Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 7
beiningar um forritið er á vefnum
hvar.is Sveinn segir að Þorsteinn
Hallgrímsson aðstoðarland-
bókavörður hafi yfirumsjón með
því verki að taka myndir af
gömlum eintökum Morgunblaðs-
ins.
Örn Hrafnkelsson, for-
stöðumaður handritadeildar
Landsbókasafnsins, hafi einnig
lagt hönd á plóginn sem og Helgi
Braga ljósmyndari og starfsfólk
hans. Þá hafi forritarar Lands-
bókasafnsins hannað orðaleitina.
erið mynduð
Morgunblaðið/Kristinn
Forsíða Morgunblaðsins hinn
12. júlí 1972.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 7
FRÉTTIR
10.000kr.
afsláttur á mann
í fyrstu 400 sætin (Pakkaferðir: Flug og gisting)
46.620kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í 7 nætur.
Ef 2 ferðast saman, 57.430 kr. á mann.
Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Sala er hafin á einn vinsælasta sólarstaðinn í Evrópu
Bókaðu strax
- besta Plúsferðaverðið!
T I L B O Ð
Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting í 7 nætur á Santa Clara,
íslensk fararstjórn og 10.000 kr. bókunarafsláttur.
Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. og forfallagjald
1.800 kr. sem er valkvætt.
Netverð frá
Co
sta
del Sol
Plúsferðir bjóða glæsilegt úrval af vinsælustu gististöðunum í hjarta Torremolinos.
Frábær skemmtun og úrval veitingastaða sem á engan sinn líka.
Vikulegt beint leiguflug í allt sumar
Í ÞEIM skattsvikamálum sem efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
ákærði í á árunum 1998–2004 hafa
verið dæmdar sektir að fjárhæð 1,22
milljarðar. 20 mál eru enn til með-
ferðar fyrir dómstólum. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í yfirliti
um skattsvikamál deildarinnar.
Alls var ákært í 176 málum, dómur
liggur fyrir í 155 og fallið var frá
ákæru í einu tilviki. Í þessum málum
var samanlögð vanframtalin virðis-
aukaskattskyld velta talin nema
samtals þremur milljörðum en heild-
arfjárhæð svikanna 1,27 milljarðar. Í
þessum málum hafa 204 einstakling-
ar og 7 fyrirtæki sætt ákæru, 14 hafa
verið ákærðir og dæmdir oftar en
einu sinni, þar af einn sem hefur ver-
ið ákærður og dæmdur þrisvar fyrir
skattsvik á sex árum. Ódæmt er í
málum sem varða 28 einstaklinga.
Fjárhæð skattsvikanna var um
1,27 milljarðar sem sundarliðast
þannig: Fjárhæð virðisaukaskatts
sem svikinn var undan var samtals
704 milljónir, staðgreiðsla opinberra
gjalda var 368 milljónir og tekju-
skattur og/eða útsvar var 203 millj-
ónir. Meðalbrotatími skattsvikanna
var um tvö ár en lengst stóðu skatt-
svik yfir í einu tilviki í átta ár. Stysta
tímabilið var einn mánuður.
Sakfellt í 155 af 156
Fram kemur að sakfellt var í öll-
um málum sem er lokið, nema einu
en fallið var frá ákæru í því við aðal-
meðferð. Í fjórum málum var einn
ákærðra sýknaður. Refsingu var
frestað í fjórum málum og í einu ekki
dæmd refsing þótt ákærði væri tal-
inn hafa framið brotið sem ákært var
fyrir. Þá segir að málsmeðferðartími
hafi styst verulega og sé málsmeð-
ferðartími skattsvikamála, sem bor-
ist hafi með kæru síðustu misseri,
innan við 12 mánuðir, frá því að kæra
berst þar til dómur gengur í héraðs-
dómi, ef frá eru talin stærstu skatt-
svikamál.
Yfirlit efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra
um skattsvikamál
1,2 milljarðar
í sektir fyrir
skattsvik
á sex árum
MINNKA þarf bilið milli ríkra og fátækra og út-
rýma örbirgð og hungri í heiminum. Þetta er með-
al niðurstaðna í árlegri könnun á vegum Gallup
International er nefnist Voice of the people eða
Rödd fólksins. Í könnuninni kemur fram að nærri
þrír af hverjum fjórum íbúum heimsins telja að
ekki séu nægar framfarir í því að minnka bilið
milli ríkra og fátækra og jafn margir telja að ekki
séu nægar framfarir í því að útrýma örbirgð og
hungri í heiminum.
Tveir þriðju hlutar svarenda telja að ekki hafi
verið nægar framfarir í því að draga úr stríði og
átökum og alþjóðlegri skipulagðri glæpa-
starfsemi, vinna gegn fíkniefnavandanum og
endurvekja traust og heiðarleika. Mikill meiri-
hluti Íslendinga telur að ekki séu nægar framfarir
í því að draga úr stríði og átökum í heiminum
(92%), að eyða bilinu milli ríkra og fátækra þjóða
(90%) og að útrýma örbirgð og fátækt (89%).
Um 83% íslenskra svarenda telja að ekki hafi
verið nægilega miklar framfarir í baráttunni gegn
eiturlyfjum og 73% telja ónægar framfarir í að
minnka alþjóðlega glæpastarfsemi og sporna við
alnæmi. Um sjö af hverjum 10 telja þær ekki næg-
ar framfarir í mannréttindamálum, 65% telja þær
ekki nægar í stríðinu gegn hryðjuverkum og 63%
telja að betur megi standa að náttúruvernd.
Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að
heimsbyggðin hefur mestar áhyggjur af auknum
hryðjuverkum og næstmestar áhyggjur af efna-
hagslegum samdrætti, en rúmlega 2 af hverjum
tíu nefndu þessa málaflokka oftast sem áhyggju-
efni. Hins vegar skal bent á að könnunin var fram-
kvæmd áður en náttúruhamfarirnar á Indlands-
hafi áttu sér stað 26. desember sl. Á Íslandi hefur
fólk mestar áhyggjur af útbreiðslu stríðs (29%),
sjúkdómum eða plágum (19%) eða auknum
hryðjuverkum (18%).
Flestir svarendur könnunarinnar á heimsvísu
(14%) telja að leiðtogar heimsins eigi að vinna að
útrýmingu örbirgðar og fátæktar og að stríði
gegn hryðjuverkum. Fast á eftir telur heims-
byggðin (13%) að leiðtogar eigi að leggja áherslu á
að draga úr stríði og átökum og að auka hagvöxt.
Helstu forgangsmál leiðtoga heimsins að mati Ís-
lendinga eru að það eigi að draga úr stríðum og
átökum í heiminum (23%), útrýma örbirgð og
hungri (18%) og minnka bilið milli ríkra og fá-
tækra þjóða (11%).
Þátttakendur í könnuninni voru rúmlega 60
þúsund í rúmlega 60 löndum. Fór hún fram á Ís-
landi var dagana 24. nóvember til 5. desember.
Hérlendis var úrtakið 1.299 manns á aldrinum 16
til 75 ára af landinu öllu. Svarhlutfall um 62%.
Útrýma þarf örbirgð og hungri