Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 37
MINNINGAR
✝ Hulda BergmannGuðmundsdóttir
fæddist á Leifsgötu í
Reykjavík8. nóvem-
ber 1934. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans, Landakoti,
þriðjudaginn 28. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Björnsson og Gróa
Skúladóttir. Systkini
Huldu eru Ragna
Bergmann, f. 29.10.
1933, Edda Berg-
mann, f. 13.1. 1936,
Ólafía Kristín Bergmann, f.
27.11. 1939, Eysteinn Bergmann,
f. 11.9. 1941 og Sigurður Berg-
mann, f. 2.8. 1944.
Hulda gifist Brynjólfi Vil-
hjálmssyni. Þau slitu samvistum.
Þau eiga þrjá syni, þeir eru: Guð-
mundur, f. 21.4 1953, kvæntur
Björk Hjaltadóttur, f. 29.5. 1954,
börn þeirra eru: Hjalti, f. 8.11.
1974, kvæntur Önnu
Sigríði Gunnars-
dóttir, f. 19.1. 1976,
dætur þeirra Lena
Björk, f. 26.6. 1996
og Aníta, f. 23.7.
2004; og Brynhild-
ur, f. 19.11. 1976,
gift Örlygi Auðuns-
syni, f. 5.3. 1974.
Gísli, f. 15.12. 1959,
kvæntur Jónínu
Margréti Ingólfs-
dóttur, f. 28.6. 1960,
börn þeirra: Magn-
ea Oddný, f. 2.8.
1979, í sambúð með
Alan Jones, f. 24.8. 1969, sonur
þeirra Tyrece Gísli Angel, f. 11.1.
1999; Brynjólfur Gísli, f. 15.2.
1985; og Kristín Ósk, f. 25.9
2000. Skúli, f. 16.2. 1973, í sam-
búð með Kumbu Krubally, f. 4.1.
1964.
Útför Huldu fór fram frá Foss-
vogskapellu 6. janúar, í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Elsku systir, nú skilja leiðir, því eft-
ir langvarandi veikindi ert þú sú fyrsta
af stóra systkinahópnum sem kveður
þennan heim. Við vorum sex alsystk-
inin og þrjú hálfsystkini. Við alsystk-
inin ólumst upp í Skerjafirðinum og
þar leið okkur vel, í rólegu umhverfi
þar sem allir þekktu alla og við krakk-
arnir lékum öll saman eins og gengur
og gerist. Þú undir þér svo vel í
Skerjafirðinum að þangað fluttir þú
aftur fljótlega eftir að þú fórst að búa
og bjóst þar alla tíð, allt þar til heilsan
brást og þú þurftir á meiri umönnun
að halda. Þú þurftir alltaf að hafa fyrir
lífinu, Hulda mín, en þú varst dugleg
að vinna og starfaðir mest við af-
greiðslustörf í verslun, aðallega í
Skerjó og svo unnum við saman í skó-
gerð Kristjáns Guðmundssonar á
Spítalastígnum. Þú eignaðist þrjá
myndarlega syni sem þér þótti mjög
vænt um og síðar bættust tengdadæt-
ur og barnabörn í fjölskylduna. Nú
síðast eignaðist þú svo langömmu-
börnin sem öll voru þitt stolt og má því
með sanni segja að þú hafir verið rík í
þeirri merkingu.
Elsku systir, við vorum mikið
saman seinni árin og rifjuðum þá oft
upp gamla tíma. Þú varst sterkur
persónuleiki og mikill dýravinur og
hændir oft að þér dýrin. Ég mun
ætíð minnast þín, Hulda mín, og
þakka þér fyrir allt sem við áttum
saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég votta nánustu aðstandendum
mína dýpstu samúð og megi guð vera
með ykkur.
Kveðja, þín systir,
Edda.
Elsku amma, nú ert þú farin frá
okkur eftir langvarandi erfið veikindi
og hefur fengið frið. Við munum sakna
þín sárt. Okkur langar að rifja upp
nokkrar fallegar minningar með þér.
Það sem okkur öllum ofarlega í
huga eru hversu fast þú hélst í hefðir
og reglur inni á heimilinu eins og t.d
kertið sem stóð á miðju borðinu sem
að sögn stjórnaði veðrinu og sætið
þitt í horninu í eldhúsinu sem enginn
settist í. Þegar við komum í heim-
sókn voru bornar í okkur kræsingar
eins og t.d smurt brauð með eggjum,
kæfu og ekki má gleyma rjómakök-
unum og brauðtertunum. Þú hafðir
alltaf jafngaman af því að spjalla við
okkur um daginn og veginn, fá frétt-
ir af okkar daglega lífi og fylgdist vel
með „unglinga“ þáttum og gast alltaf
spjallað um allt þetta nýjasta í þeim.
Heimili ykkar afa var alltaf snyrti-
legt og alltaf lagðir þú þig fram við
að hugsa vel um afa og Skúla á með-
an hann var á heimilinu. Vikulega
var farið í Hagkaup í Skeifunni og
verslað vel fyrir vikuna, eins og 15
pottar af mjólk á viku. Heimili ykkar
var alltaf vel tækjum búið og ef það
kom ný rafmagnspanna á markað
leið ekki vikan þar til hún var komin
inná heimilið. Sumrin voru þinn tími,
þú naust þess á vorin að geta sett
upp sóltjaldið, stólana, borðið og
ekki má gleyma útvarpinu sem þú
gast ekki verið án. Á sumrin fundum
við þig iðulega út í garði og fóru allar
heimsóknir fram þar og ekki skorti á
veitingarnar, kex og egils djús, það
allra besta. Heimilið var iðulega fullt
af lífi, þ.e dýralífi. Efst í okkar huga
er Busi sem við litum á sem einn af
fjölskyldunni og einnig var mikið um
aðkomudýr sem komu iðulega á
restaurant Fáfnisnes.
Áður en MS-sjúkdómurinn fór að
láta á sér kræla naustu þess að
kaupa tískuföt og varst ávallt flott til
fara. Þið afi voruð félagsverur og
fóruð mikið að dansa og skemmtuð
ykkur með ykkar vinum. Útilegur á
Laugarvatn voru ómissandi partur
af hverju sumri. Eftir að sjúkdóm-
urinn fór að taka sinn toll þá fluttist
selskapurinn frekar inn í sjónvarpið
og urðu „Grannar“ þínir grannar og
fastur liður að hitta þá seinnipartinn.
Þessar og margar aðrar minning-
ar eru okkur í huga nú þegar við
kveðjum þig í hinsta sinn. Við varð-
veitum minningarnar í hjarta okkur.
Við trúum því að þér líði vel núna og
sért dansandi á nýjum stað.
Bless amma og Guð geymi þig og
hvíl í friði.
Og eftir dálitla ævistund
fæ eg að sjá hann á lífsins grund.
Ég hitti Jesú í himins borg,
með honum stíg ég hin gullnu torg.
(Magnús Runólfsson.)
Hjalti, Brynhildur, Magnea,
Brynjólfur, Kristín Ósk
og fjölskyldur.
Elsku Hulda mín, ég vil með þess-
um fáu orðum þakka þér samveruna í
þessu lífi. Þó svo á stundum hafi verið
langt á milli okkar og lítill tími til sam-
vista, þá fylgdumst við þó vel hvor
með annarri. Þegar ég rifja upp sam-
verustundirnar þá gáfu þær mér mik-
ið og skilja eftir sig bæði góðar og
skemmtilegar minningar. Ég man
sérstaklega eftir þegar ég sem barn
hjólaði til þín af Nesinu út í Skerjó í
Fáfnisnesið, þar sem þú undir þér svo
vel. Þar var ég alltaf velkomin og við
töluðum og hlógum saman. Í seinni tíð
var ég svo heppin að fá að njóta nær-
veru þinnar á stórum stundum í mínu
lífi og fyrir það er ég þakklát. Ég held
að þú hafir haft lúmskt gaman af því
þegar við drösluðum þér og mömmu
upp í jeppa til að fara út í Gróttu í af-
mælið mitt og eins þegar við hittumst
um jólin og spiluðum pakkaleikinn, þá
var ekki langt í húmorinn og góða
skapið hjá þér.
Ég og fjölskylda mín viljum votta
sonum Huldu, fjölskyldum þeirra og
systkinum hennar samúð okkar og
megi Guð geyma ykkur og styrkja.
Gróa.
HULDA B.
GUÐMUNDSDÓTTIR
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Skemmuvegi 48, Kópavogi.
Simi 5576677
www.steinsmidjan.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
áður til heimilis
á Bárugötu 36, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 17. janúar kl. 13.00.
Jóhannes Ingi Friðþjófsson, Rakel Bessadóttir,
Kristján Friðþjófsson, Regína Ólafsdóttir,
Sigfríður Friðþjófsdóttir, Björn Ingi H. Christensen
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég fer tæpa fjóra
áratugi aftur í tímann.
Þá hitti ég Jóhann
Magnússon í fyrsta
sinni. Það var upphafið
að okkar kynnum, sem
varað hafa æ síðan.
Nú hafa orðið kaflaskil. Góður
drengur hefur kvatt þessa jarðarvist
fyrir aldur fram.
Jóhann fæddist á Ísafirði og bjó
þar allt til dauðadags. Hann lauk
námi í bifvélavirkjun en leiðin lá á
sjóinn og um árabil var hann skip-
verji á hinu þekkta aflaskipi, Guð-
björgu. Eins og gefur að skilja voru
skipsrúmin á Guðbjörgu mjög eftir-
sótt og því að jafnaði valinn maður í
hverju rúmi þar. Aflasældin var mik-
il og aðbúnaður á Guggunni eins og
best gerðist á þeim tíma. En sjó-
mennskan er erfitt og hættulegt
starf eins og allir vita og þegar Ægir
JÓHANN
MAGNÚSSON
✝ Jóhann Magnús-son fæddist á Ísa-
firði 22. apríl 1945.
Hann andaðist á
sjúkrahúsi Ísafjarð-
ar 7. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Ísafjarðar-
kirkju 15. janúar.
konungur sýnir klærn-
ar er enginn óhultur
hversu vel sem skip er
búið. Og þá var það eitt
sinn, að Ægir hreif til
sín 3 skipverja úr áhöfn
Guggunnar. Orð fá
ekki lýst hversu mikil
raun slíkur atburður er
fyrir þá sem hann upp-
lifa. Eftir að sjó-
mennskunni lauk tók
Jóhann við starfi bif-
reiðaeftirlitsmanns á
Ísafirði. Ég held að Jó-
hann hafi fundið sig vel
í því starfi. Hér nýttust
hæfileikar hans vel, sem voru nátt-
úrlega góð þekking í greininni, en
jafnframt lipurð og góð hæfni til
mannlegra samskipta. Gaman var að
kíkja í heimsókn á Skoðunarstöðina
og þó erill væri að jafnaði mikill, gaf
Jóhann sér alltaf tíma til að spjalla
og bjóða upp á kaffi. Jóhann var af-
skaplega glaðvær og glöggur á skop-
legu hliðar mála og í því sambandi
hrutu af vörum hans ýmsar orð-
myndir, sem hann bjó til og varpaði
fram. Honum var einkar lagið að sjá
björtu hliðarnar á hverju máli og
halda þeim fram. Svartsýni var ekki
til í hans orðabók.
Í Móholtinu er heimilið, notalegt
einbýlishús, sem hann og Halldóra
byggðu sér. Þar undi Jóhann sér
best í faðmi fjölskyldunnar, þar sem
börnin uxu úr grasi og lífið brosti
sínu blíðasta. Jóhanni féll sjaldan
verk úr hendi og að loknum vinnu-
degi tók iðulega við ýmiskonar bíla-
stúss í bílskúrnum heima.
Fyrir nokkrum árum veiktist Jó-
hann af þeim sjúkdómi, sem dró
hann til dauða. Veikindin voru illvíg
svo mest sem þau geta orðið. Og nú
hófst baráttan þar sem Jóhann beitti
sínum bestu vopnum, sem voru
bjartsýni, æðruleysi og staðföst trú á
sigurinn. Og aldrei var skortur á
gamanseminni, þar sem jafnvel veik-
indin voru gerð skopleg. Lítil saga
um slíkt er svona. Það var í lok nóv-
ember sl. í afmælisboði. Nokkuð var
liðið á veisluna og Jóhann farinn að
hugsa til heimferðar. Varð honum þá
að orði.
„Jæja, Halldóra mín, ertu ekki
orðin þreytt, viltu ekki fara að kom-
ast heim?“
En við megum ekki gleyma því að
Jóhann var ekki einn í baráttunni.
Fjölskyldan stóð sem klettur við hlið
hans og þar naut hann einstakrar
umhyggju og hjúkrunar Halldóru
konu sinnar, sem stöðugt stóð vakt-
ina til síðustu stundar.
Elsku Halldóra, börn, barnabörn
og aðrir ættingjar. Ég sendi ykkur
mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið
Guð að blessa ykkur öll.
Þórður Sveinbjörnsson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
AUÐUN AUÐUNSSON
skipstjóri,
Valhúsabraut 31,
Seltjarnarnesi,
sem lést á öldrunardeild Landakots 8. janúar,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn
18. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á lík-
narstofnanir.
Stella Eyjólfsdóttir,
Sæmundur Auðunsson
Björn Eyjólfur Auðunsson, Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir,
Steinunn Auðunsdóttir,
Ásdís Auðunsdóttir, Þórður Viðar Snæbjörnsson,
Stella Auður Auðunsdóttir,
og barnabörn.