á tvo flokka auglýs- inga: Atvinna í boði og Atvinna ósk- ast. Hægt er að tengja merki við auglýsingar, ýmist svarthvít eða í lit. Skráðir notendur geta skilgreint vöktun og fengið tölvupóst eða SMS-skilaboð þegar rétta starfið finnst. Þessum auglýsingum er safnað í vaktmöppu sem hægt er að skoða við hentugleika. Sömuleiðis geta þeir skoðað upplýsingar um pantanir, fjarlægt auglýsingar af Atvinnuvefnum ásamt því að geta prentað út reikninga. Auglýsingar sem bókaðar eru á Atvinnuvefnum birtast einu sinni í Morgunblaðinu og tíu sinnum á Atvinnuvefnum. Nánari upplýsingar um verð er að finna á vefnum. Hægt að bóka atvinnuauglýs- ingar á mbl.is ÞOTA frá Air Atlanta fer í dag áleið- is frá Dubai til Sri Lanka með nærri 100 tonna farm af hjálpargögnum á vegum Alþjóða Rauða krossins. Fram kemur í frétt frá Rauða krossi Íslands að Avion Group, Eimskip, Landsbanki Íslands og Olís taki höndum saman um að kosta flutn- inginn. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og stofnandi Atlanta, verður við stjórnvöl þotunnar, B747-200, ásamt syni sínum Gunnari. Vélin flytur hreinlætisvörur, tjöld, dýnur og pall- bíla. Þórir Guðmundsson, yfirmaður útbreiðslusviðs RKÍ, veður með í för og Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi á Sri Lanka, tekur við farminum þar. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri RKÍ, segir þessa samvinnu fyr- irtækjanna einkenna þann hug sem búi að baki hjálparstarfi Íslendinga. Atlanta flytur hjálpargögn til Sri Lanka GREINING Íslandsbanka spáir minnkandi atvinnuleysi á þessu ári. Samkvæmt Morgunkorni Íslands- banka í gær skilar hinn mikli hag- vöxtur sem nú er á Íslandi sér í minnkandi árstíðarleiðréttu at- vinnuleysi. Í þjóðhagsspá Grein- ingar Íslandsbanka fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir 3,1% atvinnuleysi á árinu og samkvæmt Morgunkorni virðist sú spá munu ganga eftir þótt ekki sé enn búið að birta atvinnu- leysistölur fyrir desember á síðasta ári. Í ljósi aukinnar efnahagslegrar virkni á Íslandi sem og könnunar Samtaka atvinnulífsins á ráðning- aráformum fyrirtækja spáir Grein- ing Íslandsbanka 2,8% atvinnuleysi á árinu 2005. Spáir minnkandi atvinnuleysi ÞAÐ virðist hafa verið fyrir tilviljun að Johan Svensson, framkvæmdastjóri Íslenska járn- blendifélagsins, sem staddur var í Taílandi annan í jólum, tók eftir aðdraganda flóðbylgjunnar miklu og tókst naumlega að forða sér og fjöl- skyldu sinni upp á klettanef rétt áður en 10–15 metra há aldan skall á ströndinni. Á klettinum hírðust um 100 manns næstu fimm klukkustund- irnar og áttu ekki góða vist vegna ótta við sagnir um aðra og miklu stærri öldu sem væri á leiðinni. Johan kom til Taílands 17. desember og hugð- ist verja þar jólafríi sínu með fjölskyldu sinni. Þau dvöldu á hóteli í Pathong en voru stödd á ná- lægri eyju, Chicken Island, þegar ósköpin dundu yfir. „Aldan var skelfileg og þetta var það versta sem ég hef nokkru sinni upplifað,“ segir Johan. Allir úr fjölskyldu hans sluppu við meiðsli, „en því miður urðum við vitni að því þegar aldan lenti á fjórum Svíum sem áttu sér engrar undankomu auðið. Við töldum að það væri nógu erfitt að upplifa þessa atburði á eyjunni, en það var enn verri lífs- reynsla að koma aftur til Pathong og sjá alla eyði- legginguna og fórnarlömbin sem fórust. Það var skelfilegt.“ Það var nánast fyrir heppni að Johan sá hvað verða vildi þegar hann var staddur á ströndinni á Chicken eyju og tókst að forða sér á harðahlaup- um. „Mér tókst að forða mér og láta alla hina vita. Það voru fleiri en ég sem sáu hvað var í aðsigi þannig að okkur tókst að öskra og láta hina vita.“ Johan segir aðdraganda öldunnar samt ekki hafa verið mjög sýnilegan þótt hann og aðrir hafi tekið eftir einhverju óvenjulegu. „Við sáum brjóta á kletti úti á hafi og í kjölfarið hækkaði sjáv- arborðið. Við sáum enga öldu fyrr en hún skall á eyjunni. Þetta var því ekki mjög sýnilegt heldur var þetta á sinn hátt af því tagi að maður þurfti að vera athugull til að átta sig á þessu.“ Björguðu sér upp á klettótta eyju Við enda strandarinnar þar sem fólkið var sam- ankomið er klettótt eyja sem var nægilega há til að veita öryggi. Og þangað þusti fólkið í ofboði. „Trúlega hef ég aldrei nokkurn tíma hlaupið eins hratt á ævi minni,“ segir Johan. „Á þessari eyju voru engar húsbyggingar og því ekki um tjón að ræða hvað það snertir. Það voru heldur engin börn sem urðu fyrir öldunni. Við sátum þarna í rúmar fimm klukkustundir og biðum eftir að við yrðum sótt. En það þorði enginn að sækja okkur því það var beðið eftir nýrri öldu.“ Þegar öllu var talið óhætt komu leiðsögumenn á gúmmíbátum og fluttu fólkið, sex í senn, út í snekkju sem þau höfðu komið á. „Þannig tókst að bjarga yfir 100 manns, bæði okkar 28 manna hópi og öðru fólki á eyjunni. Við vorum á snekkjunni í nokkra tíma og fórum síðan inn til Pathong og vorum komin þangað um miðnættið. Við sáum því ekki afleiðingarnar þar fyrr en í birtingu næsta dags. Og það var skelfileg sjón sem blasti við okk- ur. Þetta var með hreinum ólíkindum.“ Með í ferðinni til Chicken eyju var jarðfræð- ingur sem sagði Johan að flóðbylgjan stafaði frá jarðskjálfta og því var fólkinu á klettinum nánast frá upphafi ljóst af hvaða rótum náttúruhamfar- irnar voru runnar. Að mati Johans var aldan 10–15 metra há þeg- ar hún skall á eyjunni og gusaðist sjávarlöðrið yf- ir hópinn á klettinum sem var um 25 metrum ofan sjávarmáls. Segir Johan það hafa verið ein- staklega ógnvekjandi að fylgjast með öldunni æða upp á land. Hann segir hverja ölduna hafa fylgt annarri á 10 mínútum, alls þrjár öldur, og í kjöl- farið fór fólkið mjög að óttast stærri öldu en þá fyrstu í röðinni. Orðróm þessa efnis hafi fólk ver- ið að frétta í gegnum GSM-símana sína. „Fólk var því verulega óttaslegið,“ segir Johan. Hann kom til Íslands fyrir viku en var á Taí- landi í viku eftir hamfarirnar áður en hann hélt til Noregs og þaðan hingað til lands. Hann hefur hafið störf sín aftur hjá Járnblendifélaginu og segir vinnuna vera sína áfallahjálp ef svo mætti að orði komast. „Ég reyni að vinna til að gleyma þessum atburðum en það er erfitt að tala um þessa reynslu því þá kemur allt fram í hugann á ný,“ segir hann. Johan Svensson, framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins, segir frá því er hann slapp mjög naumlega undan flóðbylgjunni í Indlandshafi „Aldan það versta sem ég hef nokkru sinni upplifað“ „HROGN og lifur komu fyrst í búðina í síðustu viku sem er frekar snemmt, þetta kemur með fyrra fallinu núna,“ segir Kjartan Andrésson, fiskali í Sjávargallerý á Háaleitisbraut. Hrognin og lifrin bragðast að venju mjög vel og segir Kjartan að hrognin séu mjög þroskuð miðað við árstíma. Þegar spurt er hvernig eigi að mat- reiða þennan sívinsæla vetrarrétt stendur ekki á svörum: „Það er óbrigðult ráð að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn fyrir sig og salta þau aðeins áður en þau eru sett í pott- inn. Síðan eru þau soðin í 15–20 mín- útur. Lifrin þarf ekki nema fimm mín- útur og hún er bara sett beint út í pottinn,“ segir hann. Viðskiptavinir Sjávargallerýs eru „brjálaðir í þetta“ segir Kjartan, ekki síst þegar fyrst er boðið upp á hnossgætið í janúar. Hrognatímabilinu lýkur síðan í lok mars þegar hrognin eru orðin of þroskuð til að henta til átu. Hrogn og lifur með fyrra fallinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fisksalarnir Garðar Smárason og Kjartan Andrésson kampakátir með hrogn og lifur. Óbrigðult ráð að vefja hrognunum inn í álpappír

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.