Morgunblaðið - 11.01.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VALSMENN hf. áforma að kaupa
byggingarrétt við Hlíðarenda af
knattspyrnufélaginu Val fyrir 856
milljónir króna. Verður tillaga um
kaupin lögð fyrir hluthafafund 19.
janúar nk. Valsmenn hf. saman-
stendur af 438 hluthöfum og stuðn-
ingsmönnum Vals en félagið er fimm
ára gamalt.
Vilja hafa áhrif á
uppbygginguna
Að sögn Brynjars Harðarsonar,
stjórnarformanns Valsmanna hf.,
vilja hluthafar með kaupunum hafa
áhrif á hvernig svæðið þróast og
hvernig og hvað verði byggt á því
auk þess sem vonir standi til að hægt
verði að hagnast á kaupunum. Um er
að ræða 25 þúsund fermetra svæði,
18 þúsund fermetra undir 169 íbúðir
og 7 þúsund fermetra undir atvinnu-
húsnæði.
Að sögn Brynjars er svæðið tví-
skipt en innan þess er helgunar-
svæði sem tilheyrir Reykjavíkur-
flugvelli og nær yfir varaflugbraut
sem þar er. Um helmingur svæðisins
er innan helgunarsvæðisins en hinn
hlutinn er byggingarhæfur í lok
næsta sumars. Uppbygging muni þó
líklega ekki hefjast fyrr en árið 2006.
Að sögn Brynjars er hugsanlegt að
ekki komi til greiðslu heildarupp-
hæðarinnar, þ.e. ef helgunarsvæðið
verður óhreyft. Málið heyri undir
samgönguráðuneyti og borgaryfir-
völd.
Áhugi á að einn arkitekt
hanni allt svæðið
Kristján Ásgeirsson, Valsmaður
og arkitekt hjá ALARK arkitektum,
hefur haft veg og vanda af hönnun
nýrra íþróttamannvirkja sem áform-
að er að rísi á Valssvæðinu á næstu
misserum.
Að sögn Brynjars er áhugi á því
innan hluthafahópsins að hann komi
að heildarhönnuninni svæðisins,
þ.m.t. á íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Að sögn Brynjars greiða Vals-
menn hf. hátt markaðsverð fyrir
byggingarréttinn á svæðinu og fjarri
því að hann hafi „fengist gefins“.
Kaupin tengist framkvæmdum þetta
við Valsheimilið sem samtals hljóða
upp á 1.300 milljónir króna.
Kaupverð 856
milljónir króna
Valsmenn hf. áforma að kaupa bygg-
ingarrétt við Hlíðarenda í Reykjavík
ÞAR sem Tinna Gunnlaugsdóttir hefur nú tekið
við starfi Þjóðleikhússtjóra, fyrst kvenna, færði
Kvenréttindafélag Íslands henni blómvönd í gær
ins, þær Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður
Kvenréttindafélagsins, Margrét Sverrisdóttir og
Friðbjörg Ingimarsdóttir.
með ósk um velfarnað í starfi. Þrír fulltrúar fé-
lagsins heimsóttu Tinnu í gær á skrifstofu henn-
ar og færðu henni blómvönd fyrir hönd félags-
Morgunblaðið/Þorkell
Blóm handa Þjóðleikhússtjóra
GUÐNI Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, segir að ná
þurfi víðtækri samstöðu um það
hvernig selja eigi Símann áður en
rætt sé um það hvað gera eigi við
væntanlegan söluhagnað. Ákvörð-
un um að selja Símann liggi vissu-
lega fyrir en útfærslan sé enn í
vinnslu hjá einkavæðingarnefnd.
„Og auðvitað selja menn ekki Sím-
ann nema fá sanngjarnt verð fyrir
fyrirtækið.“
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun
á fundi Sjálfstæðisflokksins um
helgina, að hann teldi koma til
greina, að nota hagnað af sölu Sím-
ans til að byggja nýtt sjúkrahús.
„Við höfum margir talið að það
væri full ástæða til að nota hluta af
andvirði sölu Símans til að bæta
enn frekar fjarskiptakerfið.“
Guðni segir, í samtali við Morg-
unblaðið, að þær raddir verði æ
háværari, ekki síst hjá þeim sem
eigi að heyja samkeppnina, að það
sé ekki rétt að selja grunnnetið
með Símanum. Þær raddir telji að
það skekki samkeppnisstöðuna á
markaðnum fái einn aðili Símann í
heilu lagi.
Þegar Guðni er spurður hvort
hann telji að það eigi að skilja
grunnnetið eftir segir hann: „Ég
held að menn verði að fara yfir
þetta atriði út frá samkeppninni í
landinu og út frá uppbyggingu á
landsbyggðinni. Verðmæti Lands-
símans liggja auðvitað í búnaði,
mannauði og viðskiptavild.“ Þá
segir hann að það þurfi að skoða
hvort fara eigi svipaða leið og við
dreifingu á raforkunni, þ.e. hvort
koma eigi á landsneti fyrir öll fjar-
skipti.
Mjög stórt mál
Guðni segir að hugmynd Davíðs
Oddssonar, um að nota söluhagnað
Símans til að byggja sjúkrahús,
þurfi að skoða vel. „Það þarf auð-
vitað að ræða og fara yfir það hvað
þetta þýðir fyrir sjúklinga og heil-
brigðisþjónustuna á Íslandi,“ segir
Guðni. „Þetta er bygging upp á
fjörutíu milljarða,“ bætir hann við
„og það þarf líka að fara vel yfir
það hvað slík bygging þýðir fyrir
ríkisútgjöldin.“ Aðspurður segist
Guðni ekki vita til þess að umrædd
hugmynd hafi verið rædd á rík-
isstjórnarfundi. „Hugmyndin hefur
þó komið fram í umræðunni, bæði
hjá læknum og öðrum,“ segir
hann. „Þetta er mjög stórt mál og
ég ætla ekki að setja mig í neinar
stellingar til að andmæla því. En
það er mjög mikilvægt að fá úr því
skorið hvert menn stefna ef það
verður niðurstaðan að byggja hús
fyrir fjörutíu milljarða. Kallar það
á meiri útgjöld að reka slíka bygg-
ingu eða ætla menn að sameina
alla heilbrigðisþjónustu undir eitt
þak í höfuðborginni? Ég vona að
menn séu ekki enn og aftur að
ræða það að leggja niður mikilvæg
hús á landsbyggðinni til að standa
undir slíkum spítala á höfuðborg-
arsvæðinu.“
Varaformaður Framsóknarflokksins um fyrirhugaða sölu Símans
Þurfum að ná víðtækri
samstöðu um sölu Símans
Hugmynd Davíðs þurfi að skoða vel
annars vegar í gegnum ljósleiðara og hins vegar í gegn-
um örbylgju. Á Arnarnesi sé auk þess vararafstöð og
rafgeymir, sem eigi að bregðast við rafmagnsleysi.
„Snjóflóðið féll um nóttina og varavélin gekk til morg-
uns. Það var ekki fyrr en um sjöleytið sem varð vart við
símasambandsleysi í Súðavík,“ segir hún, en flóðið féll á
rafmagnsstaura á Arnarnesi. Eva segir að frekari rann-
sóknir hafi leitt í ljós að í kjölfar rafmagnsleysisins, sem
varð vegna snjóflóðsins, hafi öryggi milli vararafstöðv-
arinnar og rafgeymisins slegið út. „Þar af leiðandi hélt
vélin ekki áfram að hlaða,“ útskýrir hún. Viðgerð-
armenn hafi ekki komist á svæðið fyrr en síðla dags
sökum ófærðar. Var símasambandi síðan komið á um
sexleytið. Hún segir að Síminn muni m.a. skoða hvort
rétt sé að beina tengingum í gegnum aðra staði en Arn-
arnes.
„SÍMINN hefur ákveðið að leita leiða til að koma í veg
fyrir að svona atburðir geti komið fyrir aftur,“ segir
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en íbúar í
Súðavík voru ekki í símasambandi við umheiminn í um
það bil tíu klukkustundir í síðustu viku, eftir að snjóflóð
féllu á rafmagnsstaura á Arnarnesi. Ómar Már Jónsson,
sveitarstjóri í Súðavík, segir bagalegt að þorpið skyldi
hafa verið símasambandslaust svo lengi. Hvorki hefði
verið hægt að ná sambandi við umheiminn í gegnum tal-
síma né í gegnum GSM-síma. Einungis hefði verið síma-
samband innan þorpsins. Þeir sem eru með ISDN-
tengingar voru þó í engu símasambandi, að sögn Ómars.
„Þetta var mjög slæmt, því þennan sama dag vorum
við að lýsa yfir viðbúnaðarástandi vegna snjóflóðahættu
og þurftum því að vera í góðu sambandi við Veðurstof-
una og sýslumanninn á Ísafirði.“
Ómar segir að þessu hafi verið bjargað með tal-
stöðvum björgunarsveitarinnar í bænum. „Með þeim
gátum við náð út fyrir svæðið. Öll skilaboð inn og út af
svæðinu fóru því í gegnum björgunarsveitina.“ Hann
kveðst hafa haft samband við forsvarsmenn Símans
vegna þessa og segir að sér hafi verið tjáð að þeir ætli
að taka þetta mál til alvarlegrar athugunar.
Eva Magnúsdóttir segir að Síminn sé með tvenns
konar tengingar við Súðavík, sem fari um Arnarnes,
Sveitarstjórinn í Súðavík um truflanir á símasambandi
Bagalegt að vera sam-
bandslaus í marga tíma
Síminn leitar leiða til að
koma í veg fyrir atburði
af þessu tagi
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
ÆVAR Guðmundsson var staddur
ásamt konu sinni og tveimur börn-
um þeirra í Hua Hin í Taílandi þeg-
ar miklar flóðbylgjur skullu á Suð-
ur-Asíu á annan dag jóla.
Hamfaranna varð ekki vart í Hua
Hin að sögn Ævars en svæðið var
talið öruggt og ekki á svonefndu
hamfarasvæði.
„Þær fréttir sem okkur bárust
voru mjög óljósar daginn sem ham-
farirnar áttu sér stað og við fengum
litlar upplýsingar. Ættingjar okkar
og vinir á Íslandi höfðu samband
við utanríkisráðuneytið þegar
fregnir af þessum atburðum tóku
að berast og viðbrögð ráðuneytisins
voru til fyrirmyndar. Við gátum
hins vegar ekki látið vita af okkur
fyrr en rúmur sólarhringur var lið-
inn frá hörmungunum,“ segir Æv-
ar.
Átakanleg sjón
Ævar og fjölskylda hans héldu
utan 23. desember en komu til
Kastrupflugvallar í Danmörku hinn
6. janúar. Sama fólkið átti bókuð
sæti í flug báðar leiðir en mörg sæt-
anna voru auð á heimleiðinni. „Þeg-
ar við komum um borð í flugvélina
á leið til Danmerkur sáum við að
mörg sætanna voru auð. Í vélinni
voru margir niðurbrotnir og það
var mjög átakanlegt á að horfa.“
Ævar man sérstaklega eftir
þremur ungum mönnum sem sátu
nærri fjölskyldunni á leið út. „Þess-
ir ungu menn voru íþróttalegir og
ég sá það á útbúnaði þeirra að þeir
voru að fara að kafa. Á leiðinni
heim var einungis einn þeirra í vél-
inni, hann virtist vera miður sín, og
tvö sæti voru laus við hlið hans.“
Þegar flugvélin lenti á Kastrup-
flugvelli biðu þar sendiherrar allra
Norðurlandanna og prestar auk
þess sem þeim sem það þurftu var
veitt áfallahjálp. „Þeir sem höfðu
misst ættingja eða lent í hremm-
ingum voru beðnir að sitja áfram í
vélinni en við fórum strax út. Við
gleymdum tösku í vélinni og ég fór
aftur að ná í hana. Þá voru flestir
farnir úr vélinni en það var átak-
anlegt að sjá fólkið sem sat eftir og
átti um sárt að binda,“ sagði Ævar.
„Sáum að
mörg sæt-
anna voru
auð“