Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 7

Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 7 FRÉTTIR PÁLL Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrif- stofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember 2004. Páll mun m.a. sinna ráðgjöf, skjalagerð og úrlausn lögfræði- legra viðfangsefna á verksviði ráðuneytisins, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnarfars- réttar. Páll Þórhallsson lauk embætt- isprófi í lögfræði árið 1995 og framhaldsnámi í stjórnskipunar- rétti og mann- réttindum frá háskólanum í Strassborg 1998. Hann hefur undan- farin sex ár starfað sem lögfræðingur hjá Evrópu- ráðinu og hefur m.a. starfað við stefnumótunar- vinnu á sviði opinberrar stjórn- sýslu. Ráðinn lögfræðingur í forsætisráðuneyti Páll Þórhallsson FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi leggjast gegn því að Frigg Mjöll fái leyfi til vinnslu á klórgasi við Vest- urvör. Verksmiðjan flutti starfsemi sína í Kópavog sl. sumar en var synjað um leyfi til að geyma og vinna úr klórgasi í nóvember á síð- asta ári og var umsókn fyrirtæk- isins vísað frá. Í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, kemur fram að ekki var gerð full- nægjandi grein fyrir staðháttum á vinnustað í umsókninni, auk þess sem ekki var gerð grein fyrir því hvort starfsemin samrýmdist deili- skipulagi, og hvort húsnæðið full- nægði ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs á fimmtudag þar sem m.a. munu mæta fulltrúar Friggjar Mjallar. Að sögn Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, er fyrirtækið í nálægð íbúðarbyggð og innan við 200 metrar í næsta íbúð- arhúsnæði. Alltaf sé slysahætta fyr- ir hendi af vinnslu klórgass auk þess sem ekki sé gert ráð fyrir iðn- aðarstarfsemi á þessum slóðum skv. gildandi deiliskipulagi. Klórgas er notað í vinnslu á klór sem m.a. er nýttur í sundlaugar. Sem fyrr segir hefur fyrirtækið ekkert starfsleyfi fyrir framleiðsl- unni og segir Ómar að ólíklegt sé að starfsleyfið verði nokkru sinni veitt við núverandi aðstæður. Framsóknarmenn and- vígir vinnslu klórgass HOLLENSKUR félagsfræðingur hefur birt niðurstöður rann- sóknar, sem hann hefur gert á hamingju meðal þjóða. Sam- kvæmt því eru Íslendingar 4.–5. hamingjusamasta þjóð heims ásamt Írum; aðeins Danir, Malt- verjar og Svisslendingar eru ánægðari. Írskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær og segja að nið- urstöðurnar byggist á Hamingju- gagnabanka Ruut Veenhovens, prófessors við Erasmusháskóla í Rotterdam. Niðurstöðurnar eru sagðar byggjast á könnunum sem gerðar voru í 112 löndum á árunum 1946 til 2004 en ekki kom fram á hvaða efnisþáttum þær byggðust. Haft er eftir Veenhoven að hamingja þjóða virðist tengjast lýðræði, frelsi og umburðarlyndi, góðum stjórnarháttum og auð- legð. Íslendingar sagðir í hópi hamingju- sömustu þjóða UNGUR maður í Hafnarfirði hlaut 1. og 2. stigs bruna í andliti um helgina þegar flugeldaterta, sem hann hafði tekið í sundur, sprakk. Lögreglan í Hafnarfirði segir að mikill fjöldi kvartana hafi borist um helgina vegna flugeldanotk- unar, sem ekki er lengur leyfileg þar sem þrettándinn er löngu lið- inn. Er þetta tólfta flugeldaslysið sem verður um og eftir áramótin og hafa sumir slasast alvarlega í þeim. Brotnar voru rúður í fóðurflutn- ingabíl, sem stóð á bifreiðastæði við Lundaból í Garðabæ á sunnu- dag. Lögreglan segir, að það mál sé í rannsókn, og talið að flugeldar eða sprengjur hafi valdið rúðu- brotunum. Enn eitt flugeldaslysið LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið beðin rannsaka hvort speglabúnaður á karlasalerni skemmtistaðar í miðbænum geri körlum kleift að kíkja á konur á kvennasalerni hinum megin veggjar. Kona sem var gestur á skemmtistaðnum um helgina komst að því að hægt væri að horfa í gegnum spegilinn aftan frá og bað lögregluna að athuga málið. Að sögn lögreglu snýr bak spegilsins inn að karlaklósetti og sagði konan lögreglunni að þar væri vörður sem varnaði því að aðrir en karlar kæmust inn á kló- settið og séð hvers kyns var. Karlarnir gætu fylgst með því sem væri að gerast á kvenna- klósettinu. Segir unnt að horfa á konur á klósetti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.