Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingólfur ArnarÞorkelsson
fæddist á Háreks-
stöðum á Jökuldals-
heiði 23. janúar 1925
og var hann síðasta
barnið er fæddist á
þeim bæ. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 3. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Þóra Þórðardóttir
frá Gauksstöðum á
Jökuldal, f. 1900, d.
1990, og Þorkell
Björnsson, verka-
maður, fæddur á Heyskálum í
Hjaltastaðaþinghá 1892, d. 1974.
Systkini Ingólfs eru Þórný, f. 1920,
d. 1961, Margrét, f. 1921, d. 1935,
Anna Birna, f. 1922, Þórdís, f.
1926, d. 1927, Þórður, f. 1929, d.
2004, og Soffía f. 1931, d. 2004.
Auk þess átti Ingólfur tvær hálf-
systur, samfeðra, Önnu Margréti,
f. 1914, og Kristínu Maríu, f. 1918,
d. 1985.
Árið 1960 kvæntist Ingólfur eft-
irlifandi eiginkonu sinni Rann-
veigu Jónsdóttur, cand. mag., f.
1935. Foreldrar hennar voru hjón-
in Þórunn Guðmundsdóttir, f.
1896, d. 1960, og Jón Kristófersson
skipstjóri, f. 1884, d. 1953. Börn
Ingólfs og Rannveigar eru Jón
Arnar, f. 1961, Þorkell Már, bóka-
vörður, f. 1964, hann á soninn Ing-
ólf Má, f. 2000, með fv. sambýlis-
konu sinni, Áróru Hlín
lét af störfum að eigin ósk 1. jan-
úar 1994.
Ingólfur sat í stjórn Landssam-
bands framhaldsskólakennara
1960–1964. Í stjórn Félags BA-
prófsmanna 1962–1964. Í stjórn
Félags háskólamenntaðra kenn-
ara 1964–1967, formaður 1970–
1973. Í fulltrúaráði BHM 1963–
1966. Fyrsti formaður Félags
dönskukennara 1968–1970. Í
flokksstjórn Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna 1969–1979. Í
framkvæmdastjórn 1972–1974.
Sat í ritstjórn blaðsins Frjálsrar
þjóðar – Nýs lands 1972–1974. Í
nefnd um endurskoðun dönsku-
kennslu á barna- og gagnfræða-
stigi 1968. Í grunnskólanefndinni,
1972–1975, sem endurskoðaði lög-
gjöf um skyldunám og samdi frum-
varp um grunnskóla sem varð að
lögum í maí 1974. Í nefnd sem
fjallaði um samningsrétt opin-
berra starfsmanna 1972–1974. Í
kosninganefnd fyrir Vigdísi Finn-
bogadóttur 1980. Fyrsti formaður
Seyðfirðingafélagsins í Reykjavík
1981–1996. Ingólfur sat, ásamt
Rannveigu, konu sinni, í stjórn
Íbúa- og vinafélags Hjúkrunar-
heimilisins Sóltúns, þar sem hann
dvaldi síðustu þrjú árin.
Ingólfur var heiðursfélagi Fé-
lags dönskukennara á Íslandi og
heiðursfélagi Seyðfirðingafélags-
ins í Reykjavík.
Ingólfur ritaði fjölda blaða-
greina um skólamál og menning-
armál, stéttarmál og stjórnmál og
hann skrifaði sögu Menntaskólans
í Kópavogi sem kom út í tveimur
bindum á árunum 1995 og 1997.
Útför Ingólfs fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Helgadóttur, f. 1961,
Þóra Sigríður, rit-
stjóri, f. 1966, maki
Karl Emil Gunnars-
son, yfirprófarkales-
ari á Morgunblaðinu,
f. 1952, börn þeirra
eru Rannveig, f. 1999,
og Kormákur, f. 2001.
Ingólfur var nokk-
urra mánaða gamall
þegar fjölskyldan
fluttist niður á Seyðis-
fjörð og þar ólst hann
upp. Hann lauk prófi
frá Alþýðuskólanum á
Eiðum 1944, og út-
skrifaðist frá Kennaraskóla Ís-
lands 1948. Tók stúdentspróf utan-
skóla frá MR 1954 og lauk
BA-prófi í dönsku og sögu frá HÍ
1959. Var í framhaldsnámi í dönsk-
um bókmenntum og sagnfræði við
Kennaraháskólann í Kaupmanna-
höfn 1966–1967. Einnig sótti hann
mörg námskeið í dönsku, sögu og
stjórnsýslufræðum.
Ingólfur kenndi við Melaskólann
í Reykjavík 1948–1949, Kópavogs-
skóla 1949–1953, Gagnfræðaskól-
ann í Kópavogi 1954–1961, Voga-
skóla 1961–1965, Kvennaskólann í
Reykjavík 1965–1973. Var jafn-
framt stundakennari við KÍ 1967–
1970 og æfingakennari í mann-
kynssögu á vegum heimspeki-
deildar HÍ 1964–1973. Hann var
skipaður fyrsti skólameistari
Menntaskólans í Kópavogi 1973 og
gegndi því starfi í 20 ár, en hann
Það var eins og Ingólfur væri kall-
aður til verka sem kröfðust vilja-
festu, þolgæðis og áræðis. Það má
auðvitað rekja til þess hve mikla
ánægju hann hafði af því að glíma við
ögrandi verkefni – og þess trausts
sem hann vann sér. Margir njóta
verkanna sem unnin voru undir for-
ystu Ingólfs. Á yngri árum leiddi
hann baráttu fyrir betri kennara-
menntun og virðingu og bærilegum
launum stéttarinnar. Hann byggði
upp nýjan menntaskóla í Kópavogi,
gætti sóma hans með atorku og lét
sér jafnan annt um velfarnað nem-
enda sinna. Seyðfirðingar, sem búa
fjarri fæðingarbæ sínum, eiga at-
hvarf í húsinu góða sem átthagafélag
þeirra eignaðist og endurnýjaði á
þeim árum sem Ingólfur og stjórn
hans virkjuðu félagana til stórverka.
Einnig er mér minnisstætt hve mik-
inn metnað hann lagði í starf sitt í
grunnskólanefndinni sem vann á ár-
unum 1972–1975 það frumvarp sem
varð að lögum um skyldunám í land-
inu.
Stundum er talað um félagslega
sinnaða íhaldsmenn. Að kynnast í
æsku kjörum og baráttu verkafólks
á kreppuárunum hefur vafalaust
mótað þann áhuga sem Ingólfur
hafði alla tíð á félagslegu starfi og
gengi þeirra stjórnmálafla sem hann
taldi gagnast alþýðu best. Þeim lagði
hann lið með ýmsum hætti alla sína
ævi. Hann hafði ódrepandi áhuga á
samfélagsmálum og þörf fyrir að
ræða framvinduna í pólitíkinni. En
vinir hans kynntust líka traustvekj-
andi íhaldssemi á þrengri sviðum:
ræktarseminni, að skulda engum og
borga jafnan með reiðufé, hafa reglu
og rétt skil á öllu sem manni er trúað
fyrir, klæðaburður og framganga
með höfðingjabrag.
Það var reisn yfir Ingólfi jafnt í
embætti sem utan þess. Áhugi hans
á sögu og rækt við tunguna og vand-
aður undirbúningur máls og flutn-
ings gerðu ræður hans og ritsmíðar
eftirminnilegar. Oft var athygli beint
að stórum spurningum: „Hvers kon-
ar mannlífi viljum við lifa í þessu
landi?“ var titillinn á skólaslitaræðu
sem hann birti í Þjóðviljanum vorið
1978. „Saga Menntaskólans í Kópa-
vogi 1973–1993“, sem Ingólfur samdi
eftir að hann lét af starfi skólameist-
ara, ber vitni um þá eiginleika sem
einkenndu störf hans: nákvæmni,
baráttugleði og reglufestu samhliða
umburðarlyndi og tillitssemi. Fé-
lags- og menningarstarf innan skól-
ans hefur skipað veglegan sess.
Þetta rit er í raun miklu meira en
skólasaga því Ingólfur leggur þar
áherslu á sögulegan aðdraganda og
samhengi hlutanna. Það er leitun á
jafn greinargóðri lýsingu á þeim við-
horfum og tíðaranda sem mótaði
æskulýðinn á upphafsárum Mennta-
skólans í Kópavogi. Öldurót hippa-
tímans hafði ekki lægt með öllu.
„Stjórnandinn í kröppum sjó“ nefn-
ist einn ítarlegasti kafli bókarinnar.
Þar gætir vissrar kímni. Skólameist-
arinn, sem hafði leyst farsællega það
verkefni að opna með tveggja mán-
aða fyrirvara skóla, sem hvorki hafði
húsnæði, kennara né nemendur gat
leyft sér að slaka á þegar litið var um
öxl.
Við Ingólfur kynntumst þegar við
áttum samleið í háskólanámi um
miðjan sjötta áratuginn. Hann hafði
þá lokið kennaraprófi og tekið stúd-
entspróf utanskóla samhliða
kennslustarfi því hann hafði sett sér
það mark að auka menntun sína og
ljúka BA-prófi með kennararéttind-
um. Það reyndist mér bæði styrkur,
ánægja og hvatning að eiga samleið
með Ingólfi í náminu – og síðar í fé-
lagsstarfi, í ferðum og í vinnu sem
við sóttum stundum saman að sum-
arlagi. Ingólfur var söngelskur og
hafði unun af því að leiða söng sem
gerði kröfur til flytjendanna. Og
rausnar þeirra Ingólfs og Rannveig-
ar nutu ættingjar, vinir og venslafólk
oft og ríkulega. Við Dórothea þökk-
um þeim einlægt vináttuþel sem við
höfum notið frá fyrstu kynnum.
Þegar vinur manns kveður vaknar
tilfinning fyrir því að lífið sé stutt –
en minningin um tryggð og vel unnin
verk lifir.
Hörður Bergmann.
Kóngsins Nýjatorg í Kóngsins
Kaupinhafn á sólríku síðdegi sumar-
ið 1994. Við Þóra göngum úr sólskin-
inu inn í myrka vínstofu Hvíts þar
sem bíða okkar glæsileg hjón á
virðulegum aldri, Ingólfur faðir Þóru
og Rannveig móðir hennar, undir
víðfrægri teikningu af fjórum Ís-
lendingum í einum af básum þessa
gamalkunna öldurhúss þar sem
margur landinn hefur fengið sér
kollu eða tvær. Við erum komin til að
eiga með þeim helgi í Höfn.
Ingólfur hafði veikst skömmu áð-
ur en náð sér nokkuð vel og vildi
Þóra að við skryppum með foreldr-
um hennar til útlanda þar sem hún
taldi að það gæti orðið síðasta tæki-
færi hennar til utanferðar með föður
sínum. Varð Kaupmannahöfn fyrir
valinu og var það vel við hæfi – Ing-
ólfur var gamall dönskukennari og
hafði dvalið við nám í borginni á ár-
um áður.
Áhyggjur Þóru af því að utanreis-
ur föður hennar yrðu ekki fleiri
reyndust ástæðulausar en það er
önnur saga.
Strax á Hviids Vinstue hófst
tveggja daga kennslustund í sögu
sem ég bý enn að. Kennslan fór víða
fram bæði á þröngum strætum
gamla háskólahverfisins í Höfn og á
veitingahúsum þar sem allt hið besta
í dönskum mat og drykk var á boð-
stólum, svo sem á Skinnbrókinni í
Litlu kóngsins götu. Það er ekki að
orðlengja að þessi helgi í Kaup-
mannahöfn var hin ánægjulegasta í
alla staði, Ingólfur fór fyrir okkur
um Íslendingaslóðir og jós af þekk-
ingarbrunni sínum, margfróður,
launkíminn, sögumaður góður og
skörulegur til orðs og æðis. Það var
bráðskemmtilegt að njóta leiðsagnar
hans.
Það má segja að í þessari ferð hafi
ég fyrst kynnst verðandi tengdafor-
eldrum mínum að ráði og urðu þau
kynni því ánægjulegri sem lengra
leið. Vel voru þau lesin, margfróð,
rausnarleg og raungóð svo af bar.
Margar ánægjustundir hef ég átt
með þeim síðan en það yrði of langt
mál að rekja hér.
Heilsubrestur varð til þess að Ing-
ólfur hafði látið af erilsömu starfi
skólameistara Menntaskólans í
Kópavogi. Hann var þó þeirrar gerð-
ar að aðgerðaleysi átti ekki við hann.
Hann tók að sér að rita sögu MK og
afrakstur þeirrar vinnu birtist í
tveimur bindum 1995 og 1997. Óhætt
er að segja að enginn var betur til
þessa verks fallinn en tengdafaðir
minn enda hafði hann verið skóla-
meistari frá stofnun skólans 1973 og
stýrt uppbyggingu hans af atorku og
framsýni.
Heilsu Ingólfs tók að hraka ört en
þó rofaði stundum til, jafnvel svo að
honum tókst að komast til útlanda
nokkrum sinnum, meðal annars til
að skoða sig um á fornum söguslóð-
um á Krít og á slóðum listamanna og
rithöfunda á Signubökkum. Þessar
ferðir hefðu ekki verið mögulegar ef
óbilandi bjartsýni og elju tengda-
móður minnar, Rannveigar, hefði
ekki notið við. Hún var óþreytandi að
telja í hann kjark og gera honum
veikindin sem léttbærust á alla lund.
Hún á þökk og aðdáun skilið.
Síðustu árin dvaldi Ingólfur á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni bundinn
hjólastól. Á Sóltúni naut hann góðrar
aðhlynningar sem ekki hefði verið
hægt að veita í heimahúsi. Barna-
börnin voru orðin sólargeislarnir í
lífi hans og það var gaman að sjá hve
lifnaði yfir honum þegar Rannveig
yngri söng fyrir hann Maístjörnuna í
fyrsta sinn, þá þriggja ára. Eftir það
heimsótti hún ekki afa sinn án þess
að taka lagið fyrir hann. Þeim þykir
það skrítið, Rannveigu og Kormáki
litla bróður hennar, að nú skuli eng-
inn afi vera á Sóltúni lengur til að
launa þeim sönglist með súkkulaði.
Ég sendi tengdamóður minni,
Rannveigu, og mágum, þeim Jóni
Arnari og Þorkeli Má, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ég þakka tengdaföður mínum,
Ingólfi A. Þorkelssyni, viðkynn-
inguna og samfylgdina. Blessuð sé
minning hans.
Karl Emil Gunnarsson.
Hann var fallegur maður hann
Ingólfur frændi minn. Hann bar sig
vel og fannst það skipta máli að vera
vel til fara.
Þegar ég var lítil stúlka þekkti ég
hann ekki nema af því sem ég heyrði
systur hans, móður mína, segja. Það
var alltaf einhver virðingartónn í því.
Hann hafði líka gert það sem marga
dreymdi um, brotist til mennta, og
það var virðingarvert þá. Faðir hans,
afi minn, hafði lagt ríka áherslu á það
við hann að afla sér menntunar.
Hann átti að hafa það í fyrirrúmi, á
undan fjölskyldu. Afi hafði sjálfur
ætlað sér í Kennaraskólann en varð
að láta þann draum víkja.
Ingólfi kynntist ég vel þegar ég
flutti á höfuðborgarsvæðið 1998. Þá
hittumst við oft, ég, hann og Birna
frænka, móðursystir mín. Þau höfðu
þann skemmtilega sið að hittast og
ráða krossgátuna sem kom í laug-
ardagsmogganum. Til að halda höfð-
inu í lagi að eigin sögn og hittast auð-
vitað. Svo var gjarnan tekið í spil.
Það sem mér finnst núna mest um
vert er hve innihaldsríkar samræður
við áttum þegar við vorum tvö. Þó að
skiptin hefðu mátt verða fleiri.
Kannski var það vegna þess að hann
var farinn að finna fyrir hrakandi
heilsu og hver kvíðir því ekki að
missa heilsu áður en óskir manns um
rólegri árin ná fram að ganga? Hann
langaði til að nota þessi ár sem fram-
undan voru til að kenna barnabörn-
unum að lesa og lesa fyrir þau,
ferðast, stunda sund og halda sér
hraustum, kaupa jeppa o.fl.
Hann trúði mér líka fyrir ósigrum
jafnt sem sigrum í lífi sínu og ég
sagði honum frá reynslu minni. Svo
var skeggrætt um hvernig fólk hag-
ar lífi sínu á mismunandi hátt. Það
var þessi innsýn sem var svo dýr-
mætt að fá að gjöf, að vera gefin
hlutdeild í einhverju og treyst fyrir
því. Fyrir það er ég þakklát og ég
skil að gjafir sem þessar reynast
manni dýrmætari en margt hlutlægt
sem gefið er, af því að það eykur
manni skilning á lífinu sjálfu. Og
hvað er betra? Ég mun alltaf geyma
myndina af fallega frænda mínum í
gallabuxunum og svarta leðurjakk-
anum í verslunarmiðstöðinni að
segja: Sko, sjáðu ég þarf að æfa mig í
að labba svona með reisn svo eftir
mér verði tekið. Og svo var hlegið.
Ég mun líka geyma myndina af
honum í bílnum mínum glöðum að
syngja með okkur mæðgunum alla
leiðina norður á Hólmavík. Og segja:
Kanntu þetta? Kanntu þetta ekki???
Það var alltaf svo mikið fjör hjá okk-
ur þó að 35 ár skildu á milli. Og svo-
leiðis á það líka að vera.
Ég er Guði þakklát fyrir margt.
Núna fyrir að hafa gefið fallega
frænda mínum hvíld. Eftir erfið
veikindi undanfarin ár sem gerðu
honum erfitt fyrir að tjá sig er auð-
velt að skilja að léttirinn hlýtur að
hafa verið mikill manni sem fannst
skipta svo miklu að geta tjáð sig
skýrt og skorinort.
Rannveigu og frændsystkinum
mínum færi ég samúðarkveðjur frá
fjölskyldu minni.
Björk Jóhannsdóttir.
Kveðja frá Menntaskólanum
í Kópavogi
Þegar nýja árið heilsaði með góð-
um fyrirheitum og hækkandi sól
kvaddi Ingólfur A. Þorkelsson fv.
skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi þetta jarðlíf eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Við er-
um enn minnt á hve lítils megnug við
erum andspænis dauðanum nú þeg-
ar ævisól hans hnígur til viðar. Með
Ingólfi er genginn merkur maður
sem lét sér fátt óviðkomandi svo víð-
lesinn og áhugasamur sem hann var
um alla hluti. Ingólfur A. Þorkelsson
var skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi frá stofnun hans til ársloka
1993 eða samfellt í 20 ár. Á sumar-
dögum 1973 var hann skipaður
skólameistari að hinum nýja skóla í
Kópavogi, „þessum bæ æskunnar“
þar sem hlutfall ungmenna var
hærra en í öðrum bæjarfélögum.
Ingólfur hafði lokið kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1948, nokkr-
um árum síðar tók hann stúdents-
próf frá Menntaskólanum í Reykja-
vík, þá BA-próf í sögu og dönsku frá
Háskóla Íslands 1959 og á árunum
1966–67 stundaði hann framhalds-
nám í sögu, dönsku og kennslufræð-
um við Kennaraháskólann í Kaup-
mannahöfn og Kaupmannahafnar-
háskóla.
Það var ekki aðeins að Ingólfur
hefði mikla og góða menntun heldur
var reynsla hans af kennslu og skóla-
starfi ómetanleg. Ingólfur átti 25 ára
kennsluferil að baki er hann hóf störf
sem skólameistari MK, lengst af í
Kópavogi við unglingadeild Kópa-
vogsskóla og gagnfræðaskóla Kópa-
vogs. Ingólfur kenndi einnig lengi
við Kvennaskólann í Reykjavík og
sinnti stundakennslu við Kennara-
skóla Íslands.
Það hefur ekki verið létt verk að
vera í sporum Ingólfs þessa sumar-
daga 1973 þá nýráðinn skólameistari
að skóla sem hafði ekkert endanlegt
húsnæði, enga kennara, enga nem-
endur og starfsemin átti að hefjast
eftir tvo mánuði. Þar var réttur mað-
ur á réttum stað enda sé ég Ingólf
fyrir mér þar sem hann, brennandi
af áhuga og eldmóði, tekst á við
vandann og ryður brautina. Skólinn
var settur við hátíðlega athöfn í Fé-
lagsheimili Kópavogs 22. september
þetta ár en hann hafði þá fengið inni í
einni álmu Kópavogsskóla, 11 kenn-
arar höfðu verið ráðnir og 110 nem-
endur höfðu sótt um skólavist.
Ingólfur var maður festu og aga
og þegar kom að því að móta skóla-
brag og reglur um innra starf þá
sagði Ingólfur mér að oft hefðu verið
skiptar skoðanir á milli hans og for-
ystumanna nemenda, t.d. um það
sjónarmið að ekki mætti neyta
áfengis á skóladansleikjum eða að
nemendur ættu að sækja skóla sam-
viskusamlega og lesa vel undir tíma.
Ekki leið á löngu þar til samkomulag
hafði náðst og sterkar hefðir tóku að
mótast í MK sem við búum að enn
þann dag í dag. Í fyrstu Fagurskinnu
árið 1976 sem er útskriftarbók stúd-
enta er e.t.v. táknræn mynd af Ing-
ólfi fyrstu árin þar sem hann er
teiknaður á mikilli jarðýtu og látinn
segja við nemendur „Þið ráðið alveg
hvernig þetta verður, en þetta verð-
ur samt svona“.
Við stofnun skólans var ráðgert að
byggt yrði yfir starfsemi hans. Ing-
ólfur var í forsvari byggingarnefnd-
ar frá 1974 og mikil eining var um
málið. Lóð hafði verið valin á mið-
bæjarsvæði Kópavogs og teikningar
lágu fyrir en eftir sveitarstjórnar-
kosningar árið 1978 brast samstaðan
og skoðanir urðu skiptar um stað-
setningu og þörf á nýbyggingu. Ing-
ólfur sagði mér að þetta hefðu verið
ein mestu vonbrigði hans á skóla-
meistaraferlinum. Ingólfur var hins
vegar ekki þannig maður að hann
gæfist upp þó að á móti blési. Hann
gekk því harðar fram en nokkru
sinni fyrr í baráttunni fyrir auknu
húsnæði til handa skólanum. Eftir
miklar deilur fékk málið farsælan
endi á 10 ára afmæli skólans árið
1983 er skólinn fékk til umráða hús-
næði Víghólaskóla. Þótt málið væri
erfitt og strítt er ég ekki grunlaus
um að Ingólfur hefði af því nokkra
skemmtan enda naut hann sín hvergi
betur en í hita leiksins að ég tali nú
ekki um þegar hann var kominn í
ræðustól.
Það var erfitt að stjórna fram-
haldsskólum á árunum 1984–89 þeg-
ar hvert verkfallið rak annað. Á þeim
málum tók Ingólfur af meira innsæi
INGÓLFUR ARNAR
ÞORKELSSON