Morgunblaðið - 11.01.2005, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pétur ValvesSigurðsson fædd-
ist á Hjalteyri við
Eyjafjörð 26.8. 1924.
Hann lést á heimili
sínu 1. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Gunnar Jónsson, f. á
Sauðárkróki 7.8.
1895, d. af slysförum
á Hjalteyri 28.6.
1938, og kona hans
Jakobína Guðrún
Camilla Friðriksdótt-
ir f. í Stóru-Ávík í
Árneshreppi á
Ströndum 16.6. 1895, d. á Hjalt-
eyri 30.7. 1934 . Systkini Péturs
eru Ingibjörg Sesselja, f. 24.10.
1917, Friðrik Anton, f. 24.3. 1919,
d. af slysförum 18.7. 1938, Elísa-
bet Ólafía, f. 27.12. 1920, d. 19.2.
2001, Jón Sólberg, f. 14.3. 1922, d.
13.6. 1922, Haraldur Axel Möller,
f. 19.5. 1923, Sólborg Sumarrós, f.
12.1. 1926, Hallfríður Kristín, f.
24.3. 1927, og Ragnar Sigurður, f.
7.5. 1931.
Pétur kvæntist 26.8. 1954 Arn-
heiði Hjartardóttur, f. í Reykja-
vík 13.5. 1928. Foreldrar hennar
voru Hjörtur Þorsteinsson, f.
28.10. 1902, d. 9.6. 1991, og Sig-
rún Einarsdóttir, f. 29.10. 1905, d.
20.10. 1939. Börn Péturs og Arn-
heiðar eru: 1) Sigrún Hjördís, f.
8.4. 1955, gift Kristni Kristjáns-
syni, f. 7.12. 1950. Sonur þeirra
er Kristján Pétur, f.
10.8. 1992. 2) Sig-
urður Jakob, f. 21.6.
1958. Synir hans eru
Sigurður Smári, f.
13.2. 1984, og Pétur
Guðbjörn, f. 5.7.
2000. 3) Sverrir Pét-
ur, f. 21.6. 1964,
kvæntur Ólöfu
Birnu Garðarsdótt-
ur, f. 6.3. 1967. Börn
þeirra eru Garðar
Steinn, f. 19.12.
1997, og Arna
Petra, f. 19.12. 1997.
4) Kristín, f. 13.1.
1966, gift Brynjólfi Smárasyni, f.
30.1. 1966. Börn þeirra eru Sara
Lind, f. 1.9. 1987, Hrefna Dís, f.
10.5. 1991, og Arnór Gauti, f.
22.1. 1999.
Pétur starfaði við smíðar, sjó-
mennsku og síðustu 47 ár starfs-
ævi sinnar var hann rafsuðumað-
ur og járnsmiður í Vélsmiðju Jóns
Sigurðssonar. Pétur stundaði
íþróttir alla tíð. Hann var einn
vetur í Íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar í Haukadal í Bisk-
upstungum. Hann æfði glímu með
Glímufélaginu Ármanni og keppti
fyrir þeirra hönd í tugi ára. Hann
fór á Ólympíuleikana í Helsinki
1952 með sýningarhópi til þess að
kynna íslenska glímu.
Útför Péturs fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku pabbi minn, nú er komið að
kveðjustund, stund sem ég vonaði að
kæmi aldrei, en svona er lífið. Þakka
þér allar þær stundir sem við áttum
saman í veiði, í sveitinni og heima. Þú
varst og ert sú manneskja sem ég hef
alltaf getað leitað til, treyst og litið
upp til. Alltaf hef ég getað lagt höfuð
mitt á þína öxl í gegnum allt mitt líf.
Þú stóðst eins og klettur með mér og
okkur systkinunum.
Íþróttir voru þitt líf og yndi. Oftast
nær var rifist yfir hvað hinn og þessi
var lélegur og hve dómarinn dæmdi
illa. Ef strákarnir okkar voru komnir
mikið undir var farið fram í eldhús og
lagðir kaplar en gjóað með öðru aug-
anu á leikinn. Þú stundaðir glímu
mestalla ævi og vorum við systkinin
ekki lítið hreykin þegar þú komst
með medalíurnar og bikarana heim.
Alltaf stóðst þú við hliðina á okkur
bræðrunum þegar við áttum okkar
feril í fótboltanum, þótt við værum í
Þrótti en þú annálaður Ármenning-
ur.
Síðan tókst þú að þér mína stráka
sem dýrkuðu þig, enda einstakur
barnakarl. Öll börn löðuðust að þér
eins þú værir segull. Framundan var
nýtt ár og við farnir að plana veiði í
sumar og tilhlökkunin mikil en þá
kom kallið. Viðveran við ána verður
okkur feðgum erfið á komandi ári.
Elsku pabbi og afi, guð geymi þig
um alla framtíð, þú verður ávallt í
okkar hjarta.
Þinn sonur og sonarsynir,
Sigurður Jakob, Sigurður
Smári og Pétur Guðbjörn.
Það er sárt að kveðja.
Sárt að sakna.
Ég kveð nú föður minn og það er
erfitt að hugsa sér lífið án hans, en
huggunin er mikil í öllum góðu minn-
ingunum sem munu ylja um ókomna
tíð.
Það eru góðar tilfinningar sem
verða sorginni jafnvel yfirsterkari,
stolt, þakklæti og gleði yfir að hafa
verið svo lánsamur að eiga svo
traustan, umhyggjusaman og hlýjan
föður.
Elsku mamma, ég bið að minning-
arnar gefi þér styrk.
Sverrir Pétur.
Komin er kveðjustund og ég kveð
Pétur tengdapabba minn með sárum
söknuði. Ég horfi á myndina sem
tekin var fyrir áttræðisafmæli hans í
ágúst og finn fyrir sterkri nærveru
hans. Brosið í augunum, hlýjan og
glettnin var ávallt skammt undan og
traustur faðmurinn færði börnum
hans og fjölskyldum þeirra öryggi og
kærleik. Samband hans og Öddu
tengdamömmu var einstakt. Þau
opnuðu faðm sinn fyrir allri fjöl-
skyldunni hvenær sem var og í sum-
arbústaðnum í Kjósinni naut fjöl-
skyldan gestrisni þeirra. Ósjaldan
var Pétur löðrandi sveittur að ham-
ast við að slá, klippa og var hvergi
slegið af, dugnaðurinn var endalaus.
Oft var rölt í fjörunni með barna-
börnunum og skeljar, fjaðrir og smá-
steinar breyttust í gull og gersemar.
Eftir fjöruferðina laumaði afi tyggjói
eða lakkrís upp í litla munna sem
brostu allan hringinn af hamingju yf-
ir því að eiga svona góðan afa.
Pétur var einstaklega bóngóður og
var alltaf hægt að reiða sig á hjálp-
semi hans í hverju sem var. Það varð
bara að passa sig á að segjast ekki
vera að „velta fyrir sér að fara hugs-
anlega að vinna eitthvert verk jafn-
vel bráðlega“ því áður en það var
rætt frekar var hann búinn að vinna
verkið, það var sannarlega aldrei tví-
nónað við hlutina!
Fyrir rúmu ári voru þau Adda í fríi
á Kanarí þegar Pétur fékk hjarta-
áfall og vorum við þá rækilega minnt
á að við eigum ekkert nema stundina
sem við lifum. Eftir nokkurra vikna
dvöl á sjúkrahúsi ytra komu þau
heim og þrátt fyrir að veikindin settu
nokkurt mark á daglegt úthald var
lítið slegið slöku við í gönguferðunum
um Laugardalinn. Ósjaldan lá leiðin í
Nökkvavoginn, þá lagaði ég handa
okkur kaffibolla og við spjölluðum
um daginn og veginn. Það voru góðar
stundir.
Síðasta ár var merkisár, Pétur
varð áttræður í ágúst og sama dag
áttu þau Adda gullbrúðkaup. Átti
fjölskyldan ógleymanlegar stundir í
sumarbústað af þessu tilefni. Fyrir
allar þessar dýrmætu samveru-
stundir er ég þakklát og er ómetan-
legt að hlýja sér við svo góðar minn-
ingar.
Ég kveð besta tengdapabbann og
bið góðan Guð að gefa þér styrk
elsku Adda.
Ólöf Birna.
Ég á dýrmætar minningar um afa
minn sem nú er dáinn. Hann kenndi
mér að spila olsen olsen, veiðimann
og Svarta-Pétur. Hann kenndi mér
líka nokkur glímubrögð og það var
ótrúlega gaman að heimsækja hann
út af því að við spiluðum oftast. Einn-
ig fórum við í göngutúr að gefa önd-
unum í húsdýragarðinum. Ég held að
endurnar hafi þekkt afa, hver skyldi
gefa öndunum núna? Það var svo
gaman í sumar þegar hann kom og sá
þegar ég spilaði á Esso-mótinu á Ak-
ureyri. Afi var nefnilega mikill
íþróttamaður og var glímukappi til
50 ára eða frá 20 til 70 aldurs. Hann
fór á Ólympíuleikanna í Helsinki til
að kynna íslenska glímu árið 1952.
Hann fór til Kanaríeyja nokkrum
PÉTUR V.
SIGURÐSSON
Aumingja afinn minn, hann var
svo góður að mig langaði að af-
inn minn deyi ekki. Pabbinn
minn var svo leiður og ég fékk
að kveikja á tveimur kertum
fyrir afa Pétur til að gleðja mig.
Arna Petra.
Afinn minn er dáinn. Mig
langar aftur í afa minn. Guð
viltu passa afa minn.
Amen.
Garðar Steinn.
HINSTA KVEÐJA
✝ GuðmundurMagnús Jónsson
fæddist í Reykjavík
11. apríl 1932. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 2. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jón
Helgi Guðmundsson
prentari og ritstjóri
Vikunnar, f. 21. júlí
1906, d. 12. júní
1952, og Guðný
Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 31. ágúst
1909, d. 11. janúar
1995. Þau skildu.
Guðmundur kvæntist hinn 12.
desember 1959 Jakobínu Þóru
Pálmadóttur, f. 19. október 1934.
Foreldrar hennar voru Pálmi Vil-
hjálmsson sjómaður og verka-
maður, f. 13. desember 1896, d.
23. desember 1960, og Jórunn
Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 21.
nóvember 1903, d. 4. nóvember
1993. Börn Guðmundar og Jak-
obínu eru 1) Jón Helgi, f. 9. sept-
ember 1959, kvæntur Elsu Björk
Knútsdóttur, þau eiga tvö börn,
Jakob Þóri og Lilju Karen. Fyrir
átti Elsa Björk soninn Kristján
Ólaf Grétarsson, dóttir hans er
Rakel Kara. 2) Guðný, f. 25. októ-
ber 1960, börn hennar eru Vil-
borg og Þorsteinn Gíslabörn. 3)
Jórunn Petra, f. 30.
ágúst 1962, sam-
býlismaður Jóhann
Hafsteinn Hafsteins-
son, börn þeirra eru
Kristín Þóra, Haf-
steinn Helgi og Ing-
ólfur Ari. Fyrir átti
Jórunn Petra soninn
Guðmund Orra Arn-
arson. 4) Helga, f.
11. september 1967,
sonur hennar er
Stefán Andri Bertr-
and.
Guðmundur
Magnús fór ungur
til sjós og starfaði á þeim vett-
vangi stóran hluta ævi sinnar.
Árið 1976 hóf hann störf á skrif-
stofu Verkalýðsfélags Akraness.
Hann var formaður sjómanna-
deildar félagsins og á árunum
1985–1988 var hann formaður fé-
lagsins. Hann var í stjórn Síld-
arverksmiðja ríkisins í mörg ár,
varaformaður Sjómannasam-
bands Íslands, auk þess að gegna
hinum ýmsu trúnaðar- og nefnd-
arstörfum. Guðmundur Magnús
lét af störfum hjá Verkalýðs-
félagi Akraness árið 1998 vegna
veikinda.
Guðmundur Magnús verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Pabbi minn, Guðmundur Magnús
Jónsson eða Maggi eins og flestir
kölluðu hann, andaðist 2. janúar.
Hann hafði verið með Alzheimer í
nokkur ár auk þess að vera lungna-
veikur. Hann skildi við umvafinn
væntumþykju móður minnar og okk-
ar systkinanna. Kvöldið áður, á nýár-
skvöld, var ég mjög sáttur þegar ég
taldi mig verða var við viðbrögð hans
við væntumþykju minni. Lífsstörf
pabba voru aðallega tvö, sjómennska
og verkalýðsbarátta. Í því umhverfi
ólumst við upp systkinin við mikið
ástríki og svo var einnig milli foreldra
okkar. Pabbi átti sér uppáhaldslag,
en þess ber að geta að tónlist skipaði
stóran sess í lífi hans, lag sem Frank
Sinatra söng, „I’ve got you under my
skin“. Þar segir í annarri línu: „Ég
hef þig djúpt í hjarta mínu.“ Þetta
lýsir þeim hug sem hann bar til
mömmu, og reyndar til okkar systk-
inanna líka. Pabbi hélt mikið upp á
J.S. Bach, einnig í djassbúningi, t.d.
Jacques Loussier og Svingle Singers.
Hann átti orðið stórt klassískt safn.
Einnig var Ella Fitzgerald í uppá-
haldi.
Öll eigum við okkar sameiginlegu
og sérstöku minningar um hann. Ég
minnist margra veiðitúra sem við fór-
um í. Einn af þeim var í Staðarhólsá
og Hvolsá þegar ég var u.þ.b. tíu ára
gamall. Það hefði getað verið okkar
síðasti, en með í för var móðurbróðir
pabba, Jón E. Magnússon. Þannig
vildi til að pabbi var á sínum fyrsta
bíl, Benz ’59, og vorum við rétt komn-
ir upp fyrir gilin við Bröttubrekku
þegar stýrisgormur gaf sig og bíllinn
æddi út af veginum. Þarna var stutt á
milli lífs og dauða. Áfram var þó hald-
ið eftir að viðgerð fór fram og tveir
laxar sóttir. Önnur veiðiferð í Stífl-
isdalsvatn er í fersku minni en þar
skildum við jafnir með 17 fiska hvor.
Pabbi var mikill keppnismaður. Hann
kenndi mér mannganginn í skák og á
ég eina skrifaða skák sem við tefldum
sem endaði í jafntefli, en ekki fyrr en í
fulla hnefana – blankir kóngarnir eft-
ir! Hann var víst góður bridgespilari
áður fyrr en var hættur því hin síðari
ár. Gervisagnir voru honum ekki að
skapi. Þær voru ekki heiðarlegar að
hans mati og sennilega var ekki byrj-
að að aðvara andstæðingana áður.
Svo má ekki gleyma enska boltanum
sem við horfðum mikið á saman og
tippuðum á. Að síðustu vil ég nefna að
pabbi var heiðarlegasti maður sem ég
hef kynnst. Ég þakka pabba mínum
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og þótt það væri ekki
nema brotabrot af hans góðu eigin-
leikum þá vona ég að ég líkist honum
eitthvað.
Hans elskandi sonur
Jón Helgi.
Elsku pabbi.
Það er ákveðinn léttir að skrifa
nokkur kveðjuorð til þín.
Léttir að þú skyldir fá að kveðja
þennan líkama þinn og vissan um að
þér líði betur lausum úr viðjum Alz-
heimerssjúkdóms sem fór ekki um
þig mjúkum höndum. Þú varst alltof
ungur þegar þú greindist að okkur
fannst. Áttir ennþá eftir ár í lögbund-
in starfslok. Þú varðst kvíðinn við til-
hugsunina um áhrif og afleiðingar
sjúkdómsins og tókst loforð af okkur
um að leyfa þér að vera heima eins
lengi og hægt væri. Mamma gerði sitt
besta og gott betur og á hún þakklæti
skilið fyrir þrautseigjuna og þolin-
mæðina, en af henni þurfti ómældan
skammt. Það var erfitt að finna fyrir
öryggisleysi þínu og vanmætti þegar
sjúkdómurinn fór að ágerast og árin
liðu. Nýliðin jól og áramót voru þér
og okkur afar erfið, það var átakan-
legt að horfa upp á hvað þér leið illa.
En alltaf þekktir þú okkur, nöfn okk-
ar systkina og hvar við vorum í ald-
ursröð. Fyrir það er ég þakklát og
jafnframt fegin að þurfa ekki að upp-
lifa þá stund óminnis hjá þér. Ég
geymi í hjartanu minningarnar um
síðastliðið gamlárskvöld, sem voru
okkar seinustu stundir áður en með-
vitundin brást þér.
Minningarbrot fyrir veikindi þín,
sem hrannast upp í sálartetrinu, ætla
ég að eiga fyrir mig og mína. Af nógu
er að taka.
Að síðustu vil ég þakka starfsfólki
Sjúkrahúss Akraness fyrir umönnun
þína og nærgætni við okkur aðstand-
endur síðustu daga þína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Guðný Guðmundsdóttir.
Elsku, elsku pabbi minn, nú er leið
þinni lokið hér hjá okkur og kominn
tími til að kveðja þig og þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í
gegnum tíðina. Þín minning er ljúf og
góð. Þú varst heiðarlegur, þolinmóð-
ur, skilningsríkur, elskulegur, barn-
góður og gefandi faðir, tengdafaðir
og afi. Þú varst einstakur. Mín minn-
ing um æsku- og uppvaxtarár mín er
ljúf. Ég ólst upp við mikið ástríki for-
eldra minna.
Jakobínu Þóru Pálmadóttur, eigin-
konu þína og móður barna þinna,
elskaðir þú einlæglega og þreyttist
þú ekki á því að miðla því til allra
þeirra sem heyra vildu. Samband
ykkar var sérstakt og byggt á bjargi,
hvort sem var í blíðu eða stríðu, leik
eða starfi. Þann 12. desember síðast-
liðinn áttuð þið 45 ára brúðkaupsaf-
mæli.
Þegar ég átti mitt fyrsta barn, son
sem var skírður Guðmundur Orri í
höfuðið á þér, varstu að springa af
stolti. Við mæðginin áttum síðan eftir
að búa hjá ykkur mömmu og lillu-
heggu í tæp tvö ár og þar tengdust
þið ævarandi sterkum böndum. Mikið
ósköp þótti ykkur vænt hvorum um
annan, báðir svo blíðir og góðir.
Seinna er við Jóhann Hafsteinn,
sambýlismaður minn, hófum okkar
búskap og eignuðumst Kristínu Þóru,
þá varðstu jafnelskur að henni. Alz-
heimersjúkdómurinn var farinn að
hrjá þig þegar við eignuðumst Haf-
stein Helga og Ingólf Ara. Þeir nutu
þinnar nærveru og gæsku en með
öðrum hætti enda aðstæður þínar þá
breyttar.
Öll eigum við góðar minningar um
þig, pabbi, sérstaklega hún Kristín
Þóra sem var mjög dugleg að heim-
sækja þig að sjúkrabeði þínum á
Sjúkrahúsi Akraness.
Elsku pabbi, það var mjög góð og
þroskandi reynsla fyrir mig að geta
verið hjá þér þessa síðustu stundir
sem þú áttir með okkur. Nú er komið
að kveðjustundinni, elsku pabbi,
minningar mínar um þig munu lifa ég
mun varðveita þær í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Þín dóttir
Jórunn Petra.
Elsku pabbi, í dag fylgi ég þér síð-
asta spölinn á lokastað tilveru þinnar.
Ég er bæði fegin að þú fékkst lang-
þráða hvíld eftir erfið veikindi og
sorgmædd að þurfa að kveðja þig. Þó
að veikindin hafi sett sín spor á lík-
ama þinn og sál, varstu ætíð minn
ástkæri pabbi. Þú skilur eftir ljúfar
minningar, minningar sem eru verð-
mætari en allt gull heimsins. Þar sem
ég er yngst barna þinna, og var
lengst heima við, áttum við sérstakt
samband sem er mér mikils virði. Þú
hvattir mig óspart í náminu mínu,
hafðir trú á mér og hvattir mig til
dáða með þeim orðum að viljinn væri
allt sem þyrfti og vissan um að ég
gerði mitt besta, það væri nógu gott
fyrir þig. Ég mun aldrei gleyma
fimmtudagskvöldunum úr bernsk-
unni þegar ekkert sjónvarp var og við
GUÐMUNDUR
MAGNÚS JÓNSSON