Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 30

Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 30
„MÉR finnst þetta verkefni taka þátt í því að varðveita þennan menningararf sem er okkur svo mikilvægur. Íslenska tungan er auðvitað fyrst og fremst það sem gerir okkur að þjóð. Við ætlum okkur að vera sjálfstæð íslensk þjóð um aldur og ævi og þetta má segja að sé hluti af þeirri ætlun okkar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar Mjólkursamsalan kynnti nýtt útlit mjólkurferna með myndum eftir grunnskólabörn í 7.–10. bekk, og texta eftir Þorvald Þorsteinsson, rit- höfund og myndlistarmann. Menntamálaráðherra skálaði við Guðlaug Björgvinsson, forstjóra MS, í ískaldri mjólk af þessu tilefni. Myndirnar og textarnir eru afrakstur sam- keppni í grunnskólum landsins í myndlist og móðurmáli sem kallast Fernuflug og var haldin í byrjun árs 2004. Meðal annarra viðstaddra voru þær Lena Mjöll Markúsdóttir og Edda Lind Styrmis- dóttir, báðar í 9. bekk Austurbæjarskóla, sem lentu í öðru sæti í keppninni. Eins og hálfs lítra léttmjólkurfernur munu bera myndirnar og textana fyrst um sinn en á næstu vikum fylgja aðrar ný- og léttmjólkurfernur MS í kjölfarið. Guðlaugur sagði það vera von MS að myndir gru „ve ánæ urs ken orð una Guð Þ féla und „Verði landsmönnu til fróðleiks og ánæ 30 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Nýtt útlit á mjólkurumbúðum með nýj-um myndum og nýjum fróðleik um ís-lenskt mál er að koma á markað hjáMjólkursamsölunni um þessar mundir. Mjólkursamsalan hefur í áratug birt ís- lenskuábendingar á umbúðum sínum og að þessu sinni er einnig breytt grunnútliti umbúðanna hjá öllum mjólkuriðnaðinum en mjólkursamlögin hafa með sér ýmsa samvinnu. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, segir að tilgangurinn með íslensku- verkefni MS sé einkum þríþættur en kjörorð átaksins er „Íslenska er okkar mál“. „Við viljum nýta umbúðirnar fyrir fróðleik og ábendingar um íslenskt mál, við höfum birt aug- lýsingar þar sem vakin er athygli á vexti og við- gangi tungumálsins og í þriðja lagi höfum við stutt ýmis rannsóknarverkefni sem eru móður- málinu til framdráttar. Samhliða þessari ímynd- arherferð er þessu verkefni líka ætlað að auka viðskiptavild og sölu og styrkja stöðuna í sam- keppninni við innfluttar mjólkurvörur.“ Nýr boðskapur á tveggja ára fresti Grunnumbúðir Mjólkursamsölunnar hafa ver- ið hinar sömu allt frá því íslenskuverkefnið hófst fyrir 10 árum en á tveggja ára fresti hefur verið skipt um myndir og texta. Guðlaugur segir að nú hafi þótt tímabært að breyta grunnútlitinu og samræma um leið útlit mjólkurumbúða um landið allt. Nú fái neytendur því pakkningar með sams konar útliti hjá öllum mjólkursamlögum nema hvað ein hliðin á umbúðum sem fara á dreifing- arsvæði MS sé mismunandi og þar sé íslensku- verkefni MS að finna. „Í þetta sinn birtast teikningar grunnskóla- barna við málshætti og orðtök. Var efnt til sam- keppni, sem bar yfirskriftina Fernuflug, sam- keppni í myndlist og móðurmáli. Þetta var gert í samvinnu við skólana og Félag íslenskra mynd- listarkennara. Völdu nemendur sér málshátt eða orðtak til að myndskreyta og fengum við nokkuð á þriðja þúsund teikningar. Dómnefnd valdi síðan 62 myndir og fengu nokkrar teikninganna sér- stök verðlaun og viðurkenningar.“ Hugmyndin um að vinna út frá málsháttum og orðtökum varð til að sögn Guðlaugs út frá fyr- irlestri á Rótarýfundi. Hann segir Matthías Jo- hannessen, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, hafa lýst þeim áhyggjum í erindi að málshættir væru á undanhaldi og að menn væru að týna svo- lítið niður þekkingu á þeim og notkun. Sagðist Guðlaugur hafa út frá þessu slegið því fram á fundi með sínum mönnum að næsta íslenskuátak tæki mið af þessu. Fá mætti börn til að velja málshætti og myndskreyta út frá efni þeirra. Þetta varð sem sagt ofan á. 200 milljónir ferna á tíu árum Frá Mjólkursamsölunni fara á markað á ári hverju um það bil 20 milljónir ferna af algengustu tegundunum. Hafa því um 200 milljónir ferna far- ið á markað þessi tíu ár sem íslenskuverkefnið hefur staðið. Guðlaugur bendir líka á að miðað við þetta muni um 40 milljónir ferna fara á markað á þessu og næsta ári og því munu myndirnar 62 birtast um það bil 400 þúsund sinnum. Hver hafa viðbrögðin verið við íslenskuverk- efninu? „Þau hafa verið jákvæð, bæði viðbrögð frá almenningi og ábendingar frá starfsfólki skól- anna. Við höfum einnig fengið viðurkenningar fyrir verkefnið, strax árið 1995 frá lýðveldissjóði, árið 1999 á degi íslenskrar tungu á málræktar- þingi fyrri störf í þágu móðurmálsins og frá Ís- landsdeild IBBY, samtökum um barnamenningu og þetta er okkur afskaplega mikils virði. Þá finnst okkur mikilvæg viðurkenning felast í um- mælum í leiðara Morgunblaðsins haustið 2000 þar sem sagði að íslenskuátakið hefði skilað miklu í varnarbaráttu íslenskrar tungu gegn erlendum áhrifum og um leið styrkt ímynd Mjólkursamsöl- unnar. Ef verkefnið skilar þessum árangri meg- um við vel við una og ég sé ekki annað en að við höldum því áfram.“ Í lokin er Guðlaugur spurður um stöðu og framtíð mjólkuriðnaðarins og segir hann sölu á hefðbundnum mjólkurafurðum heldur hafa dreg- ist saman síðustu árin en með margs konar vöruþróun hafi tekist að mæta þeim samdrætti. „Ég get nefnt sem dæmi að skyrdrykkurinn sem Mjólkurbú Flóamanna hefur haft forgöngu um að þróa hefur runnið út, við erum að dreifa um 100 þúsund dósum á viku. Aðrar vel heppnaðar nýj- ungar í mjólkurframleiðslunni eru LGG mjólk, AB mjólk og fleiri tegundir sem tengja má heilsu- vernd og þannig hafa komið fram kringum 30 nýjungar á hverju ári að undanförnu. Allt þetta hefur mætt samdrætti í hefðbundinni mjólk og heildarneyslan á ferskum mjólkurvörum er því að aukast. Ég sé því ekki annað fyrir mér en að hægt verði að halda núverandi greiðslumarki í mjólk og jafnvel auka.“ Nýtt útlit og nýr íslenskuboðskapur á mjó Þarfur boðskap- ur og góð ímynd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðher Mjólkursamsölunnar, skáluðu í ískaldri léttmjólk úr n Lena Mjöll og Edda Lind eru meðal fjölmargra sem e fernur landsmanna á næstunni. Þær fengu sér tertus Í áratug hefur Mjólkursam- salan haldið úti íslenskuátaki á mjólkurumbúðum. Tilgangur þess er bæði að stuðla að vernd móðurmálsins og styrkja ímynd fyrirtækisins. Ný hjá VE ir s urb S sam leg má drö við lag L stö ur hv fra um urv S ALLIR Í VÖRN FYRIR ÍSLENZKUNA Útvarpsréttarnefnd hefur komiztað þeirri niðurstöðu að beinarútsendingar Skjás eins á knatt- spyrnuleikjum með lýsingu á ensku brjóti í bága við útvarpslög. Nefndin hef- ur beint því til sjónvarpsstöðvarinnar að taka leikina af dagskrá, ef ekki fylgir þeim tal eða texti á íslenzku. Útvarpslögin eru algerlega skýr og klár um þetta atriði. Þar segir í 7. grein: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjón- varpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær að- stæður skal sjónvarpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli. Ákvæði greinar þessarar eiga ekki við þegar um er að ræða endurvarp frá er- lendum sjónvarpsstöðvum, enda sé um að ræða viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarps- stöðva. Þau eiga ekki heldur við þegar útvarpsstöð hefur fengið leyfi til útvarps á öðrum tungumálum en íslensku.“ Forsvarsmenn Skjás eins hafa borið fyrir sig að efni erlendra íþróttastöðva á borð við Eurosport sé sjónvarpað hér á landi án þýðingarskyldu. Útvarpslögin gera augljóslega ráð fyrir slíku. Þau voru rýmkuð upp úr 1990, er gervi- hnattasjónvarp varð almennt hér á landi. Þá töldu menn ekki mögulegt eða raun- hæft að gera þá kröfu að allt efni þeirra ótal erlendu sjónvarpsstöðva, sem væri endurvarpað hér viðstöðulaust, væri þýtt. Hins vegar má segja að varnarlínan hafi verið dregin við þær sjónvarpsstöðv- ar, sem vilja kalla sig íslenzka fjölmiðla og setja saman eigin dagskrá. Skjár einn starfar eingöngu á íslenzkum markaði og vill væntanlega kalla sig íslenzka sjón- varpsstöð. Stöðin hefur sýnt talsverðan metnað á sviði innlendrar dagskrárgerð- ar. Er forsvarsmönnum hennar þá ekki líka metnaðarmál að áhorfendur fái þýð- ingu eða lýsingu á íslenzku, ekki aðeins á þáttum og bíómyndum, heldur líka íþróttaefni? Af hálfu þeirra, sem eru ósáttir við úr- skurð útvarpsréttarnefndar, hefur verið bent á að verulegur misbrestur hafi verið á því undanfarin ár að lýsingar á erlend- um knattspyrnuleikjum í sjónvarpi séu á „lýtalausri íslenzku“. Jafnframt skorti íslenzka lýsendur þá sérþekkingu á enska boltanum, sem enskir þulir hafi yf- ir að ráða. Þetta kann að vera rétt, svo langt sem það nær, en er ekki rök fyrir því að sýna eigi fótboltaleiki í íslenzku sjónvarpi með lýsingu á erlendu máli. Það verður að gera þá kröfu til sjón- varpsstöðva, Skjás eins og annarra, að þær standi myndarlega og fagmannlega að íþróttalýsingum eins og öðru efni. Ef þær treysta sér ekki til þess, t.d. vegna kostnaðar, eiga þær að sleppa því að sjónvarpa útlendum fótboltaleikjum. Fyrir þá, sem vilja einhverra hluta vegna fremur horfa á fótbolta með enskri lýsingu en íslenzkri, kann það að vera huggun að fljótlega býður hin staf- ræna tækni væntanlega upp á að fólk geti valið um að horfa á fótboltaleiki með erlendri eða íslenzkri lýsingu. Það er ekkert við því að segja að sjónvarps- áhorfendur velji sér þannig tungumál, en það er fráleitt að áhorfendur íslenzks sjónvarps eigi þess ekki kost að fá ís- lenzka lýsingu á því, sem fram fer á skjánum. Á ljósvakamiðlum hvílir sú lagaskylda að efla íslenzka tungu. Fjöl- miðlar, sem vilja kalla sig íslenzka, eiga að hópast í vörn fyrir íslenzkuna, ekki grafa undan henni. LÆKNAR Í BOÐI LYFJAFYRIRTÆKJA Það hlýtur að koma almenningi áóvart, hversu gríðarlega margar boðsferðir lyfjafyrirtækja íslenzkir læknar þiggja. Í svari við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur al- þingismanns upplýsti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að lyfjafyrirtæki buðu læknum að minnsta kosti í 469 utanlandsferðir á síðasta ári. Eitt stórt lyfjainnflutningsfyrirtæki, Austurbakki, neitaði raunar að gefa upplýsingar og tölurnar gilda heldur ekki um allt árið, þannig að ljóst er að ferðirnar eru tals- vert fleiri. Í mörgum ferðum voru vænt- anlega fleiri en einn læknir. Umfang þessara samskipta lækna og lyfjafyrirtækja hefur ekki áður verið al- menningi ljóst. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af ýmsum ástæðum. Ann- ars vegar hefur verið bent á að þiggi læknar risnu af lyfjafyrirtækjum, sé ákveðin hætta á að þeir ávísi fremur lyfj- um frá einu fyrirtæki en öðru. Jafnframt hafa boðsferðir til lækna verið ræddar í samhengi við þróun lyfjakostnaðar og því verið haldið fram að lyfjafyrirtækin haldi að læknum nýjum og dýrum lyfj- um, sem hafi engu að síður mjög svipaða virkni og eldri og ódýrari lyf. Starfshóp- ur á vegum heilbrigðisráðherra hefur m.a. lagt til að áhrif einstakra lækna á það hvaða lyfjum er ávísað verði minnk- uð og færð í hendur lyfjanefnda á heil- brigðisstofnunum. Af hálfu lækna hefur verið bent á að stór hluti af símenntun lækna fari fram á vegum lyfjafyrirtækjanna; heilbrigðis- kerfið sinni henni ekki sem skyldi. Það eru ekki rök fyrir að læknar eigi að þiggja boðsferðir á vegum lyfjafyrir- tækja, heldur fyrir því að gera þurfi ráð- stafanir til að efla símenntun á vegum annarra, hlutlausra aðila, s.s. Háskóla Íslands og heilbrigðisstofnananna sjálfra. Talsmenn lækna hafa um langt árabil varið það fyrirkomulag að þeir þiggi boðsferðir og ýmiss konar risnu frá lyfjafyrirtækjum. Við nýjan tón hefur hins vegar kveðið hjá Sigurbirni Sveins- syni, núverandi formanni Læknafélags Íslands, sem hefur hvatt lækna til að þiggja ekki ferðir, sem eru beinlínis hugsaðar til að auglýsa tiltekin lyf. Í Morgunblaðinu í dag segir Sigurbjörn að allir vel hugsandi læknar hafi miklar efa- semdir um að slík ferðalög séu við hæfi. Að því marki, sem ferðalög lækna og fundahöld á vegum lyfjafyrirtækja eru nauðsynleg er lykilatriði, til að eyða tor- tryggni og grunsemdum um að þar sé reynt að hafa óeðlileg áhrif á lækna, að veittar séu greinargóðar upplýsingar um þessar ferðir, tilgang þeirra og tilhögun. Afstaða á borð við þá, sem fram kom hjá Austurbakka hf., sem neitaði að veita heilbrigðisráðuneytinu upplýsingar um boðsferðir, er því fráleit og sízt hags- munum lyfjaiðnaðarins eða lækna til framdráttar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.