Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 16.01.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 47 MENNING ÞAÐ er sagt að William Faulkner hafi lesið hana á hverju ári og að fyrrverandi forsætisráðherra Spán- ar líti í hana dag hvern. Sérfræð- ingur nokkur mælir með því að hún sé lesin þrisvar á ævinni, en annar öfundar alla þá sem hafa enn ekki snert hana. Don Kíkóti heitir sagan hugljúfa, af kolvitlausa farandriddaranum og meðreiðarsveini hans Sansjó Pansa. Sumir segja segja söguna alþjóð- lega, og hún hefur líka heyrst kölluð biblía mannkyns. Í þessari viku fagnar sagan um Don Kíkóta 400 ára afmæli sínu, og þar með hefst árslöng afmælisveisla til heiðurs þessu merka bókmennta- verki sem mannkynið elskar svo mjög. „Þetta er bók sem er hlaðin merk- ingu fyrir allt mannkyn,“ segir How- ard Mancing, prófessor í bók- menntum við Purdue-háskólann í Indiana. „Það er varla hægt að kom- ast hjá því að sjá sjálfan sig í þeim Don Kíkóta og Sansjó.“ Það var miðaldra og fremur mis- heppnaður rithöfundur, sem hóf að skrifa Don Kíkóta á síðari hluta 16. aldar. Þetta var Miguel de Cerv- antes Saaverdra, og meðan á skrif- unum stóð þurfti hann að sumra sögn oft og tíðum að dúsa í fangelsi. En sögunni lauk hann, og fyrsta ein- tak fyrsta hlutans kom úr prent- smiðjunni 20. desember 1604. 16. janúar 1605 hófst sala á bókinni, en verkinu var þó ekki að fullu lokið fyrr en árið 1615, ári fyrir andlát skáldsins. Gagnrýnendur og lesendur sammála um ágæti Don Kíkóta Don Kíkóti varð metsölubók frá fyrsta degi. Aldirnar líða hjá, og í dag er hún enn sú bók sem mest og oftast hefur verið þýdd, prentuð og lesin að Biblíunni einni undanskil- inni. „Ég hef lesið þúsund skáldsögur, en aldrei neina sem mig hefur svo oft langað til að leita aftur í,“ sagði Mancing. Það merkilega er, að gagnrýn- endur og lesendur hvar sem er í ver- öldinni, hafa sameinast um að veg- sama Don Kíkóta. Árið 2002 völdu 100 virtir rithöfundar í 54 löndum Don Kíkóta sem besta skáldverk mannkyns. Bókin fékk helmingi fleiri atkvæði en sú sem næst kom. Bókabúðir um allan heim hafa nú fyllt hillur sínar af nýjum útgáfum af Don Kíkóta, sumar hverjar á geisla- diskum, eða með ýmiss konar ítar- efni í tilefni afmælisins. Stofnanir, háskólar og opinberir aðilar kynna ótæmandi lista af málþingum, ráð- stefnum, upplestrum, leikgerðum, námskeiðum, þingum, bíómyndum, tónleikum – ekki bara í heimalandi verksins, Spáni, heldur um veröld alla. „Afmælisveislan mun smjúga inn í hvert einasta almennings- bókasafn í hverjum króki og kima veraldarinnar,“ segir menningar- málaráðherra Spánar, Carmen Calvo. Á sama tíma fá fyrirtæki skattafrádrátt gegn því að aðstoða við að greiða niður veislukostnaðinn, og skólabörn fá ókeypis barna- útgáfur af verkinu. „Það besta sem hægt er að gera til að fagna þessu verki er einfaldlega að lesa það.“ Hægara sagt en gert. Í upprunalegri útgáfu spannar Don Kíkóti þúsund síður í 126 köfl- um. Sagan er skrifuð á fögru, fornu máli, og lesturinn krefst því tals- verðrar einbeitingar. Þýðingar og útgáfur á nútímamáli geta létt les- endum lífið, en flestir lesendur, Spánverjar meðtaldir, kjósa þó fremur að lesa verkið á því máli sem það var ritað. „Allir eiga þessa bók einhvers staðar í hillunum hjá sér,“ segir Juan Victorio miðaldabókmennta- fræðingur, „en fæstir komast fram- úr henni.“ Sjálfur kveðst hann fyrst hafa lesið hana drengur að aldri fyr- ir karlægan og ólæsan afa sinn. „Það er ekki satt að það sé ekki hægt að lesa þessa bók,“ segir annar prófessor, Edward Friedmann, þeg- ar hann kemur riddaranum og höf- undi hans til varnar. „Það felst mikil ánægja í því að lesa Don Kíkóta, en það er ekki verra að lesa hana með öðrum eða fá einhvers konar aðstoð við lesturinn.“ Juan Victorio er ekki eins viss, og segir að fólk þurfi í það minnsta að vera í ákveðnu hugar- ástandi til að geta lesið bókina, og hafa steytt að minnsta kosti á nokkr- um skerjum í lífsins ólgusjó. Í rauninni er fátt eitt vitað um skáldið Cervantes. Hann var ekki menntaður, og þoldi ýmislegt harð- ræði í lífi sínu. Hann særðist á vinstri handlegg á vígvöllum við Lepanto, var gísl í Alsír en flakkaði síðar um Spán sem skattheimtu- maður milli þess sem hann lét reyna á hæfileika sína við yrkingar og skrif. Þegar sagan um Don Kíkóta kom út, árið 1605, hafði hann því reynt margt í lífsins ólgusjó. Bókmenntir | Fjögurhundruð ár frá útkomu sögunnar um Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes Herleg veisla fyrir sjónum- hryggan riddara Reuters Dansarar ballettsins í Ódessa í Úkraínu sóttu Spán heim í vikunni og sýndu verk byggt á sögunni um Don Kíkóta. Sýningin er liður í hátíðarhöldunum í tilefni af 400 ára afmæli sögunnar. Madríd. AP. NESKIRKJA mun bera mjúkan strengjahljóm veggja á milli þegar Strengjasveit Listaháskóla Íslands heldur árlega tónleika sína í dag kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Vivaldi, Bach og Mahler, en ókeypis er inn á tónleikana og allir velkomnir. Meðal verkanna sem leikin verða er Konsert í G-moll fyrir tvö selló og strengjasveit eftir Vivaldi. Ein- leikarar verða Júlía Mogensen og Guðný Jónasdóttir en þær eru báð- ar á öðru ári við strengjadeild Listaháskólans. Þá verður leikinn Brandenborgarkonsert nr. 5 eftir Bach, en í desember sl. efndu Kasahópur Salarins og Strengja- sveitin til samstarfs og fluttu verk- ið á jólatónleikum Salarins. Ein- leikarar í verkinu voru Sif Tulinus fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Hlust- endum gefst því kostur á að heyra þetta verk aftur á tónleikunum í dag. Þriðja og síðasta verkið á efn- isskránni verður Adagietto fyrir hörpu og strengi eftir Gustav Mahler. Verkið er fjórði kaflinn úr fimmtu sinfóníu meistarans en er oft flutt eitt og sér og þykir það einstaklega fagurt. „Þessi verk eru mjög óskyld, bæði í formi og tilfinningu. Mahler er t.d. afar þungur og safaríkur. Hann er dramatískur og í verkinu liggur mikill tregi,“ segir Júlía Mogensen, sem leikur tvíleik á selló ásamt Guðnýju Jónasdóttur í Konserti Vivaldis. „Vivaldi er mjög fallegur og getur snert mann. Tón- list hans er mjög vel skrifuð og upplyftandi. Sellóin komast vel í gegnum leik hljómsveitarinnar.“ Stjórnandi á tónleikunum verður Gunnar Kvaran sellóleikari, en hann kennir bæði Guðnýju og Júlíu við Listaháskólann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljúfir strengja- hljómar ungra lista- manna í Neskirkju Tónleikarnir hefjast í Neskirkju kl. 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.