Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 17

Morgunblaðið - 16.01.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 17                                       !!" #      "         $      %   &   '           !  " !#   $% %   & ' ( !# )  $%%   ***+ erfitt að meta stuðning almennings við stjórnina og stjórnarandstöðu- hópa í landinu, þ.m.t. hryðjuverka- samtök, enda skoðanakönnun í ein- ræðisríki einsdæmi eins og sú, sem þjóðaröryggisráðgjafi konungs lét framkvæma. Könnunin leiddi tvennt mikilvægt í ljós: Í fyrsta lagi að ekki ríkir almennur stuðningur við hryðjuverkastarfsemi Osama bin Ladens og í öðru lagi að almenn- ingur vill umbætur í stjórnmálum, þ.m.t. kosningar. Ekkert var spurt um stuðning við konungsstjórnina. Það sem skoðanakönnunin bendir þó til ein og sér er að konungsstjórnin hefur áttað sig á að hún á undir högg að sækja og vill vita hver reiðir til höggs, hvaðan höggið kemur og móta stefnu um hvernig skynsam- legast sé að taka á móti eða víkja sér undan því. Nánar tiltekið virðast að- stæður í landinu og skoðanakönn- unin vera að leiða til þess að kon- ungsstjórnin er að átta sig á því að ekki er hægt að halda samfélagi saman með endalausri valdníðslu og reka illt út með illu. Í staðinn þurfi að gera þegnunum kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án ótta við ofbeldi. Það er líka liður í því að koma í veg fyrir að skilaboðum sé komið á framfæri við stjórnina með ofbeldi, sem er oft eina leiðin til að ná eyrum einræðisherra og grafa undan völdum þeirra. Undanfarin ár hefur konungsstjórnin því stigið nokkur umbótaskref. Ný stjórnar- skrá árið 1992 og stofnun ráðgjafa- þings ári síðar og í febrúar á að halda lýðræðislegar kosningarnar í landinu. Samtímis eru þó teikn á lofti um að hugur fylgi ekki máli. Handtaka ellefu umbóta- og lýðræð- issinna í mars sl. fyrir að óska eftir þingbundinni konungsstjórn og óháðum dómstólum hefur vakið efa- semdir um raunverulegan ásetning stjórnvalda. Átta var sleppt úr haldi eftir að hafa skrifað undir skjal þar sem þeir lofuðu að skrifa ekki undir fleiri bænaskjöl, tjá sig ekki í fjöl- miðlum og fara ekki úr landi. Þrír eiga að mæta fyrir rétt. Eitt ákæru- atriðanna er að þeir hafi notað vest- rænt orðfæri við kröfugerð sína en því vísa umbótasinnarnir á bug. Réttarhöldin yfir þeim hafa verið haldin fyrir opnum tjöldum, sem heyrir til undantekninga, en þre- menningarnir hótuðu því að fara í hungurverkfall ef réttað yrði í mál- um þeirra fyrir luktum dyrum. Sam- staða með sakborningum var sýnd á fyrsta degi réttarhaldanna þegar 300 manns mættu í réttarsal sem tekur 30 manns í sæti. En sem dæmi um hversu mótsagnakennd stjórn- völd eru þá veittu þau leyfi fyrir stofnun fyrstu mannréttindasam- taka í landinu um svipað leyti og handtaka og málaferli gegn umbóta- sinnunum var í gangi. Efasemdum um raunverulegan vilja stjórnvalda var síðar gefinn byr undir báða vængi í september sl. þegar stjórn- völd vöruðu opinbera starfsmenn við því að gagnrýna stjórnvöld í fjöl- miðlum eða með því að setja nafn sitt á bænaskjöl eða undirskrifta- lista. Ótti við stjórnvöld er hugsan- lega ástæða þess að skráning kjós- enda fyrir kosningarnar, sem eiga að fara fram í febrúar í höfuðborg- inni Riyhad, hefur verið 60 prósent- um minni en ráð var fyrir gert, en skv. kosningareglum stjórnarinnar mega allir 21 árs og eldri kjósa, að konum og hermönnum undanskild- um. Það var lengi óljóst hver réttur kvenna yrði en að lokum var það staðfest að konur mega hvorki fara í framboð né kjósa og eru margar ástæðar tíndar til að réttlæta þá ákvörðun. Margir hafa mótmælt og nokkrar konur mótmæltu með því að bjóða sig fram. Stjórnvöld hafa sagt að konur muni hljóta kjörgengi í næstu kosningum árið 2009 og að hugsanlega verði konur skipaðar til setu í ráðum án þess að það hafi ver- ið staðfest. IX: Lokaorð Fyrirhugaðar sveitarstjórnar- kosningar og fundir sendinefndar ráðgjafaþings Sádi-Arabíu með fulltrúum þjóðþinga á Íslandi, öðr- um Norðurlöndunum, í Bretlandi og fleiri Evrópusambandslöndum eru til vitnis um að ráðamenn eru að hugsa um ástand mála í heimalandi sínu. Það er engin ástæða til annars en að ætla að stjórnvöldum sé alvara með umbótum í landinu, sem gætu leitt til lýðræðis er fram líða stundir. Það er góðs viti en breytir því ekki að Sádi-Arabía á mjög langt í land áður en það hættir að njóta þess vafasama heiðurs að vera talið versta einræðisríki veraldar. Margir umbóta- og lýðræðissinnar óttast og það réttilega bakslag vegna hrinu hryðjuverka í landinu og mótsagna- kenndra aðgerða stjórnvalda. Hið síðarnefnda er til vitnis um að innan konungsættarinnar ríkir ekki ein- hugur um aðgerðir. Stefnu- og ráða- leysið endurspeglast í fyrrnefndu mótsagnakenndu munstri, því að taka eitt skref fram á við og tvö aft- ur á bak. Það gerðist árið 1962 þegar fyrirhuguðum sveitarstjórnarkosn- ingum var aflýst af konungi á elleftu stundu, fyrir tæplega 26 árum þegar uppreisn róttækra var barin niður og síðan friðþægt fyrir með áður- nefndum afleiðingum, fyrir 13 árum þegar ráðgjafaþingið var sett á stofn á sama tíma og hart var gengið fram gegn (grunuðum) „óvinum ríkisins“ og núna sl. ár þar sem umbótasinnar hafa verið handteknir. Hluti skýr- ingarinnar á óeiningu og ráðaleysi stjórnvalda er sú ljósa staðreynd að konungsættin á undir högg að sækja hvort sem hún stendur fyrir umbót- um eða ekki. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Allt ofannefnt veldur því að erfitt er að segja fyrir um framvindu mála. Það sem skiptir mestu máli, eins og staðan er í dag, er hvort af kosningunum verður. Í ljósi þess að hryðjuverk virðast ekki eiga mikinn hljómgrunn meðal almennings þá eru óneitanlega líkur á því að kosn- ingarnar geti orðið liður í því að veikja tilverugrundvöll hryðjuverka- samtaka og styrkja þróun í átt til lýðræðis í sátt við konungsveldið á meðan áframhaldandi einræði kon- ungs og beiting vopnavalds virðist vera til þess eins fallið að ala á ógn- arstjórn ofbeldis og hryðjuverka. Höfundur er í meistaranámi við Georgetown-háskóla í Washington DC. Bænastund við sólarupprás. Íslamskir pílagrímar á bæn nærri Mekka í Sádi- Arabíu í haj-mánuði, helgasta mánuði íslamstrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.