Morgunblaðið - 11.01.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 11.01.2005, Síða 33
sinnum og ég fór tvisvar sinnum með honum og ömmu og það var frábært. Við spiluðum, fórum í sjóinn, í sund o.fl. Hann afi kallaði mig alltaf nafna. Honum þótti vænt um okkur öll börnin sín. Ég hélt að hann mundi ekki deyja fyrr en eftir 20 ár. Ég þakka afa fyrir samvistina öll þessi ár. Kær kveðja Kristján Pétur. Í dag er borinn til moldar tengda- faðir minn Pétur V. Sigurðsson. Hann er af þeirri kynslóð sem lagt hefur grunninn að því velferðarsam- félagi sem við í dag búum við með ósérhlífni og dugnaði. Ósérhlífni og dugnaður var einmitt það sem ein- kenndi Pétur, alltaf tilbúinn að hjálpa hvort heldur sem um var að ræða verklega aðstoð eða pössun á barnabörnum. Pössunartímabilin nýtti hann m.a. til að kenna börnun- um að spila á spil og í kjölfarið var spilað grimmt. Þegar heim var kom- ið, í lok dags, þá fékk maður útskýr- ingar á spilaniðurstöðu dagsins frá lágvöxtum stúlkum/piltum, sem ver- ið höfðu í pössun yfir daginn. Á aðfangadag sl. tók yngsti dreng- urinn á þessu heimili sitt síðasta spil við afa sinn, það spil vann Pétur. Hann tapaði hins vegar sínu hinsta spili gegn almættinu á aðfaranótt ný- ársdags, það verður ekki gefið fram- ar. Að loknum degi leggst ég niður ljósið fær að dofna yfir hugann færist friður ég finn ég er að sofna þá er sem birta augna þinna inn í hjartað læðist ég hlýju þína fæ að finna og framar ekkert hræðist. (Kristján Hreinsson.) Brynjólfur Smárason. Þar sem öllum öðrum trjám of lágt þótti að gróa undir skuggaholtum hám, hneppt við sortaflóa sprastu, háa, gilda grön, grænust allra skóga. Þér hefur víst á vetrum þrátt verið kalt á fótum: svell við stálhart, sterkt og blátt stappa votum rótum, berja frost úr fagurlims fingri og liðamótum. Samt þú vóxt og varðst svo há, viðir laufi klæddir – sem þó vóru ofan á undirhleðslum fæddir – teygja sig þinn topp að sjá, teinar veðurmæddir. Skugga jarðar út úr ung algræn fyrst þú smýgur, gegnum vetrarveðrin þung vex og grænni stígur. Unglegt barr þitt, lim né lit lætur ei, uns þú hnígur. Upp úr skugga og saggasvörð sífrjó blöðin greinast, varmalaust í vetrarjörð vonarrætur leynast. Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G. Stephansson.) Kæri afi. Ég sakna þess að eiga ekki fleiri stundir með þér. Þær sem ég á eru mér afar dýrmætar því þú gafst mér svo mikið. Þú veist ekki hvað ég naut þess að búa hjá þér. Ég fékk frá þér mikla hlýju og í mínum augum varstu vinur sem ég leitaði til ef ég var í vanda eða vildi spjalla um allt milli himins og jarðar. Ég fann líka hvað þú varst þolin- móður ef ég fylgdi ekki þínum ráðum og hafði gaman af þegar þú gerðir grín ef ég gleymdi einhverju eða gerði eitthvað heimskulegt. Afi, þú kunnir að lifa hamingjusömu lífi. Ég er snortinn af því og mun njóta þess alla ævi. Því þakka ég þér fyrir lífið sem bíður mín. Þú ert í huga mínum, þar mun ég leita til þín. Kveðja, Sigurður Smári Sigurðsson. Það sem minnir mig helst á afa er að hann vildi alltaf vera góður við alla og bauð sig alltaf fram í að gera hitt og þetta. Og oftar en ekki, þegar barnabörnin komu í heimsókn, þá sat hann með þeim og spilaði olsen, olsen eða veiðimann og var sko ekkert gef- ið eftir. Á sumrin eyddu hann og amma mörgum stundum í sumarbústaðn- um í Kjósinni. Það er mér mjög minnisstætt að þegar ég var yngri þá fór afi oft í göngutúr með okkur krakkana um fjöruna og út í Hólma og þar leituðum við að flottum stein- um og áttum við hvert sittsteinasafn- ið. Afi var mjög stundvís og var alltaf mættur allavega korteri áður en hann átti að mæta á staðinn. Þegar maður kom til þeirra var manni alltaf mjög vel tekið og man ég sérstaklega eftir þegar ég kom þang- að síðastliðinn aðfangadag með gjaf- ir. Þá sat afi í stólnum sem hann sat alltaf í og þegar hann sá mig þá faðm- aði hann mig svo innilega og kyssti mig, það á ég alltaf eftir að muna. Ég sakna hans ótrúlega mikið og ég vildi að við hefðum hann ennþá hjá okkur, það verður skrýtið og erfitt að hafa hann ekki. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum og ég vona að þér líði sem allra best þar sem þú ert núna. Kveðja, Sara Lind. Pétur afi var með bestu mönnum sem ég hef hitt. Hann var alltaf tilbú- in að gera allt fyrir alla jafnvel þótt hann væri eitthvað slappur eða þreyttur og oft tók það örlitla stund að sannfæra hann um að maður gæti alveg gert þetta sjálfur. Ég var mjög oft hjá ömmu og afa í pössun þegar ég var yngri og þá gerðum við alltaf eitthvað skemmtilegt saman, meðal annars að fara að gefa öndunum brauð, fara í göngutúra, spila og margt fleira. Svo eiga þau líka sum- arbústað uppi í Kjós og þar var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast en fjöruferðirnar með afa voru bestar en þá var farið með poka og safnað steinum og ýmsum skeljum. Ég hef aldrei hitt afa minn leiðan eða dapr- an, hann var alltaf í góðu skapi og tók alltaf svo hlýlega á móti manni. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér þykir vænt um hann og hvað ég sakna hans sárt. En nú er hann kom- in í guðs hendur og á betri stað og vonandi líður þér sem allra best þar, afi minn. Góði guð, gefðu ömmu styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( Vald. Briem.) Þitt barnabarn og vinur Hrefna Dís. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR kúrðum saman í stofusófanum að hlusta á klassíska tónlist. Stundum lékum við okkur að því að búa til myndir í huganum út frá því sem við hlustuðum á. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim veiðiferðum sem ég fékk að fara með þér, utanlandsferðinni og öllum ferðalögunum hér innanlands. Þú varst mikill ljúflingur og barna- gæla, og heiðarlegri manni en þér hef ég ekki kynnst. Við systkinin hefðum ekki getað fengið betri fyrirmynd. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hjartans þökk fyrir allt, ástin mín. Þín elskandi dóttir Helga. Hér á eftir fara örfá minningarorð um tengdaföður minn, heiðursmann- inn Guðmund Magnús Jónsson, sem í dag verður til moldar borinn frá Akraneskirkju. Guðmundur Magnús Jónsson var sannur sósíalisti og einhver heiðar- legasti og ærlegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var blátt áfram í framkomu, hreinskiptinn og sann- gjarn. Magnús var fagurkeri á bók- menntir og tónlist. Hann var glettinn og hann hafði lúmskan húmor. Fyrir mér var það mikið lán að fá að kynn- ast Magnúsi og Jöggu konu hans. Hann var mér góður tengdafaðir og börnunum mínum góður afi. Hann var einstaklega barngóður og blíður fjölskyldumaður. Í amstri dagsins hafði hann alltaf tíma fyrir fjölskyld- una og barnabörnin. Ósjaldan gaf hann sér tíma til að hjala við þau, spjalla um daginn og veginn eða bara að taka í spil. Magnús valdist snemma til trún- aðarstarfa innan verkalýðshreyfing- arinnar. Eftir að veikindi bundu enda á sjómannsferil hans starfaði hann um áratugaskeið á skrifstofu Verka- lýðsfélags Akraness. Þar vann hann almenn skrifstofustörf en tók einnig virkan þátt í almennum félagsmálum innan félagsins. Magnús var formað- ur VLFA frá 1985 til 1989 og á tíma- bili var hann einnig varaformaður Sjómannasambandsins. Fyrir nokkr- um árum var hann sæmdur heiðurs- merki Sjómannadagsráðs. Eftir að formennskunni lauk var hann skrif- stofustjóri félagsins uns hann varð frá að hverfa þegar sjúkdómur sá er varð honum síðar að aldurtila fór að láta á sér kræla. Með Magnúsi er genginn góður maður sem lagði sitt af mörkum til samfélagsins. Hann var lítillátur í störfum sínum og sinnti þeim af alúð, hávaðalaust og heiðarlega. Hann taldi sig dæmalaust vel giftan og var lánsamur í einkalífi sínu. Honum auðnaðist að sjá öll börnin sín vaxa úr grasi og hann fylgdist með barna- börnunum komast á legg. Þegar yfir lauk var hann saddur líf- daga. Grimmur sjúkdómur hafði lagt hann að velli. Dauðinn var honum líkn og hann kvaddi sáttur við Guð og menn. Blessuð sé minning Guðmundar Magnúsar Jónssonar. Jóhann Hafsteinn. Elsku afi. Það er mjög erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. En nú veit ég að þér líður vel. Hugsunin um að við munum ekki fara einn bíltúr enn út í sveit er einnig erfið. Það að spila ekki lengur við þig, taka einn kapal með þér er einnig erfið hugsun. Afi þú varst allt- af hlýr, skilningsríkur, þolinmóður og góður. Þú hafðir alltaf svör við öllum mínum furðulegu spurningum. Aldrei skiptir þú skapi út af látunum í mér, heldur baðstu mig alltaf fallega og með þolinmæði að hafa hljótt. Þú hafðir gott skopskyn og hafðir mikið gaman af þegar ég sagði brandara, þó svo að þeir væru ekkert sérstaklega fyndnir. Þegar ég grét yfir myndinni Titanic þurftir þú að bæla niður hlát- urinn. Með tár í augum og söknuð í hjarta mun ég kveðja þig og ég trúi því að við munum hittast síðar. Við vorum miklir vinir og ég mun minn- ast þín að eilífu elsku afi. Sorgin er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Höf. ók.) Þín Kristín Þóra. Elsku afi. Núna ertu vonandi kominn á betri stað, stað þar sem þjáningar eru víðs fjarri. Eftir sitjum við hin og hugsum til þín, um þær stundir sem við áttum með þér. Það sem kemur fyrst upp í hugann er fótboltinn. Þú fylgdist með öllum leikjum og varst með það á tæru hver hefði unnið hvern og hvenær. Og um helgar var sjónvarpsherbergið á Garðabrautinni oftar en ekki þétt set- ið af æstum karlpeningi sem hver hélt með sínu liði. Þá var öruggara að sitja inni í eldhúsi hjá ömmu. Ferðalögin eru einnig minnisstæð. Þér þótti afar gaman að skoða landið og jafnvel bara að fara í sunnudags- bíltúr upp í Borgarnes. Mér fannst þú reyndar alltaf keyra aðeins of hratt. Ég minnist þess þegar við komum til ykkar um helgar og þú komst alltaf inn í eldhús rétt um hádegið. Þú rist- aðir fjórar brauðsneiðar, fékkst þér svart kaffi og kveiktir á fréttunum. Því næst sóttir þú rakvélina og litla spegilinn, hljóðið í vélinni heyri ég enn greinilega. Þetta var mjög heilög stund. Þegar fréttirnar voru búnar þá dróstu fram spilin og enn get ég ekki skilið hvernig þú stokkaðir þau. Fyrir mér var það göldrum líkast. En svo var komið að næsta kafla í lífi þínu. Lífi með Alzheimer. Það var afar sorglegt að fylgjast með því hvernig þér hrakaði smám saman. Þú varst afar meðvitaður um það sjálfur og vissir alveg hvernig gæti farið. Á þessu tímabili eignaðist ég samt margar mínar kærustu minningar um þig því þú varðst svo meyr og góð- ur. Það var líkt og þú vildir fullvissa þína nánustu um að þeir væru þér kærir áður en hugurinn færi annað. Þú talaðir alltaf sérstaklega um hvað þú hefðir verið heppinn að fá að eiga svona yndislega konu eins og ömmu og því erum við öll sammála. En allt tekur enda og þínar þrautir einnig. Minningarnar lifa og lífið heldur áfram. Þú birtu slær á brautir og burtu dimman flýr, en léttast lífsins þrautir, er ljómar dagur nýr, mín dýrðarstjarnan dýr. (Magnús Runólfsson.) Vilborg og Þorsteinn Gíslabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Ástkær frænka okkar, SIGRÍÐUR BERGSTEINSDÓTTIR, áður til heimilis á Hringbraut 28, Reykjavík, lést laugardaginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda, Steinunn Georgsdóttir og fjölskylda, Edda R. Níels og fjölskylda. Elskuleg dóttir okkar og systir, ÍRIS BIRTA EYJÓLFSDÓTTTIR, Þverholti 14, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 13. janúar kl. 14.00. Eyjólfur Hafsteinsson, Anna Soffía Þórhallsdóttir og systkini. Elskuleg móðir okkar, INGVELDUR Ó. BJÖRNSDÓTTIR, Skútustöðum, Mývatnssveit, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, sunnudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Björn, Kristján, Ingi, Pétur og Gylfi Yngvasynir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.