Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 44

Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 44
TIL GREINA kemur að hjúpa hina fimm hundruð ára gömlu styttu Michelangelos af hirðinum Davíð ósýnilegum „lofthjúpi“, til þess að vernda hana fyrir ryki og óhrein- indum. Yfir milljón manns skoða styttuna á ári hverju og þeim skoðunum fylgir óhjákvæmilega nokkur meng- un. Hugmyndin um lofthjúpinn er ein margra sem uppi eru um að vernda Davíð án þess að setja hann í glerbúr, sem fram hafa komið hjá Accademia-safninu í Flórens sem hýsir styttuna. Síðastliðið sumar voru 500 ár liðin frá afhjúpun styttunnar og hafði hún þá gengið gegnum umdeilda hreins- un með eimuðu vatni. Mörgum þótti listrænt gildi hennar hafa orðið fyrir áhrifum af breyttu útliti, en styttan er mun hvítari nú en áður. Fljótlega eftir að hreinsuninni var lokið tóku menn þó eftir nýjum blettum á styttunni, og er því ljóst að mati háttsettra einstaklinga í safninu í Flórens að gripið verður til aðgerða tafarlaust, í síðasta lagi inn- an árs. Einnig eru uppi hugmyndir um að setja sérstaka mottu við inn- ganginn að hvelfingunni þar sem styttan stendur, og loftræstingu sem þrífur burt ryk af skóm og fötum gesta áður en þeir skoða hana. Allt er þetta gert í þeirri von að loftið geti aðstoðað hinn slöngvivaðs vopnaða Davíð við að standa óáreitt- ur um ókomna framtíð. Von í lofti fyrir Davíð AP Nú á að setja Davíð í lofthjúp svo hann verði ekki skítugur aftur. 44 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT - UPPSELT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, - UPPSELT Fim 27/1 kl 20, - AUKASÝNING Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Fim 3/2 kl 20, Lau 5/2 kl 20, Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning su 16/1 kl 20 - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: FJÖLSKYLDUSÝNING The Match, Æfing í Paradís, Bolti Lau 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14 BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20,Fi 20/1, Su 23/1, Su 30/1 Sýningum lýkur í febrúar 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fim. 13.1 kl 20 Örfá sæti Lau. 15.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT Lau. 15.1 kl 20 UPPSELT Fös. 21.1 kl 20 Örfá sæti Lau. 22.01 kl 20 Örfá sæti Fös. 28.01 kl 20 Örfá sæti Sun. 30.01 kl 14 aukasýn. Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Munið VISA tilboð í janúar Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Rauð tónleikaröð #3 HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR KL. 19.30 György Ligeti ::: San Francisco Polyphony Joseph Haydn ::: Sjö síðustu orð Krists Hljómsveitarstjóri ::: Ilan Volkov Upplestur ::: Pétur Gunnarsson Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Tvö ólík og afar spennandi verk „Volkov færði sig yfir í aðra vídd og tók hljómsveitina með sér. Hann mótaði einhvern magnaðasta tónlistarviðburð sem ég hef upplifað.“ (the herald í glasgow). Betri umsögn getur stjórnandi vart óskað sér. Volkov heimsækir Íslendinga í annað sinn, nú með tvö spennandi en ólík verk í farteskinu. Pétur Gunnarsson rithöfundur les valda kafla úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á milli þátta ☎ 552 3000 ALLRA SÍÐASTA SÝNING • Laugardag 15. janúar kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 KÓNGURINN KVEÐUR! í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið www.loftkastalinn.is Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Ein höfðinglegasta gjöf ein-staklings til íslenskrarmenningar er vafalítið gjöf Halldórs Hansen, barnalæknis og söngvinar, til Listaháskóla Íslands. Halldór var alla tíð mikill áhuga- maður um tónlist, einkum söng- tónlist, og átti gríðarmikið safn hljómplatna, myndbanda, bóka og annarra gagna um tónlist. Hann þekkti persónu- lega marga mestu og kunn- ustu söngvara heims, og var óspar á aðstoð við íslenska tónlist- arnemendur sem leituðu ráða hjá honum um hvaðeina er laut að námi og störfum í listinni. Árið 1999 leitaði Halldór til Listaháskólans með ósk um að skól- inn tæki við safni sínu eftir sinn dag. Halldór vildi að safn hans yrði varðveitt á einum stað, en um þess- ar mundir var Listaháskólinn ein- mitt nýstofnaður. Tveimur árum síðar gaf Halldór Hansen skólanum safn sitt auk annarra verðmæta, meðal annars húseign sína við Lauf- ásveg. Ákveðið var að stofna sér- stakan Styrktarsjóð við Listahá- skólann, kenndan við Halldór og var hann formlega stofnaður við at- höfn í Salnum nú á föstudag. Stofnfé sjóðsins nemur tæpum 90 milljónum króna.    Skilyrði fyrir gjöf Halldórs var aðskólinn tryggði að tónlistarsafn hans yrði notað í þágu nemenda skólans, kennara, og annarra sem leggja stund á rannsóknir og kynn- ingu á tónlist, og það yrði skráð og gert aðgengilegt fyrir notendur hvort sem er innan skólans eða utan hans. Styrktarsjóðurinn hefði það aðalhlutverk að byggja upp og styðja við hið almenna tónlistar- bókasafn skólans. Annað hlutverk hans skyldi vera að veita verðlaun til eins eða fleiri tónlistarnemenda skólans sem að mati sjóðstjórnar hefði náð framúrskarandi árangri í sinni list. Tveir nemendur skólans, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari hlutu hvor um sig 300 þúsund króna styrk úr sjóðnum við athöfnina á föstudag, en þær stunda báðar framhaldsnám í tónlist erlendis. Þá var 8 milljóna króna framlag sjóðs- ins til uppbyggingar tónlistar- bókasafni Listaháskólans afhent, en í ræðu Hjálmars H. Ragnarssonar rektors kom fram að ákveðið hefði verið að kaupa nótur fyrir þá upp- hæð á grundvelli tillagna frá Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarfræðingi og kennara skólans. Keyptar verða nótur að verkum allt frá miðöldum til okkar daga, og mun nótnasafnið mynda grunn að því sem háskóla- bókasafn í tónlist þarf að eiga. „Með þessum kaupum eignast Íslend- ingar í fyrsta sinn heildstætt nótna- safn sem skráð er samkvæmt ýtr- ustu kröfum háskólasamfélagsins og býr yfir þeirri fjölbreytni og gæðum sem nútíminn kallar á. Langþráður draumur íslensks tón- listarfólks er að rætast,“ sagði Hjálmar. Þá er áætlað að skráningu á plötusafni og bókakosti Halldórs Hansen ljúki í árslok eða byrjun þess næsta.    Halldór Hansen lést sumarið2003. Gjöf hans til Listahá- skóla Íslands er stórmerk. Með henni er lagður grundvöllur að því að hér verði hægt að halda uppi fag- mennsku á sviði tónlistarfræða hvers konar; tónvísinda og tónlist- arsögu. Þeir háskólar heims sem teljast í fremstu röð, eiga það sam- merkt að státa af feiknargóðum bókasöfnum, sem laða ekki bara að sér nemendur og kennara, heldur líka fræðimenn. Á Íslandi hefur fræðimennska í tónlist af augljósum ástæðum verið handahófskennd og háð mikilli þrautseigju þeirra sem hana hafa stundað við afar lélegan aðbúnað. Safn af þessu tagi hefur einfaldlega ekki verið til hér, og grundvöllurinn að rannsóknum og fræðimennsku því enginn. Þó fjölg- ar ört þeim Íslendingum sem hafa menntað sig til slíkra fræða í þeirri von að úr rættist. Víst er að verk- efnin eru ærin, bæði við það að koma okkur upp íslensku sjón- arhorni á tónlist heimsins, en ekki síður við rannsóknir á íslenskri tón- list. Margt gott hefur þrátt fyrir allt verið gert á sviði eldri íslenskrar tónlistar, og mikilvæg gagnasöfnun virðist eiga sér stað um þessar mundir á því sviði, bæði í útgáfu og í rannsóknum á handritum. En eftir situr íslensk samtímatónlist nánast öll óbætt hjá garði, og undir hælinn lagt hvað um hana hefur verið ritað. Með tilkomu tónlistarsafns Listaháskóla Íslands sem Halldór Hansen lagði svo höfðinglega grunninn að, er loks komið tækifær- ið fyrir íslenskt tónlistar- og tónvís- indafólk að skapa hér hefð í tónlist- arrannsóknum. Brýnt er að leysa húsnæðismál Listaháskólans til að safn þetta fái notið sín og notendur notið þess sem best. Það eru aug- ljóslega spennandi tímar fram- undan í þessari grein listfræði- mennsku. Gjöf verður grunnur að fræðimennsku í tónlist ’Víst er að verkefnineru ærin, bæði við það að koma okkur upp ís- lensku sjónarhorni á tónlist heimsins, en ekki síður við rannsóknir á íslenskri tónlist. ‘AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Halldór Hansen barnalæknir. Með gjöf hans til Listaháskólans er lagð- ur grundvöllur að því að hér verði hægt að halda uppi fagmennsku á sviði tónlistarfræða hvers konar; tónvísinda og tónlistarsögu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.