Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 7
beiningar um forritið er á vefnum hvar.is Sveinn segir að Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarland- bókavörður hafi yfirumsjón með því verki að taka myndir af gömlum eintökum Morgunblaðs- ins. Örn Hrafnkelsson, for- stöðumaður handritadeildar Landsbókasafnsins, hafi einnig lagt hönd á plóginn sem og Helgi Braga ljósmyndari og starfsfólk hans. Þá hafi forritarar Lands- bókasafnsins hannað orðaleitina. erið mynduð Morgunblaðið/Kristinn Forsíða Morgunblaðsins hinn 12. júlí 1972. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 7 FRÉTTIR 10.000kr. afsláttur á mann í fyrstu 400 sætin (Pakkaferðir: Flug og gisting) 46.620kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í 7 nætur. Ef 2 ferðast saman, 57.430 kr. á mann. Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sala er hafin á einn vinsælasta sólarstaðinn í Evrópu Bókaðu strax - besta Plúsferðaverðið! T I L B O Ð Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting í 7 nætur á Santa Clara, íslensk fararstjórn og 10.000 kr. bókunarafsláttur. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. og forfallagjald 1.800 kr. sem er valkvætt. Netverð frá Co sta del Sol Plúsferðir bjóða glæsilegt úrval af vinsælustu gististöðunum í hjarta Torremolinos. Frábær skemmtun og úrval veitingastaða sem á engan sinn líka. Vikulegt beint leiguflug í allt sumar Í ÞEIM skattsvikamálum sem efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ákærði í á árunum 1998–2004 hafa verið dæmdar sektir að fjárhæð 1,22 milljarðar. 20 mál eru enn til með- ferðar fyrir dómstólum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti um skattsvikamál deildarinnar. Alls var ákært í 176 málum, dómur liggur fyrir í 155 og fallið var frá ákæru í einu tilviki. Í þessum málum var samanlögð vanframtalin virðis- aukaskattskyld velta talin nema samtals þremur milljörðum en heild- arfjárhæð svikanna 1,27 milljarðar. Í þessum málum hafa 204 einstakling- ar og 7 fyrirtæki sætt ákæru, 14 hafa verið ákærðir og dæmdir oftar en einu sinni, þar af einn sem hefur ver- ið ákærður og dæmdur þrisvar fyrir skattsvik á sex árum. Ódæmt er í málum sem varða 28 einstaklinga. Fjárhæð skattsvikanna var um 1,27 milljarðar sem sundarliðast þannig: Fjárhæð virðisaukaskatts sem svikinn var undan var samtals 704 milljónir, staðgreiðsla opinberra gjalda var 368 milljónir og tekju- skattur og/eða útsvar var 203 millj- ónir. Meðalbrotatími skattsvikanna var um tvö ár en lengst stóðu skatt- svik yfir í einu tilviki í átta ár. Stysta tímabilið var einn mánuður. Sakfellt í 155 af 156 Fram kemur að sakfellt var í öll- um málum sem er lokið, nema einu en fallið var frá ákæru í því við aðal- meðferð. Í fjórum málum var einn ákærðra sýknaður. Refsingu var frestað í fjórum málum og í einu ekki dæmd refsing þótt ákærði væri tal- inn hafa framið brotið sem ákært var fyrir. Þá segir að málsmeðferðartími hafi styst verulega og sé málsmeð- ferðartími skattsvikamála, sem bor- ist hafi með kæru síðustu misseri, innan við 12 mánuðir, frá því að kæra berst þar til dómur gengur í héraðs- dómi, ef frá eru talin stærstu skatt- svikamál. Yfirlit efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra um skattsvikamál 1,2 milljarðar í sektir fyrir skattsvik á sex árum MINNKA þarf bilið milli ríkra og fátækra og út- rýma örbirgð og hungri í heiminum. Þetta er með- al niðurstaðna í árlegri könnun á vegum Gallup International er nefnist Voice of the people eða Rödd fólksins. Í könnuninni kemur fram að nærri þrír af hverjum fjórum íbúum heimsins telja að ekki séu nægar framfarir í því að minnka bilið milli ríkra og fátækra og jafn margir telja að ekki séu nægar framfarir í því að útrýma örbirgð og hungri í heiminum. Tveir þriðju hlutar svarenda telja að ekki hafi verið nægar framfarir í því að draga úr stríði og átökum og alþjóðlegri skipulagðri glæpa- starfsemi, vinna gegn fíkniefnavandanum og endurvekja traust og heiðarleika. Mikill meiri- hluti Íslendinga telur að ekki séu nægar framfarir í því að draga úr stríði og átökum í heiminum (92%), að eyða bilinu milli ríkra og fátækra þjóða (90%) og að útrýma örbirgð og fátækt (89%). Um 83% íslenskra svarenda telja að ekki hafi verið nægilega miklar framfarir í baráttunni gegn eiturlyfjum og 73% telja ónægar framfarir í að minnka alþjóðlega glæpastarfsemi og sporna við alnæmi. Um sjö af hverjum 10 telja þær ekki næg- ar framfarir í mannréttindamálum, 65% telja þær ekki nægar í stríðinu gegn hryðjuverkum og 63% telja að betur megi standa að náttúruvernd. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að heimsbyggðin hefur mestar áhyggjur af auknum hryðjuverkum og næstmestar áhyggjur af efna- hagslegum samdrætti, en rúmlega 2 af hverjum tíu nefndu þessa málaflokka oftast sem áhyggju- efni. Hins vegar skal bent á að könnunin var fram- kvæmd áður en náttúruhamfarirnar á Indlands- hafi áttu sér stað 26. desember sl. Á Íslandi hefur fólk mestar áhyggjur af útbreiðslu stríðs (29%), sjúkdómum eða plágum (19%) eða auknum hryðjuverkum (18%). Flestir svarendur könnunarinnar á heimsvísu (14%) telja að leiðtogar heimsins eigi að vinna að útrýmingu örbirgðar og fátæktar og að stríði gegn hryðjuverkum. Fast á eftir telur heims- byggðin (13%) að leiðtogar eigi að leggja áherslu á að draga úr stríði og átökum og að auka hagvöxt. Helstu forgangsmál leiðtoga heimsins að mati Ís- lendinga eru að það eigi að draga úr stríðum og átökum í heiminum (23%), útrýma örbirgð og hungri (18%) og minnka bilið milli ríkra og fá- tækra þjóða (11%). Þátttakendur í könnuninni voru rúmlega 60 þúsund í rúmlega 60 löndum. Fór hún fram á Ís- landi var dagana 24. nóvember til 5. desember. Hérlendis var úrtakið 1.299 manns á aldrinum 16 til 75 ára af landinu öllu. Svarhlutfall um 62%. Útrýma þarf örbirgð og hungri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.