Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 20
smáauglýsingar mbl.is Akureyri | Suðurnes | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Íbúar á Hellu og nágrenni sem lentu í því að vera inni við á heimilum sínum 17. júní, árið 2000, þegar fyrri Suðurlandsskjálftinn reið yfir, eiga trúlega auðveldara með að setja sig í spor þeirra sem upplifðu hörm- ungar flóðanna í Suðaustur-Asíu og lifðu af, en þeir sem voru úti við. Þó að langt í frá sé hægt að bera þessi ósköp sem hlutust af risaflóðbylgjunni saman við afleiðingar skjálftanna hér upplifir maður sömu mein- ingar hjá fólki að því leyti að það sé ekki hægt að lýsa reynslunni fyrir þeim sem upplifðu hana ekki. Sumir urðu hræddir, aðrir reiðir og enn aðrir urðu yfir sig undr- andi. Það vill gjarnan gleymast þegar verið er að fjalla um „tsunami“ að það var jarð- skjálfti sem kom flóðbylgjunni af stað og af- leiðingar hans urðu talsverðar fyrir utan flóðbylgjuna. Þetta var umtalsvert öflugri skjálfti en Suðurlandsskjálftarnir, mig minnir að ég hafi heyrt að reiknitalan gæti verið að þrjúþúsundfalt afl hafi leyst úr læðingi. Engir smákraftar þar. Við megum þakka fyrir að á hafsbotninum kringum Ís- land virðast vera aðrar aðstæður sem skapa minni hættu á flóðbylgjum af þessu tagi.    Mikið er rætt um þessar mundir hvers Hellubúar og nærsveitarmenn eigi að gjalda að hafa ekki áfengisútsölu eins og önnur þéttbýli við hringveginn. Heyrst hef- ur áður að ÁTVR hafi tekið vel í að opna verslun með bús á Hellu, en nýjustu fréttir herma að ekki sé fyrirhugað að ráðast í slíkt á næstunni. Á sama hátt fer fram mikil umræða um verðlag á matvöru en Kaupás sem rekur fjölda verslana um allt Suður- land er með 11-11 verslun á Hellu þar sem verðlag er frekar hátt að því mér er tjáð. Veldur þetta því að fjöldi manns fer héðan á Selfoss til að versla, en þar eru reknar 3 eða 4 lágvöruverðsverslanir sem svo eru kall- aðar. Þegar horft er á þessi tvö dæmi um verslunarhætti, þá má svo sem segja að ÁTVR hafi engu að tapa því að neytendur geta ekki keypt áfengi hjá öðrum aðila, hvert sem þeir fara. Þarna er bara spurn- ing um hvað ríkið veitir þegnum sínum góða þjónustu. Ef horft er til matvörunnar hins vegar hlýtur Kaupás að tapa talsverðri verslun frá sér t.d. til Bónuss eða Europris á Selfossi. Þessi umræða vekur mann þar að auki til umhugsunar um hvar núna eru niðurkomnar hugmyndir um að selja t.d. létt vín og bjór í matvöruverslunum. Fram- bjóðendur til Alþingis í yngri kantinum hafa haft þessar hugmyndir uppi í gegnum tíðina, en það er með ólíkindum hvað þeir eldast hratt þegar þeir eru komnir á þing. Úr bæjarlífinu HELLA EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON FRÉTTARITARA Íbúum á Kópaskerihefur borist góðgjöf, nýr flygill er kominn í bæinn og hefur honum verið komið fyrir í Grunnskólanum. Flygillinn er gjöf frá Aðalheiði Árnadóttur frá Bakka á Kópaskeri til íbúa Kópaskers og ná- grennis. Göfin er til minningar um foreldra hennar, Árna Ingimund- arson og Ástfríði Árna- dóttur, einnig ömmu hennar Sabínu Jóns- dóttur. Árni og Ástfríður byggðu fyrsta íbúðar- húsið á Kópaskeri, Bakka. Til stendur að vígja gripinn með tónleikum þann 22. janúar og mun margt fólk koma þar sam- an til að spila og syngja. Flygill í bæinn Í jarðskjálftanum í As-íu gengu flekarnirsaman á meðan þeir gliðna á Norðurlandi. Friðrik Steingrímsson orti: Núna er víða neyðarstand. Núna er ekki tíðin blíð. Núna skelfur Norðurland. Núna stækkar Reykjahlíð. Davíð Hjálmar segir Frið- rik þurfa að læra landa- fræðina betur: Bifast varla bæjarhlað, brestur hvergi svörður. Reykjahlíðin stóð í stað. Stækkar Eyjafjörður. Friðrik svarar: Undir sól er ekkert nýtt okkar drottins þekkt er gjörð og Reykjahlíðar veldið vítt valtar yfir Eyjafjörð. Þá Davíð Hjálmar: Útþenslukóngar á eldheitum stað Eyjafjörð heimta í pottinn, stefndu því Reykjahlíð ótrauður að Óbyggðanefndinni, Drottinn. Jörðin skelfur pebl@mbl.is Flúðir | Óvíða eru stærri brenn- ur en á Flúðum. Þar njóta íbú- arnir góðs af verksmiðju Lím- trés þar sem til fellur töluvert efni sem notað er til að hlaða bálkesti. Vegna veðurs var því frestað að kveikja í áramóta- brennunni og var ekki kveikt í fyrr en síðastliðið laugardags- kvöld. Því má segja að Hruna- menn hafi tekið upp nýtt tímatal um þessi áramót. Fjöldi fólks safnaðist að brennunni sem var rétt vestan við Flúðir, bæði heimamenn og gestir þeirra. Börnin nutu vel. Þá var Björg- unarsveitin Eyvindur með mikla flugeldasýningu af þessu tilefni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýtt tímatal hjá Hrunamönnum Brenna Selfoss | Fjölbrautaskóli Suðurlands hef- ur fengið þriggja milljóna kr. styrk Átaks- verkefnis í hestamennsku vegna nám- skrárgerðar í hestaíþróttum. Átaksverkefnið í hestamennsku er fimm ára verkefni sem lauk nú um áramótin en að því stóðu fjögur ráðuneyti og Sveitarfé- lagið Skagafjörður. Alls var veitt 200 millj- ónum króna til verkefnisins síðastliðin fimm ár en markmið þess var meðal annars að efla hestaíþróttir og hestamennsku. Í frétt frá skólanum kemur fram að styrkveitingin feli í sér hvatningu til að auka samstarf og þjónustu við atvinnulífið í héraðinu. Hestamennskan sé í síauknum mæli sunnlenskur atvinnuvegur auk þess að vera angi af alþjóðlegri starfsemi. Námskrá í hestaíþrótt- um hjá FSU Skagafjörður | Félagsmálaráðuneytið hef- ur úrskurðað að ákvörðun sveitarstjórnar Skagafjarðar um að setja Villinganesvirkj- un inn í kynningartexta með tillögu að að- alskipulagi Skagafjarðar sé ógild. Ástæðan er sú að Bjarni Maronsson flutti tillöguna og tók þátt í afgreiðslu hennar en hann á óbeina aðild að virkjunarfélagi sem varafor- maður stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga. Núverandi sveitarstjórn sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs standa að setti til hliðar áform um virkjun Jökulsár við Villinganes. Þegar aðalskipulag Skagafjarðar 2004 til 2016 var til afgreiðslu í sveitarstjórn í haust flutti Bjarni Maronsson, einn fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, tillögu um að gert yrði ráð fyrir vatnsaflsvirkjun við Villinganes í skipulaginu. Var tillagan samþykkt eftir að meirihluti fulltrúa í sveitarstjórn hafði talið Bjarna hæfan til að flytja málið og taka þátt í afgreiðslu þess. Bjarni er varaformaður stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sem á óbeina aðild að Héraðsvötnum ehf. sem hafa það markmið að virkja Jökulsá og byggja Villinganesvirkjun. Áskell Guðmundsson, fulltrúi VG í sveit- arstjórn og sveitarstjóri Skagafjarðar, kærði þessa ákvörðun til félagsmálaráðu- neytisins og fór fram á ógildingu vegna að- ildar Bjarna að henni. Í úrskurði ráðuneyt- isins er fallist á rök Áskels og ákvörðun sveitarstjórnar um að setja Villinganes- virkjun inn í kynningartexta með tillögu að aðalskipulagi talin ógild. Sveitarstjórn er falið að taka málið á ný til löglegrar með- ferðar. Ákvörðun um Villinganes- virkjun ógilt ♦♦♦ LÆRÐU AÐ HEKLA, PRJÓNA & SAUMA BÚTASAUM 1. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 12. jan. til 23. feb. 2. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á mánudögum 17. jan. til 21. feb. 3. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 9. mars til 20. apríl. 1. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 6. jan. til 27. jan. 2. HEKLNÁMSKEIÐ á þriðjudögum 18. jan. til 15. feb. 3. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 24. feb. til 17. mars. 4. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 31. mars til 28. apríl. 5. HEKLNÁMSKEIÐ á mánudögum 4. apríl til 25. apríl. 1. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, saumuð er taska eftir Kaffi Fassett. Kennt er fimmtudagana 10. og 17. febrúar. 2. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, saumaður er dúkur eftir Sigríði Bragadóttur. Kennt er mánudagana 7. og 14. mars. Innritun og allar nánari upplýsingar í Storkinum, Laugavegi 59, sími 551 8258 Upptökuheimilið Geimsteinn í Keflavík sem RúnarJúlíusson stýrir gaf fimmtíu geisladiska í happ-drætti MND-félagsins. Guðjón Sigurðsson tók við diskunum fyrir hönd félagsins en hann greindist með sjúkdóminn á síðasta ári og hefur síðan unnið mikið að félagsmálum MND sjúklinga. Sala á miðum í happdrætti MND-félagsins hefst fljót- lega og fær félagið gefins fjölda vinninga. Allur afrakst- ur happdrættisins rennur í framkvæmdasjóð félagsins. Gjöf til MND-félagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.