Morgunblaðið - 11.01.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Púla, púla, með glampa í aug-um, eld í æðum, sunguGreifarnir hér um árið. Enþað er ekki nóg fyrir lík-
amsræktarstöðvarnar að bjóða upp á
aðstöðu til að púla í dag. Sífellt mik-
ilvægara er að bjóða upp á afþrey-
ingu á borð við kvikmyndir og lifandi
tónlist á meðan svitinn perlar á enni
iðkenda. Boðið er upp leikfimitíma
undir dynjandi tónlist plötusnúða og
jafnvel heilu hljómsveitanna. Sjón-
varpsskjáir eru við hvert hlaupa-
bretti og hægt er að velja um fjölda
sjónvarpsstöðva. Samkeppnin er því
ekki aðeins milli líkamsræktarstöðv-
anna heldur keppa þær í dag um at-
hygli tímabundinna Íslendinga við
bíóhúsin og hvers konar aðra afþrey-
ingu. Má því segja að líkamsrækt-
argeirinn hafi hallað sér verulega að
skemmtana- og afþreyingariðn-
aðinum upp á síðkastið.
Samanlagt æfa um 26.200 Íslend-
ingar af kappi þessa dagana í þremur
stærstu líkamsræktarstöðvunum á
höfuðborgarsvæðinu; World Class,
Hreyfingu og Iceland Spa & Fitness
sem rekur Baðhúsið, Sporthúsið,
Þrekhúsið og nú núverið Betr-
unarhúsið. Framkvæmdastjórar
stöðvanna eru sammála um að reglu-
leg líkamsrækt sé orðin hluti af lífs-
stíl mjög margra og að iðkendafjöld-
inn sveiflast ekki nærri jafnmikið
eftir mánuðum og árstíðum og hann
gerði fyrir nokkrum árum.
Þjálfunin sniðin að þörfum
upptekna nútímamannsins
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri
Hreyfingar, segir árið fara ljómandi
vel af stað. Um fimm þúsund iðk-
endur eru hjá stöðinni núna.
Spurð um helstu nýjungarnar hjá
Hreyfingu í vetur nefnir hún svokall-
aða hraðleið. Um er að ræða sjö
stöðva þjálfunaráætlun í tækjasaln-
um sem á ekki að taka meira en þrjá-
tíu mínútur að fara í gegnum.
„Fólk hefur ekki alltaf mikinn tíma
til að æfa og því er gott að geta gripið
í hraðleiðina,“ segir Ágústa. „Al-
gengasta afsökunin hjá fólki er að
það hafi ekki tíma til að æfa, en þarna
er verið að koma til móts við það
fólk.“
Pilates-leikfimin er einnig með því
vinsælasta nú um stundir hjá Hreyf-
ingu. Leikfimin sú á að þjálfa miðju
líkamans, kjarnann, eins og Ágústa
orðar það. Pilates hentar konum vel
en engin lóð eru notuð í tímunum.
„Gerðar eru æfingar sem styrkja
kviðvöðvana mun dýpra en hingað til
hefur tíðkast. Æfingarnar eru gerðar
rólega, án lóða, og þannig er hægt að
styrkja vöðvana án þess að byggja
upp mikinn vöðvamassa og þjálfa
þannig flatan kvið og grönn læri sem
konum þykir afar eftirsóknarvert.“
Þá segir Ágústa að Pilates-
leikfimin sé vinsæl bæði hjá byrj-
endum sem og fólki sem hafi æft stíft
lengi og vilji komast í rólegri æfing-
ar.
Ágústa segir að þeim fari sífellt
fækkandi sem kaupi sér líkamsrækt-
arkort eftir áramótin og noti þau svo
sáralítið eftir fyrsta mánuðinn eða
svo. Hún segir iðkendur Hreyfingar
flesta duglega við að mæta og bindi
sig í lengri tíma en áður. Stéttarfélög
og fyrirtæki greiða mörg hver niður
líkamsræktarkostnað hjá starfs-
mönnum sínum. „Svo er bara ekkert
dýrt að stunda líkamsrækt á Íslandi,
það er ódýrt miðað við það sem geng-
ur og gerist í löndunum í kringum
okkur.“
Fjölbreytnin í fyrirrúmi
Tíu þúsund manns æfa nú í World
Class, langflestir í Laugum í Laug-
ardal, en að auki er World Class með
stöðvar í Spönginni og húsi Orkuveit-
unnar.
Björn Leifsson, framkvæmda-
stjóri World Class, segir að nú í jan-
úar hafi þúsund iðkendur bæst í hóp-
inn. Björn segist ánægðastur með að
iðkendafjöldinn hafi ekki dottið niður
í desember eins og oft vill verða. En
hvað skýrir þetta að hans mati?
„Aðstaðan er orðin það góð að fólk
kemur hingað af því að hér er gaman,
ekki bara af þörf fyrir að hreyfa sig,“
segir Björn.
Hann segir að flestir iðkendur
bindi í sig í ár eða ótímabundið og
geti þá sagt upp samningi við stöðina
með sex mánaða fyrirvara hvenær
sem er. „Fólk er farið að endast
miklu lengur,“ segir Björn aðspurður
um hvort margir heltist ekki úr lest-
inni fljótlega eftir áramót, þrátt fyrir
góð fyrirheit. „Mér finnst að það séu
alltaf fleiri og fleiri sem hafa gert
reglubundna líkamsrækt að sínum
lífsstíl. Það koma ekki eins miklar
holskeflur um áramót og hér á árum
áður.“
Nýbúið er að stækka enn við
Laugar, nú um þúsund fermetra.
Bætt var við einum leikfimisal og
þeir tveir leikfimisalir sem voru fyrir
voru stækkaðir um helming. Þá eru
ný tæki í tækjasal væntanleg. Ekki
má gleyma nýju innilauginni sem
verið var að opna en iðkendur Lauga
hafa aðgang að henni sem og útilaug-
inni.
Líkt og hjá Hreyfingu er það Pilat-
es-leikfimin sem er vinsælasta við-
bótin í flóru leiða til hreysti. Björn
segir að eitt það sem dragi fólk að
Laugum sé fjölbreytnin í þjálfun,
hægt er að æfa dans, sjálfsvörn, jóga,
auk hefðbundnari leikfimi.
Skemmtanagildið í
hávegum haft
Iðkendur Iceland Spa & Fitness,
ISF, eru á aldrinum 6–94 ára segir á
heimasíðu fyrirtækisins. Í byrjun
janúar voru 11.200 iðkendur skráðir
til leiks í þeim fjórum stöðvum sem
fyrirtækið rekur.
Sævar Pétursson, framkvæmda-
stjóri ISF, tekur undir með Birni og
Ágústu að árstíðarsveiflurnar séu
ekki eins áberandi nú og áður. „Það
er sífellt stærri hópur sem stundar
líkamsrækt allt árið um kring,“ segir
Sævar.
En Sævar segir að nú snúist lík-
amsræktin um skemmtanagildið.
Ein helsta nýjungin í stöðvum ISF
á þessu ári er sú að sjónvarpsskjáir
verða á næstu dögum settir upp við
hvert einasta upphitunartæki sem
þýðir að hver og einn iðkandi getur
valið um á annan tug sjónvarps-
stöðva að horfa á meðan á líkams-
ræktinni stendur. Samtals verða
settir upp um 100 sjónvarpsskjáir í
Þrekhúsinu, Baðhúsinu og Sporthús-
inu. „Þetta er það sem er að gerast
alls staðar í löndunum í kringum okk-
ur, það er að skemmtagildið er alltaf
að verða meira og meira. Fólk er
hætt að koma til þess eins að hlaupa
og lyfta. Æfingar og skemmtun
þurfa að fara saman. Við sjáum það á
vinsældum hóptímanna. Þetta er að
verða svolítið ball í leiðinni,“ segir
Sævar.
Til þess að svala skemmtanaþörf
iðkenda sinna hefur verið boðið upp á
lifandi tónlist í tækjasal og tímum í
húsunum, a.m.k. einu sinni í mánuði.
Þetta hefur fallið vel í kramið, „og
brýtur upp rútínuna hjá fólki enda
finnst því alltaf gaman að fá eitthvað
svona óvænt og öðruvísi,“ segir Sæv-
ar. „Fólk verður að hafa gaman af því
að æfa, þannig höldum við við-
skiptum við það lengur. Við erum
ekki endilega í samkeppni við stöðina
við hliðina á okkur heldur við bíóin og
annað slíkt.“
Dregið hefur úr árstíðasveiflum í iðkendafjölda líkamsræktarstöðvanna
Æfingar og skemmtun fara saman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það er þétt setinn bekkurinn ef svo má að orði komast í Laugum í Laugardalnum.
Tekið á því í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu.
Tæplega 30 þúsund
Íslendingar æfa í
þremur stórum lík-
amsræktarstöðvum á
höfuðborgarsvæðinu.
Sunna Ósk Logadótt-
ir komst að því að
samkeppnin er ekki
aðeins á milli stöðv-
anna heldur og við bíó
og aðra afþreyingu.
sunna@mbl.is
24. NORRÆNA og 1. fransk-norræna stærð-
fræðingaþinginu, sem haldið var hér á
landi, lauk á sunnudag. Þingið heppnaðist
vel að sögn Hermanns Þórissonar, formanns
vísindanefndar þingsins, en í tengslum við
þingið voru haldnar þrjár forráðstefnur; um
líkindafræði, stærðfræðigreiningu og fléttu-
fræði.
„Þátttakendur voru ánægðir með hvernig
til tókst en hugmyndin með þinginu var sú
að draga fram það besta í stærðfræði í
þessum löndum og undirstrika í leiðinni
tengslin á milli Frakklands og Norður-
landanna. Að mínu mati tókst vel að sam-
tvinna þjóðernin á þessu þingi,“ segir Her-
mann.
Hermann telur það hafa mikið að segja
að halda þing sem þetta hér á landi, en
þetta er í annað skipti sem Íslendingar
halda þingið. „Það að halda þing sem þetta
setur Ísland myndarlega á kortið alþjóðlega
en þetta er langstærsti og merkasti viðburð-
urinn sem haldinn hefur verið á sviði stærð-
fræði hér á landi.“
Um 200 manns sóttu þingið og lang-
stærstur hluti þátttakenda kom erlendis frá.
Hermann segir að þingið hafi verið sótt af
mönnum sem allir vinna að því að víkka
þekkingarsvið stærðfræðinnar sem fræði-
greinar.
„Þetta er rannsóknarþing og á slíku þingi
ber hæst fyrirlesara líkt og Sigurð Helga-
son, sem hélt opnunarfyrirlesturinn en hann
var jafnframt eini Íslendingurinn sem hélt
fyrirlestur um morgun. Stjarna þingsins var
að öðrum ólöstuðum Cedric Villani, ungur
franskur stærðfræðingur, sem er ekki bund-
inn við eitt sérsvið stærðfræðinnar eins og
flestir, heldur kemur hann víða við sögu.“
Í tengslum við ráðstefnuna voru fimm
tónlistaruppákomur en þær voru ekki á
dagskrá ráðstefnunnar og komu þátttak-
endum þægilega á óvart.
Ánægðir
þátttakendur á
stærðfræðiþingi
Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson
Sigurður Helgason, prófessor við MIT, flytur
upphafsfyrirlestur þingsins.
GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsókn-
arflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn
hafi ekki lagst gegn lækkun virðisaukaskatts-
ins á matvæli. „Það er samstaða um það í rík-
isstjórninni að fara að stjórnarsáttmálanum
og fara yfir það hvernig hægt er að lækka
virðisaukaskattinn til hagsbóta fyrir almenn-
ing,“ segir hann.
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði á fundi Sjálfstæðisflokksins
um helgina að stjórnarflokkarnir hefðu náð
saman um að ljúka við útfærsluna á virð-
isaukaskattinum. Davíð vitnaði síðan til orða
Guðna og sagði: „Nýlega lýsti varaformaður
Framsóknarflokksins því opinberlega yfir að
sá flokkur hefði ekki á móti því að fara að
okkar tillögum sjálfstæðismanna að fara með
matarskattinn niður í sjö prósent. Þannig að
það er ánægjulegt að samstaða er að mynd-
ast um það.“
Ávallt efast um skattinn
Guðni sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann hefði ávallt efast um réttmæti
matarskattsins, sem tekinn hefði verið upp í
fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins Hanni-
balssonar. „Ég efaðist mjög um matarskatt-
inn þá í ljósi þess að matvælaverð á Íslandi
er hátt. Og ég hef verið sannfærður um það,
síðustu árin, að það ætti að endurskoða mat-
arskattinn með batnandi tíð. Fljótlega eftir
að ég varð ráðherra byrjaði ég að skoða
hvaða þýðingu það hefði að lækka matar-
skattinn eða afnema hann.“ Guðni segir að
það myndi m.a. hafa þýðingu fyrir ferðaþjón-
ustuna, t.d. með því að laða að fleiri ferða-
menn. „Auk þess yrði lækkun eða afnám mat-
arskattsins mikil kjarabót fyrir það fólk sem
hefur minna á milli handanna.“
Tekjuskattslækkunin
var forgangsverkefni
Guðni ítrekar að Framsóknarflokkurinn
hafi ekki lagst gegn lækkun matarskattsins.
„Það var hins vegar forgangsverkefni rík-
isstjórnarflokkanna að lækka tekjuskatt
launafólksins og fella niður eignarskatta –
sem fyrsta aðgerð. Við vinnum auðvitað heilir
að því að skoða hvort hægt sé að lækka mat-
arskattinn og sú vinna er hafin.“
Varaformaður Framsóknarflokksins
Lækkun matarskatts
myndi þýða kjarabót