Morgunblaðið - 11.01.2005, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
✯
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
Sýnd kl. 5.30 ísl tal / kl. 8 og 10.20 enskt tal
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30 og 6. Ísl.tal.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal.
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF
HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR.
I I
J .
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ
BRJÓTA ALLAR REGLUR.
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins
sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
H.L. Mbl.
Kvikmyndir.comi ir.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“
YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
INCREDIBLES ER VINSÆLASTA
JÓLAMYNDIN, YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG
I
J I , I
I J I I Í
Hvað er málið með Alfie?
Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega
var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
OCEAN´S TWELVE
YFIR 27.000 ÁHORFENDUR
H.L. Mbl..L. bl. Kvikmyndir.is
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
DV
Kvikmyndir.is
DV
Kvikmyndir.is
TVÖFALDUR upphafsþáttur í nýrri þátta-
röð Kapphlaupsins mikla (Amazing Race)
verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Eins og
frægt er orðið voru þættirnir teknir upp hér-
lendis á þremur dögum í ágúst á síðasta ári.
Um 150 manns komu að gerð þáttanna þegar
allt er talið til en þar af eru um 60 útlend-
ingar frá bandarísku sjónvarpsfyrirtækj-
unum CBS og Jerry Bruckheimer Product-
ions.
„Þetta var mjög skemmtilegt og mikil
áskorun að takast á við þetta. Stór hluti af
því var að forða því að þetta spyrðist út,“
segir Pétur Sigurðsson, framleiðandi hjá
Pegasus, sem sá um tökur og skipulagningu
hérlendis. Það hafði því ekkert heyrst af
gerð þáttanna hérlendis fyrr en tökurnar
hófust. „Þegar keppendurnir voru lentir og
farnir að spyrja til vegar þá höfðum við ekki
stjórn á þessu lengur. Það náði ekkert að
skemma fyrir,“ segir hann.
Spennandi ferðalag fram undan
„Þetta gekk mjög vel og erlendu framleið-
endurnir fóru héðan alveg í skýjunum. Allt
virkaði eins og þeir höfðu hugsað það og
þrautirnar gengu að óskum,“ segir hann en í
þáttunum takast nokkrir keppendur, tveir og
tveir saman, á við ýmsar þrautir og berst
leikurinn víða um heim. Vegleg pen-
ingaverðlaun eru í boði fyrir þá sem fyrstir
koma í mark. Í síðasta kapphlaupi ferðuðust
keppendur rúmlega 100 þúsund kílómetra
leið og fram undan er annað eins ferðalag.
Pétur hefur séð upphafsþáttinn en haldin
var forsýning fyrir aðstandendur. Hann segir
að almenn ánægja hafi verið með þættina og
fimm hundruð gestir hafi skemmt sér stór-
vel. „Þetta er mjög spennandi og fólk datt al-
veg inn í þáttinn,“ segir hann.
Af hverju skyldi þessi fyrsti þáttur vera
látinn gerast á Íslandi? „Bæði höfum við
margt að bjóða en svo erum við líka góður
tengipunktur frá Ameríku til Evrópu hvað
varðar flugleiðir,“ segir hann.
Þessi tvöfaldi upphafsþáttur var frum-
sýndur í Bandaríkjunum undir lok nóvember
og voru áhorfendur um 11–12 milljónir.
Kapphlaupið mikla hefur fengið Emmy-
verðlaun tvö ár í röð sem besta veruleika-
sjónvarpið og borið sigurorð af þáttum á
borð við Survivor, The Apprentice og Am-
erican Idol.
Engin brögð í tafli
„Þessi þáttur er mjög raunverulegur. Þetta
gerist allt saman og er ekkert planað fyr-
irfram,“ segir Pétur og neitar því að ein-
hvers konar brögð séu í tafli. „Ég hefði vitað
það því þá hefði ég þurft að skipuleggja
það!“
Hann segir að mikil vinna felist í und-
irbúningi fyrir þættina og þannig sé skap-
aður grundvöllur fyrir spennandi þætti.
„Þegar verið er að velja fólk í þættina geng-
ur það í gegnum mörg valstig og persónu-
leikapróf. Tólf þúsund lið sækja um en ellefu
eru valin úr,“ segir hann.
„Þetta er hugsað þannig að fólk er leitt
ákveðna leið en karakterarnir eru látnir
koma í ljós. Það er einn mjög leiðinlegur
karakter núna. Hann hefur ábyggilega verið
valinn út af því hvernig hann er. Fólk elskar
að hata hann!“
Skyggnst á bak við tjöldin
Áður en þetta mikla kapphlaup hefst verður
sýndur heimildarþátturinn Í kjölfar Kapp-
hlaupsins mikla. „Þetta er þáttur um gerð
þáttanna og viðtöl við þá Íslendinga sem
koma að þessu, fólkið á bak við þættina og
ýmsa ráðamenn. Fólk fær tækifæri til að
skyggnast á bak við tjöldin,“ segir Pétur en
hinn góðkunni sjónvarpsmaður Jón Ársæll
Þórðarson tekur viðtölin. Meðal annars er
rætt við Elise Doganieri sem átti hugmynd-
ina að þáttunum og aðalframleiðanda þeirra,
Bertram Van Munster.
Ekta veru-
leikaþáttur
Frá tökum á Kapphlaupinu mikla í Bláa lóninu.
Ljósmynd/Allison
Elise Doginari og Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus kanna aðstæður á Vatnajökli.
Sjónvarp | Kapphlaupið mikla hefst á Íslandi á Stöð 2 í kvöld
ingarun@mbl.is
Heimildarþátturinn Í kjölfar Kapphlaupsins
mikla er á Stöð 2 kl. 19.35. Kapphlaupið mikla
hefst kl. 20.05 og heldur áfram kl. 20.55.
GAMANMYNDIN Meet the Fockers er
áfram vinsælasta kvikmyndin vestanhafs en
tekjur af sýningu myndarinnar námu 28.5
milljónum dala (1,8 milljörðum kr.) í Norður-
Ameríku um helgina. Á þeim þremur vikum,
sem liðnar eru frá því myndin var frumsýnd,
nema tekjur af sýningu hennar rúmum 204
milljónum dala, sem er vel yfir það sem fyrri
myndin Meet the Parents halaði inn fyrir
tveimur árum en hún endaði í rúmum 160
milljónum dala.
Eins og í fyrri myndinni eru Ben Stiller og
Robert De Niro í aðalhlutverkum í Meet the
Fockers, en nú bætast þau Dustin Hoffman og
Barbra Streisand í leikarahópinn og leika stór-
skrítna foreldra Stillers. Myndin verður frum-
sýnd í Laugarásbíói, sem og öðrum bíóum á
landinu, 4. febrúar.
Eina nýja myndin sem náði að skipa sér
meðal tíu tekjuhæstu myndum eftir helgina
var hryllingsmyndin White Noice. Námu
tekjur af sýningu þeirrar myndar 24 millj-
ónum dala (1,5 milljörðum kr.). Þar leikur
Michael Keaton mann, sem er sannfærður um
að látin eiginkona hans reyni að ná sambandi
við hann gegnum sjónvarpið. Þrátt fyrir gott
gengi voru gagnrýnendur ekki par hrifnir.
Um næstu helgi verða frumsýndar nokkrar
myndir sem spáð er góðu gengi, þ. á m. ofur-
hetjumyndin Elektra með Jennifer Garner og
íþróttadramað Coach Carter með Samuel L.
Jackson.
Kvikmyndir | Vinsælustu bíómyndirnar vestra
Barbra Streisand hefur Robert DeNiro undir í hinni stjörnum prýddu Meet The Fockers.
Allir vilja hitta
Fockers-fjölskylduna