Morgunblaðið - 16.01.2005, Side 49

Morgunblaðið - 16.01.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 49 NÝ ROKKÚTVARPSSTÖÐ fór í loftið á hádegi á föstudag, X-FM 91,9. Matthías Már Magnússon er dagskrárstjóri nýju stöðvarinnar. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Síminn hefur ekki stoppað og það eru allir mjög ánægðir sem við höfum talað við,“ segir Matth- ías eftir að hann var búinn að standa vaktina í rúma tvo tíma ásamt Andra Frey Viðarssyni, sem gekk undir nafninu Freysi á X-inu, og Búa Bendtsen. „Rokkið dó í 39 tíma,“ segir hann en það er vel við hæfi að slagorð stöðvarinnar sé: Rokkið lifir! Skrúfað var fyrir útsendingar X-ins og Skonrokks á miðviku- dagskvöldið og lögðust þá af út- sendingar sérstaks rokkútvarps hérlendis. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er ennþá að átta mig á þessu en þetta verður bara mjög gaman,“ segir Matthías um upphafið en hann er vanur í starfi því hann var dagskrárstjóri á X-inu. Verður arfleifð gömlu stöðvarinnar í heiðri höfð þó þeir fái frjálsari hendur til að skapa eitthvað nýtt á nýja staðnum. Gekk hratt fyrir sig X-FM er rekið innan vébanda Pýríts ehf., sem jafnframt heldur úti KISS FM 897. X-FM hefur al- þjóðlega tengingu líkt og KISS og ættu einhverjir að kannast við samnefnda stöð í Bretlandi. „Við erum með leyfi fyrir nafninu og það verður án efa eitthvert sam- starfsverkefni við X-FM útvarps- stöðvar um allan heim.“ Matthías segir aðspurður að þetta hafi gengið ótrúlega hratt fyrir sig. „Það er heppni að það var til tíðni og það voru viljugir menn sem vildu setja rokk- útvarpsstöð í loftið. Þeir hafa trú á að geta selt stöðina og hafa trú á því að við getum gert góða dag- skrá.“ Dagskráin einkennist að sjálf- sögðu af rokktónlist. „Það verður spiluð rokktónlist hérna og við þrír verðum til að byrja með einu mennirnir í 100% starfi. Á kom- andi vikum fáum við einhverja sérþætti á kvöldin sem verða með vandaðri dagskrárgerð. Til dæmis gæti verið einn þáttur þar sem áherslan er á hart rokk og annar með indírokk. Ég þarf að fá þrjár vikur í að móta stöðina eins og við sjáum hana fyrir okkur.“ Hægt að hlusta á Netinu X-FM ætlar að halda áfram að sinna nýju íslensku rokki eins og X-ið gerði. „Að sjálfsögðu á nýtt íslenskt rokk eftir að hljóma hér. Ég hvet alla þarna úti, sem luma á lögum, að senda þau til okkar.“ Matthías segir að þeir eigi ágætt safn tónlistar, „nóg til að byrja með“, og bætir við að tón- listarbanki þeirra eigi eftir að fara stækkandi á næstu dögum. Rokkið á eftir að hljóma á X-FM allan sólarhringinn. Matthías bendir á að þeir sem eru utan svæðis geti hlustað á stöðina á Netinu. Tónlist | Nýja rokkútvarpsstöðin er X-FM 91,9 Morgunblaðið/Jim Smart Búi Bendtsen, Matthías M. Magnússon og Andri Freyr Viðarsson stóðu vaktina þegar X-FM fór í loftið á föstudag. Rokkið lifir www.xfm.is ingarun@mbl.is DJASSPÍANÓLEIKARINN Pete Jolly lést fyrir skömmu á sjúkra- húsi í Pasadena í Kaliforníu í Bandaríkjunum, 72 ára að aldri. Pete Jolly hélt úti þekktu djass- tríói sem lék reglulega á djass- klúbbum á vesturströnd Banda- ríkjanna í fjóra áratugi. Jolly var jafnframt einn af eftirsóttari hljóðfæraleikurum í upp- tökuverum Hollywood, þar sem hann lék inn á mikinn fjölda sjón- varpsþátta og hundruð kvik- mynda. Lék með Árna Egilssyni Jolly spilaði á plötu Árna Egils- sonar kontrabassaleikara, Fascin- ating Voyage, ásamt Ray Brown sem lék á bassa á móti Árna en sú plata var á sínum tíma valin djass- plata vikunnar af New York Tim- es. Jolly hljóðritaði á þriðja tug platna með tríói sínu. Síðasti disk- ur hans Collaboration sem kom út 2001 var hljóðritaður með sænska píanóleikaranum Jan Lundgren. Jolly hóf ferilinn með Shorty Rogers og spilaði með mörgum þekktustu djassleikurum Banda- ríkjanna á borð við Chet Baker, Gerry Mulligan, Buddy DeFranco, Red Norvo og Art Pepper, og lék auk þess með fjölda listamanna úr öðrum tónlistargeirum s.s. Herb Alpert, Ray Conniff og Frank Zappa. Djass | Pete Jolly látinn Farsæll fjögurra áratuga ferill Pete Jolly

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.