Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
/
L
JÓ
S
M
Y
N
D
:
G
R
ÍM
U
R
B
JA
R
N
A
S
O
N
MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 • MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 • MIÐASALA Á NETINU: WWW.LEIKFELAG.IS • NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS
eftir Lionel Bart
Einstakt nýárstilboð til Visa-kreditkorthafa:
Miðinn í janúar á aðeins 2.700 kr !
Sun. 9. jan. kl. 20.00 UPPSELT
Fim. 13. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Lau. 15. jan. kl. 14.00 UPPSELT
Lau. 15. jan. kl. 20.00 UPPSELT
Fös. 21. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Lau. 22. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Fös. 28. jan. kl. 20.00 Nokkur sæti laus
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
„Fjarskalega leiftrandi
og skemmtileg sýning“
– HÖB RÚV
„... hrein og klár snilld“
– HÖB RÚV
„Áfram LA!“
– S.A. Viðskiptablaðið
„... með vel fluttri tónlist,
fallegum söng og dansi
og stjörnuleik“
– H.Ó. Mbl
„... sterka útgeislun,
einlægni og leikgleði“
– AB Fréttablaðið
Sun 30. jan kl. 14.00 aukasýn
Er einhver olíulykt hér, herrar mínir?
Kostnaður við bygg-ingu höfuðstöðvaOrkuveitu
Reykjavíkur (OR) er miklu
hærri en kostnaður við
vandaða grunnskólabygg-
ingu í Reykjavík. Munur-
inn er a.m.k. 40%. Á blaða-
mannafundi sem
stjórnendur Orkuveitunn-
ar héldu í síðustu viku kom
fram að kostnaður við hús-
ið væri litlu hærri en við
vandaða grunnskólabygg-
ingu í Reykjavík.
Í fréttatilkynningu sem
lögð var fram á blaða-
mannafundinum segir að
kostnaður við aðalbygg-
ingu OR sé um 225 þúsund
kr. á fermetra. „Þess má geta að
fermetraverð í vandaðri grunn-
skólabyggingu í Reykjavík er 215
þús krónur á fermetra, eða litlu
lægra en fermetraverð í aðalbygg-
ingu Orkuveitunnar.“
Sveitarfélög fá ekki endur-
greiddan virðisaukaskatt af skóla-
byggingum ef undan er skilinn
virðisaukaskattur af vinnu hönn-
uða. Sighvatur Arnarsson, deildar-
stjóri hjá Fasteignastofu borgar-
innar, segir að af þessum sökum sé
kostnaður við skólabyggingar
jafnan gefinn upp með virðisauka-
skatti. Frá kostnaðinum sé þó
dreginn endurgreiddur virðis-
aukaskattur af vinnu hönnuða, en
hann sé aðeins lítill hlut af heild-
arkostnaði byggingarinnar.
Sighvatur segir að inni í kostn-
aðartölunum sé einnig kostnaður
við lóð og allur lausabúnaður í
skólanum, þ.e. borð, stólar, tölvur,
símakerfi og annar sá búnaður
sem skólinn þarf á að halda.
Á vef Fasteignastofu Reykja-
víkurborgar er að finna upplýsing-
ar um byggingarkostnað staðal-
byggingar án búnaðar á hvern
fermetra. Þar kemur fram að
kostnaður við skólabyggingu af
vönduðustu gerð á árinu 2004 er
áætlaður 202 þúsund kr. á fm.
Meðalkostnaður við skólabygg-
ingu (byggingu af gerðinni B) er
hins vegar áætlaður 185 þúsund
kr. á fm. Þarna er um að ræða
kostnað án búnaðar og án kostn-
aðar við lóð, en inn í kostnaðinn er
hins vegar reiknaður virðisauka-
kostnaður því að hann fæst ekki
endurgreiddur. Fermetraverð án
virðisaukaskatts í skóla af vönduð-
ustu gerð er þar af leiðandi um 160
þúsund krónum. Ef miðað er við
kostnað við skóla af gerð sem
Fasteignastofa kallar B-gæðum er
kostnaðurinn innan við 150 þúsund
kr. á fm. Kostnaðurinn við hús OR
var hins vegar 225 þúsund krónur
eins og áður segir. Byggingakostn-
aður við vandaða skólabyggingu í
Reykjavík er því a.m.k. 40% lægri
en kostnaður við byggingu aðal-
byggingar OR.
Virðisaukaskattur af skólum
ekki endurgreiddur
Aðspurður sagði Guðmundur
Þóroddsson, forstjóri OR, að
kostnaðartölur Orkuveitunnar
væru án virðisaukaskatts enda
væri OR virðisaukaskattsfyrir-
tæki, þ.e. fengi skattinn endur-
greiddan. Guðmundur staðfesti
ennfremur að í tölum OR væri ekki
kostnaður við húsgögn, tölvur eða
annar skrifstofukostnaður. Hann
sagði að ekki hefði verið fjárfest í
nýjum tölvum þegar starfsemin
var flutt í nýja húsið. Hins vegar
hefðu húsgögn verið keypt fyrir 50
milljónir, en þar væri um að ræða
eðlilegan hluta af endurnýjun á
skrifstofubúnaði fyrirtækisins.
Í umfjöllun fjölmiðla um kostn-
að við höfuðstöðvar Orkuveitu
Reykjavíkur hefur alltaf verið tal-
að um að kostnaðaráætlun vegna
byggingarinnar væri 2,3 milljarð-
ar. Þetta kemur m.a. fram í frétt í
Morgunblaðinu í apríl 2003, nokkr-
um mánuðum eftir að flutt var í
húsið. Þar kemur fram að áætlað-
ur kostnaður við húsið sé 2,9 millj-
arðar og að hann verði um 600
milljónum meiri en kostnaðaráætl-
un gerði ráð fyrir. Í fréttatilkynn-
ingu sem stjórnendur Orkuveit-
unnar afhentu fjölmiðlum í síðustu
viku segir hins vegar að upphafleg
kostnaðaráætlun hafi hljóðað upp
á 2.676 milljónir.
Guðmundur var spurður um
þennan mun. Hann svaraði því til
að skýringin fælist í tvennu, ann-
ars vegar að húsið hefði verið
stækkað um 1.000 fermetra og
hins vegar hefði áætlunin verið
reiknuð upp miðað við verðlag í
janúar 2003. Hann sagði að búið
væri að gera nokkrar áætlanir um
kostnað við framkvæmdina eftir
því sem henni hefði miðað áfram,
en í fréttatilkynningunni væri mið-
að við upphaflegu áætlunina sem
hefði verið notuð til að bera saman
kostnað við tillögurnar sem bárust
þegar samkeppni var haldin um
hönnun hússins.
Í umfjöllun fjölmiðla um kostn-
að við byggingu Orkuveituhússins
á árunum 2002 og 2003 var alltaf
haft eftir stjórnendum fyrirtækis-
ins að áætlun gerði ráð fyrir að
kostnaður við húsið yrði 2,3 millj-
arðar, án þess að þeir skilgreindu
hann nánar. Ekki var hafður sá
fyrirvari á að húsið hefði verið
stækkað um 1.000 fermetra frá
upphaflegri áætlun. Í fréttatil-
kynningu OR er búið að hækka
kostnaðaráætlun upp í 2.676 millj-
ónir og sagt að endanlegur kostn-
aður hafi verið 3.264 milljónir eða
31,9% hærri en kostnaðaráætlun.
Fréttaskýring | Kostar hús Orkuveitunnar
það sama og grunnskóli?
Hús OR um
40% dýrara
Kostnaður við hús Orkuveitunnar var í
upphafi áætlaður um 2,3 milljarðar
Nýbygging Orkuveitunnar við Réttarháls.
Villandi samanburður á
byggingarkostnaði
Samanburður stjórnenda
Orkuveitu Reykjavíkur á kostn-
aði við nýbyggingu fyrirtækisins
og kostnaði við vandaðan skóla
er villandi. Í kostnaði við skóla-
byggingar er talinn með virð-
isaukaskattur, húsbúnaður og
frágangur á lóð. Tölur Orkuveit-
unnar eru hins vegar án virð-
isaukaskatts enda fær fyrirtækið
hann endurgreiddan. Kostnaður
við lóð er ekki talinn með né hús-
búnaður.
egol@mbl.is