Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 36

Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Þórðarsonfæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 30. október 1914. Hann lést á líknardeild Landa- kots 28. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Margrét Einarsdóttir og Þórður Stefánsson. Bróðir Stefáns var Einar Þórðarson er fórst með togaranum Gullfossi. Fóstur- móðir Stefáns var María Gísladóttir og áttu þau Þórður saman Arndísi en hún lést ung að árum. Fyrri kona Stefáns var Svava Sveinsdóttir, þau skildu. Sonur þeira er Kristinn, kona hans var Hjördís Guðmunds- dóttir en hún er lát- in. Þau eiga fjögur börn. Síðari kona Stefáns var Guð- mundína Lilja Þor- kelsdóttir frá Reyni- stað í Vestmanna- eyjum, f. 14. júní 1908, d. 9. júlí 1995. Þau áttu tvær dætur, þær eru Þóra María og Ólöf, gift Hannesi Þór Ragnarssyni, þau eiga tvö börn. Barnabörn Stefáns eru sex og barna- barnabörnin þrettán. Stefán verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Á hátíð ljóss og friðar skildi elsku- legur afi minn við. Þessi jól hafa verið ólík þeim fyrri því að afi minn, sem hefur verið fastur punktur í jólahaldi minnar fjölskyldu, gat ekki verið með okkur sökum veikinda. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg og hlýjar minningar vakna þegar hugsað er til stundanna með afa. Fyrstu æviárin mín bjó ég ásamt foreldrum mínum hjá móður- foreldrum mínum, þar fékk maður að kynnast ómældri góðmennsku og göfuglyndi. Sú ástúð og umhyggja er þau gáfu mér hef ég aldrei getað borgað þeim til baka en það vega- nesti hefur nýst mér í lífinu. Afi hefur alla tíð verið mikill fjölskyldumaður og notið samveru við hana. Hann var sá sem gekk með mig um gólf á nótt- unni í bernsku þegar ég fékk í eyrun, sá sem spilaði við mig, bauð mér í bíó og gerði hvert gamlárskvöld ógleym- anlegt með mikilli flugeldasýningu. Fyrir tólf árum veiktist amma mín af Alzheimer, það ár sem hún var á sjúkrastofnun heimsótti hann hana daglega, sá kærleikur, ástúð og hlýja er hann bar til hennar er mér einkar minnisstæð og lýsir því vel hvaða mann hann hafði að geyma. Afi hefur lifað góðu lífi, verið heilsuhraustur og notið lífsins þar til hann veiktist nú í byrjun desember. Er hann varð níræður í lok október hélt móðir mín veislu fyrir hann. Þar komu saman ættingjar hans, vinir og vinnufélagar og hann hafði mikið gaman af. Eftir afmælisdaginn ljóm- aði hann sem sól en þessir endur- fundir gáfu honum mikið. Hans heit- asta ósk var að fá að vera heima eins lengi og hann gat, en í byrjun desem- ber var hann orðinn það þjáður að hjúkrun móður minnar dugði ekki lengur til og naut hann góðrar hjúkr- unar bæði á öldrunar- og líknardeild LSH. Að morgni 28. desember var hann allur og þar sem hann svaf sín- um hinsta svefni fann ég fyrir mikilli sorg en jafnframt létti yfir því að nú væri þjáningu hans lokið. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði og trega en jafnframt miklu þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Þín Lilja Hildur Hannesdóttir. Okkur hjónin langar til að skrifa nokkur orð til þess að minnast vinar okkar, Stefáns Þórðarsonar, sem verður jarðsettur í dag. Við kynntumst Stefáni stuttu eftir að Hannes Þór sonur okkar og Ólöf dóttir Stefáns trúlofuðust, en það var árið 1966. Stefán var sannur heiðursmaður og allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af stakri trúmennsku. Stef- án bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og vinum. Stefán, for- eldrar og systkini konu Stefáns, Lilju Þorkelsdóttur, byggðu húsið í Reykjahlíð 10 í Reykjavík. Þar bjó Stefán til æviloka en Lilja dvaldi síð- ustu æviárin á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Meðan Lilja dvaldi á Skjóli heimsótti Stefán hana hvern einasta dag, hvernig sem viðraði. Lilja and- aðist á Skjóli 9. júlí 1995. Eftir að Lilja fór á Skjól bjó Stefán einn í íbúð sinni í Reykjahlíð 10. Dætur Stefáns, þær Ólöf tengda- dóttir okkar og fjölskylda hennar og María, báru mikla umhyggju fyrir pabba sínum og má segja að þær hafi borið hann á höndum sér síðustu ár- in. Við hjónin erum þakklát fyrir þann vinskap og hlýju, sem Stefán auð- sýndi okkur alla tíð, og biðjum honum Guðsblessunar. Ragnar og Lofthildur. Við Stefán Þórðarson sem í dag er til moldar borinn bjuggum í sama húsi í Hlíðunum. Hann var einn eftir af þeim sem í húsinu bjuggu þegar ég flutti þangað fyrir meira en tuttugu árum, aðrir eru ýmist látnir eða burt fluttir. Ekki hafði ég lengið búið þar þegar góð kynni tókust með okkur Stefáni og konu hans, Lilju Þorkels- dóttur, sem ættuð var frá Reynistað í Vestmannaeyjum og látin fyrir níu árum, 87 ára að aldri. Þau hjón voru mikil snyrtimenni og var ákaflega umhugað að hafa þrifalegt og snoturt í kringum sig jafnt utan dyra sem innan. Þess bar garðurinn í kringum húsið jafnan merki og þótt fleiri kæmu þar að verður ekki í efa dregið að hlutur Stefáns hafi í þeim efnum verið hvað mestur, meðan krafta hans naut við. Margar voru þær stundirnar sem við eyddum saman við ýmislegt dútl á lóðinni, spjölluð- um saman á meðan og höfðum báðir gaman af. En ellin sótti að Stefáni svo sem gerist og gengur og síðustu árin hafði hann hægara um sig og var þá mikið heima fyrir en fór ætíð í göngu- ferðir um hverfið sitt þegar aðstæður leyfðu. Miklu hygg ég hann hafa tap- að við andlát konu sinnar en hana heimsótti hann daglega eftir að hún missti heilsuna og var farin að dvelja, tvö síðustu árin sem hún lifði, á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Samskipti okkar fóru svo smátt og smátt meira fram með þeim hætti að ég leit inn til hans kvöld og kvöld. Sátum við þá gjarnan yfir kaffi og meðlæti og ræddum saman eða horfðum á sjón- varp. Á yngri árum stundaði Stefán sjó- mennsku en eftir að í land kom starf- aði hann fyrst hjá Reykjavíkurhöfn í nokkur ár en síðan við lagerstörf hjá versluninni Ellingsen þar sem hann vann þar til hann varð sjötugur, og allmiklu lengur þó. Hann var vel lát- inn enda geðprúður maður og traust- ur og mikið hygg ég hafa glatt hann sá fjöldi vina og fyrrum starfsfélaga sem heiðruðu hann með nærveru sinni á níræðisafmæli hans í haust er leið. Dætur hans tvær, sonur, barna- börn og tengdafólk sakna góðs föður og vinar. Genginn er á vit feðra sinna vandaður og ljúfur maður. Eiríkur Þormóðsson. STEFÁN ÞÓRÐARSON Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ERLENDAR STEFÁNSSONAR múrara. Kristín Jóhannsdóttir, Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir, Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LEIFS JÓNSSONAR fyrrv. skipstjóra og hafnarstjóra, Rifi, Snæfellsnesi. Ingibjörg Kristín Kristjánsdóttir, Eyrún Leifsdóttir, Skarphéðinn Gíslason, Unnar Leifsson, Guðrún Gísladóttir, Andri B. Þorsteinsson, Sigríður Karlsdóttir, Einar K. Kristinsson, Kristján Jóhannes Karlsson, Hafdís Berg Gísladóttir, Kristín S. Karlsdóttir, Snæbjörn Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og barna- barns, HJALTA ÞÓRS ÍSLEIFSSONAR, Gnoðarvogi 56, Reykjavík. Ísleifur Þorbjörnsson, Hafdís Sigurðardóttir, Sveinlaug Ísleifsdóttir, Hrefna Dröfn Ísleifsdóttir, Gunnar Þórðarson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Þrasastöðum í Stíflu, síðast til heimilis á Ásvegi 15, Akureyri. Fjölskylda hinnar látnu. Dyrabjallan hringdi. Úti á tröppum hjá mér stóðu þrjár fallegar konur, brosandi út að eyrum. „Sérðu nokkuð hver er mamman?“ var spurt. Glettnin leyndi sér ekki hjá Almut, sem þarna var komin með dætur sínar, Auði og Ingunni. Henni fylgdi alltaf hressandi blær og að vanda lífgaði hún upp á tilveruna með gamansemi. Það er sárt til þess að hugsa að samverustundirnar verði ekki fleiri. Hún hefur yfirgefið þennan heim eftir ströng veikindi og hjarta mitt er dapurt. Ég hef dáðst að Almut í gegnum árin, alltaf björt, fallega klædd og glæsileg en líka skemmtileg og við- ræðugóð. Hún fluttist frá Þýskalandi til Íslands með manni sínum, Þor- varði, á sjöunda áratugnum, aðlag- aðist fljótt og vel aðstæðum og lærði ágætlega íslenska tungu. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir hana að flytjast svo langt frá fjöl- skyldu sinni og vinum. Það hjálpaði til að hún var fljót að kynnast fólki og blanda geði við aðra og vinsæl var hún í fjölbýlishúsi, sem við bjuggum báðar í um tíma. Almut lét sér annt um nágranna sína og gaf sér tíma fyrir spjall. Hún var hreinskilin og hreinskiptin og má vera að athuga- semdir hennar hafi ekki fallið öllum og á þær hafi stundum verið litið sem afskiptasemi, en mér fannst þær prýðilegar því að hún hafði glöggt auga. Í sól og sumri átti hún það til að koma með veitingar út í garð, fyr- ir okkur smábarnamömmur, útbún- ar á listrænan hátt og girnilegar. Al- mut annaðist heimili og börn af mikilli prýði. Hún, eins og svo marg- ar aðrar útlendar konur hafa gert í gegnum tíðina, flutti með sér áhuga- verða strauma af menningu, ólíkri þeirri sem við eigum að venjast. Þessar konur hafa gefið gott innlegg í uppeldi barna á Íslandi. Þegar ungu fjölskyldurnar þurftu stærra húsnæði fluttum við báðar í Fossvoginn og höfum þess vegna verið í góðu sambandi í nokkra ára- ALMUT ALFONSSON ✝ Almut Alfonssonfæddist í Rends- burg í Þýskalandi 9. júlí 1936. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 29. desember síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Áskirkju 7. janúar. tugi. Hún var búin að festa rætur hér, en fór reglulega í heimsókn til fjölskyldu sinnar í Þýskalandi. Í frístund- um fór hún oft í sund og gönguferðir og einnig lagði hún stund á list- málun þar sem augljós- lega kom fram listfengi hennar. Á endurhæf- ingardeild Borgarspít- alans vann hún í mörg ár og var afar vinsæl meðal starfsmanna og sjúklinga. Það var aldr- ei lognmolla þar sem hún var og get ég ekki ímyndað mér heppilegri manneskju en hana Al- mut til að vinna á deild þar sem fólk er að byggja sig upp eftir veikindi. Þessi síðustu ár hafa verið Almut erfið vegna veikindanna en dýrmæt í samvistum við sína nánustu, bæði hér heima og í Þýskalandi. Var mjög gaman að heyra hana segja frá stóru ættarmóti sem var á æskuslóðum hennar síðastliðið sumar og var greinilega vel skipulagt, atburðaríkt og skemmtilegt. Á undanförnum mánuðum minnti hún ættinga og vini á að njóta lífsins á meðan tími og heilsa leyfir það. Engin veit hvað það er lengi hægt. Sumir samferðarmenn verða manni mjög kærir og ekki alltaf hægt að skýra af hverju nema vegna þeirra góðu áhrifa sem þeir hafa á umhverfi sitt. Mæt kona er kvödd með þakklæti fyrir samfylgdina. Við Jón Kristinn samhryggjumst Þorvarði og fjölskyldunni innilega. Margrét Örnólfsdóttir. Í dag kveðjum við góða vinkonu og starfsfélaga. Almut var ættuð frá Rendsburg í Þýskalandi. Hún kynntist ung Þor- varði Alfonssyni, ungum hagfræði- stúdent, þegar hann var við nám í Þýskalandi, varð ástfangin, þau giftu sig og hún flutti með honum norður í Dumbshaf. Foreldrar Almut voru að vonum ekki hrifin að missa yngsta barn sitt burt frá fjölskyldunni en Ísland var á þessum tíma ekki eins þekkt og í dag og samgöngur heldur ekki eins greiðar. En Almut var ákveðin kona og gaf sig hvergi. Hún hélt út í óviss- una til hins ókunna lands, þar sem allt var framandi, hún kunni ekkert í málinu sem þar var talað og vissi lítið um land og þjóð. En hér heima átti Þorvarður stóran ættgarð og allir samfögnuðu honum og tóku vel á móti þessari glaðlyndu konu sem hann kom með. Mín fyrstu kynni af Almut voru í gegnum maka okkar, en síðar bjugg- um við báðar í Fossvoginum þar sem fjölskyldurnar höfðu byggt sér hús. Seinna þegar börnin voru komin á legg hittist svo á að báðar fórum við að vinna á Borgarspítalanum. Störf- uðum við báðar hjá sjúkraþjálfun, hún sem aðstoðarmaður en ég við skrifstofustörf. Almut var mjög farsæl í starfi, natin við sjúklinga og betri mann- eskju var ekki að finna til að leggja bakstra, það get ég vottað. Hún var afar reglusöm og iðin við störf sín, alltaf glaðlynd þegar hún mætti til vinnu og lét hlýleg orð falla og hrós- aði opinskátt ef það átti við. Hún sagði stundum við mig að hún þjáðist af því að hafa ekki nógu gott vald á íslenskri tungu. En mér fannst hún tala íslensku ótrúlega vel. Ég hafði mjög gaman af því þegar hún bað mig einu sinni um að láta sig vita ef hún yrði of þýsk en hún var mjög ná- kvæm í öllu sínu starfi og skoðunum og óttaðist ef til vill að öðrum þætti nóg um. En sá ótti var ástæðulaus. Öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana. Og hún var hrókur alls fagnaðar þegar við gerðum okk- ur glaðan dag. Því verður hennar sárt saknað af öllum starfsfélögum og vinum. Blessuð sé minning hennar. Helga Gröndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.