Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 16.01.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 53 Rokksveitin Tony the Ponyer skipuð fjórum hús-vískum ungmennum áaldrinum 16–17 ára. Þeir heita hinum alíslensku nöfnum Rafnar Orri Gunnarsson, Jakob Pálmi Pálmason, Bjarni Siguróli Jakobsson og Reynir Aðalsteinn Hannesson. Drengirnir náðu vel viðunandi ár- angri í Músíktilraunum á síðasta ári; lentu í þriðja sæti á eftir Lödu Sport og Mammút. Rafnar Orri syngur og spilar á gítar, Jakob Pálmi spilar á gítar, Bjarni Siguróli á bassa og Reynir á trommur. Nú hefur sveitin sent frá sér sína fyrstu geislaplötu, ípí, með sex lögum. Þröngskífan fæst í 12 tónum og Geisladiskabúð Valda og kostar 1.500 krónur. Blaðamaður sló á þráðinn til Rafn- ars Orra, sem semur alla texta sveit- arinnar, og spurði hann fyrst um til- urð Tony the Pony. „Við erum búnir að vera að fikta við að spila saman, þessir fjórir sem eru í þessu bandi, meira og minna í 2–3 ár. Fyrst kölluðum við okkur Betlehem og höfum auðvitað hætt og byrjað aftur, eins og gengur, en fyrir u.þ.b. einu ári breyttum við nafninu í Tony the Pony og ákváðum að fara að sinna þessu af einhverri alvöru.“ Er einhver sérstök skýring á nafni sveitarinnar? „Þegar við byrjuðum vorum við ekki með neitt nafn. Þá var verið að gera þátt um Húsavík og tekið viðtal við okkur. Þegar við vorum spurðir hvað hljómsveitin héti svaraði ég bara Tony the Pony án þess að hugsa mig mikið um. Þegar við byrjuðum svo aftur fyrir ári ákváðum við að nota það nafn, eftir að hafa heitið Betlehem þar á milli.“ Hvernig er að vera rokkari á Húsavík? „Það er rólegt. Við erum með hljóðver sjálfir og vinnum mikið í því. Það er í æfingahúsnæðinu okk- ar, sem við fáum hjá fyrirtæki í bæn- um. Þessi aðstaða er mjög góð og ef til vill betri en hjá mörgum öðrum hljómsveitum. Hins vegar er starf- semin erfið að því leyti að við eigum töluvert erfitt um vik með að spila mikið í Reykjavík, enda er það tölu- vert ferðalag.“ Sá húsvíski tónlistarmaður sem hefur verið að gera það hvað best að undanförnu er Birgitta Haukdal. Þið hafið ekkert rekist á hana? „Vinkonu okkar? Jú jú, að sjálf- sögðu.“ Já. Hún er vinkona ykkar. Hefur hún gefið ykkur góð ráð? „Nei, hún vill ekki gefa okkur nein ráð. Hún vill eiga þau fyrir sig. En það þekkjast allir á Húsavík; flest- allir að minnsta kosti.“ En að öðru: Hvernig var að taka þátt í Músíktilraunum? „Það var frábært. Við fórum mjög sáttir heim með bronsverðlaunin.“ Þetta hefur opnað einhverjar dyr fyrir ykkur? „Já, svo sannarlega. Við fengum hljóðverstíma, í Stúdíói Thule, sem við erum búnir að notfæra okkur. Það var alveg ótrúleg lífsreynsla. Við tókum upp eitt lagið á plötunni þar, lagið „Sýnþín“.“ Hver voru annars tildrög þess að þið ákváðuð að gefa út þessa plötu? „Það hefur náttúrlega alltaf kitlað mann, að gera litla plötu. Maður vill láta vita af sér og hafa eitthvað til að afhenda ef maður er beðinn um tón- dæmi með hljómsveitinni. Við vild- um ekki fara út í að vinna í breið- skífu, því margir hafa farið flatt á því að byrja á svo stóru verkefni. Við vildum bara gera svona smáskífu til að komast af stað og það var hægur leikur, enda vorum við búnir að kaupa svo mikið af græjum í hljóð- verið okkar.“ Það er mikið frelsi fólgið í því að hafa heilt hljóðver til umráða allan sólarhringinn, ekki satt? „Jú, það eru miklar pælingar inni í þessari plötu og það er miklu þægi- legra að vinna ef maður þarf ekki að borga fyrir tímann. Platan var gerð á tveimur vikum.“ Hvert er yrkisefnið í lögunum á plötunni? „Yfirleitt eru þetta sögur sem koma upp í hausinn á mér. Það er alltaf eitthvað að gerast í textunum; einhverjar persónur sem koma fyrir. Mér finnst það svolítið mikilvægt, að textarnir fjalli um eitthvað en séu ekki bara eitthvert bull út í bláinn.“ Hverjir eru áhrifavaldar í tónlist- inni? Mér þóttist ég annars vegar heyra áhrif frá Maus og hins vegar tónlist níunda áratugarins. „Já, það getur alveg passað. Við höfum mikið verið að hlusta á þá tón- list. Samt erum við ekkert að reyna að líkjast neinni ákveðinni hljóm- sveit, þótt áhrifavaldarnir séu á sín- um stað í tónlistinni.“ Hafið þið verið að spila eitthvað? „Við vorum að taka upp plötuna og höfum þess vegna lítið verið í spila- mennskunni að undanförnu. Þó héld- um við útgáfutónleika á Húsavík fyr- ir skömmu, og þeir tókust mjög vel. Þá spiluðum við í lok október með Maus, Dáðadrengjum og Sign, á ár- legum stórum tónleikum hérna á Húsavík. Annars erum við á leiðinni suður og ætlum að halda útgáfu- tónleika í Reykjavík, í Hinu húsinu nánar tiltekið, í febrúar. Þá spilum við reyndar á þrennum tónleikum; styrktartónleikum fyrir BUGL [barna- og unglingageðdeild Land- spítalans], fyrrnefndum útgáfu- tónleikum í Hinu húsinu og öðrum útgáfutónleikum á Grandrokki.“ Tónlist | Tony the Pony sendir frá sér geislaplötuna ípí Birgitta er sínk á heilræðin Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Efnileg sveit frá Húsavík: Tony the Pony hlaut þriðju verðlaun í Músík- tilraunum og sendir nú frá sér plötuna ípí. ivarpall@mbl.is Icestart ehf., Hamraborg 1-3, sími 588 3060 icestart@icestart.is - http://www.icestart.is Alhliða vinnufatnaður Vönduð vara - persónuleg þjónusta TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1, 2.10, 3.30 og 6. Ísl.tal. / 3, 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.30, 5. Ísl.tal. / 5 og 7.30. Enskt tal. KEFLAVÍK kl. 3 og 5.30. Ísl. tal. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.20. Hva er mÆli me Alfie? Pott Øtt r mant sk gamanmynd me JudeLaw sem n lega var kosinn kyn okkafyllsti karlma urinn. FrÆb r t nlist. ÁLFABAKKI 4, 6.15, 8.30 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30 og 10.40. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.15, 4.30, 6.45, 9 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. AKUREYRI Sýnd kl. 3 og 5.40. Ísl. tal. Hádegisbíó Kr. 400 YFIR 31.000 ÁHORFENDUR  H.L. Mbl..L. bl.  DV  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Kvikmyndir.is INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 31.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG  Ó.H.T. Rás 2. .T. ás 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.