Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 52

Morgunblaðið - 11.01.2005, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GÆTI hugsast að framtíðarferðamáti milli lands og Eyja yrði gríðarstórt loftskip? Gæti hugsast að sá ferðamáti yrði allt í senn ódýr- ari, öruggari og fljótari? Við þessum spurn- ingum hafa sex nemendur í Viðskiptaháskól- anum á Bifröst leitað svara en þeir hafa nýlokið misserisverkefni með samgöngumál Vestmannaeyja sérstaklega í huga. Í verkefnahópnum eru Guðrún Björg Að- alsteinsdóttir, Guðrún Elín Guðmundsdóttir, Heiðar Örn Stefánsson, Signý Óskarsdóttir, Unnur Katrín Bjarnadóttir og Vigdís Hauks- dóttir. Þau fóru yfir kosti og galla loftskips sem Bretar eru að hanna og nefna SkyCat. Loft- skipið flytur bíla, farþega og fragt. Um er að ræða loftskip sem þolir sama sjólag og flutn- ingaskip og jafnmikil veður og breiðþota og getur lent bæði á sjó og landi. Ýmist getur loft- skipið lent eins og þyrla eða flugvél. Verðið er 6,5 milljarðar króna fyrir SkyCat 220 sem er minni gerð af tveimur sem eru í hönnun. Sky- Cat 220 rúmar 42 bíla og 420 farþega. „Það er talað um að Herjólf þurfi að end- urnýja árið 2008 og kostnaðurinn við það er talinn vera um fjórir milljarðar,“ segir Guðrún Elín Guðmundsdóttir. „Við töldum SkyCat vænlegri kost miðað við ferðatímann milli lands og Eyja auk þess sem hægt er að lenda loftskipinu nánast hvar sem er svo lengi sem plássið er nægt.“ Flugtíminn milli Reykjavík- ur og Eyja er 45 mínútur með SkyCat sam- kvæmt rannsókn nemendanna. „Í kringum Eyjar eru oft miklir vindar og sé veður of slæmt fyrir lendingu er hægt að lenda SkyCat á sjónum og sigla honum síðasta spölinn.“ Miðað var við sama farþegafjölda á SkyCat og Herjólfi svo betur væri hægt að gera sér grein fyrir því hver kostnaðarmunurinn væri. Framlegð SkyCats er meiri en Herjólfs og skilar sú fjárfesting sér betur við útreikninga. Fjórir hreyflar og helíumbelgur SkyCat er búinn fjórum dísilhreyflum en að öðru leyti sér helíumfylltur belgurinn aðallega um lyftikraftinn. Guðrún Elín minnir á að helí- um er ekki eldfim lofttegund og að auki er belgurinn það sterkur að hann mun þola flug- skeytaárás. Belgurinn er hólfaskiptur sem gerir það að verkum að komi gat á hann tæm- ist hann ekki í heild heldur er skaðinn stað- bundinn og getur skipið haldist á lofti í nokkr- ar klukkustundir. Eyðslan á hverja mílu er um fjórðungur af eyðslu vöruflutningabíls. Hvorki snjór né ísing á flugbrautum er vandamál vegna lendingareiginleika farsins. Þá þarf hvorki flugskýli fyrir loftskipið né að setja það í slipp eins og skip. Á hinn bóginn er stærðin gríðarleg sem er ákveðinn galli. Með loftskipi til Vestmannaeyja? Hugsanlega er loftskip eins og hér sést raun- hæfur samgöngumáti milli lands og Eyja. SKÚLPTÚRAR úr nýprentuðum, alvöru íslenskum peningaseðlum – alls 100 millj- ónir króna – verða á næstu sýningu Lista- safnsins á Akureyri sem hefst á laug- ardag. Sýningin varð til í samstarfi listamannsins Ashkan Sahihi og Hannesar Sigurðssonar safnstjóra. Í verkin verða notaðar 15 milljónir króna í 5.000 kr. seðlum, 10 milljónir í 2.000 kr. seðlum, 50 milljónir í 1.000 kr. seðlum og 25 milljónir í 500 kr. seðlum. Hannes lýsir sýningunni sem eins konar innsetningu og „konkretlist í afar nútíma- legum skilningi“, eða hreinlega sem „frá- bærri nytjalist sem allir skilja, því flestir gætu líklega fundið góð not fyrir 100.000.000 kr., sérstaklega ef þeir pen- ingar væru ekki til skiptanna.“ Skúlptúrarnir verða til sölu og kosta jafnvirði þeirra peninga sem notaðir eru í hvern og einn, „að viðbættri 24,5% list- rænni álagningu, sem okkur finnst vera mjög eðlileg og hæfileg,“ segir Hannes. Dýrasta verkið á sýningunni kostar lík- lega 15–20 milljónir króna, segir Hannes, fyrir utan „listrænu álagninguna“.“/24 Eitt listaverka Ashkans Sahihis og Hann- esar Sigurðssonar á sýningunni nyrðra. 100 milljóna króna skúlp- túrar til sýnis Ljósmynd/Ashkan Sahihi Akureyri. Morgunblaðið. JÓLAKLIPPINGIN er um það bil að vaxa úr sér hjá mörgum og því ekki annað um að ræða en að bregða sér á næstu rakarastofu og láta snyrta aðeins í hliðum og stytta toppinn. Upp- lagt að nota tækifærið til að kíkja í tímarit og spjalla aðeins við rakarann. Morgunblaðið/Jim Smart Snyrta aðeins í hliðum og stytta toppinn? MUNNLEGUM málflutningi í ol- íumálinu svonefnda fyrir áfrýjunar- nefnd samkeppnismála lauk um klukkan 21 í gærkvöldi og hafði hann þá staðið yfir í rúmlega tólf klukkustundir. Fjögur olíufélög, sem samkeppnisráð hefur gert að greiða stjórnvaldssektir vegna meints ólögmæts samráðs, kærðu úrskurð samkeppnisráðs til áfrýj- unarnefndarinnar. Málflutningurinn fór fram fyrir luktum dyrum í fundarsal á Hótel Sögu. Stefán Már Stefánsson, formað- ur áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ómögulegt væri að nefna einhver atriði sem hefði verið tekist meira á um en önnur, tekist væri á um svo mörg atriði í málinu. Málflutning- urinn hefði gengið ágætlega og tek- ið þann tíma sem búist var við. Miðað var við að hvert félag fengi um tvo klukkutíma til að flytja sitt mál og að lögmaður Samkeppnis- stofnunar, fengi um 2½ klukku- stund til umráða. Í lokin fengu lög- menn olíufélaganna svo tækifæri til að gera athugasemdir við málflutn- ing lögmanns Samkeppnisstofnun- ar. Áður en málið var flutt höfðu málsaðilar skilað ítarlegum grein- argerðum og þær ásamt úrskurði samkeppnisráðs og fylgiskjölum eru á um 2.000 blaðsíðum. Þá eru ótalin undirstöðugögn í málinu sem fylla hátt í 30 möppur. Stefán Már sagði að í gær hefðu aðalatriðin í þessu stóra og flókna máli verið dregin saman, það væri helsti kost- ur þess að flytja málið munnlega. Samkeppnisráð ákvað í október að beita fjögur olíufélög stjórn- valdssektum vegna ólögmæts verð- samráðs. Var Skeljungur sektaður um 1.100 milljónir króna, Olís um 880 milljónir króna og Ker, áður Ol- íufélagið, um 605 milljónir og einnig var Bensínorkan sektuð um 40 milljónir króna. Olíufélögin sendu öll skriflegar kærur til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála og skiluðu ítarlegum greinargerðum í lok nóvember. Samkeppnisstofnun skilaði um 200 bls. greinargerð í desember. Niðurstöðu áfrýjunarnefndar er að vænta fyrir lok mánaðarins. Tólf tíma málflutningur í olíumálinu fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála Tekist á um mörg atriði Morgunblaðið/Jim Smart Hér spjalla lögmenn Olíuverslunar Íslands hf., þeir Andri Óttarsson og Gísli Baldur Garðarsson, við Lárus L. Blöndal og Önnu Kristínu Traustadóttur, nefndarmenn í áfrýjunarnefnd samkeppnismála. ÓTTAST var um tíma í gærkvöldi um eins hreyfils erlenda flugvél eftir að neyðarkall barst frá henni seint á níunda tímanum. Drep- ist hafði á hreyflinum þegar hún var um 100 sjómílur vestur af Keflavík. Þyrla frá varnarliðinu sem var við æfingar suður af Keflavík var send á móti flugvélinni ásamt TF-FMS, flugvél Flugmálastjórnar, og voru þær komnar að flugvélinni um kl. 21.25. Önnur þyrla frá varnarliðinu var einnig kölluð út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þá var þyrla um borð í danska eftirlitsskipinu Tríton í viðbragðsstöðu og bátar á svæðinu látnir vita, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæsl- unni. Fjögur björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar voru einnig kölluð út. Þegar neyðarkallið barst var vélin í 21.000 fetum en þegar flugmanninum tókst að ræsa hreyfilinn hafði hún fallið í um 5.000 feta hæð. Þyrla varnarliðsins og flugvél Flugmálastjórn- ar fylgdu henni til Keflavíkurflugvallar, þar sem hún lenti klukkan 21.51. Vélin var á leið frá Narsarsuak á Grænlandi til Reykjavíkur. Erlend flugvél í vandræðum FLUGLEIÐIR eru að undirbúa yfirtöku á flugfélagi í Evrópu, að því er fram kemur í Financial Times. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, vildi í samtali við FT ekki gefa upp nöfn á flugfélögum sem væru til skoðunar. Vitnað var í þessa frétt í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í gær. FT segir að meginstarfsemi félaganna sem Flugleiðir horfi til, sé í flugrekstri, flugflutningum og ferðaþjónustu. Einnig kemur fram í FT að Flugleiðir hafi ekki ákveðið hvort félagið muni selja eða auka hlut sinn í EasyJet. Megi gera ráð fyrir að óinnleystur gengishagnaður Flugleiða sé ríflega einn milljarður króna. Flugleiðir skoða frekari útrás ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.